Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 13 FRÉTTIR Blanton Godfrey ráðgjafi í gæðastjórnun um samkeppni í heilbrigðiskerfínu íslenskt heil- brigðiskerfi þarfn- ast stefnumótunar Á MÁLÞINGI sem Gæðastjórnunarfélag Islands stóð fjTÍr í gærdag komu fram efasemdir um að sam- keppni á sviði heil- brigðismála ætti sér forsendu á íslandi sök- um þess hversu fáir Islendingar eru. Dr. Blanton Godfrey for- stjóri Juran-stofnun- arinnar, sem er ráð- gjafarfyrirtæki á sviði gæðastjómunar, taldi hins vegar að sam- keppni í víðari skiln- ingi þess orðs ætti sér vissulega forsendu hér á landi, þrátt fyrir fámennið. Godfrey var sérstakur gestafyr- irlesari málþings Gæðastjórnunar- félagsins sem hafði yfirskriftina „Heilbrigðiskerfi á krossgötum: gæðin í öndvegi“ en þar kom bæði mjög til umræðu hagræðing á sviði heilsugæslumála og sameining sjúkrastofnana. Auk Godfreys tóku þau Anna Lilja Gunnarsdótt- ir, forstöðumaður áætlana- og hag- deildar Ríkisspítala, og Jón Freyr Jóhannsson rekstrarráðgjafi til máls. Aðspurður taldi Godfrey engan stað of lítinn fyrir samkeppni, enda kæmi hún úr ólíklegustu átt- um þegar betur væri að gætt. Ýmsir kostir væru í boði, t.d. heimaumönnun og fjarlækningar og Godfrey benti síðan á að sér- hæfing ykist stöðugt og að þeir ættu að hljóta umbun erfiðis síns sem sýndu framtakssemi og frum- leika í þessum efnum. Að mati Önnu Lilju eru forsend- ur samkeppnismarkaðar í heil- brigðisþjónustu á Islandi varla til staðar og benti hún á að sennilega væri blanda af bæði frjálsri markaðsstýringu og opinberri stýringu af- farasælust á íslandi. Þannig mætti nýta kosti frjálsrar mark- aðsstýringar t.d. með því að kaupa í auknum mæli þjónustu frá ut- anaðkomandi aðilum og bjóða út einstök verkefni. Það kom fram í máli allra ræðumanna að forsenda árangurs af sameiningu sjúkra- stofnana væri góð skilgreining á hlutverki hvers og eins. Godfrey lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að skýr stefnumót- un færi fram áður en lagst væri út í sameiningu. Hér skipti mestu að skilgreina hverju sameiningin ætti að skila, hvernig ætti að ná þeim markmiðum, hvaða hlutverki hver og einn hefði að gegna í ferlinu og hvemig markmiðunum væri fylgt eftir. Jafnframt þyrftu þau að vera sameiginlegt áhugamál starfs- manna á öllum sviðum stofnunar. Öðruvísi mætti varla vænta árang- urs af sameiningunni. Godfrey taldi engan kost fólginn í sameiningu einni sér en ef hún væri til bóta væri ekkert henni til iyrirstöðu. „Þetta er í raun ekki spurning um samruna eður ei heldur hvernig best sé hægt að sinna sjúklingum og hvemig það megi gera á sem ódýrastan hátt. Eftir að ítarlega hefur verið kann- að hvernig þessum markmiðum verður náð er fyrst kominn tími til að taka það skref að íhuga hvort og hvað skuli sameina." Morgunblaðið/Þorkell Dr. Blanton Godfrey Tvísköttunarsamningum fer fjölgandi Samið um tvískött- un við A-Evrópu TVÍSKÖTTUNARSAMNINGUM við önnur ríki hefur fjölgað vem- lega á seinustu tveimur ámm. Vinnur fjármálaráðuneytið að gerð slíkra samninga við fleiri ríki um þessar mundir. Nýlega lauk gerð tvísköttunarsamnings við Pólland og viðræður era hafnar við Tékk- land. Er reiknað með að samning- um við Pólverja verði lokið í maí. Þá hafa viðræður við Slóvakíu og Rússland verið ákveðnar og hefjast þær í maí. Standa vonir til að þeim ljúki með samningum síðar á árinu. Greint var frá því á fréttamanna- fundi sem fjármálaráðuneytið boð- aði til um skattamál