Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 37
M ORGl • N BI. ADTD FIMMTÚDÁGÚR 26. FÉBRÚAR 1998 Sl'’- i J * i J i 8 - J AÐSENDAR GREINAR Yfirburðir Reykjavíkur- borgar eru ótvíræðir ÞEGAR fjárhagur sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu er skoðaður kemur ýmis- legt í Ijós. Skuldastað- an er t.a.m. misjöfn. En ekki nægir að líta á skuldastöðuna eina og sér, heldur verðui' hún að skoðast í ljósi mögu- leika hvers sveitarfé- lags til að bæta stöðu sína á næstu árum. Þar verður að líta til af- gangs frá rekstri til fjárfestinga og niður- greiðslu lána. Þessi rekstrarafgangur er talsvert breytilegur frá einu sveitarfélagi til annars. Eins geta skuldsett sveitarfélög selt verðmætar eignir til að laga fjár- hagsstöðuna. Þessa leið hefur Akureyrarbær farið þegar seldur var hlutur bæjarins í Utgerðarfé- lagi Akureyrar. Veitur skila miklum arði Nú er það svo að söluhæfar eignir eru fremur takmarkaðar í sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Ekki getur talist vænlegt að selja skóla eða sundlaugar svo eitthvað sé nefnt. Einna mestu fjárhagslegu verðmætin eru falin í veitufyrirtækjum þeim sem eru í eigu sumra sveitarfélaga. Hafn- firðingar eiga sína rafmagnsveitu sem ýmis önnur opin- ber orkufyrirtæki hafa verið að bera víurnar í. Reykjavíkurborg á og rekur mjög öfluga hitaveitu fyrir mestallt höfuðborgarsvæðið. Að sama skapi er Raf- magnsveita Reykjavík- ur mjög verðmætt fyr- irtæki og ekki má gleyma 40% eignarhlut borgarinnar í Lands- virkjun. Breytt afstaða Alþingis til eignar- halds á orkudreifing- arfyrirtækjum getur hæglega leitt til þess að Reykjavíkurborg selji hluta sinna orkufyrirtækja í fyi-irsjáanlegri framtíð, jafnvel einnig hlut sinn í Landsvirkjun. Þrátt fyrir að þessi möguleiki sé ef til vill ekki svo fjarlægur er alls ekki víst að Reykjavíkurborg kæri sig um að selja, því bæði Hitaveit- an og Rafmagnsveitan eru sann- kallaðar mjólkurkýr fyrir fjárhag borgarinnar, og eins mega Reykvíkingar eiga von á arð- greiðslum frá Landsvirkjun á næstu árum. Hitaveita Reykjavík- ur skilaði tæplega 900 millj. kr. inn í borgarsjóð í formi arðgreiðslu og Rafmagnsveita Reykjavíkur um 500 millj. kr. á árinu 1996. Þarna er um háar fjárhæðir að ræða. Sem dæmi eru þessar arðgreiðslur talsvert hærri en skatttekjur Garðabæjar og Bessastaðahrepps til samans. Það er augljóst að á meðan arðgreiðslur til borgarinnar eru þetta háar borga íbúar ná- grannasveitarfélaganna sérstakan höfuðborgarskatt þegar rafmagns- og hitareikningarnir ei-u greiddir. Gagnlegt væri að fá útreikning á því hve mikill þessi höfuðborgar- skattur er í raun á ári á hvern meðalgreiðanda. Fróðlegt er að bera saman tekj- Mikill húsakostur opin- berrar stjórnsýslu, seg- ir Einar Sveinbjörns- son, er drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð. ur sveitarfélaganna á hvern íbúa þar sem sérstaklega er litið til arðs af eignum annars vegar og fast- eignaskatts af fyrirtækjum og stofnunum hins vegar. Fasteigna- skatturinn skilar sveitarfélögunum umtalsverðum tekjum. Hann er tengdur fasteignamati og víðast um 0,375% af fasteignamati íbúða (þó 0,421% í Reykjavík), en er afar breytilegur af atvinnuhúsnæði. Allt frá 0,75% í Garðabæ upp í 1,463% af fasteignamati í Reykja- vík. Með réttu má segja að hluti fasteignaskattsins fari í ýmsa þjónustu tengda viðkomandi fast- eign s.s. í snjómokstur, götulýs- ingu, viðhald gatna og gangstétta sem að fasteigninni liggja, bruna- varnir o.fl. Engu að síður er ljóst að í Reykjavík rennur a.m.k. hluti fasteignaskatts á fyrirtæki í al- mennan rekstur borgarsjóðs. Eng- um