Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐRÆÐUR um nýjan loðnusamning milli íslands, Grænlands og Noregs hófust í Reykjavík í gær og verður fram haldið í dag. Af íslands hálfu taka þátt í viðræðunum fulltrúar frá utanríkis- og sjávarútvegsráðuneyt- um auk hagsmunaaðila, en hér má sjá Teit Stefánsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra fiskimjölsfram- leiðenda, Helga Laxdai, formann Vélstjórafélags íslands og Jóhann Siguijónsson, sendiherra og formann ís- lensku viðræðunefndarinnar. Viðræður um nýjan loðnusamning hófust í gær Islendingar krefjast aukinnar hlutdeildar ÞRÍHLIÐA samningaviðræður um skiptingu loðnustofnsins milli ís- lendinga, Norðmanna og Grænlend- inga hófust í Reykjavík í gær og verður fram haldið í dag. Fundur- inn þykir óvenju fjölmennur að þessu sinni, en samtals sitja nú 25 manns við samningaborðið, tíu frá íslandi, tíu frá Noregi og fimm frá Grænlandi. Ekki er gert ráð fyrir því að niðurstaða fáist í málin á þessum fundi heldur að þriðja samningalotan þurfi að koma til í Ósló um mánaðamótin mars-apríl, en undirbúningsfundur fór fram í Kaupmannahöfn skömmu fyrir jól. „Aðilar eru að fara yfir afstöðu sína til nýs loðnusamnings og þess samnings, sem sagt hefur venð upp af hálfu Grænlendinga og Islend- inga, en sá samningur var gerður árið 1994 og verður í gildi út þessa vertíð. Hefði honum ekki verið sagt upp, hefði hann gilt í tvö ár til við- bótar,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, sendiherra og formaður samninga- nefndar Islendinga, en auk fulltrúa frá utanríkis- og sjávarútvegsráðu- neytum eru hagsmunaaðilar í við- ræðunefndinni. Leggjum áherslu á þijú atriði Þríhliða samningur um skiptingu loðnustofnsins milli Islands, Noregs og Grænlands var fyrst gerður árið 1989 og síðan á ný árið 1994. Sam- „86-87% hefur verið raunhlut- deild okkar úr stofninum“ kvæmt þeim samningum hefur hlut- deild Islands numið 78% á meðan hlutdeild beggja hinna landanna hefur verið 11%. Eftir 15. febrúar hvers árs, áttu Islendingar hins vegar kröfu á þeim hluta af kvóta Noregs og Grænlands sem ekki hafði verið veiddur upp. „Raunhlut- deild okkar hefur því verið töluvert meiri en sem nemur þessum 78% á þessu tímabili þegar þríhliða samn- ingar hafa verið í gildi allt frá árinu 1989.“ Við gerð nýs loðnusamnings, leggur íslenska samninganefndin áherslu á þrjú atriði, að sögn Jó- hanns. „í fyrsta lagi leggjum við áherslu á að raunhlutdeild okkar verði tryggð í nýjum samningi, þ.e.a.s. að hlutdeild okkar verði ekki aðeins 78% heldur verði hlutfallið hærra og í samræmi við veiðar okk- ar úr stofninum á undanfömum ár- um í þessum þríhliða samningi sem er 86-87%. í öðru lagi teljum við eðlilegt að í nýjum rammasamningi verði samið um hlutdeild hverrar þjóðar fyrir sig og um önnur atriði eins og eftir- lits- og upplýsingamál. Aftur á móti hvað varðar aðgang að lögsögum hver annars, þá teljum við að um það eigi að semja tvíhliða, í sam- ræmi við samning, sem gerður hef- ur verið um norsk-íslenska sfldar- stofninn. Eins og málum er nú hátt- að, er aðgangur að lögsögum hverr- ar þjóðar afgreiddur í þríhliða heildarsamningi, en við teljum að aðgangur að lögsögu sé bara tví- hliða mál og eigi að afgreiðast sem slíkt. I þriðja lagi teljum við að fram- kvæmd eftirlits- og upplýsingamála hafi ekki verið með þeim hætti að við séum sáttir við hana. Að minnsta kosti teljum við að það verði öllum í hag að sá hluti þríhliða samningsins verði styrktur og taki mið af nútímalegra fyrirkomulagi á þeim þætti. Meðal annars teljum við að gervitunglaeftirlit eigi að vera regla í þessu sambandi svo hægt sé að fylgjast með því hvar skip, sem fengið hafa leyfi til veiða, séu stödd.