Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 37
M ORGl • N BI. ADTD FIMMTÚDÁGÚR 26. FÉBRÚAR 1998 Sl'’- i J * i J i 8 - J AÐSENDAR GREINAR Yfirburðir Reykjavíkur- borgar eru ótvíræðir ÞEGAR fjárhagur sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu er skoðaður kemur ýmis- legt í Ijós. Skuldastað- an er t.a.m. misjöfn. En ekki nægir að líta á skuldastöðuna eina og sér, heldur verðui' hún að skoðast í ljósi mögu- leika hvers sveitarfé- lags til að bæta stöðu sína á næstu árum. Þar verður að líta til af- gangs frá rekstri til fjárfestinga og niður- greiðslu lána. Þessi rekstrarafgangur er talsvert breytilegur frá einu sveitarfélagi til annars. Eins geta skuldsett sveitarfélög selt verðmætar eignir til að laga fjár- hagsstöðuna. Þessa leið hefur Akureyrarbær farið þegar seldur var hlutur bæjarins í Utgerðarfé- lagi Akureyrar. Veitur skila miklum arði Nú er það svo að söluhæfar eignir eru fremur takmarkaðar í sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Ekki getur talist vænlegt að selja skóla eða sundlaugar svo eitthvað sé nefnt. Einna mestu fjárhagslegu verðmætin eru falin í veitufyrirtækjum þeim sem eru í eigu sumra sveitarfélaga. Hafn- firðingar eiga sína rafmagnsveitu sem ýmis önnur opin- ber orkufyrirtæki hafa verið að bera víurnar í. Reykjavíkurborg á og rekur mjög öfluga hitaveitu fyrir mestallt höfuðborgarsvæðið. Að sama skapi er Raf- magnsveita Reykjavík- ur mjög verðmætt fyr- irtæki og ekki má gleyma 40% eignarhlut borgarinnar í Lands- virkjun. Breytt afstaða Alþingis til eignar- halds á orkudreifing- arfyrirtækjum getur hæglega leitt til þess að Reykjavíkurborg selji hluta sinna orkufyrirtækja í fyi-irsjáanlegri framtíð, jafnvel einnig hlut sinn í Landsvirkjun. Þrátt fyrir að þessi möguleiki sé ef til vill ekki svo fjarlægur er alls ekki víst að Reykjavíkurborg kæri sig um að selja, því bæði Hitaveit- an og Rafmagnsveitan eru sann- kallaðar mjólkurkýr fyrir fjárhag borgarinnar, og eins mega Reykvíkingar eiga von á arð- greiðslum frá Landsvirkjun á næstu árum. Hitaveita Reykjavík- ur skilaði tæplega 900 millj. kr. inn í borgarsjóð í formi arðgreiðslu og Rafmagnsveita Reykjavíkur um 500 millj. kr. á árinu 1996. Þarna er um háar fjárhæðir að ræða. Sem dæmi eru þessar arðgreiðslur talsvert hærri en skatttekjur Garðabæjar og Bessastaðahrepps til samans. Það er augljóst að á meðan arðgreiðslur til borgarinnar eru þetta háar borga íbúar ná- grannasveitarfélaganna sérstakan höfuðborgarskatt þegar rafmagns- og hitareikningarnir ei-u greiddir. Gagnlegt væri að fá útreikning á því hve mikill þessi höfuðborgar- skattur er í raun á ári á hvern meðalgreiðanda. Fróðlegt er að bera saman tekj- Mikill húsakostur opin- berrar stjórnsýslu, seg- ir Einar Sveinbjörns- son, er drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð. ur sveitarfélaganna á hvern íbúa þar sem sérstaklega er litið til arðs af eignum annars vegar og fast- eignaskatts af fyrirtækjum og stofnunum hins vegar. Fasteigna- skatturinn skilar sveitarfélögunum umtalsverðum tekjum. Hann er tengdur fasteignamati og víðast um 0,375% af fasteignamati íbúða (þó 0,421% í Reykjavík), en er afar breytilegur af atvinnuhúsnæði. Allt frá 0,75% í Garðabæ upp í 1,463% af fasteignamati í Reykja- vík. Með réttu má segja að hluti fasteignaskattsins fari í ýmsa þjónustu tengda viðkomandi fast- eign s.s. í snjómokstur, götulýs- ingu, viðhald gatna og gangstétta sem að fasteigninni liggja, bruna- varnir o.fl. Engu að síður er ljóst að í Reykjavík rennur a.m.k. hluti fasteignaskatts á fyrirtæki í al- mennan rekstur borgarsjóðs. Eng- um