Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 39 ‘ AÐSENDAR GREINAR 1 4 Fyrsta fasta fæðan 4 1 4 4 1 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 SA DAGUR kemur að litla bamið okkar er allt í einu ekki svo pínulítið lengur og þarf að fara að fá fasta fæðu. Hvenær, hvað og hvemig em spumingar sem oft vakna. Móðir náttúra er snjöll, hún hefur hagað því svo til að bamið segir okkur með látbragði sínu og þroska hvenær það er reiðubúið fyrir fasta fæðu. Oftast gerist þetta kringum 6 mán- aða aldurinn og er þeg- ar: bamið er farið að geta setið upprétt, tuggið, tínt upp í sig, ýtir ekki leng- ur öllu út úr munninum sem upp í það er sett og hefur skyndilega aukna þörf fyrir brjóstið sem ekki er orsökuð af veikindum, tanntöku eða öðmm breytingum í lífi barns- ins og heldur áfram lengur en 4-5 daga. Fyrir barnið em kostir þess að bíða, þar til það er tilbúið, ótvíræðir. Sé því gefin fóst fæða áður en melt- ingarfæri þess eru tilbúin nýtist hún því illa og veldur meltingar- Fyrir barnið eru kostir þess að bíða, segir Kristín Sigurmunds- dóttir, þar til það er til- búið, ótvíræðir. truflunum s.s. hægðatregðu. Þá ert þú að skipta út fullkominni næringu fyrir aðra lakari og einnig að minnka eigin mjólkurframleiðslu vegna þess að því sjaldnar sem barnið sýgur því minni mjólk fram- leiðir móðirin. Með því að bíða fyrsta hálfa árið með föstu fæðuna minnka einnig líkur á ofnæmi. Því yngra sem bamið er því líklegra er að það myndi ofnæmi gegn öðmm fæðutegundum en brjóstamjólk. Einstaka bam hafnar fastri fæðu um nokkurra mánaða skeið í viðbót við hina viðurkenndu sex mánuði. Talið er að þetta sé nokkurs konar eðlishvöt hjá ofnæmisgjömum ein- staklingum. Þessi börn byrja að „borða“ þegar ÞAU em tilbúin. Svo fremi sem bamið þroskast eðlilega þarf ekki að hafa áhyggjur. Fyrstu vikumar sem bami er boðin föst fæða em nokkurs konar kynningarvikur. Best er að byrja smátt. Gefa brjóstið fyrst því að svangt bam er ólíklegt til að taka Kristín Sigurmundsdóttir 4 4 JÉL FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR í=: ::ír iíiíiilk ¥ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 i 4 4 i Eymalokkagöt Nú einnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum rH ivlat 3 stœrðir árgreiðslustofan apparstig (símí 55130 ío) IOIO vel við nýjungum. Best er að byrja með eina matartegund í einu og gefa bara smakk fyrst. Þannig veistu nákvæm- lega hver orsakavald- urinn er ef barnið skyldi sína ofnæmisvið- brögð. Auka svo skammtinn smátt og smátt og leyfa barninu að borða eins og það vill eftir eina viku. Ekki þvinga bamið ef það vill ekki einhverja tiltekna matartegund. Börn hafa misjafnan smekk alveg eins og við. Til að byrja með er fasta fæðan aukabiti en smám sam- an þróast þetta þannig að fasta fæð- an skipar stærri og stærri sess og móðurmjólkm verður aukabiti. Það er ekki til nein ein rétt upp- skrift að því hvaða fæðutegundir á að byrja að gefa bömum og fer ein- faldlega eftir hvar í heiminum mað- ur er staddur. Alls staðar er þó um hálffljótandi og auðmeltan mat að ræða. Evrópska hefðin er að byrja að gefa graut. Fiskur, egg, baunir og hnetur era þekktir ofnæmisvald- ar og sjálfsagt að bíða með þá fyrsta árið sé ofnæmi í fjölskyldunni. Óþarfi er að óttast að byrja að gefa ávexti fljótlega (þó ekki sítras- ávexti), ávextir eru auðmeltir og bætiefnaríkir og sem dæmi um hentuga ávexti mætti nefna perar og banana. Sömu sögu má segja um soðið, maukað grænmeti t.d. gul- rætur og kartöflur. Um fæði ung- bama eru til heilu bækumar sem foreldrar geta kynnt sér. Aðalatrið- ið er að vanda valið og forðast mikið unninn pakkamat sem oft er dísæt- ur. Til er ágæt regla og einföld sem segir að til að fullnægja næringar- þörf okkar ættum við að borða sem fjölbreyttasta fæðu OG í eins nátt- úrulegu ástandi og hægt er. Við for- eldrar þurfum að hafa í huga að við mótum neysluvenjur barna okkar og lengi býr að fyrstu gerð. Höfundur er tveggja bama móðir og starfar hjá Bamamálum. ERUINN 1 STUNGURNAR WT' . A HEIMILINU TILBUNAR? Laugarclciginn 28. febrúcir opnum viÖ stórmarkaÖ með raftæki, sem á engan sinn líkcj hér á landi. L.I i:i i/n 1 - L ÍSLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • DANMÖRK STÓRMARKAÐUR MEÐ RAFTÆKI - í SMÁRANUM í KÓPAVOGI f..... Eitt blað fyrir alla! •fltmblai ■ kjarni málsins! Canon BJC-7000 prentarinn ar búinn POP-tækni (Plain Paper Optimised Printing) sem gerir mögulegt að prenta hágæðamyndir á venjulegan pappír eg önnur prentefni. Biekið er vatnsþolið og hvorki smyrst út né dofnar. Þetta gerir það að verkum að mögulegt er að prenta hnífskarpan, svartan texta og skýra, bjarta liti á sama blaðið. Sérstakt Ijósmyndahylki er fáanlegt sem er sérhannað til að prenta skannaðar myndir, myndir af geisladiskum eða af netinu og gerir það svo vel að fæstir geta greint hvort um ljósmynd eða útprentun er að ræða. Við þessa tækni er notað blek af sjö mismunandi gerðum i níu styrkleikum Sérstakir eiginleikar: POP-taeknin - 1200 pát upplausn Sjö lita prentun - Vatnsþolið blek 150 blaða arkamatari - Sérhannað ljósmyndahylki sem skilar útprentun Canon hr. 46.900) NÝHERJI - Verslun - Skaftahlíð 24 -105 Reykjavlk Sími: 569 7700 - Fax: 569 7799 www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.