“ Grænlendingar samstiga Islendingum Fundurinn hófst í gær með því að Islendingar kynntu sín sjónarmið og á Jóhann von á því að íslensku og grænlensku samningamennimir fái í dag að kynnast viðhoi’fum Norð- manna gagnvart loðnustofninum. „Á undirbúningsfundinum í Kaup- mannahöfn í desember komu megin viðhorf íslands og Grænlands í ljós og erum við að fara ýtarlegar ofan í þau nú. Hins vegar hefur afstaða Norðmanna, sem ekki sögðu upp loðnusamningnum, á engan hátt verið ljós en við gerum ráð fyrir að hún skýrist á fundinum í dag. Að svo stöddu er ómögulegt að segja til um til hvers þessar viðræður muni leiða.“ Að sögn Jóhanns er of mikil bjartsýni að ætla að fundinum Ijúki með nýjum samningi í dag þar sem kröfur Islendinga feli í sér veruleg- ar breytingar á núgildandi samn- ingi. Jóhann segir að það liggi ljóst fyrir að Grænlendingar séu sam- stiga Islendingum í því að vilja semja um aðgang að lögsögum landanna tvíhliða. Ekki sé þó farið að ræða sérstaklega kröfu Islend- inga um hærri hlutdeild úr stofnin- um eða á hvers kostnað hún verði. „En ef við biðjum um hærri hlut- deild, þá verða auðvitað einhverjir aðrir að borga fyrir það.“ Hólmadrangur kaupir Sigurfara OF HOLMADRANGUR hf. á Hólma- vík hefur gengið frá kaupum á tog- skipinu Sigurfara ÓF 30 ásamt aflaheimildum sem svara til rúm- lega 1.100 tonna af þorski. Seljandi Sigurfara er Sædís hf. á Ólafsfirði. Jafnframt mun Sædís verða hlut- hafi í Hólmadrangi með yfir 20% eignarhlut að undagenginni hluta- fjáraukningu. Sigurfari ÓF er 178 tonna tog- skip, smíðað í Noregi árið 1988. Skipið er búið búnaði til frystingar um borð og útbúið til veiða á rækju og á línu. Hólmadrangur rekur rækjuverksmiðjur á Hólmavík og á Drangsnesi og gerir út frystitogar- ann Hólmadrang ST 70 og togskip- ið Víkurnes ST 10. Markmið kaupa Hólmadrangs á Sigurfara er að styrkja útgerð fé- lagsins og hráfnisöílun fyrir vinnsl- una, auk þess að styrkja eiginfjár- stöðu félagsins og breikka eignar- haldið. Jafnframt eru þessi kaup liður í framtíðarendurskipulagn- ingu á útgerðarþætti félagsins og stefnt er að samstarfi við nýja eig- endur í framtíðinni hvað varðar hráefnisöflun. Hólmadrangur tekur við Sigur- fara um helgina og verður hann eftir það gerður út á rækju frá Hólmavík. Frystitogarinn Hólmadrangur er nú í breytingum í Póllandi og er hann væntanlegur heim úr þeim um miðjan marzmánuð. Yfírmaður friðargæsluliðs í Rúanda ber vitni í réttarhöldum vegna fjöldamorða „Við tókum oft mikla áhættu“ Arusha. Reuters. KANADÍSKI hershöfðinginn Romeo Dailaire, fyiTverandi yfir- maður friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Rúanda, sagði í gær að hersveitir sínar hefðu oft tekið mikla áhættu til að reyna að hindi-a blóðsúthellingar í landinu en þær tilraunir hefðu ekki alltaf borið ár- angur. Friðargæsluliðarnir alltof fáir Dallaire bar vitni í réttarhöldum yfir fyrrverandi herforingja í Rú- anda, Jean Paul Akayesu, sem er sakaður um fjöldamorð, glæpi gegn mannkyninu, manndráp, nauðganir og pyntingar. Verjendur Akayesu stefndu Dallaire fyrir réttinn og lögspekingar sögðu að markmið þeirra væri að sanna áð stríðsá- stand hefði verið í Rúanda á þessum tíma og Akayesu bæri því ekki ábyrgð á drápum á óbreyttum borg- urum í heimabyggð hans. Kanadíski hershöfðinginn var yf- irmaður ft-iðargæslusveitanna frá október 1993 til ágúst 1994. Hann sagði að friðargæsluliðamir hefðu verið alltof fáir, illa vopnum búnir og ekki fengið næga þjálfun til að takast á við verkefnið. Friðargæslusveitir hans voru skipaðar 2.000 hermönnum en flest- ir þeirra voru fluttir á brott þegar fjöldamorðin hófust eftir að tíu belgískir hermenn voru myrtir. „Ef ég hefði haft nógu