Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Ásdís FULLORÐINS tindátaleikur eða einskær ævintýraþörf? Um 160 manns komu saman á spilamóti Fáfnis þegar mest var síðastliðið laugardagskvöld. Ævintýri framtíðarinnar? 1» sd®11 an I) iW«t V»M> 0K">’ “f wlcíll* D mmwm HLUTVERKA- og ævintýraspil eru leikir sem flestir hafa heyrt talað um en færri reynt. Helgina 14. - 15. febrúar var haldið spilamót á vegum Fáfnis, félags hlutverkaspilara. Fyrsta spilamót Fáfnis var haldið árið 1990. Þá komu 70 manns saman til að leika hlutverkaspil. Nú átta ár- um síðar er komið að 15. mótinu. Gísli Einarsson, forsvarsmaður Fáfnis, sagði frá ævintýraheimum hlutverkaleikjanna. Góð mæting Það er helst á mótum Fáfnis sem kemur í ljós hversu margir stunda ævintýraíeiki. „Þegar mest var á laugardagskvöldinu voru hér um 160 manns“, segir Gísli. „Mótsgestir spila þrjá mismun- andi leiki. Það eru hlutverka- leikir, „Warhammer" og „Mag- ic“. Hlutverkaleikir eru rótgrón- ustu leikirnii' og elstir hér á landi. Þeir ganga þannig fyrir sig að stjórnandi leiðir hóp persóna sem leikmönnum er úthlutað, í gegnum fyrirfram ákveðið ævintýri. Stjórn- andinn stýrir jafnframt andstæð- ingum ævintýrahetjanna. Hann hefur yfirsjón yflr heildina, en spil- arar uplifa söguna jafnóðum og hún gerist. Ævintýrin taka oft langan tíma, og hér spiluðu margir alla nótt- ina. Þátttakendur, um eitt hundrað talsins, mættu um hádegisbil á laug- ardag. Margh' fóru heim um hádegi á sunnudeginum, eftir að hafa spilað þrjár átta tíma tarnir. Þegar þessi gerð leikja er stunduð utan mótanna eru það oft hópar sem koma reglulega saman í langan tíma. Þá leika menn oftast sömu persón- una ár eftir ár. Þannig myndast sam- félag í ævintýraheimi sem verður mjög raunverulegt fyrir leikmönnum og það verður t.d. oft mikil sorg þeg- ar persóna deyr. Þetta er samt hluti ánægjunnar, því hættan verður raunverulegri fyir vikið. „Warhammer" er einskonar tind- átaleikur. Spilarar mæta með heri sem þeir stilla upp, líkt og taflmönn- um, og svo er barist. Mikil vinna og fjárfesting liggur oft að baki herja, því einingar eru keyptar og síðan er unnið úr þeim, hermenn málaðir og þeim breytt, svo eitthvað sé nefnt. Bæði í hlutverkaleikjum og „War- hammer“ eru bardagar framkvæmd- ir með teningaköstum. Eins eru til mismunandi heimar í báðum kerfum. Ymist er ævintýraheimurinn forn og þar stundaður miðaldahernaður með er eitt af þ«m t,ÓRSHAMAB e er að kom- spilum sem h®£iheruaðt. ast yfir °S ota göldrum. Slíkir heimar sækja oft mikið í sögur J.R.R. Tolkiens. Síðan eru til framtíðarheimar sem byggja á vísindaskáldskap. Tindátaleikir eiga sér langa hefð og hlutverkaleik- irnir þróuðust raunverulega út frá þeim þegar menn fóru virkilega að lifa sig inn í leikinn og hernaðinn. Þriðja spilið er „Magic“. Það er leikið með kortum, einskonar spila- stokkum, sem keppendur raða sam- an eftir eigin hyggjuviti. Hvert kort stendur fyrir ákveðinn galdur og keppendur leika galdramenn sem berjast með „hæfileikum“ sínum. Grundvallarreglur „Magic“ eru ein- faldar, en það þarf mikla reynslu og útsjónarsemi til að ná góðum tökum á leiknum. Þetta spil er víða orðin viðurkennd keppnisgrein og það hafa verið haldin heimsmeistaramót í henni.