Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Meistara- + mót Islands MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fyrir 12 til 14 ára fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi, 28. febrúai- og 1. mars. Mótshaldari er Ungmenna- samband Eyjafjarðar, UMSE. Skráningu á mótið er lokið og er þátttaka mjög góð eða um 330 keppendur. Keppt er í sex greinum; 50 metra hlaupi, hástökki, kúlu- varpi, þrístökki án atrennu, lang- stökki án atrennu og langstökki með atrennu. UMSE vill hvetja sem flesta til að koma og horfa á unglingana. Mótið hefst með skrúðgöngu og setningu kl. 9.15 á laugardagsmorgun, en mótið stendur til kl. 18 þann dag og á sunnudag verður haldið áfram en mótsslit eru áætluð um kl. 16. ----------------- Ólafur skák- meistari Akur- eyrar ÓLAFUR Kristjánsson varð skák- meistari Akureyrar, en Skákþingi Akureyrar lauk á mánudagskvöld. Ólafur fékk 7 1/2 vinning af 8 mögu- legum. I öðru sæti varð Rúnar Sig- urpálsson með 6 1/2 vinning og í þriðja sæti Þór Valtýsson með 5 1/2 vinning. Askorendamót hófst hjá Skákfé- lagi Akureyrar í gærkvöld og verða tefldar alls 6 umferðir á þriðjudags- kvöldum kl. 19.30. Þeir einir koma til greina til verðlauna sem hlotið hafa 2000 ELO stig eða minna, en hér er verið að gefa stigalausum eða stigalágum kost á að afla sér stiga. Hraðskákmót Akureyrar verður haldið á sunnudag, 1. mars og hefst það kl. 14. Morgunblaðið/Kristján Nýjar varmadæl- ur ræstar NÝJAR varmadælur hafa verið teknar í notkun hjá Hita- og vatns- veitu Akureyrar og leysa þær af hólmi eldri varmadælur, sem hafa verið í notkun í tæp 14 ár. Nýju dælurnar eru frá Gram A/S í Dan- mörku og keyptar af Kværner Fiskitækni í Reykjavík. Heildarkostnaður við kaupin er um 25 milljónir króna. Samanlögð hitaafköst dælanna er 3.740 kíló- vött við 809 kílóvatta raforkunotk- un og er gert ráð fyrir að orku- framleiðsla í nýjum dælunum verði ódýrari en í þeim eldri. Það var Svavar Ottesen, formað- ur stjórnar veitustofnana, sem ræsti nýju dælurnar með viðhöfn í vikunni. Jóna sterka djassar JÓNA sterka og fleiri koma fram á alakureysku djasskvöldi í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. febrúar í Deiglunni en þeir hefj- ast kl. 21. Jóna sterka er dixilandhljóm- sveit skipuð þeim Reyni Jónssyni á klarinett, Þorsteini Kjartans- syni á tenór-saxófón, Atla Guð- laugssyni á trompet, Guðlaugi Baldurssyni á básúnu, Heimi Ingimarssyni á túbu, Gunnari H. Jónssyni á banjó, Guðjóni Páls- syni á píanó og Karli Petersen á trommur. Auk Jónu sterku kem- ur fram kvartett sem þeir Wolf- gang Frosti Sahr á tenór-saxó- fón, Kristján Edelstein á gítar og Jón Rafnsson á bassa og Karl Petersen á trommu skipa. Aðgangur er ókeypis fyrir klúbbfélaga en 500 krónur fyiir aðra. Verðmunur á Dalvík og Olafsfirði í verðkönnun Neytendasamtakanna KEA segir sama verð á báðum stöðum HANNES Karlsson yfirmaður matvörudeildar Kaupfélags Ey- firðinga segir að sama verð sé í verslunum félagsins á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, en það sé örh'tið hærra í Hrísey. Fram kom í verðkönnun Neytenda- samtakanna sem gerð var í sam- vinnu við verkalýðsfélög í Eyja- firði 17. febrúar síðastliðinn að 4% verðmunur væri milli KEA- verslananna á Dalvík og Ólafs- firði og var verðið lægra á síðar- nefnda staðnum. Bent var sér- staklega á að engin samkeppni væri á matvörumarkaði á