Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. FEEHÚAR 1998____________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Veðurstofa íslands býst við einu mesta kuldakasti seinni ára um helgina
Spáð allt að
25° frosti
Morgunblaðið/RAX
EINS og sjá má á þessari mynd úr myndasafni Morgunblaðsins hefur
stundum fryst hressilega og sjómenn þurft að berja ís af skipum sínum.
SAMKVÆMT spá Veðurstofunnar
er gert ráð fyrir um 20-25° frosti um
norðanvert landið og um 15-20° á
sunnanverðu landinu á laugardag og
sunnudag. Eins og spáin lítur út fyr-
ir mánudag og þriðjudag í næstu
viku er gert ráð fyrir áframhaldandi
norðanátt og kulda.
Það tók að kólna í gær, öskudag, en
vonandi rætist ekki sú trú að deginum
fylgi átján bræður eins og segii’ í Sögu
daganna. Guðmundur Hafsteinsson,
veðuríræðingur á Veðurstofunni, seg-
ir að útlit sé fyrir að hægt og bítandi
muni kólna næstu daga eða fram á
laugardag og sunnudag þegar horfur
ei-u á 20-25° frosti fyrir norðan og þá
kaldara inn til landsins og 15-20° frosti
fyrir sunnan. „Eins og hoi-fur eru
núna virðist sem einna kaldast verði á
laugardag og sunnudag en þangað til
kólnai- jafnt og þétt,“ sagði hann.
Guðmundur sagði að lægð hefði
verið norður af landinu í gær sem
færðist austur á bóginn í átt að
Norður-Noregi. „En yfir Grænlandi
er myndarleg hæð sem heldur á móti
og beinfr til okkar ísköldum vind-
streng nánast alla leið frá Norður-
pólnum suður með strönd Græn-
lands og skellir þessu yfir okkur,“
sagði hann. „Það er ekki annað að
sjá en að þetta komi beint frá póln-
um.“
Sagði hann að enn væri langt fram
á laugardag og að spáin gæti sveifl-
ast til. „Ef við lítum á tölvuspá frá
því á þriðjudag þá virtist ekki vera
jafn mikill kuldi á leiðinni og ef til
vill dregur úr þessu, en þessum nýju
tölvuspám ber það vel saman að ég
held að ástæða sé til að reikna með
að það verði mjög kalt,“ sagði Guð-
mundur. „Hvort það fer í 20-25° frost
eða hvort við sleppum með 15° frost,
það er annað mál.“
Spáin nær enn sem komið er ekki
lengi'a en til sunnudags en Guð-
mundur sagðist ekki sjá nein hlýindi
á næstunni. Því yrði trúlega kalt
fram eftfr næstu viku, þar sem engin
lægð væri sjáanleg á leiðinni. „Við
sitjum í þessum kuldapolli eitthvað
áfram,“ sagði hann. „Réttast er að
draga fram kuldafatnað og ef farið
er á fjöll, að gæta að andlitinu að það
kali ekki. Þá er rétt að minna á að
líta eftfr frostleginum á bílnum.“
Bið eftir
útgáfu
ökuskír-
teina
TALSVERÐAR tafir hafa
verið á útgáfu ökuskírteina að
undanförnu og hafa ökumenn
fengið í hendur bráðabirgða-
skírteini í nokkra daga á með-
an beðið er eftir fullbúnum
skírteimm. Skv. upplýsingum
Huldu Árnadóttur á skrif-
stofu lögreglustjóraembættis-
ins er ástæðan sú að misvel
hefur gengið að setja myndir
á hina nýju gerð ökuskírteina
sem tekin voru upp í haust.
Getur tekið allt frá þremur
dögum og upp í tvær vikur að
afgreiða skírteinin. Hulda
sagði að ástandið færi þó
batnandi og tekist hefði að yf-
irvinna byrjunarerfiðleika,
sem í ljós komu er útgáfa
nýrra ökuskírteina hófst sl.
haust.
Niðurstöður alþjóðlegu TIMSS-könnunarinnar á kunnáttu í náttúrufræði og stærðfræði
73% boðaðra
nemenda mættu
til prófsins
Veigamikill þáttur í meira brotthvarfí nemenda frá
námi í framhaldsskólum hér á landi en í öðrum löndum
er að námsframboð hér á landi er minna en víða annars
staðar að mati margra skólastjóra í framhaldsskólum.