“ Islensk hlutverkaspil Fyrir nokkrum árum kom út spil hér á landi sem hét ,Askur Yggdras- ils“. Þetta var íslenskur leikur sem byggði á leikkerfum hlutverkaleikj- anna. „Þetta var góður leikur,“ segir Gísli, „en markaðurinn hér er svo lít- ill að nauðsynleg framleiðsla fyrir leikinn stendur ekki undir sér. Það þarf stöðugt að semja ný ævintýri fyrir leikina, því það gengur ekki að spila sama ævintýrið aftur og aftur. Það er mikil vinna að semja ævintýri og það er einfaldlega ekki markaður fyrir þau. „Askurinn“ datt því nokkurn veginn upp fyrii'. Þeir sem stóðu að leiknum sömdu reyndai' nýtt spil, „Frækna ferða- langa“, sem ætlað er yngri leikmönn- um. Hann er mun einfaldari í snið- um, sem gerir það að verkum að auð- veldara verður að fylgja honum eftir. Með þessu móti er höfðað til krakka sem annars stæði ekkert til boða af þessu tagi. Það er reyndar einsdæmi í heiminum að saminn sé hlutverka- leikur fyrir svo unga leikmenn." Strákamenning? Þetta fimmtánda mót Fáfnis var haldið í spilasölum Bridgesambands Islands í Mjódd. Þarna voru mörg ungmenni saman komin, en þau voru langflest karlkyns. „Um 95% leikmanna eru strákar," segir Gísli. „Aðeins einstaka stelpa hefur fengið raunverulegan áhuga, en þær sem fá áhuga á annað borð endast ekkert síður í þessu en strák- arnir. Það eru aðeins ákveðnar manngerðir sem hafa gaman af þess- ari gerð leikja. Til dæmis koma kærustur oft með strákunum inn í hópana, en þær endast yfirleitt mjög stutt. Fólk verður að hafa raunveru- legan áhuga til að standa í þessu.“ ERLENDAR Sigurður Örlygsson listmálari og óperuunnandi fjallar um nýja geislaplötu „My Seeret Passion - The Arias" með Michael Bolton. Tilgerðarleg tilfínningasemi EFLAUST langar marga til að standa í sporum óperu- söngvara, sem að loknum unaðslegum söng, tekur við lófataki og fógnuði heillaðra áheyrenda. Margir myndu eflaust gefa aleigu sína til að geta látið þann draum rætast, þó ekki væri nema eina kvöldstund. En aðeins örfáir geta látið hann verða að veruleika. Einnig er til fólk, sem getur látið þetta eftir sér, jafn- vel þótt sönghæfí- leikar þess séu litlir sem engir. Fræg- asta dæmið er kannski Florence Foster-Jenkins, sem gat það í krafti ríkidæmis síns. Hún var amerísk kona, sem söng óp- eruaríur á fyrri hluta aldarinnar. Hún lærði söng hjá bestu kennurum og hafði ágætis undirleikara og af- skaplega fína bún- inga, en sá galli (kostur?) var á gjöf Njarðar, að hún var gjör- samlega laglaus, en söng þó með tilburð um prímadonnunnar. Hún leigði m.a. Carnegie Hall og söng þar fyrir fullu húsi. Konsert- ar hennar voru yfirgengilega hlægilegir og allir sem þá sóttu höfðu gaman af, en líklega skemmti hún sér manna best. Eg eignaðist disk með henni fyrir stuttu og veltumst við fjölskyldan um af hlátri, er við hlustuðum á söng hennar. Nú hefur bandaríski poppsöngv- arinn Michael Bolton vent kvæði í kross og gefið út geisladisk, þar sem hann syngur 10 óperuaríur, níu ítalskar og eina franska og að auki einn dúett. Hann hefur valið þær óperuaríur fyrir tenór sem flestir þekkja og eru þær fegurstu sem samdar hafa verið. Aríurnar eru flestar samdar um síðustu alda- mót. Þær eru í eðli sínu fagrar, ein- hver sagði t.d. um La Boheme að honum þætti hún alltaf falleg, sama hversu illa hún væri sungin, því tónlistin sjálf væri svo yfirþyrm- andi