Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 53
BRIDS
Umsjon liuðinuiiilur
l’áll Armirsnn
ÍSLENSK sveit tók þátt í
alþjóðlegu móti í Hollandi
um síðustu helgi: Forbo
Krommenie, sem er sveita-
keppni með þátttöku 64
sveita. í fyrri hluta keppn-
innar er liðunum skipt í átta
riðla og komast tvær efstu
úr hverjum þeirra áfram i
sextán liða A-úrslit. Is-
lenska sveitin vann sinn
riðil, en gekk illa í úrslitun-
um og endaði í sextánda
sæti í keppninni. I sveitinni
spiluðu Aðalsteinn Jörgen-
sen, Björn Eysteinsson,
Sigurður Sverrisson og
Sverrir Ái-mannsson.
Norður gefur; allir á
hættu.
Vestur
♦ K7543
V105
♦ 1084
*1052
Norður
*G62
V6
♦ ÁK975
*KD93
Austur
*-
VÁ9872
♦ DG62
*ÁG42
Suður
♦ ÁD1098
VKDG43
♦ 8
*86
Þetta spil er frá fyrri
hluta mótsins, úr viðureign
Islendinganna við sænska
úrvalssveit (Fallenius, Nils-
land, Morath, Bjerregaard).
Samningurinn var fjórir
spaðar á báðum borðum.
Fallenius varð sagnhafí í
norður og fékk út hjartaás
frá Sverri í austur. Sverrir
skipti yfir í tíguldrottningu í
öðrum slag, sem tekin var
með ás og laufkóngi spilað.
Sverrir drap og spilaði
hjarta, sem sagnhafi tromp-
aði í borði. Og spilaði spaða-
gosa. Það reyndust mistök.
Björn gaf slaginn, en tók
næst á spaðakóng og spilaði
tígli. Fallenius komst þá
ekki inn í borð til að taka
trompin og Björn fékk
fjórða slaginn á spaðahund.
A hinu borðinu varð Sig-
urður sagnhafi í suður.
Hann fékk út hjartatíu upp
á ás austurs, sem spilaði
meira hjarta. Sigurðm-
trompaði í blindum og spil-
aði laufkóngi. Austur drap
og spilaði enn hjarta. And-
ers Morath hélt á spilum
vestm-s og henti laufi eftir
nokkra umhugsun. Sigurður
fór þá inn í borð á tígulás og
spilaði litlum spaða frá gos-
anum öðnim. Hann lét ní-
una heima og lagði upp!
Morath skoðaði spilið
nokki’a stund, en féllst svo á
tíu slagi. Ef vestm- drepm-
sti-ax á spaðakóng og spilar
láglit getur Sigurðm- yfii-tek-
ið spaðagosann, aftrompað
vestur og hirt hjartaslagina.
Og ef vestur gefur spaðaní-
una spilar Sigurður hjarta
og hendir laufum úr borði ef
vestur trompar ekki. Trompi
vestur aldrei má trompa
laufhundinn heima með
spaðagosa blinds.
ísiand vann 12 IMPa á
þessu spili og leikinn 25-5.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkymiingum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
Sent í bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
í DAG
Árnað heilla
pT/\ÁRA afmæli. Fimm-
O V/tíu ára afmæli á í dag
Gísli Blöndal, markaðs- og
þjónusturáðgjafi, Álakvísl
26, Reykjavík.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 7. júni sl. í Digranes-
kirkju af sr. Gunnari Sigur-
jónssyni Kolbriín Júlía Er-
lendsdóttir og Ásbjörn S.
Arnarson. Heimili þeirra er
í Álfatúni 35 í Kópavogi.
Ljósm. Barna- og fjöj.skylduljó.sm.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 3. janúar í Víðistaða-
kirkju af sr. Sigurði Helga
Guðmundssyni Sif Jóhann-
esdóttir og Ingólfur Arnar-
son. Heimili þeirra er á
Sunnubraut 12, Hafnarfirði.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 6. september sl. í
Kópávogskirkju af sr. Ægi
Sigurgeirssyni. Katrfn Sig-
urðardóttir og Tjörvi Ellert
Perry. Heimili þeirra er á
Grundarstíg 29, Reykjavík.