Dalvík þar sem KEA væri með einu matvöruverslun staðarins. Hannes segist ekki hafa séð umrædda könnun né forsendur fyrir útreikningum og gæti því lítið tjáð sig um hana. Kvaðst hann harma þau vinnubrögð sem viðgengust við gerð verð- könnunarinnar. „Mér finnst óeðlilegt að einhver starfsmaður Neytendasamtakanna geti kom- ið inn í verslanir okkar, tekið niður verð, reiknað út og birt niðurstöður í fjölmiðlum," sagði Hannes, en hann benti á að þeg- ar Neytendafélag Akureyrar gerði verðkannanir fengju for- ráðamenn verslana að sjá hvaða verð væru skráð og möguleika á að fara yfir þau, enda væri ljóst að lítill vandi væri að gera vit- leysu þegar verið væri að taka niður verð. Kraftur í verðkönnunum Hannes segir að samkeppni sé slík í gerð verðkannana á Akur- eyri og Eyjafirði að fari að nálg- ast kjánalegan farsa. Neytenda- samtökin gerðu sem fyrr segir könnun í síðustu viku og Neyt- endafélag Akureyrar í vikunni á undan. í íyrmefndu könnuninni var niðurstaðan sú að bilið milli KEA Nettó, þar sem vöruverð er lægst, og Hagkaups sé um 17% en 14% í þeirri síðarnefndu. Verðkannanir hafi einnig verið gerðar í janúar, desember og september. „Það er alveg geysi- legur kraftur í gerð verðkannana héma, líklega hvergi meiri á landinu," segir Hannes og segir í sjálfu sér ekkert að því, en út- reikningar og túlkanir þeirra sem að þeim standa virðist með ólíkum hætti og almenningur fýlgist með án þess að botna í einhverjum meðaltalsneyslu- stuðli frá 1995. Hollustuvernd ríkisins hafnar umsókn um stækkun fískimjölsverksmiðju Krossaness hf. Skekkir samkeppnis- stöðu okkar verulega segir Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjöri Morgunblaðið/Kristján FORSVARSMENN Krossanessverksmiðjunnar buðu til kynningar í síðustu viku á þeim framkvæmdum sem farið hafa fram í mengunar- málum að undanförnu og kynntu jafnframt þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru til viðbótar. Á myndinni er Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri að útskýra breytingarnar fyrir gestum. HOLLUSTUVERND ríkisins hef- ur hafnað umsókn Krossaness hf. um að auka afkastagetu fiskimjöls- verksmiðju félagsins á Akureyri, úr 550 tonnum á sólarhring í 750 tonn af hráefni á sólarhring. Hins vegar samþykkti Hollustuvemd nýtt starfsleyfi verksmiðjunnar til næstu áramóta. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, sagði þá ákvörðun Hollustuverndar að hafna stækkun verksmiðjunnar mikil vonbrigði. „Við teljum að okkur sé mismunað verulega miðað við það sem tíðkast við stækkanir á öðrum verksmiðjum og að Holl- ustuvemd sé að skekkja okkar samkeppisstöðu verulega." Stækkun leysir ekki vandann Jóhann Guðmundsson, deildar- verkfræðingur Hollustuverndar, sagði vemleg lyktarvandamál tengd verksmiðjunni og stækkun hennar leysti ekki þann vanda. „Magn útblástursefna eykst í réttu hlutfalli við stækkunina og vanda- málið þarna er hversu illa verk- smiðjan er staðsett. Verksmiðjan var byggð fyrir margt löngu og á þeim tíma má segja að orðið um- hverfisvemd hafi ekki verið til í málinu. Nú er öldin önnur og með tilliti .til íbúðabyggðar t.d. í svoköll- uðu Holtahverfi, sem er þama næst, er frekari stækkun ekki talin forsvaranleg. Tækni til algjörrar lykteyðingar er ekki fyrir hendi ef hráefnið er verulega slæmt. Vandinn er fyrst og fremst að sumri til en þá er hrá- efnið erfitt og það oft orðið skemmt þegar komið er með það að landi, þótt það sé ekki gamalt. Við teljum því ekki forsendur fyrir stækkun verksmiðjunnar og að reyna þurfi einhverjar aðferðir fyrst. Við munum skoða málið að nýju um næstu áramót.