blöðum er um það að fletta að mikill húsakostur opinberrar stjórnsýslu í Reykjavík er drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð. Sama má segja um voldugar höfuðstöðv- ar banka- og fjármálaumsýslu, sem eðli málsins samkvæmt eru nánast allar staðsettar í höfuð- borginni. Lítill hlutur útsvars Á súluritunum má sjá hve tekj- ur Reykjavíkurborgar eru miklar í raun þrátt fyrir lágmarksútsvar. Það fyrra sýnir skatttekjur hvers sveitarfélags á hvern íbúa. Til að gæta allrar sanngirni gagnvart Reykjavík er afgangur af vatns- gjaldi talinn með skatttekjum. Fasteignaskattur af fyrirtækjum er sýndur sér og efst trónir arður af eigin fyrirtækjum, sem er eins og sjá má verulegur í Reykjavík og eins dálítill á Seltjarnarnesi, en hins vegar enginn í flestum hinna sveitarfélaganna. Arður af eignum og tekjur af fasteignaskatti fyrir- tækja og stofnana nam árið 1996 22% af heildarskatttekjum Reykjavíkurborgar (skatttekjur + arður af eignum). Hitt súluritið Einar Sveinbjörnsson sýnir hlut útsvars af heildartekj- um (skatttekjur + afgangur vatnsgjalds + arður) á hvern íbúa. Glöggt má sjá hvað Reykjavík hef- ,. ur stóran hluta sinna tekna af öðru en útsvari og einnig er at- hyglisvert að skoða hve miklu munar í útsvarstekjum. Þrátt fyr- ir hámarksálagningu hafa Hafn- firðingar lægri útsvarstekjur á hvern íbúa en t.a.m. Reykvíking- ar. Þess skal getið að útsvarspró- sentan er hærri nú eftir að sveit- arfélögin hafa tekið við grunnskól- anum og þar með hlutur útsvars- tekna. Reykjavíkurborg er samkvæmt þessu mun betur í stakk búin að mæta þjónustuþörf íbúanna. Hún < hefur t.d. betra fjárhagslegt svig- rúm til að bæta skilyrði skólastarfs í framtíðinni svo dæmi sé tekið af málaflokki sem mikið hefur verið í umræðunni. Samt er henni kleift að leggja á lágmarksútsvar. Því verður heldur ekki á móti mælt að í mjög auknum mæli er fólk farið að líta á vissa þætti í hverju bæjarfé- lagi eða hverfí eins og gæði skóla- starfs, möguleika til útiveru, að- búnað aldraðra og tómstundastarf bama og unglinga áður en ákveðið er hvar búið skal. Inn í þessa mynd spilar síðan mismunandi skatt- heimta sveitarfélaga hér á höfuð- borgarsvæðinu. ~ Reykjavík, með rekstrarhag- ræði í krafti stærðar sinnar ásamt vænum arði af orkufyrtækjum og ríflegum fasteignaskatti á fyrir- tæki og stofnanir, hefur ótvíræða yfirburði. Ef Reykjavikurborg ber gæfu til þess að hagnýta sér þessa yfirburði geta íbúar hennar átt kost á meiri þjónustu fyrir lægri skatta en íbúar flestra nágranna- sveitarfélaganna. Höfundur er veðurfræðingur. J J J ' i J Í i ■ Remedy Help Desk Uppbygging hágæða þjónustuborðs Kynning 3. mars 1998 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. □agskrá: 13:15 Skráning 13:30 Hvernig byggja á upp hágæða þjónustuborð. Afköst innan tíma- og kostnaðarmarka. Stuðlaöu að vexti og árangri í rekstrinum. Andrew Pritchard, EMEA Channel Marketing Remedy Corporation 14:30 Reynslusaga: Þjónustuborö Skýrr hf. Hrafnkell V. Gíslason, forstöðumaður þjónustudeildar Skýrr hf. Birkir Einarsson, þjónustustjóri Skýrr hf. 15:00 Kaffihlé 15:30 Stjórnun breytinga til að viðhalda forskoti Andrew Pritchard, EMEA Channel Marketing Remedy Corporation 16:15 Þjónustuborð í víðara samhengi Reynslusaga: Markhúsiö hf. Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri Markhússins hf. 16:45 Lokaorð § Tryggbu þér sætí í tíma. Þátttaka er ókeypis. Skráning er í sima 561-8131, http://www.teymi.is/radstefnur | eöa meö því að senda tölvupóst á namsstefna@teymi.is jj W' jps? . 5> Remedy Corporation TEYMI í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.