Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 45 1 i 1 I I i 1 í i í i 4 í I 4 4 4 4 ASLAUG KÁRADÓTTIR +Áslaug Káradótt- ir var fædd f Víði- keri í Bárðardal 22. mars 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 17. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 24. febrú- ar. Áslaug Káradóttir, vinur okkar hjónanna, er látin eftir löng og erfið veikindi. Dauðinn kom ekki á óvart. Hann er hvorki réttlátur né óréttlátur; hann ber að garði án mis- kunnar. Eigi að síður er eins og þ_að sé á móti öllum reglum lífsins að Ás- laug sé ekki lengur í tölu lifenda: Lífsnautn og glaðværð voru einkenni hennar; hið spaugilega í tilverunni yndi hennar; allt göfugt í lífinu var hennai- mál. Að hugsa til Áslaugar Káradóttur veitir yl. Bæði þökkum við henni vináttuna og ánægjuleg kynni. Gísli þakkar Áslaugu sérstaklega náið samstarf á árunum 1969-1972 þegar hún var starfsmaður Neytendasamtakanna og með dugnaði og hæfni var burða- rásinn í daglegu starfi þeiira. _ Við vottum aðstandendum Áslaug- ar Káradóttur samúð okkar. Hvergivið himintjöld heiðstjama kvikar. Máninn með skarðan skjöld við skýrönd blikar. RauðbMnrökkurþeyr af rósum strýkur. Klukkunnar dynur deyr, og degi lýkur. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Gísli Gunnarsson og Sigríður Sigurbjörnsdóttir. og gerðist kennari og húsvörður við skólann í Hveragerði. Ekki var það síður fengur fyrir þorpið, Kári og Mar- grét svo einstaklega Ijúf og vinsamleg við börnin og fannst manni stundum hálfur skólinn kominn inn á gafl hjá þeim. Dæturnar voru skemmtilegar og hæfi- leikaríkar. Yngst dætr- anna vai’ jafnaldra mín, Áslaug, þá nokkuð inn- an við fermingu, yndis- lega frjálsleg og tæpitungulaus. Stutt var milli heim- ila okkar og oft skotist yfir skólatún- ið, einkanlega er kom að uppþvottin- um sögðu eldri systurnar. Reyndar áttu þær heiðurinn af því að vísna- gerð og skáldskapur færðist nær okkur krökkunum þótt næg væru skáldin kringum okkur í kennaralið- inu. Þær systur kunnu nefnilega meðal annars að setja saman vlsur. Allt í einu vorum við öll orðin skáld, heilar og hálfar vísur ski'ifaðar á töfluna í frímínútum með tilheyrandi leirburði sem ekki var glóra í nema frá þeim systrum. Kennararnir kunnu vel að meta. Gunnar Bene- diktsson benti okkur á hvað betur mætti fara og launaði með góðri vísu. Séra Helga Sveinssyni varð á orði: Hér er þvílíkt vífa val að væri ég sautján ára, bæði ég um bjartan sal, bali og dætur Kára. Svarið kom fljótt: Velkominn þú vera skalt, virðulegi prestur, þökkum Ijóðin þúsundfalt, þú ert skálda bestur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Mér eru efst í huga virðing, þakk- læti og samúð þegar Áslaug Kára- dóttir er kvödd í dag. Hún hefur háð langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm, sjúkdóm sem engu eirir þrátt fyrir aðgerðir færustu lækna, bjartsýni, kjark og úthald sjúklings- ins. Um margi’a ára skeið áttum við Áslaug samstarf hjá Skipadeild Sambandsins. Samstarf okkar var mér bæði þýðingarmikið og ánægju- legt. Hún vai’ góður samstarfsmað- ur, jákvæð og áhugasöm og alltaf til- búin að leggja sitt af mörkum í margvíslegum viðfangsefnum sem til úrlausnar voru hverju sinni. Áslaug var dugleg og samviskusöm og hafði metnað til að störf og þjónusta fyrir- tækisins væru til fyrirmyndar. Hún var góður félagi í hópi samstarfs- manna og bjartsýni hennar og létt lund var meðvirkandi í að skapa góð- an starfsanda