Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 51
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 51 f i I 1 I I j I 1 I í i i i í i í i I * í j BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til Benjamíns H.J. Eiríkssonar Frá Gísla Konráðssyni: HEILL og sæll, Benjamín. Eg leyfl mér að senda þér línu af tilefni bókar þinnar: Benjamín H.J. Eiríksson, í stormum sinna tíða, sem út kom fyrir rúmu ári. Bókina las eg ekki fyi-r en nokkru eftir út- komu hennar. Þótti mér hún að mestum hluta góð og skemmtileg lesning, en hins vegar komu þar fram skoðanir og ummæli, sem eg fínn mig knúinn til að gera athuga- semdir við. Fer hér á eftir sá texti, orðréttur úr bók þinni, bls. 159: „Þá er það engan veginn skynsamlegt að stór hluti hins nýja flota fór til bæjarútgerða nýrra og gamalla. Embættismannastjórn á útgerðinni er óhæft rekstrarfyrirkomulag, auk þess sem hún er sönn gróðrarstía fyrir spillingu. Bæjarútgerðimar, sem nú eru sem betur fer allar horfnar, blóðmjólkuðu ríkustu bæj- arfélögin, rændu fjármagninu frá aðkallandi verkefnum og fram- kvæmdum.“ Þessi orð þykja mér ómakleg og að hluta til alröng. Þú fagnar því, að allar bæjarútgerðir séu horfnar af sjónarsviðinu og er það út af fyrir sig furðulegt, en ekki óþekkt hjá þeim sérhyggjuöflum, sem gátu ekki þolað að almenning- ur, samhyggjuöflin, mættu eða gætu rekið atvinnufyrirtæki. Svo virðist sem þér sé það gleðiefni að bæjarútgerðirnar urðu að gefast upp fyrir þeim gífurlegu erfiðleik- um, sem að þeim steðjuðu, og ekki þykir mér það drengilegt að saka þær um spillingu. Þá má líka spyrja: Hvernig fór með þá nýsköp- unartogara, sem lentu hjá öðrum en hinum óttalegu bæjarútgerðum? Þá er eg kominn að því, sem eg vil hreinlega mótmæla. Ein bæjar- útgerð lifði góðu lífi á Akm-eyri um þær mundir sem bókin var skrifuð, sú eina, sem lifði af. Þar er eg að tala um Útgerðarfélag Akureyr- inga. Þessu félagi tókst að verða eitt af stærstu og öflugustu sjávarút- vegsfyrirtækjum í landinu og hefði þér átt að vera það ljóst. Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað 1945, en fyrsta skipið, Kald- bakur, kom ekki fytr en árið 1947. Rekstur gekk þokkalega framan af en þyngdist þegar á leið og árið 1957 var svo komið að umræður snerust um það hvort hætta skyldi rekstri þess með gjaldþroti. Lyktir urðu þó þær að leitað var eftirgjafar hluta af skuldum félagsins og þess freistað að halda áfram rekstri. Tók Akureyrarbær ábyrgð á rekstri fé- lagsins um óákveðinn tíma og réð sérstakan fulltnía sinn hjá félaginu til þess að fylgjast með rekstri þess og fjárreiðum á ábyrgðartímanum. Bærinn gaf eftir eitthvað af skuld- um félagsins við bæjarstofnanir og leyfi eg mér að fullyrða að það er eina féð, sem bærinn tapaði á félag- inu. Það fékk að vísu nokkur lán hjá bænum og einnig ábyrgð fyrir lán- um en tapaði þar engu, öll lán voru bókfærð og síðan greidd að mestu leyti með hlutabréfum, sem urðu til þess, að bærinn eignaðist smám saman yfirgnæfandi meirihluta hlutafjárins. Nýlega er út komin saga Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í þremur bindum. í öðru bindi bókarinnar, bls. 513 og 514, eru nokkrar upplýsingar um félagið, sem varla er ástæða til að vefengja, og leyfi eg mér að vitna þar í nokk- ur atriði, sem gefa nokkra hugmynd um stöðu félagsins um þær mundir sem bókin var rituð. Þar segir m.a. um félagið:..var í rauninni einskonar bæjarútgerð þótt fyrirtækið væri rekið í hlutafé- lagsformi. Akureyrarbær var alla tíð stærsti eigandinn.