Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ræðismaður íslands á Flórída Islending- arnir yfirleitt í betri húsum ÞÓRIR S. Gröndal, ræðismaður íslands á Flórída, sem hefur verið búsettur þar um tveggja áratuga skeið, segist aldrei hafa upplifað jafn einkennilegan vetur og þenn- an hvað veðurfar snertir. Hvass- viðri hefur verið óvenjumikið og í vetur hefur rignt tvisvar sinnum meira en í venjulegu ári í Suður- Flórída, að sögn Þóris, sem er búsettur í Mi- ami. Islendingar í Flórída virðast hafa sloppið alveg við hina mannskæðu ský- strokka sem gengu yfír miðhluta Flórída á sunnudag _og mánudag. „Þó að Islendingam- ir sem eiga héma hús séu ekkert óskaplega ríkt fólk, þá eru þeir yfírleitt í betri húsum en þessum sem hafa verið að fara í spón. Um helmingurinn af þeim húsum eru hjól- hýsi og í þeim býr aðal- lega eftirlaunafólk, sem hefur flutt að norðan og er ekki alltof vel efn- að og það eina sem það getur veitt sér er að búa í þessum hjólhýsum. Þau em bara bundin niður og mjög illa fest, þannig að það myndi ekld þurfa nema svona 6-8 vindstig til þess að þau myndu fara. Svo var líka annað hverfi sem fór mjög illa, en þar vora ódýr og frekar léleg timburhús með álþynnum, sem fóra eins og spýtnabrak,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið. „Við voram á þorrablóti íslend- inga á laugardagskvöldið í Cocoa Beach, sem er við ströndina rétt neðan við Canaveralhöfða. Þar voru um 260 manns í miklum gleð- skap, um fímm km frá stað þar sem um 400 hús fóra í rúst kvöldið eft- ir,“ segir hann. Hátt í 2.000 íslendingar á Flórída Aðspurður um fjölda íslendinga á Flórída segir Þórir að engar ná- kvæmar tölur séu til yfír það, en ljóst sé að þeim sé alltaf að fjölga. Hann giskar á að nálægt 1.000 ís- lendingar hafi þar fasta búsetu, íslenskir námsmenn séu á bil- inu 150-200, auk þess sem fjöldi fólks dvelji þar hluta úr ári og of- an á það bætist svo ferðamenn. Þegar allt er talið giskar hann á að íslendingar á Flórída séu nálægt 2.000 í allt á ári hverju. „Sjálfur er ég búinn að vera hérna í um 20 ár og ég hef aldrei upplifað eins einkennilegan vetur og þennan. Þessir E1 nino- stormar sem hafa farið yfir Suður- Kalifomíu hafa haldið áfram yfir landið og alla leið yfír Texas. Svo þegar þeir komast út í Mexíkófló- ann virðist þeim vaxa fískur um hrygg, þeir halda áfram yfír flóann og geisa svo hingað á okkur og era þá búnir að draga í sig meiri vætu, þannig að nú er búið að rigna tvisvar sinnum meira en í venju- legu ári hér í Suður-Flórída. En nú er komið yndislegt veður, 25 stiga hiti og glampandi sól, svo það er eins og það á að vera,“ segir Þórir. Þórir S. Gröndal Röskun á flugi vegna veðurs LÍTILSHÁTTAR röskun og tafir urðu á innanlandsflugi í gær vegna veðurs og ísingar í háloftum. Fimm flug féllu niður hjá Flugfélagi ís- lands og tvö hjá íslandsflugi. Mikil snjókoma á flugbraut á flugvellinn á Akureyri olli því að ófært var þegar íslandsflug hugðist fljúga þangað klukkan 11 í gær- morgun og tafðist flug af þeim sök- um þar til skömmu fyrir klukkan 18 í gærkvöldi, að sögn Þórarins Ólafs- sonar vaktstjóra hjá íyrirtækinu. Flogið var til ísafjarðar, Vest- mannaeyja, Sauðárkróks og Egils- staða með eðlilegum hætti, þrátt fyrir tvísýnt veðurútlit oft á tíðum, að því undanskildu að leiguflug sem fara átti til Isafjarðar með leik- og stuðningsmenn íþróttafé- lagsins Fylkis síðdegis féll niður. ísing og vont veður Flug Flugfélags íslands til Hafnar í Hornafirði tafðist veru- lega í gær vegna ísingar í háloftum austanlands. Vél þangað átti að fara í loftið um klukkan 9 í gær en ekki var flogið fyrr en klukkan 16. Flogið var til Akureyrar laust fyrir klukkan átta í gærmorgun en síðan lá flug niður til klukkan 16.30 vegna veðurs á Norðurlandi. Flog- ið var til Isafjarðar í gærmorgun en hætt var við flug síðdegis og sömuleiðis var flugi til Grænlands aflýst. Fært var til Vestmannaeyja og Egilsstaða fyrri hluta dags, en veður truflaði áætlun um miðjan dag og ekki var flogið aftur fyrr en síðdegis á þessa áfangastaði. „Á Akureyri var leiðindaveður og á Isafírði og á Grænlandi var snjó- koma og vindur, auk þess sem veðrið í Vestmannaeyjum setti nokkurt strik í reikninginn hjá okkur,“ sagði Kjartan Kjartansson afgreiðslustjóri Flugfélags ís- lands. BUBSTAMOTTUR Urvalið er hjá okkur Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNA segir frumvarpið hafa það meginniarkmið að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavald- inu og auka aðhald þingsins með ráðherrum. Mælt fyrir frumvarpi til laga um ráðherraábyrgð Brot á lögunum geti