á vinnustað. Við Haffý og dætur okkar erum þakklát fyrir kynni okkar og sam- starf við Áslaugu sem við eigum öll góðar minningar um. Nú þegar hún er kvödd hinstu kveðju vottum við öllum ástvinum Áslaugar innilegustu samúð okkar og biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar. Axel Gíslason. Með hryggð og þakklæti í huga kveð ég kæra vinkonu. Það er erfitt að hugsa sér að hin sífrjóa og lífs- glaða Áslaug skuli ekki vera á meðal okkar lengur. Hver er tilgangurinn, vantaði kannski einhvem til að lífga upp á tilveruna hinum megin? Skelf- ing held ég að mín hugarfylgsni væm tómlegri hefði ég ekki kynnst henni hér um árið þegar Kári Tryggvason i’ithöfundur flutti með fjölskyldu sína norðan úr Bárðardal Þá uppgötvuðum við nýja og litrík- ari hlið á íslenskunni, önnur orðatil- tæki og kannski vorum við nú svolít- ið linmælt hérna fyrir sunnan. Efth’minnilegast er þó árið okkar í kóngsins Kaupmannahöfn, en þar varð okkur allt að ævintýrum og kæmu þau ekki af sjálfum sér var þeim aðeins hjálpað af stað. Áslaugu var margt tO lista lagt, hafði mikið lesið og gjarnan með tilvitnanir á takteinum, svo klukkutíma gangur í og úr skóla leið hratt þegar romsað var upp ljóðum, ráðnir draumar og samdar smásögur. Ég sé hana fyrir mér ýmist í stuttbuxum, spilandi á gítar eða í vinnu grípa gamlar konur, dansa með þær kringum sig. Þær þóttust öskureiðar en gaukuðu að henni í laumi epli eða súkkulaðibita. í dagsins önn hafa „löngu böggla- póstsbréfin" orðið að smáorðsend- ingum af og til en alltaf vai’ jafn gaman að hittast þó ekki væri það nógu oft. Það var gott til þess að vita, sérstaklega í hremmingum síð- ustu ára, að hún var hamingjusöm og átti góðan mann sem hún hældi mjög. Einnig umhyggjusama dóttur sem endurspeglar móður sína á svo margan hátt. Þeim báðum, Margréti, Kára, systrunum og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur okkar Sverris og Svölu. Erla Helgadúttir. Mig langar að leiðarlokum að setja nokkur fátækleg _ orð á blað til að minnast hennar Áslaugar Káradótt- ur. Það vakti einkennilega tilfmningu að hún Áslaug skyldi einmitt yfir- gefa okkur á aftnælisdeginum hans pabba. Við sem höfum fýlgst með bai’áttu hennar við hinn illvíga sjúk- dóm, krabbameinið, vissum að það gæti komið að þessu, að meinið sigr- aði. Maður fyllist sársauka og reiði yfir því óréttlæti að kona á besta aldri skuli hrifin brott frá fjölskyldu sinni ótímabært. Áslaug og Erlendur höfðu tekið þá djörfu ákvörðun að treysta mér til þess að gera húsið þeirra „fínt“ að utan, þannig að ég var í daglegum samskiptum við Áslaugu um lengri tíma frá hausti ‘96 og sl. sumar. All- an þennan tíma dekraði hún við mig í mat og drykk, sýndi mér trúnað og gaf sér tíma tO að spjalla við mig um lífið og tilveruna þrátt fyrir veikindi sím Áslaug var listfeng og smekkleg, enda sást það á heimili hennar. Hún hafði fágaða framkomu, vai- nett, fín- leg kona, alltaf glæsOega klædd með sinn „franska sjarma“. Hún var ræktarsöm og fengu synir Erlends og fjölskyldu þeirra að njóta þess ríkulega og ekki síst aldraðir for- eldrar hennar, sem þau Erlendur og Ulla sýndu einstaka alúð og eiga þakkh’ skilið fyrir. Ég minnist Áslaugar haldandi eða að skipuleggja stórveislur fyrir ætt- ingja og vini, semjandi texta og syngjandi ásamt systrum sínum í veislum og afmælum. Syngjandi ein- söngslagið hennar Marlene Dietrich með sínum ekta þýska framburði. Áslaug og Érlendur ferðuðust mikið