Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 53 BRIDS Umsjon liuðinuiiilur l’áll Armirsnn ÍSLENSK sveit tók þátt í alþjóðlegu móti í Hollandi um síðustu helgi: Forbo Krommenie, sem er sveita- keppni með þátttöku 64 sveita. í fyrri hluta keppn- innar er liðunum skipt í átta riðla og komast tvær efstu úr hverjum þeirra áfram i sextán liða A-úrslit. Is- lenska sveitin vann sinn riðil, en gekk illa í úrslitun- um og endaði í sextánda sæti í keppninni. I sveitinni spiluðu Aðalsteinn Jörgen- sen, Björn Eysteinsson, Sigurður Sverrisson og Sverrir Ái-mannsson. Norður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ K7543 V105 ♦ 1084 *1052 Norður *G62 V6 ♦ ÁK975 *KD93 Austur *- VÁ9872 ♦ DG62 *ÁG42 Suður ♦ ÁD1098 VKDG43 ♦ 8 *86 Þetta spil er frá fyrri hluta mótsins, úr viðureign Islendinganna við sænska úrvalssveit (Fallenius, Nils- land, Morath, Bjerregaard). Samningurinn var fjórir spaðar á báðum borðum. Fallenius varð sagnhafí í norður og fékk út hjartaás frá Sverri í austur. Sverrir skipti yfir í tíguldrottningu í öðrum slag, sem tekin var með ás og laufkóngi spilað. Sverrir drap og spilaði hjarta, sem sagnhafi tromp- aði í borði. Og spilaði spaða- gosa. Það reyndust mistök. Björn gaf slaginn, en tók næst á spaðakóng og spilaði tígli. Fallenius komst þá ekki inn í borð til að taka trompin og Björn fékk fjórða slaginn á spaðahund. A hinu borðinu varð Sig- urður sagnhafi í suður. Hann fékk út hjartatíu upp á ás austurs, sem spilaði meira hjarta. Sigurðm- trompaði í blindum og spil- aði laufkóngi. Austur drap og spilaði enn hjarta. And- ers Morath hélt á spilum vestm-s og henti laufi eftir nokkra umhugsun. Sigurður fór þá inn í borð á tígulás og spilaði litlum spaða frá gos- anum öðnim. Hann lét ní- una heima og lagði upp! Morath skoðaði spilið nokki’a stund, en féllst svo á tíu slagi. Ef vestm- drepm- sti-ax á spaðakóng og spilar láglit getur Sigurðm- yfii-tek- ið spaðagosann, aftrompað vestur og hirt hjartaslagina. Og ef vestur gefur spaðaní- una spilar Sigurður hjarta og hendir laufum úr borði ef vestur trompar ekki. Trompi vestur aldrei má trompa laufhundinn heima með spaðagosa blinds. ísiand vann 12 IMPa á þessu spili og leikinn 25-5. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkymiingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. í DAG Árnað heilla pT/\ÁRA afmæli. Fimm- O V/tíu ára afmæli á í dag Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi, Álakvísl 26, Reykjavík. Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júni sl. í Digranes- kirkju af sr. Gunnari Sigur- jónssyni Kolbriín Júlía Er- lendsdóttir og Ásbjörn S. Arnarson. Heimili þeirra er í Álfatúni 35 í Kópavogi. Ljósm. Barna- og fjöj.skylduljó.sm. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. janúar í Víðistaða- kirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Sif Jóhann- esdóttir og Ingólfur Arnar- son. Heimili þeirra er á Sunnubraut 12, Hafnarfirði. Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Kópávogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni. Katrfn Sig- urðardóttir og Tjörvi Ellert Perry. Heimili þeirra er á Grundarstíg 29, Reykjavík. Með morgunkaffinu Ljósmynd Bonni. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Óskari Inga Ingasyni Hrefna Hauks- dóttir og Hans Kristján Einarsson. Heimili þeiira er í Garðhúsum 49, Reykjavík. Ást er... ... að muna eftir brúð- kaupsafmælinu. TM Hog U.S. Pat. Ofl. — all rights reservad (c) 1990 Lo» Angelea Timea Syruteaie HÖGNI HREKKVÍSI 7jQnn er búinn oís leito. ctUs stobarah þessu LeHcfSngC-" STJÖRMSPÁ cftir Frances llrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert framsækinn og verður að hafa nóg fyrir stafni. Gættu þess þó að ílýta þér hægt. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Einbeittu þér að því sem þú ert að fást við núna og láttu hverjum degi nægja sína þjáning. Þá vegnar þér best. Naut (20. apríl - 20. maí) Morgunstund gefur gull í mund. Þú hefur í mörgu að snúast í dag og mátt hafa þig allan við. Farðu snemma í bólið. Tvíburar (21. maí - 20. júní) w Láttu það vera að hugsa um gömul deilumál. Þú getur mikið af þeim lært, en engu um þau breytt. Krabbi (21. júní-22. júlí) Þú þarft að huga að heilsu- fari þínu og gera breytingar til batnaðar. Fáðu ráðgjöf ef eitthvað vefst fyrir þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú munt fá þín laun ef þú leggur þig fram um að að- stoða samstarfsmann þinn sem á undir högg að sækja.. Meyja (23. ágúst - 22. september) vB(L Einhverjar breytingar liggja í loftinu varðandi heimili eða starf. Nú er að hrökkva eða stökkva. Vertu jákvæður. Vog (23. sept. - 22. október) Þú færð bráðsnjalla hug- mynd og skalt ekki hika við að koma henni í fram- kvæmd. Hún mun fljótt skila hagnaði. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú mátt ekki efast um eigin getu. Láttu hrós annarra auka þér byr því þú getur allt, ef þú trúir á sjálfan þig.. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) »iQ' Særandi orð félaga þíns í þinn garð eru ekki svara verð. Láttu þau sem vind um eyru þjóta og haltu þínu striki. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú ættir að miðla kunnáttu þinni til annarra og fá fólk til liðs við þig. Eitthvað kemur á óvart í kvöld.. Vatnsberi f (20. janúar -18. febrúar) CíSm Afbrýðisemi hæfii- þér ekki og hefur aðeins slæm áhrif á annars gott samband. Slak- aðu á. Fiskar __ (19. febrúar - 20. mars) Gefðu þér tíma til að efla kunnáttu þína á einhverju sviði, þvi annars er hætta á stöðnun. Vertu bjartsýnn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF Fyrirlesturínn er öllum opinn og að- gangseyrir enginn. Digraneskirkja. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimiiinu kl. 20.30. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnað- arheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyr- ir börn 9-10 ára. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirlga. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endur- næring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður i safnaðarheimilinu á eftir. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Ferðir Páls postula. Sr. Frank M. Haildórsson. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 16.30-17.30 í Ártúnsskóla. Æskulýðs- fundur eldri deildar kl. 20.30-22. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Leikfimi aldraðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðarsstund kl. 18. Bænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyii kirkjunnar. Kirkjufélagsfundur kl. 20. í kvöld verður fyrirlestur kl. 20.30. Fella- og Hólakirkja. Starf iyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12, fyrirlestrar, bænastund o.fl. Kaffi. Æskulýðsf. fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrð- ar- og bænastund kl. 18. Fyrirbænaefn- um má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka ki. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11- 12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðar- heimilinu. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús í Vonarhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalinskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10- 12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænasam- koma vegna sameiginlegrar bænaviku kristinna safnaða. Ræðumaður Miriam Óskarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16- 18. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslu- stund kl. 17.30. Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri flytur erindi sem hann nefnir Skólinn og fjölskyldan. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kyrrðar- stund á Hraunbúðum kl. 11. TTT starf fyrir 10-12 ára börn ki. 17. Bréf gleðinnar SÉRA Þórhildur mun fjalla um og ræða grunnstef í bréfi Páls postula til Filippímanna, sem nefnt hefur verið bréf gleðinnar, í Vonarhöfn Strand- bergs í matmálstíma næstu fimmtu- daga kl. 18.30-19.30. Filippibréfið ritar Páll úr fangelsi en það er samt mjög uppörvandi og gleðiríkt og hentar mjög vel til umræðu á fóstu, þegar skuggar og þrengingai- lífs eni höfð í huga í kristinni boðun en jafnft-amt sú von sem lýsir í gegnum þá skugga og það sigurafl sem yfirvinnur þrautir. Boðið verður upp á kaffi og te og fólk er beðið um að taka með sér nesti. Hefst umfjöllunin í dag, 26. febrúar. Prestar Hafnai fjardarkirkju. Tónleikar í Fella- og Hólakirkju TRÍÓ Reykjavíkur efnir til tónleika sunnudaginn 1. mars kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Tríóið skipa þau: Guðný Guðmundsdóttii’, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, og Peter Máté, pí- anó. Gestur tríós- ins verður sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú). Mun hún syngja aríur eftir ýmsa Hjálmtýsdóttir höfunda. Á efnis- skránni eru verk eftir Bach, Hándel, Mozart, Dovrák, Puccini, Rossini og Vaughan Willi- ams. Kirkjan er mjög vel fallin til tónleikahalds sökum frábærs hljóm- burðar. Og ekki spilla hljóðfærin fyr- ir, Marcussen orgel, sem er einstakt í sinni röð og sérvalinn Steinway flyg- ill, enda er kirkjan mjög eftirsótt af tónlistarmönnum og kórum, bæði til að halda tónleika og eins til upptöku. Tónlistarnefnd Fella- og Hólakirkju. Fræðsluerindi í Digraneskirkju í KVÖLD kl. 20.30 verður flutt fræðsluerindi á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra í Digranes- kirkju í Kópavogi. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur flytur þar fyrirlestur sem ber yfrrskriftina „María í hópi trúaðra“. Þar fjallar Sigurjón um hlutverk Maríu, móður Jesú, í samfélagi trúaðra. Að erind- inu loknu gefst tækifæri til umræðna yfir kaffíbolla um efni þess. Fyrirlestur þessi er fyrstur af fjórum sem haldnir verða nú á föst- unni í Digraneskirkju og bera þeir yfirskriftina „Starf Heilags Anda“. Safnaðarstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.