Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 21 Blair og- Ahern meta friðar- möguleika London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahem, írskur starfsbróðir hans, hittast í dag til þess að ræða stöðuna í friðarum- leitunum á Norður-írlandi. Blair hefur enn ekki tekið af- stöðu til þess hvort hann veiti Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, stjórnmálaarms Irska lýðveldis- hersins (IRA), áheyrn. Adams ræddi við Ahern í Dublin í fyrradag og kveðst vilja eiga fund með Blair áður en Sinn Fein tekur afstöðu til þess hvort flokkurinn mæti að nýju að samningaborði. í síðustu viku var flokkurinn útilok- aður frá viðræðunum til 9. mars eftir að norður-írska lögreglan tengdi IRA við tvö nýleg morðtil- ræði. Hryðjuverkasamtökin lýstu í fyrra yfir formlegu vopnahléi í átökunum á Norður-írlandi og fulltrúi samtakanna sagði í fyrra- dag, að það væri enn í gildi. Fjórir menn særðust í gær þeg- ar bréfsprengja sprakk á póst- flokkunarstöð í Belfast en enginn þeirra var í lífshættu. Lögreglan sagði að sprengingin hefði ekki verið mikil. Að sögn breska útvarpsins BBC fann írska lögreglan í fyrrinótt 125 kílóa sprengju á eyðibýli skammt sunnan landamæra Norður-ír- lands. Grunur leikur á að sprengj- an hafi tilheyrt IRA eða hópi, sem talinn er hafa klofið sig út úr hon- um. Var sprengjan fullgerð og til- •búin til notkunar. Farþegar yfirbug- uðu flug- ræningja Diyarbakir. Reuters. TYRKNESKA lögreglan yfir- heyrði í gær mann, sem rændi flugvél með tuskubangsa að vopni. Hélt hann því fram, að inni í leikfanginu væri sprengja. Nokkrir farþeganna í flugvélinni yfirbuguðu manninn rétt í sömu mund og sérsveitarmenn réðust til at- lögu við hann. Talsmaður lögreglunnar sagði, að Mehmet Dal, 31 árs gamall Tyrki, hefði krafist þess, að flugvélinni yrði flogið til Irans þótt svo virtist sem hann hefði ekki haft neinn sérstakan tilgang með því. Hefði verið eitthvert trúar- rugl á honum og engin sprengja í bangsanum. Um borð í vélinni voru 63 farþegar og fimm manna áhöfn og rændi Dal henni skömmu eftir flugtak í Adana í Suður-Tyrklandi. Var ferð- inni heitið til Ankara en vél- inni var lent í Diyarbakir, sem er stærsta borgin í Kúrda- byggðunum í Suðaustur- Tyrldandi. Ekki heill á geði Lögreglustjórinn í Diyar- bakir sagði, að Dal hefði setið í fangelsi í níu mánuði fyrir þjófiiað og fikniefnaglæpi og væri ekki heill á geði. I Diyarbakir sleppti Dal 20 farþegum en krafðist þess að fá aðra vél, sem flytti hann til Teheran í Iran ásamt nokkrum farþeganna. Nýtt kenni- leiti í London FYRIRHUGUÐ „Millennium-hvelf- ing“ sem reisa á í London mun að líkindum verða með þessum hætti sem sýndur er með samsettri ljós- mynd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hvelfingin myndi „vekja öfund um allan heim“, og tilkynnti að safnast hefðu 60 milljónir sterlingspunda frá einkafyrirtækjum til byggingarinn- ar. Það er hátt í helmingur þess fjármagns sem ætlað er að safna. Undir hvolfinu verða 13 sýningar- svæði og stórt torg í miðjunni. Blair hvatti kaupsýslumenn til þess að gera hvolfið að „sýningarhöll" fyrir alian heiminn. Millennium skapaði Bretlandi „stórkostlegt tækifæri" og yrði innan skamms að alþjóðlegu kennileiti. ERUINN- STUNGURNAR A HEIMIUNU asi8siæ§ii8si TILBUNAR? Lougardaginn 28. febrúaropnum vi5 stórmarNC eð raftækt sem á enqan sinn lika hér a icnd' m ±4 ISLAND • NOREGUR • SVÍMÓÐ • DANMÖRK STÓRMARKAÐUR MEÐ RAFTÆKI - í SMÁRANUM í KÓPAVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.