“ Þá segir þar einnig að árið 1994 hafi eign Akur- eyrarbæjar verið 53% af hlutafénu og talið vera að verðmæti um einn milljarður króna „... eða álíka upp- hæð og nam öllum skuldum bæjar- sjóðs, eða öllum rekstri Akureyrar- bæjar í heilt ár...“ Akureyrarbær seldi svo verulegan hluta af eign sinni í félaginu en mun þó enn eiga um 20% hlutafjárins. Mátti nýlega heyra í fréttum að hann skuldaði nú minnst alh'a bæjar- félaga í landinu miðað við íbúatölu. Þetta er þá í stuttu máli saga spillingarinnar og blóðmjólkunar- innar á Akureyri. Hitt er svo annað mál hvort rétt hafi verið af Akur- eyringum að selja óskabarnið sitt peningaöflunum í Revkjavík og sleppa úr höndum sér umráðarétti yfir félaginu. Af þessum ástæðum er ekki hægt að tala um ÚA sem bæjarútgerð lengur. Eg lýk svo þessu bréfi og bið þig að skoða efni þess vel. Ef til vill læt- ur þú frá þér heyra ef þér þykir ástæða til. GÍSLI KONRÁÐSSON, Akureyri. Eru mjólkursýru- gerlar nauðsynlegir heilsu manna? Frá Birgit Eriksen: MJÓLKURSÝRUGERLAR eru hópur hættulausra gerla sem m.a. lifa í meltingarvegi manna. Þeir gegna mikilvægu hlutverki við að við- halda eðlilegu jafnvægi á gerlagróðri þarmanna. Mjólkursýrugerl- ar eru m.a. notað- ir í matvælafram- leiðslu. Þeir mynda sýru úr sykri og auka þar með geymsluþol vörunnar auk þess að gefa sýrt bragð. Sögulegar frá- sagnir um mjólk- ursýrugerla má finna í 6.000 ára gömlum heimildum frá Mesópótamíu (írak) á dögum Abrahams. Árið 1872 setti Þjóðverjinn Cohn fram hugtakið mjólkursýrugerlar. Árið 1907 varpaði rússneski fræðimaðurinn Elie Metchnikoff fram hugmyndum um að mjólkursýrugerlar í jógúrt geti stuðlað að langlífi. Daninn Orla-Jen- sen flokkaði árið 1919 mismunandi gerðir af mjójkursýrugerlum í flokka eða stofna. Árið 1935 voru matvæli með mjólkursýrugerlum íyrst sett á markað í Japan í heilsuskyni. Mis- munandi tegundir af mjólkursýru- gerlum eru notaðai' við framleiðslu sýrðrar mjólkurvöru. Aðalstofnamir af mjólkursýrugerlum eru lact- obacillus (L) og bifidobacterium (B). Við framleiðslu á jógúrti eru venju- lega notaðir gerlamh' L. bulgaricus og streptococcus (S) thermophilus. AB-mjólk er sýrð með L. acidophilus og B. bifídum. Við framleiðslu á abt- mjólk er S. thermophilus bætt við, sem gefur mildara bragð. í þörmum allra manna er fjöldi mismunandi gerla. Mikilvægt er að þessi gerlagróður sé í réttu jafnvægi til að viðhalda góðri meltingu og þar með stuðla að betri líðan. Mjólkur- sýrugerlanir L. acidophilus og B. bifídum em taldir vera hluti af hinum náttúi'ulega gerlagróðri þarmanna. Þeir hafa m.a. fundist í þörmum heil- brigðra manna. Notkun sýklalyfja, niðurgangur, óreglulegt mataræði og streita geta raskað þessu jafnvægi. Lactobacillus Gorbach og Goldin Víðtækar rannsóknh' og klínískai' prófanh' á mönnum sýna fram á gagnleg áhrif mjólkursýrugerla á heilsu manna. Mjólkursýrugerillinn Lactobacillus Gorbach og