Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 13

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 13 FRÉTTIR Blanton Godfrey ráðgjafi í gæðastjórnun um samkeppni í heilbrigðiskerfínu íslenskt heil- brigðiskerfi þarfn- ast stefnumótunar Á MÁLÞINGI sem Gæðastjórnunarfélag Islands stóð fjTÍr í gærdag komu fram efasemdir um að sam- keppni á sviði heil- brigðismála ætti sér forsendu á íslandi sök- um þess hversu fáir Islendingar eru. Dr. Blanton Godfrey for- stjóri Juran-stofnun- arinnar, sem er ráð- gjafarfyrirtæki á sviði gæðastjómunar, taldi hins vegar að sam- keppni í víðari skiln- ingi þess orðs ætti sér vissulega forsendu hér á landi, þrátt fyrir fámennið. Godfrey var sérstakur gestafyr- irlesari málþings Gæðastjórnunar- félagsins sem hafði yfirskriftina „Heilbrigðiskerfi á krossgötum: gæðin í öndvegi“ en þar kom bæði mjög til umræðu hagræðing á sviði heilsugæslumála og sameining sjúkrastofnana. Auk Godfreys tóku þau Anna Lilja Gunnarsdótt- ir, forstöðumaður áætlana- og hag- deildar Ríkisspítala, og Jón Freyr Jóhannsson rekstrarráðgjafi til máls. Aðspurður taldi Godfrey engan stað of lítinn fyrir samkeppni, enda kæmi hún úr ólíklegustu átt- um þegar betur væri að gætt. Ýmsir kostir væru í boði, t.d. heimaumönnun og fjarlækningar og Godfrey benti síðan á að sér- hæfing ykist stöðugt og að þeir ættu að hljóta umbun erfiðis síns sem sýndu framtakssemi og frum- leika í þessum efnum. Að mati Önnu Lilju eru forsend- ur samkeppnismarkaðar í heil- brigðisþjónustu á Islandi varla til staðar og benti hún á að sennilega væri blanda af bæði frjálsri markaðsstýringu og opinberri stýringu af- farasælust á íslandi. Þannig mætti nýta kosti frjálsrar mark- aðsstýringar t.d. með því að kaupa í auknum mæli þjónustu frá ut- anaðkomandi aðilum og bjóða út einstök verkefni. Það kom fram í máli allra ræðumanna að forsenda árangurs af sameiningu sjúkra- stofnana væri góð skilgreining á hlutverki hvers og eins. Godfrey lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að skýr stefnumót- un færi fram áður en lagst væri út í sameiningu. Hér skipti mestu að skilgreina hverju sameiningin ætti að skila, hvernig ætti að ná þeim markmiðum, hvaða hlutverki hver og einn hefði að gegna í ferlinu og hvemig markmiðunum væri fylgt eftir. Jafnframt þyrftu þau að vera sameiginlegt áhugamál starfs- manna á öllum sviðum stofnunar. Öðruvísi mætti varla vænta árang- urs af sameiningunni. Godfrey taldi engan kost fólginn í sameiningu einni sér en ef hún væri til bóta væri ekkert henni til iyrirstöðu. „Þetta er í raun ekki spurning um samruna eður ei heldur hvernig best sé hægt að sinna sjúklingum og hvemig það megi gera á sem ódýrastan hátt. Eftir að ítarlega hefur verið kann- að hvernig þessum markmiðum verður náð er fyrst kominn tími til að taka það skref að íhuga hvort og hvað skuli sameina." Morgunblaðið/Þorkell Dr. Blanton Godfrey Tvísköttunarsamningum fer fjölgandi Samið um tvískött- un við A-Evrópu TVÍSKÖTTUNARSAMNINGUM við önnur ríki hefur fjölgað vem- lega á seinustu tveimur ámm. Vinnur fjármálaráðuneytið að gerð slíkra samninga við fleiri ríki um þessar mundir. Nýlega lauk gerð tvísköttunarsamnings við Pólland og viðræður era hafnar við Tékk- land. Er reiknað með að samning- um við Pólverja verði lokið í maí. Þá hafa viðræður við Slóvakíu og Rússland verið ákveðnar og hefjast þær í maí. Standa vonir til að þeim ljúki með samningum síðar á árinu. Greint var frá því á fréttamanna- fundi sem fjármálaráðuneytið