Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 43 GUÐJÓN HALLDÓRSSON + Guðjón Hall- dórsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1915. Hann lést á Landakotsspítala 18. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Eymunds- dóttir húsmóðir, frá Vatnsdalsgerði í Vopnafirði, f. 20.6. 1878, d. 13.6. 1938 og Halldór Sigurðsson úrsmið- ur, frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, f. 18.2. 1877, d. 5.7. 1966. Guð- jón var sjötti í röð átta systkina, en þau voru: Ingileif, f. 1905, d. 1987, húsmóðir; Guðlaug Mar- grét, f. 1906, d. 1939, húsmóðir; Björn Magnús, f. 1907, d. 1971, leturgrafari; Sigurður, f. 1909, d. 1965, skrifstofumaður; Guð- ný, f. 1912, d. 1913; Nanna, f. 1918, d. 1997 húsmóðir og Sig- fús, f. 1920, d. 1996, tónskáld og listmálari. Hinn 31.5. 1941 kvæntist Guðjón Hallbjörgu Elímundar- dóttur frá Hellissandi, f. 30.04. 1917. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún Margrét, f. 9.10. 1941, hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans, 2) Gylfi Már, f. 19.3. 1943, tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins, kvæntur Sólrúnu Gunnarsdóttur, f. 25.3. 1950, vaktkonu á Vistheimili barna. Börn þeirra eru: Sunna Björk, Gunnar og Haukur. 3) Guðný Sigurlaug, bankastarfs- maður í Búnaðarbanka Islands. Sonur hennar er Guðjón Idir. Árið 1929, þá fjórtán ára gamall, hóf Guðjón störf, sem sendisveinn í gamla Islands- banka og starfaði síðan sem sendill og bankaritari í tít- vegsbankanum, eftir að hann var stofnaður. Fisk- veiðasjóður Islands var lengst af rek- inn innan veggja ojg í tengslum við títvegsbankann. Guðjón réðst fljót- lega til sjóðsins og gegndi þar ýmsum störfum gegnum tiðina. Síðustu árin starfaði hann sem aðstoðarforstjóri. Guðjón vann innan veggja títvegsbankans í fimmtíu ár og var hann einn ör- fárra starfsmanna bankans sem náðu svo háum starfsaldri. Guðjón var alla tíð stéttvís maður. Hann stofnaði ásamt fleirum Sendisveinafélagið, sem starfaði um nokkurra ára skeið á árunum í kringum 1930 og var hann formaður þess um tíma. Einnig starfaði hann ötul- lega að hagsmunamálum bankamanna og var einn af stofnendum Starfsmannafélags títvegsbankans árið 1933. Hann sat í sljórn félagsins í mörg ár og var síðar kjörinn heiðursfé- lagi þess. Eftir að Guðjón hætti störfum ritaði hann sögu St- arfsmannafélags títvegsbank- ans og var hún gefin út 1983. Þá sat Guðjón um árabil í stjórn Sambands íslenskra banka- manna. Guðjón starfaði um ára- tuga skeið með félaginu Akóges í Reykjavík og var hann einn heiðursfélaga þess. títför Guðjóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Komið er að leiðarlokum. Ég kom inn í fjölskylduna fyrrir nærri þrjátíu áram og eftir allan þann tíma á ég ótal minningar sem tengjast tengda- fóður mínum og samskiptunum við hann. Guðjón var einstaklega ljúfur og hlýr maður, sem lét sér annt um fólk og vildi því vel. Hann var mjög bókhneigður og ljóðelskur og átti sjálfur létt með að yrkja. Oft lét hann fylgja með vísur á afmælis- eða tæki- færiskortum, skrifaðar með hans fal- legu rithendi. Hann átti stórt bóka- safn, sem mér þótti mikið til koma, þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Beggu. Og ekki þótti mér