mikið af líkum, afsakið, hermönnum, hefði þetta getað farið öðruvísi," sagði Dallaire. „Við tókum oft mikla áhættu en því miður bar það ekki alltaf tilætlaðan árangur." Öfgamenn úr röðum hútúa myrtu rúmlega 800.000 tútsa og banda- menn þeirra á þremur mánuðum þegar Dallaire fór fyrir friðargæslu- liðinu. Hershöfðinginn táraðist þeg- ar hann lýsti hryllingnum. Aðild Spánar að EMU sögð tryggð Madríd. Reuters. SPANVERJAR svo gott sem tryggðu í gær að þeir yrðu á meðal stofnaðildarþjóða Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, með því að tilkynna að hallinn á rekstri opinberra sjóða á Spáni hefði í fyrra verið minni en búizt hafði verið við. Fjárlagahall- inn náðist á síð- asta ári niður í 2,6% sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu, en var 4,4% 1996. Með þessu uppfyllir Spánn auðveldlega eitt af lykilskilyrðunum sem þarf að uppfylla til að ríki eigi þess kost að taka þátt í lokaáfanga myntbanda- lagsins frá upphafi, 1. janúar 1999, eins og kveðið er á um í Maastrieht- sáttmálanum. Spænska rfldsstjómin hafði ein- sett sér að ná hallanum niður í 3,0% og því er þessi niðurstaða henni mikið fagnaðarefni. Stjórnin hefur gert stofnaðild að EMU einn af homsteinum stefnu sinnar og hefur með markvissum aðgerðum þegar tekizt að uppfylla flest hin efnahags- legu skilyrði fyrir aðildinni. Verð- bólga hefur lækkað vemlega, lang- tímavextir sömuleiðis og tekizt hef- ur að halda gengi pesetans stöðugu. Heildarskuldir rfldsins voru í árs- lok 1997 enn nokkuð yfir hinu setta 60%-hámarki, eða 68,3%, en það er lækkun frá árinu áður, þegar þetta hlutfall var 70,1%. Með því að skuldahlutfallið fer lækkandi hef- ur þetta skilyrði sáttmálans verið uppfyllt að minnsta kosti að hluta. Ennfrem- ur hefur góður hagvöxtur og lækkandi vextir í landinu hjálpað frekar til við að bæta horfur Spánar á að verða með í EMU frá upphafi. Rexrodt vottar Gunter Rexrodt, efnahagsmála- ráðherra Þýzkalands, sem var ásamt Helmut Kohl kanzlara og Volker Ruhe vamarmálaráðherra staddur í Madríd í gær á árlegum spænsk-þýzkum leiðtogafundi, vott- aði að „samkvæmt hagtölunum hef- ur Spánn nú uppfyllt öll skilyrðin fyrir þátttöku í EMU.“ Opinberar hagtölur ársins 1997 í öllum þeim löndum sem gera sér vonir um stofnþátttöku í EMU eiga að liggja fyrir í lok vikunnar, en á þessum tölum verður mat á aðildar- hæfni þeirra byggt. EVRÓPAA Brown bjartsýnn á EMU-horfur Lundúnum. Reuters. GORDON Brown, fjármálaráö- herra Bretlands, sagðist á þriðju- dag verða „mjög undrandi“ ef mörg lönd sem gera sér vonir um stofnaðild að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, ná ekki að uppfylla skilyrðið um 3% há- marksfjárlagahalla. „Eg yrði mjög hissa ef mörg- um löndum mistækist að uppfylla til dæmis skilyrðið um 3% há- markið [á nýskuldasöfnun hins opinbera sem hlutfall af vergum þjóðartekjum]," tjáði Brown sér- skipaðri þingnefnd brezka þings- ins, sem fjallar um hið væntan- lega myntbandalag Evrópu, sem Bretar hafa kosið að standa utan við. Brown ítrekaði hve mikilvægt það væri að þau lönd sem fengju að taka þátt í EMU frá upphafi uppfylltu öll efnahagsleg skilyrði fyrir því, eins og kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum. Hann liafnaði því hins vegar að tjá sig um það hvað brezka ríkissljórnin hygðist grípa til ráðs ef einhver væntanleg EMU-aðildarlönd teld- ust ekki uppfylla hin settu skil- yrði. Framkvæmdastjóm ESB birtir mat sitt á aðildarhæfni ESB-ríkj- anna 25. marz næstkomandi og ráðherraráð sambandsins tekur í byrjun maí endanlega ákvörðun um það hver af ríkjunum fimmt- án verða með í EMU þegar því verður hleypt af stokkunum um næstu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.