Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Maturog matgerð Eplakaka og eplafrauð ✓ A konudaginn bakaði bóndi Kristínar Gests- dóttur eplaköku handa henni svo segja má að það hafi verið Adam sem gaf Evu að bíta í epli í þetta sinn. Já - tímarnir breytast! FRÁ fornu fari hafa villiepli vaxið í norðvestur- hluta Himalayafjalla og minjar u: epli hafa fundist í rústum frá / steinöld á / Norður- Italíu og í Sviss. Þegar Spánverjar fóru til Am- eríku í lok 15 aldar íluttu þi epli og eplafræ með sér þangað, epli voru á þeim tíma þýð- ingarmestu ræktunarávextir Evrópu og enn er mikið borðað af eplum. Nú eru epli fastur lið- ur í mataræði okkar Islendinga, en ekki eru mörg ár síðan þau voru bara flutt inn um jólin og þá rauð jólaepli og stundum súr smá rauð/græn epli sem kölluð voru dönsk epli. Þegar gulu eplin komu voru þau kennd við Frakkland. Þó að nú séu fluttar inn fjölmargar eplategundir, eru þær ekki nógu vel merktar í verslunum. Sérstakar bragð- sterkar eplategundir eru ætlað- ar sem matarepli, en í búðum er bara talað um, rauð, gul eða græn epli og sem matarepli eru oft gömul, mjölmikil epli sem eru seld á lækkuðu verði, en þau epli eru óhæf til matargerð- ar og auk þess líka oftast vítamínlítil. Epli verða mjölmik- il, sæt og vítamínlaus ef þau eru geymd við of hátt hitastig. Bóndi minn keypti sterkgræn, bragðmikil epli í konudagskök- una sína, en ég keypti stór Jonagold epli í eplafrauð, sem ég bjó ekki til á konudaginn heldur á Þorraþrælnum. Hvort okkar skyldi hafa staðið sig bet- ur? Ykkar er að dæma, lesendur góðir. Eplakaka Adams handa tveimur ___________í botninn:_________ 1 dl sykur 1/2 dl vatn 1 msk smjðr 1 stórt, grænt epli 1. Setjið sykur og vatn á meðalstóra pönnu, látið sjóða við háan hita þar til þetta byrj- ar að brúnast. Verið fljót að taka af hellunni og hræra smjör út í. 2. Afhýðið eplið, skerið í rif og raðið fallega ofan í karamelluna á pönnunni. Ofan á karamelluna og eplin. 2 egg 1 dl sykur 1 dl hveiti 1/2 tsk. lyftiduft Lít pessa rás er Lorfir ýótT0tj hýr rttót himinsól oo þóítnolda ;>yr 09 hlekkjuó ÍCSÍ , PH aitef/ðnípn sinfij ilm 99 íeguro gaf s'bústa'i fsinn. kvjsði úr Rubéiyát efíirÞmat-toiayjar,? ísipflskur IbcV: Sku?Ji 1. Þeytið egg með sykri. Bræðið smjörið. 2. Setjið brætt smjör, hveiti, lyftiduft og mjólk út í eggin. Hrærið saman og hellið yfír eplin á pönnunni. 3. Hafið minnsta straum á hellunni, setjið lok á pönnuna og bakið þetta í 20-25 mínútur eða þar til kakan er orðin þurr að of- an. Meðlæti: Is eða þeyttur rjómi. Eplafrauð Evu _______2 stór Jonagold epli______ _________safi úr 1/2 sítrónu_____ ___________1 mskvatn _____________2egg________________ 1 msksmjör 1/2 dl flórsykur M tsk kanill 1/2 dl mjólk 25 g smjör 1. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C. 2. Skerið sneið ofan af eplunum, stingið úr þeim kjarnann og holið þau síðan út. Penslið eplin að innan með sítrónusafa. 3. Setjið það sem þið tókuð innan úr eplunum í pott ásamt 1 msk. af sítsrónusafa og vatni og sjóðið við hægan hita í 10 mínút- ur, merjið eplin í pottinum með sleif. 4. Hrærið eggjarauðumar með flórsykri og kanil, bræðið smjörið og setjið saman við. Hrærið eplamaukið út í. 5. Þeytið eggjahvíturnar og setjið varlega saman við. 6. Setjið eggja/eplahræruna í eplin svo að kúfur standi upp af, raðið í form eða eldfast fat. Setjið álpappír neðst utan um eplin svo að þau standi vel. Bak- ið í 20-25 mínútur. Ef maukið kemst ekki allt í eplin, má setja þau í eldfasta smáskál og baka með. 7. Berið strax á borð. Athugið: Bera má fram ís eða rjóma með. