Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 49 FRÉTTIR STJÓRN Málarameistarafélags Reykjavíkur. Frá vinstri: Sævar Tryggvasön, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Helgi G. Jónsson, Hallvarður S. Óskarsson og Már Guðmundsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 70 ára ( MÁLARAMEISTARAFÉ L AG / Reykjavíkur fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir. „Félagið var stofnað 26. febrúar 1928. Stofnendur félagsins voru 16 málarar. Aðalhvatamaður að stofn- un félagsins var Einar Gíslason og var hann jafnframt kosinn íyrsti formaður þess. í dag eru félags- menn 105 talsins. Tilgangur félags- ins er að efla samvinnu meðal mál- arameistara og stuðla að menningu { og menntun stéttarinnar, að gæta / hagsmuna félagsmanna í hvívetna og vera málsvari félagsmanna gagn- | vart almenningi og hinu opinbera. Nám í málun er eingöngu stund- að samningsbundið. Nemandinn gerir námssamning við meistara og er hjá honum í fjögur ár. Þar af sækir nemandinn þrjár bóklegar og verklegar annir í iðnskóla og er sá i Góugleði í j Gjábakka ELDRI borgarar í Kópavogi ætla að fagna komu góu í dag með menn- ingardagskrá sem hefst kl. 14 í Gjá- bakka, Fannborg 8. Á dagskrá mun t.d. eldri kór barna úr Digranesskóla syngja ís- lensk lög undir stjórn Ki’istínar Magnúsdóttir, Guðlaug Erla Jóns- ( dóttir fer með „Samtíning“, Ragnar | Bjarnason söngvai'i skemmtir gest- , um, ungir dansarar úr Dansskóla ' Sigurðar Hákonarsonar sýna dansa og Söngfuglarnir taka lagið undir stjórnn Þorgeirs Jónssonar. Einnig mætir Haukur Daníelsson harmon- ikuleikari. Aðgangur að dagskránni er heim- ill öllum eldri borgm-um og gestum þeirra og er aðgangur ókeypis. tími inni í samningstímanum. Nám- ið í skólanum skiptist í tvo höfuð- þætti: Almennt nám og fagnám," segir í fréttatilkynningu frá félag- inu. Félagið rekur skrifstofu að Skip- holti 70 og er skrifstofan opin alla virka daga kl. 9-13. Félagið er eign- araðili í því húsi ásamt öðrum meistarafélögum, einnig er Málara- meistarafélagið eignaraðili að hlut í Hallveigarstíg 1, húsi iðnaðarins. Heiðursfélagar félagsins eru í dag 12 talsins, bæði innlendir og er- lendir. Núverandi stjóm félagsins skipa: Helgi G. Jónsson, formaður, Aðalsteinn Aðalsteinsson, varafor- maður, Hallvarður S. Óskarsson, ritari, Már Guðmundsson, gjaldkeri og Sævar Tryggvason, meðstjórn- andi. Kynningar- námskeið í hugleiðslu SRI Chinmoy-miðstöðin stendur fyrir röð kynningamámskeiða í hugleiðslu. Á námskeiðunum era undirstöðuatriði einbeitingar og hugleiðslu útskýrð og lýst hver áhrif hugleiðslunnar eru, segir í fréjttatilkynningu. í framhaldi af kynningarnám- skeiðunum er boðið upp á fjögurra vikna ókeypis framhaldsnámskeið þar sem farið er ítarlegar í grunnat- riði hugleiðslunnar. Námskeiðin fara fram í Sri Chin- moy-miðstöðinni, Skúlagötu 61b. Þau eru haldin fimmtudags- og föstudagskvöld frá 20-22 og laugar- dags- og sunnudagseftirmiðdaga frá 14-16. Fyrirlestur um lífríki Mývatns ÁRNI Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar að Mývatni, heldur fyrh-lestur á vegum Líffræðistofnunai- Háskólans fóstu- daginn 27. febrúar og nefnist hann „Ey lífríki Mývatns í hættu?