síðra þegar ég komst að því að skáld- in úr minni sveit voru meðal þeirra sem hann hafði mestar mætur á. Guðjón og Begga vora mjög sam- hent og góð hjón, sem nutu þess að vera saman í flestu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þetta kom ekki síst í ljós þegar bamabörnin komu til sögunnar. Fyrir þau var ekkert of gott og umhyggjan fyrir þeim var takmarkalaus. Fyrir þetta uppskáru þau líka einlæga væntumþykju bamabarnanna. Ég er viss um að all- ar þær góðu minningar sem þau eiga um samveruna við afa og ömmu munu fylgja þeim allt þeirra líf og verða þeim gott veganesti. Á þessari kveðjustund langar mig að þakka Guðjóni sérstaklega fyrir það hvað hann var börnunum mínum góður afi. Þegar Guðjón varð 25 ára, orti Sverrir Thoroddsen, samstarfsmað- ur hans í bankanum, þetta ljóð til hans, sem mér finnst ekki eiga síður við núna: Þiggðu óskir þúsundfaldar um þennan besta fjórðung aldar, sem hefst á dönskum helgidegi, heillakarlinn elskulegi. Tíminn holdið, Mannsi minn, til moldar dregur. Aftur á móti er andinn þinn ódauðlegur Og hvað er þá öld af ævi þinni, eilífðinni. Guðjón var búinn að skila sínum verkum í þessu lífi með sóma. Hann var tilbúinn að fara á þann stað þar sem vinir hans og ættingjar hafa tekið vel á móti honum. Það hefur verið gleðistund, því mikið var hann búinn að sakna þeirra systkina sinna, sem fóru með stuttu millibili skömmu á undan honum. Nú, þegar komið er að kveðju- stund og hugurinn reikar til baka, er ég þakklát fyrir þessa áratugi sem ég þekkti Guðjón og minningamar um hann, þar sem aldrei bar neitt á milli. Guð veri með honum. Sólrún. Mágur minn, Guðjón Halldórsson, var einhver sá mesti öðlingur, sem ég kynntist á langri ævi. Álltaf var uppbyggilegt að ræða við hann um dægurmálin svo ávallt vora næg um- ræðuefni, já, svo sannarlega var um margt að spjalla. Mikið og gott safn fagurbók- mennta átti hann og var vel heima á bókmenntasviðinu og sjálfur mjög vel hagmæltur. Mai-ga texta lagði hann til bróður sínum, Sigfúsi, sem samdi falleg lög við þá sem þjóðinni eru vel kunnir og dáir, enda fer þar vel saman lag og ljóð. Þessu kynntist ég vel því oft var setið og spjallað. Mikill vinskapur var með systkinunum öllum, ekki síst var kært með Guðjóni og Nönnu, nýlátinni systur hans. Hæfileikar Guðjóns vora á mörg- um sviðum, enda var hann um tugi ára aðstoðarframkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs og í því embætti kynntist hann miklum fjölda útgerð- armanna sem margir urðu persónu- legir vinir hans. Margar voru skemmtisögur sem hann heyrði af þessum mönnum víðsvegar að af landinu. Þá má ekki gleyma fallegri rithönd hans sem geymist á öllu skrifuðu máli hans, hvort heldur voru jólakort eða doðrantar embætt- isins, allt var svo frábærlega vel unn- ið að kalla má listgrein. Guðjón, eða Mannsi eins og við nánir vinir kölluðum hann oftast, var mjög skemmtilegur maður sem tók lagið á góðri stund og meira að segja fór hann létt með að herma eftir, þó sérstaklega mörgum af söngvurum okkar, lítillækkaði engan og samdi texta jafnóðum og hann söng eða tal- aði og sagði frá 'atburðum. Frá því löngu fyrir seinna stríð vann Guðjón bankastörf og óneitan- lega hefði margur notið góðs af hjálp hans á þeim