Með
morgunkaffinu
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. júlí sl. í Háteigs-
kirkju af sr. Óskari Inga
Ingasyni Hrefna Hauks-
dóttir og Hans Kristján
Einarsson. Heimili þeiira er
í Garðhúsum 49, Reykjavík.
Ást er...
... að muna eftir brúð-
kaupsafmælinu.
TM Hog U.S. Pat. Ofl. — all rights reservad
(c) 1990 Lo» Angelea Timea Syruteaie
HÖGNI HREKKVÍSI
7jQnn er búinn oís leito. ctUs stobarah þessu
LeHcfSngC-"
STJÖRMSPÁ
cftir Frances llrake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
framsækinn og verður að
hafa nóg fyrir stafni. Gættu
þess þó að ílýta þér hægt.
Hrútur _
(21. mars -19. apríl)
Einbeittu þér að því sem þú
ert að fást við núna og láttu
hverjum degi nægja sína
þjáning. Þá vegnar þér best.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Morgunstund gefur gull í
mund. Þú hefur í mörgu að
snúast í dag og mátt hafa
þig allan við. Farðu snemma
í bólið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
w
Láttu það vera að hugsa um
gömul deilumál. Þú getur
mikið af þeim lært, en engu
um þau breytt.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Þú þarft að huga að heilsu-
fari þínu og gera breytingar
til batnaðar. Fáðu ráðgjöf ef
eitthvað vefst fyrir þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú munt fá þín laun ef þú
leggur þig fram um að að-
stoða samstarfsmann þinn
sem á undir högg að sækja..
Meyja
(23. ágúst - 22. september) vB(L
Einhverjar breytingar liggja
í loftinu varðandi heimili eða
starf. Nú er að hrökkva eða
stökkva. Vertu jákvæður.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú færð bráðsnjalla hug-
mynd og skalt ekki hika við
að koma henni í fram-
kvæmd. Hún mun fljótt
skila hagnaði.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú mátt ekki efast um eigin
getu. Láttu hrós annarra
auka þér byr því þú getur
allt, ef þú trúir á sjálfan þig..
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) »iQ'
Særandi orð félaga þíns í
þinn garð eru ekki svara
verð. Láttu þau sem vind
um eyru þjóta og haltu þínu
striki.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú ættir að miðla kunnáttu
þinni til annarra og fá fólk
til liðs við þig. Eitthvað
kemur á óvart í kvöld..
Vatnsberi f
(20. janúar -18. febrúar) CíSm
Afbrýðisemi hæfii- þér ekki
og hefur aðeins slæm áhrif á
annars gott samband. Slak-
aðu á.
Fiskar __
(19. febrúar - 20. mars)
Gefðu þér tíma til að efla
kunnáttu þína á einhverju
sviði, þvi annars er hætta á
stöðnun. Vertu bjartsýnn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KIRKJUSTARF
Fyrirlesturínn er öllum opinn og að-
gangseyrir enginn.
Digraneskirkja.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimiiinu
kl. 20.30.
Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnað-
arheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla
aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyr-
ir börn 9-10 ára.
Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund með
lestri Passíusálma kl. 12. Orgeltónlist.
Léttur hádegisverður á eftir.
Háteigskirlga. Starf fyrir 6-9 ára böm kl.
17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með
Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endur-
næring. Allir velkomnir.
Langholtskirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður i safnaðarheimilinu á
eftir. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.
Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Ferðir
Páls postula. Sr. Frank M. Haildórsson.
Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn
kl. 16.30-17.30 í Ártúnsskóla. Æskulýðs-
fundur eldri deildar kl. 20.30-22.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á
morgun kl. 10-12.
Digraneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10.
Leikfimi aldraðra kl. 11.15. Bæna- og
kyrrðarsstund kl. 18. Bænaefnum má
koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar,
einnig má setja bænarefni í bænakassa í
anddyii kirkjunnar. Kirkjufélagsfundur
kl. 20. í kvöld verður fyrirlestur kl. 20.30.