“ I fréttatilkynningu segii’: „Stöðugt minnkandi silungsveiði og endui-teki hrun átustofna í Mývatni vekja spurningar um hvort lífríki vatnsins sé í yfirvofandi hættu. I fyi’irlestrin- um er fjallað um helstu einkenni líf- ríkisins í Mývatni og kynnt fyrir- liggjandi gögn um sögu þess. Meðal annars eru breytingar tveggja ár- þúsunda skoðaðar, en þær má greina af athugunum á borkjörnum úr botnsetinu. Einnig verður farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á undanfórnum áratugum og fylgst hefur verið ítarlega með á vegum Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Líffræðistofnunar Há- skólans. Þá verður fjallað nokkuð um verndargildi vatnsins og einstakra hluta þess og hvenær telja megi að lífríki vatnsins sé hætta búin.“ Fyrirlesturinn er haldinn í húsa- kynnum Líffræðistofnunar, Grensás- vegi 12, stofu G-6 kl. 12.20. Öllum er heimill aðgangur. Hverfafundir með borgar- stjóra HVERFAFUNDUM borgarstjóra með íbúum Reykjavíkur verður íramhaldið á næstu dögum. Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20 verður fundur með íbúum sem búa austan Snorrabrautai’ að Kringlu- mýrarbraut á Kjarvalsstöðum (Tún, Holt, Hlíðar, Norðurmýri) og mánu- daginn 2. mars verður fundur í Gerðubergi með íbúum Breiðholts- hverfis. Hverfafundur í Langholtsskóla með íbúum norðan Suðurlandsbraut- ar (Laugarnes-, Teiga, Langholts-, Sunda-, Heima- og Vogahverfi ásamt Skeifunni) sem vera átti 9. mars hef- ur verið flýtt og verður hann haldinn miðvikudaginn 4. mars kl. 20. Á öllum fundunum fer borgar- stjóri yfir áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan eru opnar um- ræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Teikningar af fram- kvæmdum í hverfunum eru sýndar ásamt ýmsu fróðlegu og mynárænu efni sem íbúar í viðkomandi hverfi kunna að hafa áhuga á, segir í frétta- tilkynningu. Á fundunum hggur einnig frammi samantekt úr kynn- ingu borgarstjóra. STARFSMENN Vélsmiðjunnar Stáls hf. Vélsmiðjan Stál hf. 50 ára VÉLSMIÐJAN Stál hf. á Seyðis- firði er 50 ára í dag, fimmtudaginn 26. febrúar. Fyrirtækið var stofnað af bræðranum Pétri Blöndal og Ástvaldi Kristóferssyni sem frá upphafi hafa unnið við reksturinn. I fréttatilkynningu segir: „í byrj- un var unnið við hvers konar ný- smíði, pípulagnir, bílaviðgerðir o.fl. Starfsmenn voru þá 3 til 5 eftir verkefnum. Fljótlega urðu viðgerðir í breskum toguram veigamikill þáttur í starfseminni ásamt verk- færasmíði en Ástvaldur lærði stál- herslu í Hollandi og settu þeir bræður upp tæki til framleiðslu á verkfæram úr hertu stáli. Síðar voru framleidd öryggishús á drátt- arvélar, þau fyrstu hér á landi, stál- grindarhús til ýmissa nota og mikill fjöldi olíubirgðageyma á flestar hafnir á Austurlandi. Allt frá upphafi hefur vélsmiðjan þjónustað síldar- og loðnuverk- smiðjur og smíðað tæki í þær svo sem snigilflytjara, ýmiskonar síbún- að, vökvageyma og nú síðari ár _ reykhreinsibúnað. í dag er reksturinn plötusmiðja sem smíðar úr bæði svörtu og ryð- fríu stáli, renniverkstæði, vélaverk- stæði, dráttarbraut og Stálbúðin sem er alhliða byggingavöruverslun. Fyrirtækið er í 1.200 fm húsnæði á Fjarðaröldu með góða lóð stutt frá hafnarkanti. Starfsmenn eru lið- lega 30. Framkvæmdastjóri er Theodór Blöndal." MS býður til bílabíós John Travolta og Freddy Kruger meðal boðsgesta NEMENDUR Menntaskólans við Sund héldu í vikunni bílabíó sem ætlunin er að gera að árlegum við- burði. Tvær myndir voru á dagskrá og var fyrst sýnd dans- og söngva- myndin Grease með John Travolta í aðalhlutverki en síðan tók við kon- ungur hrollvekjunnar, hinn grimmi Freddy Krager í fyrsta hluta kvik- myndaseríunnar A Nightmare on Elm Street. Myndunum var varpað á núsvegg sunnan menntaskólans Morgunblaðið/Þorkell BÍLABÍÓIÐ í MS vakti mikla lukku. með góðum árangri og var mæting með ágætum, enda ágætis veður fyrir slíkan viðburð. Uppákoman var liður í hátíðarviku menntskæl- inga en hápunktur hennar er