varðað embættismissi JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður þingflokks jafnaðarmanna, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ráðherraá- byrgð á Alþingi í gær. Með frum- varpinu er lagt til að ráðherra skuli sæta ábyrgð, samkvæmt lögum um ráðheraaábyrgð, ef hann gefur Al- þingi rangar eða villandi upplýsing- ar eða við meðferð máls á Álþingi leynir upplýsingum er hafa verulega þýðingu. Brot gegn lögum um ráð- herraábyrgð varða, eftir málavöxt- um, embættismissi, sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að 2 árum. Að því er fram kom í máli Jó- hönnu hefur þetta frumvarp að meginmarkmiði að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmda- valdinu og auka aðhald þingsins með ráðherrum. „Það er afar mikil- vægt að þingmenn geti treyst þeim upplýsingum sem ráðherrar gefa AJþingi og geti treyst því að þeir leyni ekki þingmenn og Alþingi mikilvægum upplýsingum um það sem miklu máli skiptir við meðferð mála á þingi. Annað getur leitt til óvandaðrar meðferðar mála og al- varlegs trúnaðarbrests milli ráð- ALÞINGI herra og þingmanna,“ sagði Jó- hanna. Að sögn Jóhönnu er tilefni þessa framvarps það að á síðasta þingi hafi félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, veitt Alþingi í tvígang rang- ar og villandi upplýsingar, að henn- ar mati. Þau mál snertu húsnæðis- mál, að sögn Jóhönnu, annars vegar upplýsingar sem kallað var eftir um félagslega íbúðakerfið og hins vegar upplýsingar um afföll í húsnæðis- lánakerfinu frá árinu 1986. Sagði hún að þetta mat hennar hefði síðan verið stutt gögnum frá Ríkisendur- skoðun og Húsnæðisstofnun. Skýr ákvæði um þetta atriði í lögum Dana Jóhanna skýrði einnig frá því að fyrir fjóram árum hefði Páll Péturs- son þá þingmaður flutt sama frum- varp og hún mælti nú fyrir. „Þess vegna fannst mér ærið tilefni að endurflytja þetta frumvarp þegai' þessi háttvirti þingmaður sem nú er orðinn ráðherra gerist sekur um að gefa Alþingi rangar og villandi upp- lýsingar," sagði Jóhanna. Hún vitnaði því næst í greinar- gerð sem fylgdi frumvarpi Páls fyr- ir fjórum áram, en þar segir m.a. að lögin um ráðherraábyrgð frá 4. febrúar 1963 taki ekki til ábyrgðar ráðherra gagnvart Alþingi ef hann greini því rangt frá, gefí því villandi upplýsingar eða leyni það upplýs- ingum er mikilvægar séu fyrir með- ferð máls. Ráðherra hafi því ekki nauðsynlegt aðhald og geti freistast til að gefa Alþingi rangar eða vill- andi upplýsingar eða leyna það mik- ilvægum upplýsingum. I lögum Dana um ráðherraábyrgð séu hins vegar skýr ákvæði um þetta atriði og lagt til að þau verði tekin í ís- lensk lög. Alþingi Stutt Öryggismiðstöð bama verði sett á stofn HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Alþingis hef- ur lagt til að þingsályktunartillaga jafnaðar- manna, um að sett verði á stofn öryggismiðstöð barna, verði vísað til rikisstjórnarinnar. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ossur Skarphéðinsson. Er í lienni lagt til að ldutverk miðstöðvarinnar verði að miðla til foreldra, kenn- ara og annarra sem tengjast uppeldi og umönnun barna hvers konar fræðslu um öryggi og öryggis- búnað sem líklegur þykir til að fækka barnaslys- um. Þá skal miðstöðin verða stjórnvöldum til ráðuneytis um aðgerðir sem dregið geta úr slys- um barna og sinna ráðgjöf til framleiðenda og innflytjenda á öryggisbúnaði. Samræmd tölvu- skráning á barnaslysum skal jafnframt vistuð á vettvangi miðstöðvarinnar. I áliti heilbrigðis- og trygginganefndar kemur fram að allar umsagnir sem nefndinni hafí borist um tillöguna hafi verið mjög jákvæðar. Er nefnd- in einnig þeirrar skoðunar að brýnt sé að ná fram þeim markmiðum sem tillagan stefnir að. Vörugjald af byssum og skotum verðl afnumlð KRISTJÁN Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um að vörugjald af byssum og skotfærum verði afnumið. Meðflutningsmenn eru Tómas Ingi Olrich, Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokks. I greinargerð frumvarpsins segir að í lögum um vörugjald og í viðauka við þau sé kveðið á um að vörugjald skuli lagt á vopn og skotfæri, þar á meðal veiðiriffla, skotfæri og vopn sem notuð eru til íþróttaiðkunar. Hins vegar sé ekk- ert gjald lagt á sportvörur eins og veiðistangir, skíði, golfsett, boga og sverð. Miðar frumvai'pið að því að sömu reglur gildi um sportvörur eins og byssur, skot og skyldar vönir og sportvörur eins og veiðistang- ir. Er því lagt til að vörugjald verði afnumið af vopnum og skotfærum til markskota eða sport- veiða og skotfæra sem þeim tengjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.