Fella- og Hólakirkja. Starf iyrir 11-12 ára
kl. 17.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgunn kl.
10- 12, fyrirlestrar, bænastund o.fl. Kaffi.
Æskulýðsf. fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22.
Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.
Kópavogskirkja. Starf eldri borgara kl.
14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrð-
ar- og bænastund kl. 18. Fyrirbænaefn-
um má koma til prests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12
ára stráka ki. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir
11- 12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðar-
heimilinu. Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn
kl. 10 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús
í Vonarhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára
börn kl. 17-18.30.
Vídalinskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna-
og kyrrðarstund kl. 22.
Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-
12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænasam-
koma vegna sameiginlegrar bænaviku
kristinna safnaða. Ræðumaður Miriam
Óskarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-
18. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama
tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslu-
stund kl. 17.30. Eiríkur Hermannsson
skólamálastjóri flytur erindi sem hann
nefnir Skólinn og fjölskyldan.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kyrrðar-
stund á Hraunbúðum kl. 11. TTT starf
fyrir 10-12 ára börn ki. 17.
Bréf gleðinnar
SÉRA Þórhildur mun fjalla um og
ræða grunnstef í bréfi Páls postula til
Filippímanna, sem nefnt hefur verið
bréf gleðinnar, í Vonarhöfn Strand-
bergs í matmálstíma næstu fimmtu-
daga kl. 18.30-19.30. Filippibréfið ritar
Páll úr fangelsi en það er samt mjög
uppörvandi og gleðiríkt og hentar
mjög vel til umræðu á fóstu, þegar
skuggar og þrengingai- lífs eni höfð í
huga í kristinni boðun en jafnft-amt sú
von sem lýsir í gegnum þá skugga og
það sigurafl sem yfirvinnur þrautir.
Boðið verður upp á kaffi og te og fólk
er beðið um að taka með sér nesti.
Hefst umfjöllunin í dag, 26. febrúar.
Prestar Hafnai fjardarkirkju.
Tónleikar í Fella- og Hólakirkju
TRÍÓ Reykjavíkur efnir til tónleika
sunnudaginn 1. mars kl. 17 í Fella- og
Hólakirkju. Tríóið skipa þau: Guðný
Guðmundsdóttii’,
fiðla, Gunnar
Kvaran, selló, og
Peter Máté, pí-
anó. Gestur tríós-
ins verður
sópransöngkonan
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir (Diddú).
Mun hún syngja
aríur eftir ýmsa
Hjálmtýsdóttir höfunda. Á efnis-
skránni eru verk
eftir Bach, Hándel, Mozart, Dovrák,
Puccini, Rossini og Vaughan Willi-
ams. Kirkjan er mjög vel fallin til
tónleikahalds sökum frábærs hljóm-
burðar. Og ekki spilla hljóðfærin fyr-
ir, Marcussen orgel, sem er einstakt í
sinni röð og sérvalinn Steinway flyg-
ill, enda er kirkjan mjög eftirsótt af
tónlistarmönnum og kórum, bæði til
að halda tónleika og eins til upptöku.
Tónlistarnefnd Fella-
og Hólakirkju.
Fræðsluerindi í Digraneskirkju
í KVÖLD kl. 20.30 verður flutt
fræðsluerindi á vegum Reykjavíkur-
prófastsdæmis eystra í Digranes-
kirkju í Kópavogi. Dr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur flytur þar
fyrirlestur sem ber yfrrskriftina
„María í hópi trúaðra“. Þar fjallar
Sigurjón um hlutverk Maríu, móður
Jesú, í samfélagi trúaðra. Að erind-
inu loknu gefst tækifæri til umræðna
yfir kaffíbolla um efni þess.
Fyrirlestur þessi er fyrstur af
fjórum sem haldnir verða nú á föst-
unni í Digraneskirkju og bera þeir
yfirskriftina „Starf Heilags Anda“.
Safnaðarstarf