blöðum er um það að fletta að mikill húsakostur opinberrar stjórnsýslu í Reykjavík er drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð. Sama má segja um voldugar höfuðstöðv- ar banka- og fjármálaumsýslu, sem eðli málsins samkvæmt eru nánast allar staðsettar í höfuð- borginni. Lítill hlutur útsvars Á súluritunum má sjá hve tekj- ur Reykjavíkurborgar eru miklar í raun þrátt fyrir lágmarksútsvar. Það fyrra sýnir skatttekjur hvers sveitarfélags á hvern íbúa. Til að gæta allrar sanngirni gagnvart Reykjavík er afgangur af vatns- gjaldi talinn með skatttekjum. Fasteignaskattur af fyrirtækjum er sýndur sér og efst trónir arður af eigin fyrirtækjum, sem er eins og sjá má verulegur í Reykjavík og eins dálítill á Seltjarnarnesi, en hins vegar enginn í flestum hinna sveitarfélaganna. Arður af eignum og tekjur af fasteignaskatti fyrir- tækja og stofnana nam árið 1996 22% af heildarskatttekjum Reykjavíkurborgar (skatttekjur + arður af eignum). Hitt súluritið Einar Sveinbjörnsson sýnir hlut útsvars af heildartekj- um (skatttekjur + afgangur vatnsgjalds + arður) á hvern íbúa. Glöggt má sjá hvað Reykjavík hef- ,. ur stóran hluta sinna tekna af öðru en útsvari og einnig er at- hyglisvert að skoða hve miklu munar í útsvarstekjum. Þrátt fyr- ir hámarksálagningu hafa Hafn- firðingar lægri útsvarstekjur á hvern íbúa en t.a.m. Reykvíking- ar. Þess skal getið að útsvarspró- sentan er hærri nú eftir að sveit- arfélögin hafa tekið við grunnskól- anum og þar með hlutur útsvars- tekna. Reykjavíkurborg er samkvæmt þessu mun betur í stakk búin að mæta þjónustuþörf íbúanna. Hún < hefur t.d. betra fjárhagslegt svig- rúm til að bæta skilyrði skólastarfs í framtíðinni svo dæmi sé tekið af málaflokki sem mikið hefur verið í umræðunni. Samt er henni kleift að leggja á lágmarksútsvar. Því verður heldur ekki á móti mælt að í mjög auknum mæli er fólk farið að líta á vissa þætti í hverju bæjarfé- lagi eða hverfí eins og gæði skóla- starfs, möguleika til útiveru, að- búnað aldraðra og tómstundastarf bama og unglinga áður en ákveðið er hvar búið skal. Inn í þessa mynd spilar síðan mismunandi skatt- heimta sveitarfélaga hér á höfuð- borgarsvæðinu. ~ Reykjavík, með rekstrarhag- ræði í krafti stærðar sinnar ásamt vænum arði af orkufyrtækjum og ríflegum fasteignaskatti á fyrir- tæki og stofnanir, hefur ótvíræða yfirburði. Ef Reykjavikurborg ber gæfu til þess að hagnýta sér þessa yfirburði geta íbúar hennar átt kost á meiri þjónustu fyrir lægri skatta en íbúar flestra nágranna- sveitarfélaganna. Höfundur er veðurfræðingur. J J J ' i J Í i ■ Remedy Help Desk Uppbygging hágæða þjónustuborðs Kynning 3. mars 1998 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. □agskrá: 13:15 Skráning 13:30 Hvernig byggja á upp hágæða þjónustuborð. Afköst innan tíma- og kostnaðarmarka. Stuðlaöu að vexti og árangri í rekstrinum. Andrew Pritchard, EMEA Channel Marketing Remedy Corporation 14:30 Reynslusaga: Þjónustuborö Skýrr hf. Hrafnkell V. Gíslason, forstöðumaður þjónustudeildar Skýrr hf. Birkir Einarsson, þjónustustjóri Skýrr hf. 15:00 Kaffihlé 15:30 Stjórnun breytinga til að viðhalda forskoti Andrew Pritchard, EMEA Channel Marketing Remedy Corporation 16:15 Þjónustuborð í víðara samhengi Reynslusaga: Markhúsiö hf. Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri Markhússins hf. 16:45 Lokaorð § Tryggbu þér sætí í tíma. Þátttaka er ókeypis. Skráning er í sima 561-8131, http://www.teymi.is/radstefnur | eöa meö því að senda tölvupóst á namsstefna@teymi.is jj W' jps? . 5> Remedy Corporation TEYMI í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.