Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 31
AÐSENDAR GREINAR
Misbeiting á þeim
sem minnst mega sín
R-LISTINN í
borgarstjórn hefur
breytt fyrirkomulagi
leiguíbúða borgarinn-
ar og segir nú upp
samningum við leigu-
taka: láglaunafólk, ör-
yrkja og aldraða, sem
langflestir hafa undir
80 þúsund króna
heimilistekjur á mán-
uði.
Sagt er að stokka
þurfi upp í húsaleigu-
kerfinu til að koma í
veg fyrir misnotkun.
Akvörðun um breyt-
ingar á húsaleigu hjá
Árni
Sigfússon
hátekjufólk leynist í
stórum hópum í leiguí-
búðum borgarinnar?
Vita þeir ekki að 80%
heimilanna eru með
heildartekjur undir 80
þúsund krónum á
mánuði? Þeim örfáu
sem komnir eru yfír
tekjumörk er afar auð-
velt að segja upp leigu,
án þess að raska stöðu
allra hinna.
I öllum kerfum
leynast undantekning-
ar. A þeim þarf að
taka. Það er afdráttar-
laus skoðun mín að
borginni vegna húsaleigubótakerf-
isins á alls ekki að leiða til hækk-
unar hjá langflestum leigutökum,
fremur til lækkunar. Raunveru-
leikinn er sá að leigan þarf fyrst
og fremst að hækka ef nýja leiguí-
búðafélagið á að standa undir að
greiða afborganir af R-listalánum
sem borgin tók út á þessar íbúðir.
Afborgun og vextir þess samsvar-
ar 11.800 kr. hækkun húsleigu á
mánuði á hverja íbúð. Þetta er því
ekkert annað en misbeiting á þeim
sem minnst mega sín í borginni.
I viðtölum mínum við marga ör-
yrkja sem búa í leiguhúsnæði borg-
arinnar kemur fram mikill ótti
þeiira. Hversu mikið mun leigan
hækka, verða lagðir einhverjir
aukaskattar á eða tekjutenging
aukin? Munu þeir verða kallaðir
niður á Félagsmálstofnun til að út-
lista hagi sína, verður þeim hegnt
ef þeir mótmæla?
Er hátekjufólk að fela sig
í leiguíbúðunum?
Þessar aðfarir R-listans eru mér
ekki að skapi. Heldur R-Iistinn að
þær örfáu fjölskyldur sem reynast
vera með nægar tekjur til að geta
t.d. keypt félagslega íbúð (verka-
mannabústað), eigi ekki að dvelja í
niðurgreiddri leiguíbúð borgarinn-
íbúar leiguíbúða jafnt
sem eignaríbúða, segir
Arni Sigfússon, horfa
til hækkunar á kostnaði
vegna aðgerða
R-listans.
ar. Það á að segja þeim upp leigu
og bjóða að kaupa.
En til þess þarf ekki að setja líf
allra hinna á annan endann eins og
verið er að gera. Það þarf ekkert
að hefja sérstaka rannsókn á öllum
til að meta hvort þeir séu örugg-
lega öryrkjar eða hvort um undan-
skot frá skatti sé að ræða. Þá
mætti fremur byrja á öðrum hóp-
um sem lifa hátt, en lepja dauðann
úr skel samkvæmt skattframtöl-
um.
Þeir verst settu eru vinsælir
hjá R-listanum
Ég hef verið hlynntur því að
haldið sé utan um rekstur leigu-
íbúðanna með sérstakri deild eða
félagi. Ég tel að afmarkað félag um
þennan i-ekstur geti verið af hinu
góða, en aðeins ef það er rétt gert.
Það getur þýtt betri heildaryfír-
sýn, viðhald og stjórn þessarar
hjálpar við þá tekjulægstu í þjóðfé-
laginu. Þessi skuldabréfaleikur
R-listans á ekkert skylt við það.
R-listinn ætti að fínna sér aðra
en þá lægstlaunuðu til að glíma við
í leit sinni að tekjum til að draga úr
skuldaukningu borgarsjóðs. En
hann virðist hafa sérstakan auga-
stað á því fólki sem verst er sett.