erfiðu tímum sem hér voru áður fyrr. Sárnaði Guðjóni oft þegar ekki var mögulegt að hjálpa auralausum sjómönnum og útgerð- armönnum, sem í þá daga var sam- taka fólk. Þegar tók að líða á ævina og ró færðist yfir tóku hjónin þátt í skipu- lögðum skemmtiferðum út í lönd, en svoleiðis skemmtan hafði orðið að bíða meðan byggt var upp heimili og framtíð bamanna. Hallbjörg eða Begga eins og við kölluðum hana stóð alla tíð við hlið hans sem hinn trausti fóranautur og börnin, Gunna Magga, Guðný Sigurlaug og Gylfi Már, bera foreldram sínum fagurt vitni um frá- bært uppeldi. Við söknum öll. Runólfur Sæmundsson. Að leiðarlokum Guðjóns Halldórs- sonar langar okkur systkinin og fjöl- skyldur okkar að kveðja kæran vin. Margs er að minnast frá löngum og farsælum æviferli Guðjóns Hall- dórssonar, fyrst og fremst þessarar miklu hlýju og innileika sem hann sýndi hverjum manni. Handtak hans var fast og ákveðið. Hann horfði brosandi í augun á viðkomandi og það geislaði af honum hlýjan þegar hann heilsaði. Traustur var hann í besta lagi. Það sýna störfin sem hon- um voru falin, einkum á vegum Út- vegsbanka og Fiskveiðasjóðs þar sem hann gegndi stöðu aðstoðarfor- stjóra til loka starfsferils síns. Mörg dæmi væri hægt að minnast á um verðleika Guðjóns Halldórssonar, en við tökum hér aðeins örlítið brot, geymum hitt með okkur sjálfum. Það var mikil tilhlökkun og hátíð í Fagurhóli á Hellissandi þegar frétt- ist að hjónin Guðjón og Begga ásamt börnum þeirra væra væntanleg í heimsókn, alla leið frá hinni stóru Reykjavík. Heimilisbragurinn varð allur annar. Jólaköku- og tertuangan lagði um bæinn af völdum mömmu, og pabbi fór í frystihúsið að sækja besta kjötskrokkinn til að búa til in- dælis kjötsúpu handa þreyttu ferða- fólki. Þannig hafði Guðjón og fjöl- skylda mikil áhrif á líf okkar, enda ástæða til. Það var eins og tilveran lyftist á hæraa stig, svo mikil var glaðværðin, hlýjan og væntumþykj- an og ekki skaðaði að ávallt læddist Guðjón í töskuna sína og gaukaði að okkur þessu indælis sælgæti. Mikið vai' gaman að sjá þegar Guðjón bað pabba að koma með sér út í fjárhús að skoða kindm'nar. Þeir vora eins og unglingar í leik enda miklir vinir og samstiga í mörgum málum. Þeir voru giftir systrum og einkenndi þá báða að þeir tóku mikið tillit til eigin- kvenna sinna og gerðu þeim allt til hæfis. Eins voru móttökurnar þegar við komum suður til þeirra, hann var boðinn og búinn að greiða götu okk- ar, ávallt á farsælasta veg, svo mikið var traustið sem við bárum til hans. Síðar þegar við fóram að eldast og stofna okkar eigin heimili var sama hvar og hvenær við hittumst, alltaf komu Guðjón og Begga með opinn faðminn á móti okkur. En tímamir breytast og við menn- imir lifum í allt öðra lífsmynstri í dag en fyrir fjöratíu til sextíu áram. Þá gaf fólk sér tíma til að heimsækja hvað annað en í nútíðinni er orðin svo mikil menningarmötun, prjál og hraði að náin samskipti fjölskyldna á milli hafa þokast til hliðar, því er verr. En minningar um góðan mann eins og Guðjón og samheldna fjölskyldu hans gleymast aldrei þótt fækki ferðum á milli. Guðjón var lánsamur maður með Hallbjörgu, eiginkonu sína, sér við hlið og bömin og barnabömin í kringum sig. Vottum við þeim öllum okkar