Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 25 AGEÐ GARUC® Hvei* ei* munurinn a KYOLIC og öðmim Verðlaun- uð í Berlín ÍSLENSKI ljósmyndarinn og kvik- myndagerðarkonan Gréta Ólafsdótt- ir og bandarísk samstarfskona hennar, Susan Muska, unnu til tvennra verðlauna fyrir fyrstu leiknu heimildarmynd sína, The Brandon Teena Story, á Kvik- myndahátíðinni í Beriín sem lauk um síðustu helgi. Myndin hlaut svo- nefnd Teddy-verðlaun, sem besta heimildarmyndin, og áhorfenda- verðlaunin Siegal Saule. The Brandon Teena Story segir frá þremur morðum sem framin voru í Nebraska-fylki í Bandaríkj- unum árið 1993. Sagan varpar ljósi á hatur og fordóma í garð samkyn- hneigðra í litlu bæjarsamfélagi. Myndin keppti í flokki heimildar- mynda. Teddy-verðlaunin eru verð- laun sem alþjóðleg dómnefnd homma og lesbía veitir. Auk þess hlaut myndin áhorfendaverðlaun lesenda þýska tímaritsins Siegal Saule. Gréta er ljósmyndari að mennt og býr í New York. Par rekur hún kvikmyndagerðarfyrirtækið Bless Bless Produetions ásamt bandarísku kvikmyndagerðarkonunni Susan Muska. Gréta segir að þær hafi þeg- ar hafíð undirbúning að gerð ann- arrar heimildarmyndar, en vegna þess hversu góðar viðtökur The Brandon Teena Story hlaut í Berlín hafi þær nú frestað þeim áformum um hálft ár til að geta einbeitt sér að markaðssetningu myndarinnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar hafí verið gengið frá samningi við evrópskan dreifíngaraðila um sýn- ingu heimildarmyndarinnar í sjón- varpi. ------------- Ingibjörg Haraldsdóttir les eigin ljóð RITLISTARHÓPUR Kópavogs heldur að venju upplestur í Kaffí- stofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fímintudaginn 26. febrúar kl. 17. Að þessu sinni kemur Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og for- maður Rithöf- undasambands íslands, í heim- sókn og les úr eigin verkum. Ingibjörg er höf- undur fjölda ljóðabóka. Inngang um skáldið flytur Eyvindur P. Ei- ríksson. Aðgangur er ókeypis. Strand- líf ÞAU mistök urðu við vinnslu þriðjudagsblaðs Morgunblaðs- ins, að ein af myndunum með Sjónmenntavettvangi Braga Ás- geirssonar féll niður um leið og önnur var tvíbirt. Myndin, sem féll niður úr blaðinu , en birtist hér, er Strandlíf í Berlín eftir Heinrich ZiIIe (1912, svartkrít, akvarella og þekjulitir 31x49,3 cm. Borg- arlistasafnið í Berh'n). Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Sam- hræringur SÝNINGIN Samhræringur verður opnuð föstudaginn 27. febrúar í Galleríi Kúnna, Skólavörðustíg 6. Það sýna verk sín Nikilina Stallbom, Þorgerður Jörundsdóttir, Karla Dögg Karlsdóttir, Krist- ín Elva Rögnvaldsdóttir, Dí- ana Storasen, Margrét Einars- dóttir, Marta Valgeirsdóttir og Eygló Jósepsdóttir. Allar eru þær nemar í MHÍ. Sýningunni lýkur 5. mars og er hún opin frá ki. 10-18 alla daga, um helgar frá ki. 11-17. Hvítlaukurinn sem notaöur er I KYOLIC hvítlauksafuröina er lífrænt ræktaður. Að ræktun lokinni fer hann í gegnum 20 mánaða háþróað framleiðsluferli sem kallast kaldþroskun. í þessu ferli umbreytast ertandi efnasambönd hvítlauksins i mild lyktarlaus efni án þess þó að eiginleikar hráefnisins skerðist. Útkoman er einstök stöðluð hvítlauksafurð. KYOLIC á að baki vísindarannsóknir í yfir 25 ár. Ef þú gerir þær kröfur til lyfja að þau séu vel rannsökuð og geri gagn, því ekki að gera sömu kröfur til fæðubótarefna? Það gerum við. http://www.kyolic.com €ilsuhúsið mælir meö KYOUC Dreifing: Logaland ehf. með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hlíðum. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar á Kjarvalsstöðum kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 2. mars með íbúum Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts í Gerðubergi kl. 20.00 Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.