Gildir þar einu hvort um er að
ræða fólk í leiguíbúðum borgarinn-
ar eða þá sem hafa gerst svo djarf-
ir að kaupa sér litla íbúð og þurfa
nú að borga 30% hærri fasteigna-
gjöld eftir að R-Iistinn komst til
valda.
Af framansögðu er ljóst að ég
mun beita mér fyrir því að ekki
verði hróflað við húsaleigukostnaði
þessa fólks, fái sjáfstæðismenn
stuðning til þess í borgarstjórnar-
kosningum í vor. Hitt er þó jafn
mikið á hreinu: Þeim sem hafa
nægar tekjur til kaupa á eigin hús-
næði verður sagt upp leiguhúsnæði
hjá Reykjavíkurborg og þeir upp-
lýstir um aðra valkosti.
Til þess þarf bara upplýsingar
úr skattframtali, ekkert skulda-
bréfabrask R-listans, yfírheyrslur
hans eða skattatilfærslur.
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna { borgarstjórn Reykjavíkur.
Þjóðar-
leikvangar
ÞEGAR verkaskiptingu milli ríkis
og sveitarfélaga var breytt um ára-
mótin ‘89/90 yfirtóku sveitarfélögin
það verkefni að byggja íþróttamann-
virki, en fram að þeim tíma hafði rík-
ið veitt stuðning í þessu
augnamiði með framlög-
um úr íþróttasjóði ríkis-
ins að því tilskildu að
mannvii-kin uppfylltu
ákveðnar alþjóðlegar
kröfur. Ekki voru þó all-
h' endar hnýttir því
hvert sveitarfélag lagði
áherslu á að koma upp
íþróttaaðstöðu fyrir sína
íbúa og það var í hendi
hvers sveitarfélags
hvaða kröfur eða staðla
hvert íþróttamannvirki
uppfyllti. Hvergi var
hvatning fyrir einhvern
aðila til að byggja
íþróttamannvirki, er upp-
fyUstu kröfur samkvæmt
alþóðlegum stöðlum fyi-ir
Magnús
Oddsson
land-
skeppnir eða alþjóðlegar keppnir og
íþróttahreyfingin hefur þurft að
standa frammi fyrir stórum vanda-
málum af þeim sökum. T.d. þegar
heimsmeistaramótið í handknattleik
fór fram árið 1995, þótt þau mál
væru að lokum farsællega leyst eftir
nokkrum krókaleiðum og með góð-
um skilningi bæði ráðamanna
Reykjavíkur og ríkisins. Eins má
nefna þá erfíðleika, sem íþrótta-
hreyfingin stóð frammi fyrir árum
saman, að fá sveitarfélag til að koma
upp 50 m langri viðurkenndri yfir-
byggðri keppnislaug, en vonandi er
það mál nú góðri höfn.
Með lagasetningunni sem fyrr er
vísað til frá árinu 1989 voru sérsam-
bönd íþróttahreyfingarinnar nánast
skilin eftir á vergangi, því hvergi var
ákvæði eða hvatning til sveitarfélaga
til að leysa úr brýnni þörf fyrh'
íþróttamannvirki er uppfylla skilyrði
fyrh’ landskeppnir og alþjóðleg mót.
Nú hillir hins vegar í lausn.
I sumar skipaði menntamálaráð-
herra nefnd til að gera tillögur um
eflingu íþróttastarfs og skilaði hún
ráðherra skýrslu sinni
nokkru fyrir áramót.
Ein af þeim tillögum er
nefndin setur fram er
tillaga um þjóðleik-
vanga. Þjóðarleikvang-
ur er skilgreindur
þannig í skýrslunni:
„Þjóðarleikvangur er
íþróttaaðstaða sem
tengist sérstaklega
ákveðinni íþróttagrein.