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kona með vangaveltur spyr ER það boliugrín eða al- vara? Hver man ekki eft- ir sögunni um Stóra bróður? Hvað er að ger- ast? Eitt fyrirtæki vill kaupa annað sem vill selja. Nei, þá verður eng- in samkeppni um brauðin og bollumar. Má þá ekki stofna fyrirtæki nema tryggt sé að annað eins sé til, til þess að veita að- hald og samkeppni? Hví hefur samkeppnisráð ekki hafið brauð- og bollubakstur til að halda við réttlátri samkeppni? Hverjir eru í samkeppn- isráði, hver skipai- það, og hvert er þess verksvið? Er það bara einhver ís- lensk afskiptasemi? Man einhver eftir sögunni um Stóra bróður? Þess spyr venjuleg íslensk Kona sem kaupir brauð og bollur annað slagið. Fjármagnstekju- skattur ÉG þekki ellilífeyris- þega sem fá litlar greiðslur úr lífeyrissjóð- um, allt niður í um 2 þúsund krónur á mán- uði. Þessir ellilífeyris- þegar hafa með spar- semi eignast innstæður í banka til elliáranna. Af þessum bankainnstæð- um þurfa þeir að greiða fjármagnstekjuskatt. Þetta sýnist mér rang- látt. Ellilífeyrisþegar sem lágar eða engar greiðslur fá úr lífeyris- sjóðum ættu að mega eiga vissa upphæð skatt- frjálsa í banka, vegna þess að lífeyrissjóðirnir greiða ekki fjár- magnstekjuskatt, og þeir sem þar eiga sín líf- eyrisréttindi, halda þeim skattfrjálsum. Þessi mál þarf að athuga. Ellilífeyrisþegi. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hafa verið á hár- greiðslustofunni á Grandavegi 47, hjá eldri borgurum, 19. febrúar. Hún fór síðan innanhúss í lyftu upp á 5. hæð og heimsótti vinkonu sína þar, en labbaði síðan frá henni uppá Kaplaskjóls- veg og tók strætó, leið 6, og fór úr við Nesveg, en einhvers staðar á leiðinni týndi hún breiðu gull- armbandi. Finnandi hafí samband í s: 562 4171 eða húsvörðinn á Grandavegi 47. Karlmannsúr fannst GRÁTT karlmanns stálúr með blárri frekar lítilli skífu fannst í ná- grenni við Tjörnina í Reykjavík 23. febrúar. Eigandinn getur vitjað úrsins í s: 552 8759. Símboði fannst MOTOROLA símboði fannst í Lækjarsmára í Kópavogi 23. febrúar. Eigandinn hafi samband í s: 554 0942. Veski tapaðist SÁ sem tók kventösku í misgripum úr leigubfl í Hvömmunum í Hafnar- firði aðfaranótt laugar- dagsins 21. febrúar sl. er beðinn að skila töskunni á næstu lögreglustöð. Gleraugu í hulstri SJÓNGLERAUGU í svörtu hulstri töpuðust í Loftkastalanum eða þar í kring laugardaginn 21. febrúar. Skilvís fínnandi hafí samband í s: 567 0240. Fundarlaun. SKÁK binsjóii Margcir Pétnrsson STAÐAN kom upp í annani umferð á ofurmót- inu í Linares á Spáni á mánudagskvöldið. Búlgar- inn Veselin Topalov (2.740) var með hvitt, en Rússinn Vladímir Kranmik (2.790) hafði svart og átti leik. Hvitur reyndi síðast millileikinn 41. e4-e5?, í stað þess að drepa svarta biskupinn á c3. Það var misráðið: 41. - Hxe5! 42. dxe5 - Bxe5 (Svartur hefur alltof miklar bætur fyrir skiptamuninn og stend- ur til vinnings) 43. Hdel - Bc7 44. He8+ - Kg7 45. Hxd8 - Bxd8 46. Hdl - Bb7 47. f4 - d4+ 48. Bf3 - d3! og Topalov gafst upp, því 49. Dxc4 er svarað með 49. - Db2+ 50. Kg3 - Bxf3 51. Kxf3 -De2+. Islandsmót framhalds- skólasveita í skák fer fram um helgina í félagsheimili TR, Faxafeni 12 í Reykja- vík. Teflt er föstudag frá 19.30-23.30, laugardag frá 13-19 og sunnudag frá 13-17. Þátttöku má tilkynna til Taflfélags Reykjavíkur frá kl. 20-22 í kvöld. SVARTUR leikur og vinnur. COSPER Víkverji