EINAR Guðmundsson, forstöðumaður
Rannsóknastofnunar uppeldis- og
menntamála, segh' að setja verði
ákveðna fyrirvara við niðurstöður al-
þjóðlegrai' rannsóknar (TIMSS) á kunnáttu
framhaldsskólanema í náttúrufræði og stærð-
fræði. Þegar alls sé gætt og þessir fyi-irvarar
teknir með í reikninginn sé engu að síður ljóst
að við séum ofan alþjóðlegs meðaltals í þessum
efnum.
Greint var frá niðurstöðum athugunarinnar í
Morgunblaðinu í gær, en samkvæmt henni eru
íslenskir framhaldsskólanemendur í þriðja sæti
í kunnáttu í þessum efnum. Þegar árangur 25%
af bestu nemendum allra landa er skoðaður
falla íslensku nemendurnir niður í 10. sæti í at-
huguninni. Fram kom að brotthvarf nemenda
frá námi hér á landi er meira en víðast annars
staðar og geti það haft áhrif á niðurstöðuna.
Einnig var gagnrýnt að þátttaka nemenda í at-
huguninni hafi verið frjáls, en um var að ræða
fjögurra klukkustunda próf utan kennslutíma.
Það geti einnig haft áhrif á niðurstöðuna, þar
sem einkum þeir áhugasömustu og nemendur
af eðlisfræði- og náttúrufræðibrautum hafi tek-
ið þátt í henni.
Nemendur á aldrinum 17-21 árs frá 21 þjóð
tóku þátt í könnuninni og komu nemepdur í
Hollandi og Svíþjóð best út og þá Island.
Margar af þeim þjóðum sem urðu meðal efstu
þjóða er sambærileg könnun var gerð í 7. og 8.
bekk grunnskóla tóku ekki þátt að þessu sinni,
svo sem Asíuþjóðir og nokkrar Evrópuþjóðir.
Einar sagði gagnrýni á rannsóknina ekki á
rökum reista. Allir nemendur, sem hafi verið
að ljúka einhverju námi í framhaldsskóla óháð
námsbrautum, hafi verið boðaðir í prófið og af
þeim hafi 73% mætt til þess. Af 21 landi sem
þátt tóku í athuguninni hafi einungis átta þjóð-
ir náð því aðferðafræðilega markmiði sem sett
hafi verið í athuguninni að þátttakan næði 80%.
Við séum undir þeim mörkum eins og 13 aðrar
þjóðir, en ekki langt frá þeim mörkum.
Einar sagði að fyrirvararnir sem Rann-
sóknastofnun uppeldis- og menntamála hafi
sett við niðurstöðurnar hafi verið tveir. Annars
vegar brotthvarfið í framhaldsskólum og hins
vegar mætingin í prófið. Þessir fyrirvarar koll-
varpi hins vegar ekki niðurstöðunni, enda sé
reynt að meta áhrif brotthvarfsins með því að
taka einungis þau 25% sem efst séu. Við það
föllum við nokkuð niður, en ennþá séum við
samt fyrir ofan alþjóðlegt meðaltal í þessum
efnum.
Ekki nægjanlegar kröfur
í grunnskóla
Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunar-
skóla íslands, sagðist telja að brotthvarf frá
námi og góður árangur íslenskra nemenda í
þessari alþjóðlegu rannsókn ættu sér sömu
skýringuna að hluta til, þ.e.a.s. þá að ekki væri
nægilegar kröfur gerðar til nemenda á fyrstu
árunum í grunnskóla.
„Það er mjög verulegur mismunur á niður-
stöðu hvað varðar framhaldsskóla og grunn-
skóla og það er í fullu samræmi við það sem
maður hefur talið; að það væru ekki gerðar
nægilegar kröfur í grunnskólunum, sérstak-
lega á fyrstu árunum. Framhaldsskólinn lendir
í því að gera í einu vetfangi, þegar nemendur
eru innritaðir, kröfur sem þeir hafa aldrei
kynnst fyrr. Annað hvort bregðast nemendur í
framhaldsskólanum við þessum nýju óvæntu
ki-öfum með því að fara að læra og þá taka þeir
verulegum framfórum eða þeir læra ekki meira
en þeir hafa gert og þá falla þeir brott,“ sagði
Þorvarður.