“ Forsvarsmenn Krossanessverk- smiðjunnar hafa bent á að með aukinni vinnslugetu verði íyrr hægt að vinna hráefnið sem berst að landi. Jóhann sagði það að sumu leyti rétt en að taka þyrfti með í reikninginn samanlagðan geymslu- tíma í skipi og verksmiðju. „Og það getur allt mögulegt komið upp úr skipunum.“ Staðsetningin ekki verri en annars staðar Jóhann Pétur sagði að það væri eins og fulltrúar Hollustuvemdar hafi alveg gleymt því að töluvert hafi verið framkvæmt í mengunar- málum verksmiðjunnar og ekkert tillit tekið til þeirra framkvæmda. „Við eram margbúnir að kynna þau mál fyrir fúlltrúum Hollustuvernd- ar en höfúm ekki orðið varir við fulltrúa stofnunarinnar enn. Hér er í notkun sami búnaður og í öðram verksmiðjum og er í dag, m.a. af Hollustuvemd, talinn áhrifaríkasL ur, þ.e. brani lofts. Þessi aðferð er þekkt við lykteyðingu en það er hins vegar rétt að mönnum hefur ekki tekist að finna aðferð með ásættanlegum kostnaði sem eyðir lykt algjörlega við allar aðstæður. Því er ekki hægt að gera þá körfu til okkar frekar en til annarra." Jóhann Pétur sagði að staðsetn- ing verksmiðjunnar í Krossanesi væri alls ekki ven-i en annarra verksmiðja í landinu. „Flestar verksmiðjumar standa í jaðri byggða eða inni í byggðum. Við stöndum í jaðri byggðar og það er því ekki rétt að þessi verksmiðja sé verr staðsett en aðrar í landinu." Fáum minni hlut af veiðinni Jóhann Pétur sagði að verk- smiðjan í Krossanesi lægi næst loðnumiðunum yfir sumartímann og ætti þvi mun auðveldara með að stýra til sín fersku hráefni á þeim árstíma en verksmiðjur víða ann- ars staðar. Helsti viðskiptabátur verksmiðjunnar, Sigurður VE, landar fullfermi um 1.500 tonnum af loðnu og tekur um þrjá sólar- hringa að vinna það magn í verk- smiðjunni. „Með stækkun verksmiðjunnar gætum við verið að vinna mun ferskara hráefni en nú er og stytt vinnslutímann um sólarhring. Það er ýmislegt í greinargerð Holl- ustuverndar sem okkur finnst styðja okkar málstað, þótt aðrar ályktanir séu dregnar hjá stofn- uninni." Jóhann Pétur sagði að þar sem aðrar verksmiðjur hafi fengið leyfi til stækkunar þýddi þessi niður- staða Hollustuverndar að Krossa- nesverksmiðjan fengi enn minni hlut af heildarveiðinni. Metum stuðning bæjaryfirvalda I umsögn heilbrigðisnefndar Akureyrar er mælt með því að gef- ið verði út leyfi til að auka afkasta- getu verksmiðjunnar í tilrauna- skyni á þessu ári og hefur bæjar- ráð tekið undir þau sjónarmið. „Við eram mjög þakklátir fyrir það og metum þann stuðning sem við höfum fengið frá þessum aðil- um. Því töldum við að með þessum stuðningi og þeim aðgerðum sem við höfum þegar farið út í og þeim aðgerðum sem við eram með á prjónunum, hefði Hollustuvernd ekki forsendur til að neita okkur um stækkun." Eins og fram hefur komið hefur Krossaness hf. gert samstarfs- samning við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um faglega ráðgjöf og rannsóknir er lúta að stefnumótun í umhverfisstjómun. Markmiðið með samningnum er að ná betri tökum á umhverfismálum verksmiðjunnar, svo hún megi verða í fararbroddi sambærilegra fyrirtækja þegai- árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.