Goidin, skammstafað LGG (nafnið er eftir vísindamönnunum sem uppgötvuðu gerilinn), hefur líklega verið rannsak- aður mest allra mjólkursýrugeria hvað varðar áhrif á heilbrigði. Rann- sóknir á LGG sýna að hér er um virk- an geril að ræða sem hefur bætandi áhrif á meltingu og fleirí þætti, eink- um ef um ójafnvægi á gerlagróðri eða á annan hátt óæskilegt ástand er til staðar í meltingarveginum. LGG-ger- illinn heldur virkni sinni í mjólkurvör- unum og lifir af ferðina frá munni að ristli, þ.e.a.s. magasýra og gallsýra eyðileggja ekki gerilinn. LGG-gerl- arnir loða vel við þarmavegginn og eru virkir í eina til tvær vikur eftir inntöku og hafa fundist í þörmum heilbrigðra manna. Þeir efla vöxt lactobacilli og bifidogerla í görninni sem stuðla að heilbrigði. Rannscknir sýna að LGG veitir vörn gegn garnasýkingum af völdum bakteríanna Shigella, E. coli, C. diffícile og gegn rotavírus í börnum, en þessar sýkingar eru meðal al- gengustu orsaka meltingartruflana. LGG vemdar einnig gegn garnasýk- ingum og niðurgangi eftir notkun sýklalyfja. Rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þess að taka inn LGG sem forvöm gegn niðurgangi á ferðalögum í fjarlægum löndum. LGG eflir með öðrum orðum ónæm- iskerfi líkamans í þörmunum. Rannsóknir benda til þess að LGG hafi jákvæð áhrif gegn hægðatregðu og geti fyrirbyggt eða dregið úr bólgubreytingum í meltingai'vegin- um, t.d. við magasár og við mélting- arsjúkdómana sáraristilsbólgu (colit- is ulcerosa) og Crohn’s. Vísbendingar eru um að LGG dragi úr ofnæmissvörun hjá börnum með fæðuofnæmi. Klínískar rann- söknir hafa sýnt fram á hæfni LGG til að brjóta niður ofnæmisvaka í fæðu og þar með draga úr ofnæmis- svörun eins og exemi og garna- bólgu. Frekari rannsókna er þó þörf til að skýra betur tengsl LGG og bólgu- sjúkdóma í meltingarvegi annars vegar og tengsl LGG og ofnæmis hins vegar. Heimildaskrá er hægt að fá hjá höfundi. BIRGIT ERIKSEN, næringarfræðingur á Landspítalanum. Birgit Eriksen Síðbúin kveðja Frá Erlu Stefársdóttur: MIG LANGAR til að þakka tveimur kynslóðum fyrir hinn rétta tón. Þennan tón sem Ingólfur Guð- brandsson laðaði fram í Pólyf- ónkórnum á sínum tíma og lifir enn í Hamrahlíðarkórnum dóttur hans Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þetta flaug í gegn um huga minn þegar ég sat á mjög eftirminnilegum tónleik- um í Langholtskirkju, 1. febrúar síð- astliðinn. Kammersveit Reykjavíkur fullskipuð góðum hljóðfæraleikurum ásamt Hamrahlíðarkórunum báðum og fjórum systrum sem töfruðu fram hina gullfallegu tónlist Aivo Part. Tónlistin sýndi þeim er hlust- uðu innsýn í himnaríki. í gegnum þessar perlur fundum við áheyrend- ur fögur fyrirheit um að lífið væri göfugt og þess virði að fæðast og taka þátt í þessum dansi jarðarinn- ar, þrátt fyrir hungur, drepsóttir, örbirgð, náttúruhamfarir og styrj- aldir. Þarna var að finna slavneskan ilm, ilm trúarbragðanna í austri og vestri, þjáningar landa hans gegn um árhundruð, ljós vonarinnar, birtu og líf. Þvílík fegurð, fyrir mín augu var sem ég sæi inn i marga himna. Þegar kórarnir enduðu tón- leikana með því að syngja heilagur - heilagur, sá ég ekki betur en að áheyrendur svifu upp í hæðir. Tón- skáldið