dýpstu samúð og kveðjum Guðjón með orðum eftir tengdamóð- ur hans, Sigurlaugu Cýrasdóttur: Sælt er aó ganga í svefnhús inn, og sálin í góða bústaðinn. Þá allt er horfið, sem oss þreytti hér. Allt þetta gefur frelsarinn þér. Systkinin frá Fagurhóli. Guðjón Halldórsson, eða Mannsi frændi, móðurbróðir, er látinn. Hann var síðastur lifenda í stórum hópi systkina, börnum Halldórs Sigurðs- sonar og Guðrúnar Ingimundai'dótt- ur, og það þriðja sem fellur frá á skömmum tíma. Hin tvö voru Fúsi tónskáld, og Nanna, móðir og hús- freyja. Blessuð sé minning þeirra. Móðursystkin mín áttu drjúgan þátt í barnæsku okkar hinna, gáfu af sér hvert á sína vísu. Margs er að minn- ast og skal aðeins stiklað á fáeinum atriðum. Við barnabörnin öll ólumst meira eða minna upp í nánum tengsl- um, allt að eins og systkini. Fjöl- skyldur bjuggu á stundum undir sama þaki og heimsóknir voru að öðru leyti tiðar. Á afmælisdögum okkar barnanna komum við saman í stórum hópi hvert hjá öðru og bund- umst æskuböndum, sem fylgja okk- m- alla ævi hvert sem straumar hafa legið síðar meir. Þannig bjuggu mín fjölskylda og Mannsi með sinni fjöl- skyldu um hríð saman í skjóli í afa- húsi við Laufásveg. Eftirlifandi eig- inkona Mannsa er Hallbjörg eða Begga Elímundardóttir, ættuð frá Sandi á Snæfellsnesi, ljúf glæsikona eins og ættingjar hennar aðrir. Æskuárin eru full minninga um leiki í bamahópnum heima á Laufás- vegi, og sérstaklega era mér minnis- stæðir skemmtilegir leikir á heimili Beggu og Mannsa um hríð í Laugar- dal eða þar í kring, sem þá var eins og að vera uppi í sveit. Mannsi lét sér annt um börnin öll, hann var bæði mátulega stríðinn og kíminn og tryggur og vingjarnlegur, og var hann okkur gott fordæmi í mörgum efnum. Enn eru til í hirslum póstkort og bréf frá honum í gegnum tíðina, allt frá æskuáranum til síðari tíma. Mannsi var bókhneigður fagur- keri, ekki hvað síst mat hann ljóð mikils og hann orti einnig sjálfur Ijóð og sálma, sum hver tónsett af bróður hans, Fúsa. Mannsi var hógvær á eigin getu. Þannig trúði hann mér til hróss fyrir því, þegar ég ritaði grein- ar í blöð, að oft hefði hann sett á blað ýmislegt, sem honum brást hugur til að fá birt. Hver skyldi ekki kannast við það? Mannsi starfaði alla tíð í Útvegs- bankanum við Lækjartorg og þá í mínu minni hjá Fiskveiðasjóði. Þar í húsi við Lækjartorg styrktust enn- fremur bönd fjölskyldnanna og barn- anna eins og á jólaskemmtunum og þó sérstaklega einu sinni í mikilli sameiginlegri fermingarveislu þriggja yngismeyja, systkinabarna, afabama. Mannsi var sósíalisti og trúhneigð- ur, og í brjósti bar hann einlæga til- finningu tO látinnar móður sinnar. Mannsi tók vara af vímu, áfengi, að- stæður í kring leiddu hann frá þeirri freistingu. Móðir hans hefur vafa- laust kunnað að meta það. Mannsi gerði sér far um að rækja ættartréð og njótum við öll góðs af nákvæmum færslum þar um. Mannsi og Begga áttu þrjú börn. Þau era Guðrún Margrét, hjúkrun- arkona, Guðný Sigurlaug, banka- starfsmaður og Gylfi Már, prentari og smiður. Öll bera þau glettni föður síns gott vitni. Þeim og þeirra og móður þeirra Beggu vottum við inni- lega samúð við fráfall Mannsa með þeim huggunarorðum að þar fór góð- ur maður, hverjum við þökkum sam- fylgdina í æsku, samfylgd sem aldrei brestur í huga þótt leiðir skilji. Guð blessi minninguna um Mannsa. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, Svend-Aage Malmberg. Það var haustið 1956. Ég kom ut- an af landi til að setjast í fyrsta bekk gagnfræðaskóla í Reykjavík, öllu ókunnugur í hinni miklu höfuðborg. í Gagnfræðaskólanum við Hring- braut, í því húsi sem jafnan er kennt við JL, kynntist ég jafnaldra mínum, syni Guðjóns Halldórssonar og Hall- bjargar Elimundardóttur konu hans. Þau vora líka nýflutt í bæinn úr H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Simi 562 0200 ^ Kópavoginum, með þrjá unglinga. Ég varð heimagangur hjá þeim og öðlaðist vináttu sem nú hefur staðið í röska fjóra áratugi. Ekki treysti ég mér til að stað- hæfa að við höfum verið til fyrir- myndar í öllum efnum, unglingamir, satt best að segja held ég að oft hafi reynt á þolrif húsráðenda á Hagamel 37 næstu misserin og árin. Þau höfðu hvort sitt lag hjónin. Begga einlægt að ráða okkur heilt, kenna okkur að sjá við háska heimsins, en Guðjón oftar enn ekki með glaðlegar athuga- semdir á takteinum um það unga fólk sem átti að erfa landið. Við fé- lagarnir urðum rauðir í pólitíkinni, honum líkaði það vel, enda þótt hann væri hættur að hafa afskipti af slík- um málum. Hann hafði sjálfur verið í fararbroddi fyrir stéttarfélagi þar sem félagsmennirnir voru kornung- ir, meðalaldurinn talinn hálft fjórt- ánda ár. Þetta var Sendisveinafélag Reykjavíkur, stofnað 8. maí 1933. Þá var álitið að sendisveinar væru um 250 talsins í bænum. Þeir unnu lang- an vinnudag, fyrir afar lágu kaupi, voru líklega réttlausastir allra vinn- andi manna. Félagið gaf út málgagn, Blossi hét það, yfir því sveif andi hinna rauðu. Seinna varð Guðjón einn af yfirmönnum Útvegsbankans, aðstoðariramkvæmdastjóri Fisk- veiðasjóðs, gjörkunnugur umsvifum bankans í þeim útvegi sem honum var ætlað að þjóna. Með tímanum fækkaði fundum okkar af eðlilegum ástæðum. Ég flutti aftur út á land með fjölskyld- unni. En hvenær sem leiðir okkar lágu saman hafði hann á takteinum einhverja gamansama athugsemd, stundum í formi spurningar um lífið og tilveruna, og af því að ég var að gutla við pólitík og verkalýðsmál átti hann til að skjóta að mér skondinni ábendingu um það sem efst var á baugi þá og þá stundina, og varð manni þá stundum svarafátt. En vænst af öllu þótti mér um að finna velvildarhug hans til mín og fjöl- skyldunnar, aldrei lét hann sér á sama standa um það hvemig okkur vegnaði. Síðast bar fundum okkar saman í fyrra, á áttræðisafmæli Beggu. Það var skemmtilegur dagur. Honum hafði vissulega farið aftur, en hann var eigi að síður samur við sig, tók mér fagnandi. Og nú hefur Guðjón Halldórsson kvatt. Við þau tímamót þakka ég fyr- ir mig, þakka fyrir samvistir liðinna áratuga, þakka þeim hjónum þolin- mæði og umburðarlyndi, glaðlegar stundir og hlýtt viðmót. Ég sendi Beggu, Gunnu Möggu, Guðnýju, Gylfa og Sólrúnu, barna- börnum og vandamönnum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Guðmundsson. MINNINGAR- OG Segðu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér •g 5614400 lei6:1 <3lT HJÁlMtSTOFNUN 'QTJ KIRKiUNNAR % r s; Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.