vita- skuld árshátíðin sjálf á Hótel Sögu í ' kvöld. ( ( I ( I ( ( ( < ( < Kasparov vann Anand LINARES XXI. Styrkleikaflokkur Stig 1 2 3 4 5 6 7 VINN 1 Veselin Topalov BÚL 2.740 XX 0 0 0 2 Vladímir Kramnik RÚS 2.790 1 XX 1/2 1/2 3 Aleksei Shirov SPÁ 2.710 1 XX 0 1 2 4 Peter Svidler RÚS 2.610 XX 1/2 0 1 11/2 5 Garv Kasparov ÚKR 2.825 !4 XX 1 11/2 6 Vyswanathan Anand ÚKR 2.770 1 1 0 XX 2 7 Vasílí ívantsjúk RÚS 2.740 1/2 0 0 XX 1/2 He8 33. Df5 - Ka8 34. h5 - Hf8 35. Hd7 og Anand gafst upp. Uppgjöfin gæti virst nokkuð snemma á ferðinni, en hvítur hót- ar nú 36. Dxe6. Vart er að sjá annan leik en 36. - Dg5 en eftir 37. Dxg5 - hxg5 38 Rf6 eða 38. h6 er endataflið vonlaust með öllu. SKAK Linares, Spáni, 22. feli. -9. mars SJÖ MANNA OFURMÓT Gary Kasparov, stiga- hæsti skákmaður heims, lagði Indverj- ann Anand að velli í þriðju umferð mótsins. SIGURINN yfír An- and, sem er þriðji Kasparov stigahæsti skákmað- ur heims, er mikilvægur fyrir Ka- sparov, sem hefur fallið í skugg- ann að undanförnu frá heims- meistarakeppni FIDE þar sem hann var ekki með. Þrátt fyrir tapið er Anand í efsta sæti á mót- inu ásamt Shirov, sem nú teflir fyrir Spán og er því á heimavelli. Þeir hafa hlotið tvo vinninga af þremur mögulegum. Þeir Kasparov og Kramnik standa einnig vel að vígi, en þeir hafa báðir setið yfir og hafa einn og hálfan vinning af tveimur. Það stefnh í gíf- urlega harða bar- áttu á mótinu. Það er táknrænt að að- eins tveimur skák- um af níu hefur lok- ið með jafntefli. Keppendur eru sjö af átta sterkustu skákmönnum í heimi, aðeins FIDE-heims- meistarann Karpov vantar, en hann er í ónáð hjá mótshaldaran- um skapstóra, Luis Rentero. Anand hefur teflt mjög mikið að undanförnu, en hann vann samt tvær fyrstu skákirnar á mótinu af þeim Shirov og Svidler. Honum tókst þó ekki að jafna taflið eftir byrjunina gegn Kasparov, sem vann mjög sann- færandi sigur í stöðubaráttu- skák: Hvítt: Kasparov Svart: Anand Caro-Kann vörn 1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2 - dxe4 4. Rxe4 - Rd7 5. Rg5 - Rgf6 6. Bd3 - e6 7. Rlf3 - Bd6 8. De2 - h6 9. Re4 - Rxe4 10. Dxe4 - Dc7 11. Dg4 - Hg8 12. Rd2! Þessi snjalla riddaratilfærsla mun vera ný hugmynd Ka- sparovs. Riddarinn stendur sér- lega vel á c4. 12. - Rf6 13. Df3 - e5 14. dxe5 - Bxe5 15. Rc4 - Be6 16. Bd2 - 0- 0-0 17. 0-0-0 Kasparov stendur nú betur að vígi. Hann getur náð biskupapar- inu ef hann kærir sig um auk þess sem kóngsstaða svarts er lítillega veikt. 17. - Rd7 18. Hhel - Hge8 19. Kbl - g5 20. h4! - Bf4 21. Bxf4 - gxf4 Anand hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að taka á sig stakt tví- peð á f-línunni. Kasparov teflir áfram af mikilli nákvæmni og gefur engin gagnfæri: 22. Bf5! - Rf8 23. Dh5 - Kb8 24. Bxe6 - Rxe6 25. al - Ðe7 26. De5+ - Dc7 27. Dh5 - De7 28. b3 - Df6 29. Re5 - He7 30. Rg4 - Hxdl+ 31. Hxdl - Dg7 32. f3 - Helgar- skákmót TR Sigurður Daði Sigfússon sigr- aði á helgarskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um síðustu helgi. Sigurður Daði hlaut sex vinninga af sjö mögu- legum. Hann varð nýlega skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur 1997, efth aukakeppni um titil- inn, og virðist í góðu formi um þessar mundir. Röð efstu kepp- endanna á helgarskákmótinu varð þessi: 1. Sigurður Daði Sigfússon 6 v. 2. -3. Arnar E. Gunnarsson og Stefán Kristjánsson S'á v. 4. Torfi Leósson 5 v. 5. Guðni Stefán Pétursson 4‘A> v. 6. -9. Jóhann H. Ragnarsson, Bjarni Magnússon, Halidór Garðarsson og Harpa Ingólfsdóttir 4 v. o.s.frv. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.