Hann sagði að mikið mætti laga í þessum
efnum með því að auka kröfur til nemenda fyrr
og að þefr hefðu alist upp við það strax að álag-
ið væri hæfilega jafnt í náminu sem annars
staðar. „Nemendur verða að hafa einhver verk-
efni að vinna. Það er frumskilyrði. Annars
hætta þeir bara að vera nemendur og snúa sér
að einhverju öðru,“ sagði Þorvarður.
Aðspurður hvort hann teldi til bóta að taka
upp námssíu eins og gamla landsprófið, sagðist
hann telja að úrbætur væru fyrst og fremst
fólgnar í því að fara að kenna meira í fyrstu
bekkjum grunnskólanna, en það tæki að sjálf-
sögðu langan tíma að laga svona skekkju þegar
hún væri komin inn í alla árganga.
Aðspurður hvort hann teldi það skekkja nið-
urstöðu rannsóknarinnar að nemendur höfðu
frjálst val um það hvort þeir tóku þátt í prófinu
eða ekki sagði Þorvarður að sömu reglur giltu í
löndunum í kringum okkur í þessum efnum.
Honum kæmi ekki á óvart þótt íslenskir nem-
endur hefðu skilað sér betur í prófið en til
dæmis nemendur í Danmörku og nálægum
löndum, því þar væri valið meira en hér á landi.
Kom að sumu leyti á óvart
Eiríkur Guðmundsson, skólameistari í
Menntaskólanum við Sund, sagðist ekki geta
sagt mikið um málið á þessari stundu, þar sem
einu upplýsingarnar sem hann hefði um niður-
stöður rannsóknarinnar væru frásagnir fjöl-
miðla. Hann sagði að niðurstaðan kæmi honum
að sumu leyti á óvart miðað við þá útkomu sem
hefði orðið varðandi kunnáttu grunnskólanem-
enda í þessum efnum. Það hefði alveg eins mátt
búast við að útkoman í framhaldsskólum yrði í
takt við það en rannsóknin gæfi vísbendingar
um að staðan væri heldur betri hjá framhalds-
skólunum.
Aðspurður um hvaða skýringar kunni að
vera á miklu brottfalli nemenda í framhalds-
skólum, sagði hann að ýmsar skýringar hefðu
verið nefndar í því sambandi, meðal annars sú
að námsframboð í framhaldsskólum hér sé ekki
í samræmi við óskir nemenda. Þeir finni ekki
nám við hæfi og hætti þar af leiðandi. Þá mætti
einnig benda á að hér á landi hefði ungt fólk
lengst af átt auðveldara með að fá vinnu en
þekktist í nágrannalöndunum. Loks væri notk-
unin á hugtakinu brottfall svolítið á reiki og
spurning hvernig það væri mælt. Algengt væri
til dæmis hér á landi að fólk hætti í námi um
tíma og sneri sér síðan að því aftur síðar
„þannig að það er svolítið erfitt að henda reiður
á því hversu örugg þessi mæling er“, sagði Ei-
ríkur.
„Það er jákvætt að heyra þetta og gefur von-
ir um að sú gagnrýni sem hefur verið uppi á
skólakerfið eigi nú ekki alltaf við rök að styðj-
ast. En vissulega getum við alltaf bætt starfið
og það er framundan mikið endurbótastarf
vegna námskrárinnai' bæði í grunnskóla og
framhaldsskóla. Þar verður auðvitað tekið á
þessum málum í heUd sinni,“ sagði Eiríkur
ennfremur.
Ánægjuleg tíðindi
Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ, sagði að það væri
ánægjulegt að heyra af þessum niðurstöðum
rannsóknarinnar. Hann vissi hins vegar ekki
hvort raunhæft væri að bera þetta saman við
niðurstöður athugunarinnar í grunnskólunum,
þar sem þar hefðu önnur lönd átt í hlut.
Þorsteinn sagði að það væri að vissu leyti
rétt að brottfall nemenda væri meira í fram-
haldsskólum hér á landi en annars staðar. Skil-
greining á brottfalli væri hins vegar með dálítið
öðrum hætti hér en annars staðar, þar sem út-
gönguleiðirnar úr framhaldsskólanum væru til-
tölulega færri hér en þekktist annars staðar. í
grófum dráttum værum við með örfáar tveggja
ára námsbrautir, iðnnám og síðan stúdents-
próf. Nemandi sem búinn væri að ljúka rúm-
lega 100 einingum í framhaldsskóla væri í ein-
hverjum tilvikum skilgreindur sem brott-
fallsnemandi ef hann hætti námi. Víða í Evrópu
væri nemandi sem búinn væri að ljúka svona
mörgum einingum ekki talinn brottfallsnem-
andi heldur hefði hann lokið einhverju skil-
greindu námi.