steig fram, ljúfur og lítillát- ur, með stórt og fagurt blik. Það er mannbætandi að fá að njóta slíkrar fegurðar. Hafðu þakkir íyrir, kæri gestur Avro Part og systurnar Rut og Þor- gerður Ingólfsdætur. ERLA STEFÁNSDÓTTIR, píanókennari, Melhaga 1, Reykjavík. Pakistanskar vörur Rýmingar- sala v/flutnings Allt að 50% afsláttur Háholti 14, Mosfellsbæ (arniar elgandl, áíur Karatchl, Armúla) Síðir leðurfrakkar, jakkar, koparstyttur, kínasilki, kasmír ullarmottur, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl.13-18. Opið laugardag frá kl.12-16. Verið velkomin! Sfmar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). Meira fjör í forvörnum Frá Jóni K. Guðbergssyni: FYRIR nokkru ski'ifaði ég grein um fjörið í forvörnunum. Og sem betur fer virðist fjörið fara heldur vaxandi ef eitthvað er. Heilmikili bálkur er um meðferð og ráðgjöf í Morgunblaðinu 8. febmar. Þar er spjallað við ýmsa dugnaðarmenn - og allir era að „gera það gott“. Foi-varnir era, eins og kunnugt er, umfram allt „viðtöl“ og „um- fangsmikið fræðslustarf*. Þá era sumir að „efla og styrkja forvam- arstarf' sem er náttúrulega skýrt markmið. Einnig era þeir að „fræða og upplýsa kennara“ og hefur sjálfsagt verið kominn tími til að einhverjar vitsmunaverur kæmu að menntun þeirrar stéttar. Sumir hafa meira að segja komið sér upp samningi við sjálft heil- brigðisráðuneytið en slíkt er nátt- úrulega miklu mikilvægara en að semja við íþróttaforystuna um að hætta að brjóta lög með áfengis- auglýsingum, hvað þá að taka á lögbrotum þeirra sem hafa tekjur sínar af að dreifa þessu eina lög- leyfða vímuefni. Auðvitað skiptir engu þó að sér- fræðingar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar telji spjall við fólk og svokallaða fræðslu heldur klént forvarnarstarf - nema þá til að skýra nauðsyn alvöra forvarna eins og fækkun dreifingarstaða áfengis og stuttan afgreiðslutíma, há ald- ursmörk til áfengiskaupa, auglýs- ingabann og hátt verð á þessari vöra. Maður gæti móðgað þá sem síst skyldi með því að impra á slíku - fyrir nú utan það að þörfin fyrir „ráðgjöf1 mundi snarminnka ef menn færu að einbeita sér að for- vömum sem skiluðu einhverjum árangi'i. Og aðalatriðið er að sjálf- sögðu að fá fé til forvarnanna. Það hlýtur hver maður að skilja. Að vísu gerir einn viðmælenda sér grein fyrir potinu og dansinum kringum forvarnargullkálfinn en auðvitað tekur maður ekkert mark á því sem þarna er sagt af skyn- samlegu viti því slíkt á tæpast heima í sýndarveraleika forvarnar- spjallaranna. Hann segir: „... hver og einn skilgreinir sig að vild, margir bjóða þvi sömu eða svipaða þjónustu og tilkynna síðan hversu mikla peninga þar til starfseminn- ar“. Þarna er fjármunum þjóðar- innar greinilega vel varið. Sem sagt: Gott! JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. SLahV Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1982- 1. fl. 1983- 1.fl. 1985-2.fl.B 01.03.98-01.03.99 01.03.98-01.03.99 10.03.98-10.09.98 kr. 193.731,10 kr. 112.558,10 kr. 29.007,30** * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 26. febrúar 1998. SEÐLABANKIÍSLANDS —__....___—...... ...... .......................—;,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.