Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 25

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 25 AGEÐ GARUC® Hvei* ei* munurinn a KYOLIC og öðmim Verðlaun- uð í Berlín ÍSLENSKI ljósmyndarinn og kvik- myndagerðarkonan Gréta Ólafsdótt- ir og bandarísk samstarfskona hennar, Susan Muska, unnu til tvennra verðlauna fyrir fyrstu leiknu heimildarmynd sína, The Brandon Teena Story, á Kvik- myndahátíðinni í Beriín sem lauk um síðustu helgi. Myndin hlaut svo- nefnd Teddy-verðlaun, sem besta heimildarmyndin, og áhorfenda- verðlaunin Siegal Saule. The Brandon Teena Story segir frá þremur morðum sem framin voru í Nebraska-fylki í Bandaríkj- unum árið 1993. Sagan varpar ljósi á hatur og fordóma í garð samkyn- hneigðra í litlu bæjarsamfélagi. Myndin keppti í flokki heimildar- mynda. Teddy-verðlaunin eru verð- laun sem alþjóðleg dómnefnd homma og lesbía veitir. Auk þess hlaut myndin áhorfendaverðlaun lesenda þýska tímaritsins Siegal Saule. Gréta er ljósmyndari að mennt og býr í New York. Par rekur hún kvikmyndagerðarfyrirtækið Bless Bless Produetions ásamt bandarísku kvikmyndagerðarkonunni Susan Muska. Gréta segir að þær hafi þeg- ar hafíð undirbúning að gerð ann- arrar heimildarmyndar, en vegna þess hversu góðar viðtökur The Brandon Teena Story hlaut í Berlín hafi þær nú frestað þeim áformum um hálft ár til að geta einbeitt sér að markaðssetningu myndarinnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar hafí verið gengið frá samningi við evrópskan dreifíngaraðila um sýn- ingu heimildarmyndarinnar í sjón- varpi. ------------- Ingibjörg Haraldsdóttir les eigin ljóð RITLISTARHÓPUR Kópavogs heldur að venju upplestur í Kaffí- stofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fímintudaginn 26. febrúar kl. 17. Að þessu sinni kemur Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og for- maður Rithöf- undasambands íslands, í heim- sókn og les úr eigin verkum. Ingibjörg er höf- undur fjölda ljóðabóka. Inngang um skáldið flytur Eyvindur P. Ei- ríksson. Aðgangur er ókeypis. Strand- líf ÞAU mistök urðu við vinnslu þriðjudagsblaðs Morgunblaðs- ins, að ein af myndunum með Sjónmenntavettvangi Braga Ás- geirssonar féll niður um leið og önnur var tvíbirt. Myndin, sem féll niður úr blaðinu , en birtist hér, er Strandlíf í Berlín eftir Heinrich ZiIIe (1912, svartkrít, akvarella og þekjulitir 31x49,3 cm. Borg- arlistasafnið í Berh'n). Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Sam- hræringur SÝNINGIN Samhræringur verður opnuð föstudaginn 27. febrúar í Galleríi Kúnna, Skólavörðustíg 6. Það sýna verk sín Nikilina Stallbom, Þorgerður Jörundsdóttir, Karla Dögg Karlsdóttir, Krist- ín Elva Rögnvaldsdóttir, Dí- ana Storasen, Margrét Einars- dóttir, Marta Valgeirsdóttir og Eygló Jósepsdóttir. Allar eru þær nemar í MHÍ. Sýningunni lýkur 5. mars og er hún opin frá ki. 10-18 alla daga, um helgar frá ki. 11-17. Hvítlaukurinn sem notaöur er I KYOLIC hvítlauksafuröina er lífrænt ræktaður. Að ræktun lokinni fer hann í gegnum 20 mánaða háþróað framleiðsluferli sem kallast kaldþroskun. í þessu ferli umbreytast ertandi efnasambönd hvítlauksins i mild lyktarlaus efni án þess þó að eiginleikar hráefnisins skerðist. Útkoman er einstök stöðluð hvítlauksafurð. KYOLIC á að baki vísindarannsóknir í yfir 25 ár. Ef þú gerir þær kröfur til lyfja að þau séu vel rannsökuð og geri gagn, því ekki að gera sömu kröfur til fæðubótarefna? Það gerum við. http://www.kyolic.com €ilsuhúsið mælir meö KYOUC Dreifing: Logaland ehf. með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hlíðum. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar á Kjarvalsstöðum kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 2. mars með íbúum Seljahverfis, Efra- og Neðra Breiðholts í Gerðubergi kl. 20.00 Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.