Aðalsteinn Eiríksson, skólameistari Kvenna-
skólans, sagði að það sem helst styngi í augun
varðandi rannsóknina væri hversu hæpin þessi
samanburður væri og hann teldi að ekki væri
hægt að draga mjög víðtækar ályktanfr af hon-
um einum, þótt hann gæfi tilefni til ýmissa
bollalegginga. Allra síst væri hægt að bera
saman vinnu í grunnskólum og framhaldsskól-
um á þessum grunni.
Aðalsteinn sagði að hugtakið brottfall væri
mikið álitamál og skilið mjög misjöfnum skiln-
ingi. Það vildi þannig til að hann væri einmitt
nú í rabbhópi á vegum gæðastjórnunai'félagsins
að velta fyrir sér þessu hugtaki og það sem upp
úi' stæði í þeim efnum væri hversu ólíkum skiln-
ingi menn skildu þetta hugtak. Þannig væri
rikjandi óvissa um það hvort menn væru að tala
um sama fyrirbærið og hann hefði ekki séð þau
gögn sem lægju til grundvallar tölum frá öðrum
löndum í þessum efnum. Hitt væri ljóst að það
væri alltof mikið brottfall í íslenskum fram-
haldsskólum og á því þyrfti að taka. Hann teldi
að brottfallið endurspeglaði hvað skólarnir
væru vanbúnfr að veita nemendum það sem
þeir þyrftu á að halda. Framboðið á námsefni
og starfsmenntabrautum væri ekki í samræmi
við þarfir einstaklingsins eða mai'kaðarins.
Vilja ekki bijótast úr viðjum
láglaunastefnu
„Það er gleðilegt að íslenskir framhaldsskóla-
nemendur skuli í nýrri alþjóðlegri stærðfræði-
og vísindakönnun TIMSS standast samanburð
við framhaldsskólanemendur í öðrum löndum,
enda tel ég að íslendingar hafi aldrei átt mann-
vænlegra ungt fólk en einmitt nú, þótt agaleysi
þjóðfélagsins og rangt verðmætamat eyðileggi
stórlega fyrir þessu fólki sem og öðrum. Niðui'-
staða TIMSS-könnunarinnar nú verður vonandi
til þess að auka skilning stjómvalda á mikil-
vægi skólamenntunar, því hvar værum við án
skólamenntunar í dag?“ sagði Tryggvi Gíslason,
skólameistari Menntaskólans á Ákureyi'i.
„Meginástæður fyrir miklu brottfalli nem-
enda á framhaldsskólastigi era að mínum dómi
þrjár,“ sagði Tryggvi ennfremur. „í fyrsta lagi
er ekki samræmi milli kennslu á grunnskóla-
stigi og kennslu á framhaldsskólastigi og sam-
vinna milli skólastiganna of lítil - eða réttara
sagt engin. Stökkið úr grunnskóla í framhalds:
skóla er því of stórt fyrir of marga nemendur. 1
öðru lagi er staða verkmenntunar og starfs-
menntunar í landinu veik og skilningur for-
ystumanna vinnuveitenda á mikilvægi mennt-
unar lítill. Vinnuveitendur og forystumenn at-
vinnulífsins hafa lengi sætt sig við ómenntað
starfsfólk og vilja ekki brjótast úr viðjum lág-
launastefnu sinnar. Þetta hefur leitt til lítilla
afkasta og áhugaleysis á verkmenntun sem
hentar mun fleiri en hrein bókleg menntun.
Forystumenn atvinnuveganna þurfa að brjót-
ast úr þessum sálarviðjum sínum og axla þá
ábyrgð sem því fylgir að mennta starfsfólk sitt.
Atvinnulífið á að kosta að fullu menntun starfs-
fólks síns, þá fyrst skilja þeir hvar skórinn
kreppir. í þriðja lagi er ein meginástæðan fyrir
miklu brottfalli nemenda úr framhaldsskóla lág
laun kennara og fjársvelti og lélegt starfsum-
hverfi skóla. Nú er sífellt erfiðara að fá vel
menntaða kennara til starfa við framhalds-
skóla, einfaldlega vegna þess að laun kennara
eru of lág enda kennarar löngu orðnfr lág-
launastétt," sagði Tryggvi Gíslason.