skrifar... TANNLÆKNIRINN spurði hvort ég treysti mér í þetta. Ég var sestur í stólinn og beið örlaga minna. En heyrði ég rétt? Var hann ekki að spyrja klínikdömuna? Átti nú að fara að vorkenna henni? Hvað með garminn, sjúklinginn? Ég lamaðist. Er það svona hræði- legt? Tannlæknirinn minn sagði að þetta yrði ekkert mál: Tveir jaxlar burt og ég yrði kominn í vinnu eftir hádegi. Kannski var það þess vegna sem Maggi vildi ekki gera þetta sjálfur, þetta væri sennilega dálítið mál þrátt fyrir allt. Hugsanirnar þutu um kollinn. Ég sá fyrir mér hvernig tannlæknirinn myndi standa á stólörmunum með töngina á kafi uppi í mér og nota þyngdaraflið til að rífa burt eina tönnina eftir aðra. Ég rifjaði upp sögu af kunningja mínum sem varð svo bólginn á vinstri kjálka eftir tanndrátt að hann varð að sitja hægra megin í bflnum! Annar kunn- ingi hafði ekki getað borðað nema fljótandi í heila viku. Nú skildi ég líka af hverju læknirinn vildi ekki að ég kæmi rétt áður en ég átti að fara til útlanda. Það var vegna eftirkast- anna. xxx IFJARSKA heyrðust hlátrasköll. Þau voru í kaffi. Hvers konar létt- úð er þetta eiginlega? Veit fólkið ekki að ég á að gangast undir alvar- lega aðgerð? Og þau hafa bara eng- ar áhyggjur. Væri nú ekki betra að undirbúa sig, líta í bók og rifja upp handtökin? Má ég þá heldur biðja um botnlangaskurð - þá er maður í það minnsta sofandi og heyrir ekki gálgahúmorinn í liðinu. Jæja, nú var eitthvað að gerast og tannlækn- irinn kvaddi klíníkdömuna. Nú? Vildi kvalarinn vera einn með mér? Þetta vissi ekki á gott. „Það eru sko veikindi og þess vegna er ég með nýjan aðstoðarmann. Það er konan mín,“ sagði tannlæknirinn og ég sá ekki hvort hann var að kreista fram afsakandi bros eða bara glotti ísmeygilega. Ekki skánaði mér við þetta. Nú hófst aðgerðin. Sprautan upp og deyft hressilega. Áhöld tekin til handargagns, tangir, sköfur, klemmur, sog, bor, skæri. Skæri? Hvað komu þau málinu við? Og ég sá nú ekki betur en klínikdaman drægi fram spjald með síma neyð- arlínunnar. Þau gerðu greinilega ráð fyrir hinu versta - og kannski eins gott. „Já, það er svona dálítið í kring- um þetta.“ Tannlæknirinn mundaði áhöldin og skýrði jafnóðum út hvað hann var að gera. „Nú fletti ég gómnum aðeins frá og síðan tek ég á tönninni. Það verða kannski smá óþægindi og þú lætur bara vita ef þú finnur til og ég á að stoppa.“ Hann jagaðist eitthvað með töngina og svo heyrðist smellur. „Þar fór hún,“ sagði tannsi. Nú er þetta ekk- ert meira? Hann tók til við hina sem hafði brotnað fyrir löngu, boraði, tók á með tönginni, boraði meira og sagði að hann yrði að taka hana í pörtum, eina rót í einu. Allt í einu kitlaði mig óskaplega í vörina. Ég vogaði mér að opna augun og ég sá ekki betur en maðurinn væri kom- inn með einhvern þráð. Hann var að sauma! Jahérna, hann hafði líklega rifið allan góminn í sundur og var nú að tjasla mér saman á ný. xxx AÐGERÐIRNAR voru á enda og höfðu ekki tekið nema rúm- an hálftíma. Þetta var svo sem ekk- ert mál. „Aðgerð án komplikasjóna, saumað með fjórum saumum . . .“ eitthvert svona bull í sjúkraskrána. Tveir jaxlar farnir og ég bara nokk- uð hress. Hvað erum við líka að burðast með þennan óþarfa, endajaxla sem gera ekkert gagn? Og botnlangann? Eða háls- og nefkirtla? Bara burt með þetta allt saman! Sendum það allt til Kára í erfðagreiningu. Mín vegna með nafni og kennitölu og öllu saman. Kannski getur hann fundið út hver er kynlegur kvistur í ættinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.