Hér er um íþrótta-
mannvirki að ræða, sem
þegar er til staðar eða
eftir á að reisa. Hver
íþróttagrein sem hér á
landi er stunduð fær því
„fastan samastað“ eða
þjóðarleikvang. Einkenni
Opið bréf að gefnu tilefni til
formanns heilbrigðisnefndar
ÞANN 18. febrúar birtist blaða-
grein í Morgunblaðinu sem er svar
þitt, Hulda Olafsdóttir, við grein
minni „Olögmæt skattheimta
R-listans“ sem birtist 31. janúar í
sama blaði. Vegna ferðalaga hefur
aðeins dregist að svara þér en það
hallar þó ekkert á í þeim efnum.
Grein mín fjallar um óvönduð
vinnubrögð núverandi borgar-
stjórnar í tilraun sinni til að leggja
heilbrigðiseftirlitsgjald á fyrirtæki.
Hagmunaaðilar atvinnulífsins vör-
uðu borgarstjórn við því að fyrir-
huguð gjaldtaka fyrir heilbrigðis-
eftirlit væri skattlagning í skilningi
Heilbrigðiseftirlitsgj ald
var sett á Reykjavík,
segir Júlíus V.
Ingvarsson, innan við
ári eftir að R-listinn
tók við stjórn
borgarinnar af
sj áífstæðismönnum
stjórnarskrárinnar vegna þess að
gjaldið fæli í sér gjaldtöku án þess
að þjónusta væri endilega veitt á
móti. Samkvæmt stjórnarskránni
má aðeins leggja á skatta með lög-
um, svo væri ekki í þessu tilviki þar
sem aðeins væri lagaheimild fyrir
þjónustugjald. R-listinn ákvað að
skella skollaeyrum við varnarorð-
um hagsmunaaðila og
samþykkti í borgar-
stjórn að leggja á heil-
briðiseftirlitsgjald.
Málinu var vísað til
umboðsmanns Alþingis
sem komst að þeirri
niðurstöðu að helstu
rök atvinnulífsins væru
réttmæt og að Reykja-
víkurborg undir stjórn
R-listans hefði ekki
gætt réttra lagasjónar-
miða við álagningu
gjaldsins.
Álit umboðsmanns
Alþingis er áfellis-
dómur
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Þú segir í áðurnefndri grein að
sveitarfélög hafí lagaheimild til
þess að leggja á heilbrigðiseftirlits-
gjald og að ég nefni það ekki í grein
minni. Þetta er útúrsnúningur því
þetta vandræðamál R-listans væri
af enn annarri stærðargi'áðu ef
engin væri lagaheimildin. Enda
dreg ég heimild borgarinnar til
þess að leggja á heilbrigðiseftirlits-
gjald alls ekki í efa. Sú heimild er
vissulega til staðar og hefur verið
lengi. Það er framkvæmdin og við-
brögð núverandi borgarstjórnar
sem var til umfjöllunar og gagn-
rýnd. Það er ekki viðeigandi af þér,
formanni heilbrigðisnefndar, að
gera lítið úr áliti umboðsmanns Al-
þingis. Það stendur áfram og ég
endurtek að það álit er áfellisdóm-
ur yfir borgarstjórnarmeirihluta
R-listans.
Athugasemd þín um
að Reykjavík hafi ver-
ið eitt af síðustu sveit-
arfélögunum að setja á
heilbrigðiseftirlitsgj ald
er rétt. Heilbrigðiseft-
irlitsgjald var sett á í
Reykjavík innan við
ári eftir að R-listinn
tók við stjórn borgar-
innar af sjálfstæðis-
mönnum.
Heilbrigðiseftirlit á
að vera vandað
Þá segir þú að ég
nefni ekki að sjálf-
stæðismenn hafi ekki
sett sig upp á móti heil-
brigðiseftirlitsgjaldi. Aftur reynir
þú útúrsnúning. Ég var í blaða-
grein minni að gagnrýna fram-
kæmd heilbrigðiseftirlits og gjald-
töku fyrir það - ekki heilbrigðiseft-
irlit almennt. Heilbrigðiseftirlit er
nauðsynlegt. Má nefna í því sam-
bandi veitingahús, matvælaiðnað og
marga aðra starfsemi. Það verður
hins vegar ekki unað við það að fyr-
irtæki fái reikning sem ekki er í
samræmi við umfang eftirlits eða
jafnvel reikning fyrir eftirlit sem
ekki er framkvæmt. I blaðagrein
minni lagði ég til nútímalegra
skipulag heilbrigðiseftirlits til skoð-
unar. Þú hefur bersýnilega ekki
áhuga á að fjalla um þann þáttinn.