og nutu þess og var það ánægjulegt að henni tókst þrátt fyrir veikindi sín að fara með Érlendi til Ástralíu sl. haust, einnig að henni tókst ásamt systrum sínum að heim- sækja Dústu til Kauprnannahafnar. Ég vO þakka þér, Áslaug mín, fyr- fr samveruna og alla þá góðvild sem þú sýndir mér. Ég sendi ykkur, Erlendur minn og Úlla, mínar innilegustu samúðar- kveðjur, einnig öldruðum foreldrum, Kára og Margréti og systrum, HOdi, Dústu og Rannveigu. Minning Ás- laugar lifir. Einar Kjartansson. Drottinn, hví kallar þú til þín um aldur ft-am, þá sem síst skyldi? í þessa veru voru mínar íyrstu hugs- anir er ég frétti af andláti okkar ágætu samstarfs- og vinkonu Ás- laugar Káradóttur. Þó svo að vitað hafi verið undanfarnar vikur og mánuði að til þessa gæti komið setti mig hljóðan er vinkona hennar flutti mér fréttirnar um endalokin. Leiðir okkar Áslaugar lágu fyrst saman er hún hóf störf á skrifstofu skipadeildar Sambandsins árið 1979. Hún starfaði þar alla tíð og þar eftir hjá Samskipum og allt til nóvember- mánaðai’ sl. ár er sjúkdómur hennar kom í veg fyrir áframhald þar á. At- vikin höguðu því þannig að störf okk- ar Áslaugar voru tengd og það er ekki ofsögum sagt að ekki hefði ég getað óskað mér betri samstarfsað- ila. Atorkusemi, jákvæðni og sam- viskusemi hennar var viðbrugðið og skipti þá ekki máli, hverju á var haldið. Eiginleikar hennar til manh- legra samskipta voru með eindæm- um. Otal dæmi má þar til taka en ég man sérstaklega nokkur tilfelli er tengdust flutningum á skrifstofu skipadeildarinnar, er urðu allmargir á þeim tíma. Eðlilega kom slíkt um- rót misjafnlega við stai-fsfólk og þurfti oft að greiða úr persónulegum vandkvæðum. Þar nutu eiginleikar Áslaugar sín - sama var hvort ungir drengir litu um of stórt á sig eða að starfsmenn höfðu eitthvað á hornum sér varðandi aðstöðu o.s.frv. Þegar allt virtist komið í þrot og engin góð lausn sjáanleg, sýndi það sig margoft að með hlýju sinni og jákvæðni, en jafnframt ákveðni, tókst Áslaugu að jafna mál svo allir gátu vel við unað. Áslaug var okkur til eftirbreytni um svo ótal, ótal margt. Það var eins og hún skynjaði betur en flestir hvenær og hvernig skyldi skilja hismið frá kjarnanum í almennu daglegu lífi, enda vil ég meina að flest samstarfsfólk hennar hafi ein- hvern tímann leitað í hennar sjóð í þeim tilgangi að fá svör við spurn- ingum, hvort heldur varðaði per- sónuleg mál eða í starfi. Réttsýni hennar var óumdeilanleg. Yfii-vegun og gleði voru ætíð ein- kenni Áslaugar. Er lyfta skyldi sér upp var það í mörgum tilfellum sem Áslaug var fengin til að standa fyrir slíku, enginn fannst betri til þess arna. Þá var ekki að spyrja að því, að hún með sinni geislandi gleði og fjöri náði að lokka það besta fram í hverj- umog einum. Áslaug var heimskona, víðlesin og fróð. Hún hafði ferðast víða með sín- um trausta manni, Erlendi, enda sagði hún okkur marga söguna er- lendis frá og var greinilegt að þar hafði hún lagt áherslu á að kynna sér menningu og séreinkenni viðkom- andi þjóða. Ekki kom maður heldur að tómum kofunum hjá Áslaugu er sögu og listir bar á góma og var oft unun að hlýða á samtöl þeirra mæðgna, Úlfhildar og hennar, en ljóst var að þar fóru samrýndar kon- ur sem dáðu og virtu hvor aðra. Nú er þessa heims göngu Áslaug- ar lokið og vil ég þakka fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að ganga stuttan spotta lífsleiðarinnar sam- hliða slíkum öðlingi, sem hún var. Með