boð- aði til um skattamál sl. þriðjudag að farið hefur verið fram á endur- skoðun tvísköttunarsamninga við Þýskaland og Bandaríkin og hafa Þjóðverjar fallist á að hefja viðræð- ur um þau mál síðar á þessu ári. Ennfremur hefur verið óskað eftir viðræðum við Spán og Portúgal og í undirbúningi er að óska eftir við- ræðum við Austurríki, Italíu, Mexíkó, Japan og Kóreu. Fram kom í máli fjármálaráð- herra og embættismanna fjármála- ráðuneytisins að með opnun fjár- magnsmarkaða hefur þýðing tví- sköttunarsamninga aukist. Fram kom að með þeim breyt- ingum á skattkerfínu sem gerðar hafa verið á síðustu áram hefur það verið lagað að því sem gerist í nágrannalöndunum. Afleiðingin sé sú að nú sé orðið óþarft að gera sérstaka samninga um skattamál í tengslum við stórar erlendar fjár- festingar á íslandi og skattaum- hverfið á Islandi sé ekki lengur vandamál í viðræðum Islendinga við erlend stórfyrirtæki sem íhuga fjárfestingu á Islandi. Tilmæli OECD um útrýmingu skaðlegra skattaívilnana íslensk stjómvöld hafa tekið mikinn þátt í umræðum um skatta- mál á vettvangi OECD að undan- fömu m.a. varðandi svokallaða „skaðlega skattasamkeppni" og hefur skattanefnd OECD sent frá sér skýrslu um málið. Þar er beint ákveðnum tilmælum til aðildar- þjóðanna um að útrýma alls kyns skattaívilnunum sem talin era hafa skaðleg áhrif á aðrar þjóðii'. Þurfa íslendingar að taka afstöðu til skýrslunnar er hún verður lögð fyrir ráðherraráð OECD í apríl næstkomandi. Er það mat fjár- málaráðuneytisins að tilmælin feli í sér pólitískar skuldbindingar fyrir Island um að taka ekki upp skatta- legar íviinanir sem talist geta skað- legar. Ekki er þó talið að slíkt myndi hafa áhrif á gildandi löggjöf hér á landi. HÓPUR þeirra sem gefið hafa blóð fímmtíu sinnum. Blóðgjöfum veitt viðurkenning BLÓÐGJAFAFÉLAG íslands hélt nýverið aðalfund sinn og af því tilefni var nokkrum afkasta- miklum blóðgjöfum veitt viður- kenning fyrir gjafmildi sína. Blóðgjafafélag fslands telst sennilega með stærri áhuga- mannafélögum á landinu en það starfar í nánum tengslum við Blóðbankann. Tilgangur félags- ins, sem var stofnað árið 1981, er að fræða blóðgjafa, almenn- ing og stjórnvöld um mikilvægi blóðs til lækninga. Fimmtíu og sex aðilar voru verðlaunaðir á aðalfundinum síðastliðinn þriðjudag fyrir að hafa gefið blóð fimmtíu sinn- um, átta fyrir að hafa gefíð blóð sjötíu og fímm sinnum og loks var Ágústi Ásgústssyni veitt sérstök viðurkenning fyr- ir að hafa gefið blóð hundrað sinnum. Ágúst er áttundi íslendingur- inn sem nær þeim merka áfanga að komast í hóp svo- nefndra „hundraðshöfðingja" en það lætur nærri að Ágúst hafi gefið fimmtíu lítra af blóði, u.þ.b. sjö sinnum það magn sem hann hefur f líkama sínum. Morgunblaðið/Þorkell ÁGIJST Ágústsson fékk sér- staka viðurkenningu. HOXDA 3 d y r a 1 d i 7 5 h e s töfl Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnifaUð í verði bílsins H400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun IRafdrifnar rúður og speglar ► Vindskeið með bremsuljósi ► Útvarp og kassettutæki IHonda teppasett M4" dekk kSamlæsingar ► ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning V-fíjL.ð—3—gijJjun a i 1.295.000,- Aðrar vélarstærðir einnig á lager, viðbótarbúnaður titgreindur: 160 hestöfl 115 hestöfl 90 hestöft 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og leðurgírhnúður Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 0 HONDA Sfmi: 520 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.