sl. þriðjudag að farið hefur verið fram á endur- skoðun tvísköttunarsamninga við Þýskaland og Bandaríkin og hafa Þjóðverjar fallist á að hefja viðræð- ur um þau mál síðar á þessu ári. Ennfremur hefur verið óskað eftir viðræðum við Spán og Portúgal og í undirbúningi er að óska eftir við- ræðum við Austurríki, Italíu, Mexíkó, Japan og Kóreu. Fram kom í máli fjármálaráð- herra og embættismanna fjármála- ráðuneytisins að með opnun fjár- magnsmarkaða hefur þýðing tví- sköttunarsamninga aukist. Fram kom að með þeim breyt- ingum á skattkerfínu sem gerðar hafa verið á síðustu áram hefur það verið lagað að því sem gerist í nágrannalöndunum. Afleiðingin sé sú að nú sé orðið óþarft að gera sérstaka samninga um skattamál í tengslum við stórar erlendar fjár- festingar á íslandi og skattaum- hverfið á Islandi sé ekki lengur vandamál í viðræðum Islendinga við erlend stórfyrirtæki sem íhuga fjárfestingu á Islandi. Tilmæli OECD um útrýmingu skaðlegra skattaívilnana íslensk stjómvöld hafa tekið mikinn þátt í umræðum um skatta- mál á vettvangi OECD að undan- fömu m.a. varðandi svokallaða „skaðlega skattasamkeppni" og hefur skattanefnd OECD sent frá sér skýrslu um málið. Þar er beint ákveðnum tilmælum til aðildar- þjóðanna um að útrýma alls kyns skattaívilnunum sem talin era hafa skaðleg áhrif á aðrar þjóðii'. Þurfa íslendingar að taka afstöðu til skýrslunnar er hún verður lögð fyrir ráðherraráð OECD í apríl næstkomandi. Er það mat fjár- málaráðuneytisins að tilmælin feli í sér pólitískar skuldbindingar fyrir Island um að taka ekki upp skatta- legar íviinanir sem talist geta skað- legar. Ekki er þó talið að slíkt myndi hafa áhrif á gildandi löggjöf hér á landi. HÓPUR þeirra sem gefið hafa blóð fímmtíu sinnum. Blóðgjöfum veitt viðurkenning BLÓÐGJAFAFÉLAG íslands hélt nýverið aðalfund sinn og af því tilefni var nokkrum afkasta- miklum blóðgjöfum veitt viður- kenning fyrir gjafmildi sína. Blóðgjafafélag fslands telst sennilega með stærri áhuga- mannafélögum á landinu en það starfar í nánum tengslum við Blóðbankann. Tilgangur félags- ins, sem var stofnað árið 1981, er að fræða blóðgjafa, almenn- ing og stjórnvöld um mikilvægi blóðs til lækninga. Fimmtíu og sex aðilar voru verðlaunaðir á aðalfundinum síðastliðinn þriðjudag fyrir að hafa gefið blóð fimmtíu sinn- um, átta fyrir að hafa gefíð blóð sjötíu og fímm sinnum og loks var Ágústi Ásgústssyni veitt sérstök viðurkenning fyr- ir að hafa gefið blóð hundrað sinnum. Ágúst er áttundi íslendingur- inn sem nær þeim merka áfanga að komast í hóp svo- nefndra „hundraðshöfðingja" en það lætur nærri að Ágúst hafi gefið fimmtíu lítra af blóði, u.þ.b. sjö sinnum það magn sem hann hefur f líkama sínum. Morgunblaðið/Þorkell ÁGIJST Ágústsson fékk sér- staka viðurkenningu. HOXDA 3 d y r a 1 d i 7 5 h e s töfl Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnifaUð í verði bílsins H400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun IRafdrifnar rúður og speglar ► Vindskeið með bremsuljósi ► Útvarp og kassettutæki IHonda teppasett M4" dekk kSamlæsingar ► ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning V-fíjL.ð—3—gijJjun a i 1.295.000,- Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður titgreindur: 160 hestöfl 115 hestöfl 90 hestöft 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og leðurgírhnúður Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 0 HONDA Sfmi: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.