Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 27

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 27 LISTIR Norskur gestaleik- ur í Möguleikhúsinu NORSKI leikhópurinn Tripi- cchio, Underland & co. sýnir barnaleikritið K.M.K.K. (Klúður með klemmu og klæði) í Mögu- leikhúsinu við Hlemm laugar- daginn 28. febrúar kl. 14. Leikhópurinn heimsótti Möguleikhúsið fyrir tveimur ár- um með barnaleikritið Með bak- poka og banana, en í þessari nýju sýningu er fjailað um sömu persónur í nýjum ævin- týrum. Leikarar eru Anita Tripicchio og Nils Peter Under- land, hljóðfæraleikari er Solfrid Molland, leikstjóri Anders Sundstedt og leikmyndahönn- uður Hege Paalsrud. Handrit er eftir Anitu Tripicchio og Nils Peter Underland í samvinnu við Anders Sundstedt. Sagan segir af hinum há- vaxna og ruglaða Tom Gulliksen sem bíður eftir hinni þybbnu, barmmiklu og skap- heitu Jósefínu-Nikolettu-Rós- ettu-VíóIettu-Dobbelmansjettu Amundsen. Þau hlakka mikið til að hittast á ný og hyggjast færa hvort öðru gjafir. Jósefína æpir upp yfir sig af ákafa, svo að Tom hrekkur í kút. Allt stefnir í eitt allsheijar klúður. Tekst þeim aldrei að tjá hrifningu sína hvoi*t fyrir öðru? Með söng, dansi og trúðslát- um hittast Tom og Jósefína í veröld sem er full af hlýju og gamansemi. I þessari sýningu vegur lík- amstjáningin þyngra en orðin. Morgunblaðið/Árni Sæberg NILS Peter Underland f gervi Tom og Anita Tripicchio sem hin skapheita Jósefína. Dóp og dansk- ar pulsur TONLIST Geislaplötur MEIRI GAURAGANGUR Söngvar úr samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, sem var frum- sýnt f Þjóðleikhúsinu 11. febrúar 1998. Textar: Ólafur Haukur Símon- arson. Lög: Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Símonarson. Útsetningar: Jón Ólafsson. Söngur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Hans- son, Helgi Björnsson, Jóhann Sigurð- arson, Magnús Ólafsson, Magnús Ragnarsson, Randver Þorláksson, Selma Björnsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Waage og Örn Árnason. Hljóðfæraleikur: Guðmund- ur Pétursson (gítar), Stefán Hjörleifs- son (gítar), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Ólafur Hólm Einarsson (trommur & slagverk) og Jón Ólafs- son (hþómborð & raddir). Upptökur fóru fram í janúar 1998 í Stúdíói Sýr- landi, Eyranu og FÍH-salnum. Upp- tökumenn: Addi 800, Jón Ólafsson og Ari Danfelsson. Hljóðblöndun: Addi 800 og Jón Ólafsson. Stafræn yfir- færsla og tónjöfnun: Bjarni Bragi/Sýrland. EKKI þarf að hafa mörg orð um tónlistina (lög og útsetningar) í nýju leikriti Ólafs Hauks Símonar- sonar um þá félaga Orm og Ranúr, Enn meiri gauragangur: hún er einkar hressileg og faglega samin og hæfir stykkinu hundrað pró- sent, enda eru sum lögin (sem eru flest ansi góð) eftir leikritaskáldið en önnur eftir Jón Ólafsson, þann ágæta og spaugsama tónlistar- mann og „þúsundþjalasmið", sem einnig sá um útsetningar m.m. Auðvitað veldur tónlistin ekki stór- tíðindum ein og sér og varla mein- ingin, og þannig séð e.t.v. nokkuð einhæf, einkum hvað varðar ann- ars ágætar útsetningar - „sama jukkið“ myndi einhver segja, en hún er tónlist dagsins eða gær- dagsins eða bara síðasta áratugar og fer þeim félögum vel (söguhetj- unum) og öllu liðinu, sem og tíðar- andanum og frásögninni um ís- lenska ruglukolla og dóphausa í kóngsins Kaupinhafn. Hún er auð- vitað bara partur af leikritinu - heila sjóinu, og nær þannig til- gangi sínum með sæmilegum stæl ef ekki töluverðri elskusemi á stundum. Auðvitað er gaman að eiga hljómdiskinn, ekki síst fyrir aðdá- endur Orms & co. Og vel að honum staðið af öllum aðilum. Oddur Björnsson Tíundi fyrirlestur „Laxnessársins" íNorrœna húsinu í dag hl. iy. /5; W JS ^ • w JZmilm • Huldufolkið og hólfelagið - v - Pétur Már Ólafsson rœðir um ver\ Halldórs Laxness Pétur Már Ólafsson heldur í dag fyrirlestur á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku- Helgafells í Norræna húsinu sem nefnist Huldufólkið og hólfélagið. Erindið hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Pétur Már Ólafsson mun í spjalli sínu ræða um „huldufólkið" sem Halldór Laxness hyllir í BrekJfÚkptsannál og „hólfélagið" sem er andstæða þess. Hann gluggar í minniskompur skáldsins frá því hann var að skrifa Brekf{ukptsannál en ekki hefur verið vitnað til þeirra áður í umfjöllun um verk hans. Þá fléttar Pétur Már inn í erindi sittgreinar skáldsins frá ýmsum tímum. Pétur Már Ólafsson er bókmenntafræðingur frá Háskóla íslands. Hann hefur skrifað formála að fjórum skáldsögum Halldórs Laxness, sem komið hafa út í kiljuformi á undanförnum árum: Brekkukptsannál, íslandsklukftunni, Sölku Völkit og Vefaranum mikla frá Kasmír. Þá ritaði Pétur Már um bókmenntir og listir eftir fyrri heimsstyrjöld í þriðja bindið af íslenskum söguatlas. Pétur Már er útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Fyrirlestur í Norræna iiúsinu VAKAHELGAFELL í DAG KU. 17.15 Laxnessklúbburinn LAZY-BOY NU SKAL SLAKAÐ A eftir amstur dagsins Aspen hægindastolli 42.980.- í IBÐR\ Margar gerðir. Forte 127.180.- Aðeins í Húsgagnahöllinni getur þú valið úr fjölmörgum tegundum af LAZY-BOY eeet etó\\nn, tek í handfangið og haWa már aftur. / Eg næ aðeine fullkominní SJON VARPS SÓFAR miklu úrvali! LAZY-BOY HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfðl 20 -112 Rvfk - S:510 8000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.