fögur. Bolton velur upphaflegu útsetn- ingarnar með undirleik sinfóníu- hljómsveitar. Eflaust telja sumir það hugrekki hjá poppsöngvara, að ráðast í að syngja þessar aríur inn á disk, en ég tel að hér sé eingöngu um dómgreindarleysi að ræða. Hann tekur sig greinilega alvar- lega, enda hefur hann hlotið tilsögn í óperusöng. Hann lendir því óhjá- kvæmilega í samanburði við alvöru óperusöngvara en ekki við poppara og allar þessar aríur eru hinir búnir að syngja margfalt betur en hann. Það er hvorki hægt að hafa gaman af þessu uppátæki hans né njóta þess. Michael Bolton einfaldlega nær ekki tónunum og röddin er mjög óstöðug og hann syngur af til- gerðarlegi’i tilfmningasemi. Hann syngur einn dúett á diskn- um, „O suave fanciulla" úr La Bohéme eftir Puccini, með banda- rísku sópransöngkonunni Renée Fleming, sem er ein skærasta stjarnan í dag. Það var óviturleg ákvörðun, rödd hennar er sem gló- andi gull í járnarusli, hún syngur hann gjörsamlega í kaf. Honum hefði verið nær að fá söngkonu af sömu stærðargráðu og hann sjálfur er, til að syngja með sér. Ef til vill kemst hann best frá fyrstu aríunni á disknum, „Pourqoui me reveiller" eftir Massenet, en svo er eins og það versni og versni með hverri aríunni og þegar kemur að þeirri síðustu, „Cel- este Aida“, klúðrar hann öllu sem hægt er að klúðra og sleppir þar að auki reciatativinu á und- an aríunni sem allir, sem til þekkja, munu sakna. Það er greinilegt að hann tekur sig al- varlega og því . verður að dæma hann eftir því. Hann er óperusöngvari ,crooner“ eða raul- ari og ætti að halda sig við það sem hann ræður við. Eg hafði aftur á móti svolítið gaman af því, þegar Brian Adams söng „O, sole mio“ með Pavarotti í sjónvarp- inu fyrir nokkrum áram, en það var greinilegt að hann tók sig ekki al- varlega sem óperusöngvara. Hljómsveitin stendur sig vel, flutningurinn er skýr, en hún keyrir kannski ekki alveg á fullu. Upptakan er góð og öll tæknivinn- an er vel unnin. Afar mikið hefur verið lagt í allar umbúðirnar. I textaheftinu sem fylgir með er út- dráttur úr óperunni og söngtext- inn á frummálinu og í enskri þýð- ingu. Hverjum texta fylgir væmið málverk og bleik rós með daggar- dropum er prentuð á diskinn sjálf- an. I seinni tíma hefur verið þó nokkuð um sambræðslu popps og óperutónlistar og oft hafa óperu- söngvarar sungið létt eða vinsæl lög, og er skemmst að minnast þess er Placido Domingo söng „Perhaps Love“ með John Denver. Það er auðveldara fyrir óperusöngvara að ná niður til popparans, heldur en popparann að ná til hans. Domingo talar um það í ævisögu sinni „My First Forty Years“ að fjöldi aðdá- enda Johns Denvers hafi komið og hlustað á hann í Ævintýrum Hoff- manns og þar með hafi þeim opnast heimur óperunnar og er ekkert nema gott um það að segja. Vera má að þessi diskur Michaels Boltons verði til þess að vekja áhuga einhverra aðdáenda hans á óperutónlist og má gleðjast yfir því, en ég vil benda mönnum á, að sú millilending er óþörf og kost- ar bæði tíma og peninga. Það er betra að byrja strax á að hlusta á alvöru óperusöngvara syngja þess- ar aríur. Eg vil til dæmis benda mönnum á tvöfaldan disk „Tutti Pavarotti" eða „Bravissimo Dom- ingo 1-2“ sem ágætis inngang í heim óperunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.