þessum fátæklegu orðum leyfi ég mér fyrir hönd fyrrverandi samstarfsmanna að kveðja hana Ás- laugu okkar hinstu kveðju. Við urð- um þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með og kynnast henni í ára- fjöld og að þeirri dýrmætu reynslu skulum við ætíð hlúa. Megi hún hvíla í friði. Að síðustu bið ég góðan Guð að styðja og styrkja Ullu og Erlend á þessum erfiðu tímum. Omar Hl. Jdhannsson. Áslaug frænka lést af völdum krabbameins 17. febrúar sl. Andlát hennai’ kom raunar ekki á óvart, þar sem hún hafði um árabil barist hetjulegri baráttu við þennan mikla vágest. En hann er ekki auðsigraður og því er nú komið að kveðjustund. Fyi’sta svipmynd: Hugurinn reik- ar til baka til bernskuheimilis okkar í Víðikeri í Bárðardal. Á árunum 1933 til 1941 fæddust þeim hjónun- um, Kára föðurbróður og Margréti, konu hans, fjórar dætur. Á sama tíma fæddumst við bræðurnir, Haukur, sem ritar þessi kveðjuorð, og Tryggvi, bróðn- minn, börn Harð- ar, bróður Kára, og Guðrúnar, konu hans. Á þessum tíma var þríbýli í Víði- keri og síðar fjórbýli um tíma. Þar var því æði margt um manninn. Auk þess var mikið um gestakomur, ekki síst komur innlendra og erlendra náttúruvísindamanna, sem nutu leið- sagnar bændanna í Víðikeri í könn- unarferðum sínum um byggðir og óbyggðir, allt til Vatnajökuls. í þessu umhverfi ólumst við frændsystkinin í Víðikeri upp, við áhyggjuleysi æsk- unnar og mikla glaðværð á rómuðu menningarheimili. Þegar ég hugsa til baka er barna- hópurinn í Víðikeri systkinahópur. I minningunni er sem við ættum tvær mömmur og tvo pabba. Þannig hefur það verið ætíð síðan, ekki bara í mín- um huga, heldur trúlega í huga okk- ar allra. Umhverfið í Víðikeri bjó okkur börnunum endalaust leikrými. Bæjargrófin, austan við bæinn, þar sem við veiddum smásilunga, ekki til að borða þá, heldur til að koma þeim fyrir í sérstökum pollum þar sem við gáfum þeim nafn og fylgdumst með þeim dag eftir dag. Alltaf þurfti að vera á verði fyrir því að krían nældi sér ekki í þessa vini okkar og við því kunnum við ráð. Verra var þegar gerði skyndilegar regnskúrir, sem juku rennslið í Grófinni og veittu þessum leikfélögum okkar frelsi sitt á nýjan leik. Áustan við Grófina var Kvía- hvammurinn, sem síðsumars bauð upp á berjaveislu en á veturna upp á bestu aðstæður til að renna sér á sleða og skíðum. Þar áttum við líka leikfangabúin okkar þar sem búið var að hætti bænda með leggi og skeljar sem húsdýr. Þessi leikfong áttu sér líka sín nöfn og meðal þeirra mátti finna gæðinga sem þeyst var á í huganum um fjöll og fimindi. En ekki viðraði alltaf til útileikja og þá tóku við innileikir af ýmsu tagi. Mikið var spilað á spil og þá var nú gott að leita til ömmu okkar, Sigrún- ar Ágústu. Hún virtist alltaf hafa tíma til að sinna okkur, litlu börnun- um. Á heimilinu var orgel sem flestir bræðurnir í Víðikeri spiluðu á, án að- stoðar skrifaðra nótna. Á kvöldin var oft komið saman í stofunni þar sem orgelið var og spilað og sungið af hjartans lyst. Seinna bættist harm- oníka við hljóðfæraeignina á bænum og dró það ekki úr fjörinu. Árið 1946 fluttust foreldrar mínir að næsta bæ, Svartárkoti. Frá því að Áslaug fæddist árið 1941 hafði þá fjölgað um þrjú í barnahópnum í Víðikeri og var þá fjórbýli í stóra húsinu sem Tryggvi afi byggði árið 1930. Samband okkar frændsystkin- anna hélst þó náið sem fyrr, enda þótt við bræðurnir í Svartárkoti og litla systir okkar, Steinunn, söknuð- um í fyrstu