Stóryrði án röksemda
Fyrirsögn blaðagreinar þinnar,
„Ósannindi frambjóðanda D-lista“,
er beint til mín. Vil ég minna þig á
að stóryrðum af þessu tagi getur
maður ekki fleygt fram röksemda-
laust eins og þú gerir. Sýnist mér
ákafi þinn hafi borið þig ofurliði og
skyggt á fyrirhyggjuna. Það sem
ég skrifaði stendur óhaggað. Það er
hlutverk stjórnarandstöðu að ijalla
um það sem er gagnrýnisvert. Það
gerði ég. Það ber vott um valda-
hroka þegar þeir, sem hasla sér völl
í stjórnmálum, vilja ekki una því að
störf þeirra séu sett undir
mælistikuna. Slík afstaða dugar
skammt af því að þeir, sem ráða í
raun, munu fella dóm sinn 23. maí
nk. Að lokum við ég benda þér á að
lesa blaðagrein mína aftur og bera
hana saman við forsögu og stöðu
málsins. Og mundu að hástemmd-
ar, órökstuddar yfiriýsingar verða
seint vegsauki.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
skipar fjórða sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í lleykjavík.
þessa staðar væri, að þar væru full-
komnai' aðstæður tH keppni og æf-
inga viðkomandi greinar. Hér er því
um löglegar aðstæður að ræða sem
nota má ti) keppni á landsmótum eða
Þjóðarleikvangur, segir
Magnús Öddsson,
verður
samstarfsverkefni
íþróttahreyfingarinnar,
sveitarfélaga og
ríkisins.
mótum landa á milli, Evrópukeppni,
heimsmeistarakeppni o.s.frv.“
Hugmyndin um þjóðarleikvanga er
að nokkru sótt til Noregs, en þar veiti
ir ríkið framlög til íþróttamannvirkja,
sem byggð eru fyrir alþjóðleg mót,
t.d. mannvirki við Lillehammer. Þjóð-
arleikvangur verður samstarfsverk-
efni íþróttahreyfingarinnar, sveitai'-
félags/félaga og ríkisins. Gert er ráð
fyrir að ríkið leggi fram fé í stofn-
kostnað, sem teljast verður afar eðli-
legt, því um er að ræða mannvirki
sem byggt er fyiir alla þjóðina, en
ekki bara íbúa eins sveitarfélags. Þá
verður miklu auðveldara fyrir
íþróttahreyfinguna að fá sveitarfélag
til samstarfs um slíkt verkefni, ef
hægt er að gera ráð fyrir fjárhags-
stuðningi frá ríkinu til slíks stórverk-
efnis. Það gæti meira að segja orðið
eftirsóknarvert fyrh- sveitaifélög að
hafa þjóðarleikvang í byggðarlaginu,
enda gert ráð fyrir að íþróttahreyf-
ingin beini stórviðburðum í viðkom-
andi grein á þjóðai'leUcvanginn.
Hugsanleg dæmi um þjóðarleik-
vanga er Laugardalshöllin fyrir hand-
knattleik, Laugai'dalsvöllurinn fyrir
knattspyrnu og Veti'aríþróttamið-
stöðin á Akureyri fyrir skíðaíþróttina.
EðlUegt er að íþróttanefnd ríkisins
verði ráðgefandi fyrir ráðherra fyrir
ákvörðun um þjóðarleikvang ásamt
ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi.
Ég vil með grein þessari gera
stutta gi-ein fyrir þessu þjóðþrifamáli
og láta í Ijós þá von að þjóðarleik-
vöngum verði sem fyrst komið á fót í
sem flestum íþróttagreinum.
Höfundur er fyrrverandi varafor-
seti ÍSÍ
Gœðavara
Gjafavara - malar- og kaffistell. Heim
Allir verðflokkar. ^ m.a. (
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versate.