Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 27 LISTIR Norskur gestaleik- ur í Möguleikhúsinu NORSKI leikhópurinn Tripi- cchio, Underland & co. sýnir barnaleikritið K.M.K.K. (Klúður með klemmu og klæði) í Mögu- leikhúsinu við Hlemm laugar- daginn 28. febrúar kl. 14. Leikhópurinn heimsótti Möguleikhúsið fyrir tveimur ár- um með barnaleikritið Með bak- poka og banana, en í þessari nýju sýningu er fjailað um sömu persónur í nýjum ævin- týrum. Leikarar eru Anita Tripicchio og Nils Peter Under- land, hljóðfæraleikari er Solfrid Molland, leikstjóri Anders Sundstedt og leikmyndahönn- uður Hege Paalsrud. Handrit er eftir Anitu Tripicchio og Nils Peter Underland í samvinnu við Anders Sundstedt. Sagan segir af hinum há- vaxna og ruglaða Tom Gulliksen sem bíður eftir hinni þybbnu, barmmiklu og skap- heitu Jósefínu-Nikolettu-Rós- ettu-VíóIettu-Dobbelmansjettu Amundsen. Þau hlakka mikið til að hittast á ný og hyggjast færa hvort öðru gjafir. Jósefína æpir upp yfir sig af ákafa, svo að Tom hrekkur í kút. Allt stefnir í eitt allsheijar klúður. Tekst þeim aldrei að tjá hrifningu sína hvoi*t fyrir öðru? Með söng, dansi og trúðslát- um hittast Tom og Jósefína í veröld sem er full af hlýju og gamansemi. I þessari sýningu vegur lík- amstjáningin þyngra en orðin. Morgunblaðið/Árni Sæberg NILS Peter Underland f gervi Tom og Anita Tripicchio sem hin skapheita Jósefína. Dóp og dansk- ar pulsur TONLIST Geislaplötur MEIRI GAURAGANGUR Söngvar úr samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, sem var frum- sýnt f Þjóðleikhúsinu 11. febrúar 1998. Textar: Ólafur Haukur Símon- arson. Lög: Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Símonarson. Útsetningar: Jón Ólafsson. Söngur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Hans- son, Helgi Björnsson, Jóhann Sigurð- arson, Magnús Ólafsson, Magnús Ragnarsson, Randver Þorláksson, Selma Björnsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Waage og Örn Árnason. Hljóðfæraleikur: Guðmund- ur Pétursson (gítar), Stefán Hjörleifs- son (gítar), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Ólafur Hólm Einarsson (trommur & slagverk) og Jón Ólafs- son (hþómborð & raddir). Upptökur fóru fram í janúar 1998 í Stúdíói Sýr- landi, Eyranu og FÍH-salnum. Upp- tökumenn: Addi 800, Jón Ólafsson og Ari Danfelsson. Hljóðblöndun: Addi 800 og Jón Ólafsson. Stafræn yfir- færsla og tónjöfnun: Bjarni Bragi/Sýrland. EKKI þarf að hafa mörg orð um tónlistina (lög og útsetningar) í nýju leikriti Ólafs Hauks Símonar- sonar um þá félaga Orm og Ranúr, Enn meiri gauragangur: hún er einkar hressileg og faglega samin og hæfir stykkinu hundrað pró- sent, enda eru sum lögin (sem eru flest ansi góð) eftir leikritaskáldið en önnur eftir Jón Ólafsson, þann ágæta og spaugsama tónlistar- mann og „þúsundþjalasmið", sem einnig sá um útsetningar m.m. Auðvitað veldur tónlistin ekki stór- tíðindum ein og sér og varla mein- ingin, og þannig séð e.t.v. nokkuð einhæf, einkum hvað varðar ann- ars ágætar útsetningar - „sama jukkið“ myndi einhver segja, en hún er tónlist dagsins eða gær- dagsins eða bara síðasta áratugar og fer þeim félögum vel (söguhetj- unum) og öllu liðinu, sem og tíðar- andanum og frásögninni um ís- lenska ruglukolla og dóphausa í kóngsins Kaupinhafn. Hún er auð- vitað bara partur af leikritinu - heila sjóinu, og nær þannig til- gangi sínum með sæmilegum stæl ef ekki töluverðri elskusemi á stundum. Auðvitað er gaman að eiga hljómdiskinn, ekki síst fyrir aðdá- endur Orms & co. Og vel að honum staðið af öllum aðilum. Oddur Björnsson Tíundi fyrirlestur „Laxnessársins" íNorrœna húsinu í dag hl. iy. /5; W JS ^ • w JZmilm • Huldufolkið og hólfelagið - v - Pétur Már Ólafsson rœðir um ver\ Halldórs Laxness Pétur Már Ólafsson heldur í dag fyrirlestur á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku- Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist Huldufólkið og hólfélagið. Erindið hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Pétur Már Ólafsson mun í spjalli sínu ræða um „huldufólkið" sem Halldór Laxness hyllir í BrekJfÚkptsannál og „hólfélagið" sem er andstæða þess. Hann gluggar í minniskompur skáldsins frá því hann var að skrifa Brekf{ukptsannál en ekki hefur verið vitnað til þeirra áður í umfjöllun um verk hans. Þá fléttar Pétur Már inn í erindi sittgreinar skáldsins frá ýmsum tímum. Pétur Már Ólafsson er bókmenntafræðingur frá Háskóla íslands. Hann hefur skrifað formála að fjórum skáldsögum Halldórs Laxness, sem komið hafa út í kiljuformi á undanförnum árum: Brekkukptsannál, íslandsklukftunni, Sölku Völkit og Vefaranum mikla frá Kasmír. Þá ritaði Pétur Már um bókmenntir og listir eftir fyrri heimsstyrjöld í þriðja bindið af íslenskum söguatlas. Pétur Már er útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Fyrirlestur í Norræna iiúsinu VAKAHELGAFELL í DAG KU. 17.15 Laxnessklúbburinn LAZY-BOY NU SKAL SLAKAÐ A eftir amstur dagsins Aspen hægindastolli 42.980.- í IBÐR\ Margar gerðir. Forte 127.180.- Aðeins í Húsgagnahöllinni getur þú valið úr fjölmörgum tegundum af LAZY-BOY eeet etó\\nn, tek í handfangið og haWa már aftur. / Eg næ aðeine fullkominní SJON VARPS SÓFAR miklu úrvali! LAZY-BOY HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfðl 20 -112 Rvfk - S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.