daglegra samskipta við barnahópinn í Víðikeri. Önnur svipmynd: Leiðir mikils meirihluta sveitabai-na sem fæddust á fyrrihluta þessarar aldar hafa legið til Reykjavíkur. Þar höfum við flest stofnað heimili. Ein dóttir Kára, Sig- rún, hefur þó um árabil verið búsett í Kaupmannahöfn en systkini mín hafa haldið sig á heimaslóðum fyrir norðan. Ekki hafa fjölskyldutengslin samt rofnað og raunar má segja að hjá þeim Kára og Möggu hafi fjölgað um enn eina dóttur, sem er eigin- kona mín, Sigrún, svo vel fellur hún inn í þennan hóp. Leikimir hafa breyst frá bernskuárunum. Nú er safnast saman í Fjarðarási hjá okkur Sigi-únu og megintilgangurinn, auk þess að rabba saman, er að syngja saman. Á staðnum er bæði píanó og harmoníka og stundum slæðist gítar með. Hópurinn hefur stækkað, börn okkar og tengdabörn hafa bæst við, þetta er stórfjölskylda. Hápunktur- inn á þessum samsöngskvöldum okk- ar er einsöngur Áslaugar og Rann- veigar. Þær hafa hvor sitt einkenn- islag; Ranna syngur írsku ballöðuna um asnann, sem verið er að færa til slátrunar og öfundar fugla himinsins af frelsi sínu, og Áslaug syngui’ á þýsku sönginn sem Marlene Dietrich hlaut heimsfrægð fyrir að syngja: Ich bin von Kopf bis Fuss auf Liebe eingestellt. Með mjúkri altrödd sinni nær hún þessu lagi svo snilldarlega að ég er ekki í vafa um að kvik- myndastjarnan, sem hún líkir eftir, hefði orðið hrifin, hefði hún heyrt túlkunina. Þriðja svipmynd: Sumarið 1997. Við Sigrún erum stödd í sumarbú- staðnum Brekku í Tunguskógi við ísafjörð. Fyrstu gestirnir eru að koma í heimsókn í bústaðinn, sem kona mín og systur hennar hafa end- urbyggt eftir snjóflóðið, sem lagði sumarbústaðabyggðina á svæðinu í rúst tveimur veti-um fyrr. Við eigum von á góðum gestum, Áslaugu og Er- lendi frá Reykjavík og frænku okk- ar, Sigrúnu Höskuldsdóttur, frá Akureyri. Ekkert þeirra hefur komið á Vestfirði fyrr og nú skal sýna þeim fegurð þeirra. Næstu tvo sólar- hringa nutum við félagsskapar þeirra og enda þótt veðrið hafi stundum sýnt á sér betri hliðar en þessa daga var sól í sinni okkar allra. Á daginp var ekið á helstu staði í ná- grenni ísafjarðar, s.s. til Súðavíkur, Bolungarvíkur og út í Skálavík, en á kvöldin sest að kræsingum í bú- staðnum. Eftir rabb um alla heima og geima var harmoníkan síðan dregin fram og spilað og sungið af hjartans lyst. Minningarnar eru margar þegar horft er til baka. Þótt nú dragi dökkt ský fyrir sólu um sinn, við fráfall okkar elskulegu systur, Áslaugar, ber okkur að líta fram á veginn, minnug þess að ofan allra skýja skín sólin og fyrr en varir mun hún á ný brjótast fram úr þykkninu. Um leið og ég sendi öllum að- standendum Áslaugar innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur Sigrúnu, Vigni og fjölskyldu hans, Bergþóri og Andra Má, móður minni og systk- inum og fjölskyldum þeirra lýk ég þessum minningabrotum með ljóð- inu Huggun harmi gegn. Höfundur þessa ljóðs, Heiðrekur Guðmunds- son frá Sandi, mun, ef mig misminnir ekki, hafa ort þetta Ijóð eftir sonar- missi úr sama sjúkdómi og tók Ás- laugu frá okkur. Þú hefur mikið misst og miklar fyrir þér að horfa alltaf á hið auða, stóra rúm. Þúgræturgenginnvin og gleymir þeim, sem er. En hugsa þú um þá ogþeirradaprageð, sem aldrei áttu neitt og ekkert gátu misst. Og þá er þakkar vert, hveþérvarmikiðléð. Hvíldu í friði, elsku frænka og vinkona. Haukur Harðarson frá Svartárkoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.