Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 19

Morgunblaðið - 15.03.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 19 ársins.“ Hún segist vera að velta því fyrir sér þessa dagana hvað verði fyrir valinu. „Það verður að vera eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að sameina æfingum og keppni." Eitt er ákveðið; hún fer ekki í guð- fræði(!), segir nóg að báðir foreldr- amir séu menntaðir á þeim vett- vangi, en móðir Völu er að ljúka framhaldsnámi í þeim fræðum um þessar mundir. „Eg get vel hugsað mér að lesa sálfræði, meðal annars vegna þess að ég hef fundið í íþróttunum hve andlega hliðin er mikilvæg. Eða eitthvað um manns- líkamann; til dæmis sjúkraþjálfun. Og svo kemur auðvitað alveg til greina að fara í eitthvert nám sem hefur ekkert með íþróttir að gera.“ tíma. „Þjálfarinn minn hefur tekið svolítið úr öllum áttum. Hann er ekki hræddur við að prófa nýja hluti.“ Blaðamaður fullyrðir að Vala sé mun sterkari og fljótari en í fyrra. Hafa þau Szczyrba lagt sérstaka áherslu á þá þætti? „Það hefur eiginlega komið af sjálfu sér. Við höfum æft hraðann og hlaupin mikið og ég er líka miklu sterkari en á sama tíma í fyrra. Það er rétt. Meiðslin sem ég varð fyrir í fyrra hafa kannski leitt eitthvað gott af sér. A meðan ég var meidd gat ég til dæmis ekki hlaupið en við náðum að æfa aðra hluti á meðan; til dæmis „plantið" og ég fékk mjög góðan grunn á þeim tíma sem ég var meidd.“ Voöalega fyndið að horfa á fyrstu stökkin; hvernig ég hangi í stönginni nauðsynlegt til að hlaða batteríin aftur. Svo förum við til Póllands í byrjun apríl og þaðan beint til Spánar með Sydney-hóp Frjáls- íþróttasambandsins í æfingabúðir. Við verðum á Spáni um páskana og ég hlakka mikið til. Það er alltaf gaman að skipta um umhverfi." Þegar Vala horfir um öxl segir hún veturinn, sem senn er liðinn, eins og lygasögu. „Þetta hefur verið ast. ímynda mér fullkomin stökk; að allt gangi vel, en inná milli læðist alltaf eitt og eitt misheppnað stökk. Eg reyni þá að ýta því frá mér og hugsa um vel heppnað stökk í stað- inn. Svona er andlegi undirbúning- urinn kvöldið áður en á keppnisdag- inn reyna ég að hugsa um eitthvað annað en keppnina; fer í göngutúra, les eða hlusta á tónlist." Aðspurð segist Vala yfirleitt dreyma ein- hverja vitleysu, nóttina fyrir mót sem aðrar nætur; „mig hefur aldrei dreymt að ég setti heimsmet!" En um hvað hugsar Vala þegar hún kemur æðandi með stöngina í átt að ránni? „Þá hugsa ég um að „planta" vel,“ segir hún. „Síðan að halda mér vel einblínum á - enda fer að styttast í þá. Ekki nema tvö og hálft ár.“ Vala hefur lýst því yfir að yndis- legt hafi verið að eignast heimsmet, en hvemig ætli sé að missa slíkt met. Hugsar hún þeim sem slær metið e.t.v. þegjandi þörfina? „Það er miklu meiri tilfinning sem fylgir því að slá heimsmet en missa það. Það fyrsta sem ég hugs- aði í bæði skiptin, sem metið mitt var slegið, var að ég skyldi stökkva enn hærra. Mér finnst því nefnilega fylgja hvatning að missa metið. Eg var til dæmis búin að vinna sænska meistaramótið í Eskilstuna, þegar ég heyrði að [Daniela] Bartova hefði bætt fyrra metið mitt [í Prag í Tékklandi]. Ég hafði ekki fengið Smáatriði Fjölda smáatriða þarf að hafa í huga þegar stokkið er á stöng og segir Vala þau Stanislaw þjálfara hafa æft mörg þeirra undanfarið. „Við höfum til dæmis breytt hlaupa- tækninni talsvert, og það hefur hjálpað mér mikið „í gegnum" allt stökkið; atrennan hefur verið hrað- ari og öruggari. Þar af leiðandi hef- ur verið auðveldara að „keyra alveg í gegn“. Það eru raunar svo mörg atriði sem skipta máli að ég gæti líklega talið endalaust upp, en þetta er eitt það mikilvægasta. Við höfum líka lagt mikla áherslu á uppstökkið og „plantið" [en það kallar hún þegar hún stingur stöng- inni í rennuna framan dýnunnar] og svo hef ég verið með nýja æfingu til að æfa sveifluna." Vala segir að bregðist eitthvert þeirra mörgu smáatriða sem verði að vera í lagi, verði stökkið ekki gott. „Þvi er alltaf um nóg að hugsa og þess vegna held ég mér finnist þessi grein svo skemmtileg. Það er í raun endalaust hægt að bæta sig í stangarstökki." Hún segir hvem og einn stangar- stökkvara hafa eigin stíl. Þau þjálf- arinn hafi fylgst mildð með Sergei Bubka, „sem er ekld skrítið", enda er hann besti stangarstökkvari allra Þegar talið berst að keppnistíma- bilinu utanhúss, sem hefst í vor, svarar Vala því skorinort hvað hún þurfi að bæta: „Allt. Hvorki meira né ninna; hraða, snerpu, kraft og fimi.“ Þjálfarinn hefur nefnt að 4,60 m sé takmarkið í sumar, en Vala segist aldrei nefna neinar tölur. „Nái ég hins vegar að bæta alla þessa þætti sem ég nefndi næ ég góðum árangri. Ég hef fulla trú á að ég geti stokkið hærra en ég hef þeg- ar gert.“ Þess má geta að heims- metið utanhúss er nú 4,58 m.Emma George bætti það í Astralíu aðfararnótt laugardagsins. Vala dvaldi á íslandi í vikutíma, eftir Evrópumeistaramótið í Va- lencia. Kom til landsins í boði menntamálaráðhera, og sagði það hafa verið hálfskrýtið að koma í „opinbera heimsókn" til íslands. „Eg bjóst ekki við þessari miklu at- hygli, en þetta var mikill heiður og ég hafði mjög gaman af þessu.“ Vala hélt utan á þriðjudag og ætl- aði að taka lífinu rólega fram yfir helgi. Þá tekur alvaran við á ný með æfingum. „Ég býst við að æfa tvisvar á dag. Æfi líklega að morgni heima í Lundi, hleyp úti, teygi á vöðvum og geri ýmsar æfingar. Borða svo heima og hvíli mig aðeins áður en ég keyri til Malmö, þar sem ég fer á erfiðari æfingu. Það er mjög sérstakur tími og árangurinn mun betri en ég hafði leyft mér að vona. Meiðslin sem hrjáðu mig í fyrra voru leiðinleg og aðalatriðið í vetur var að ná sér góðum af þeim. Ég átti því alls ekki von á því að setja heimsmet." Vala segist einu sinni hafa hugleitt að leggja stang- arstökkið hreinlega á hilluna í fyrra, vegna meiðslanna. „En það var bara einu sinni. Ég var fljót að slá á allar svona hugsanir; sagði við sjálfa mig að ekki þýddi að hugsa svona. Ég skyldi gjöra svo vel að fara að æfa aftur eins og brjálæðingur, gerði það og það hefur sannarlega skilað sér í góðum árangri." Dreymir ekki heimsmet Iþróttamenn búa sig eflaust á mismunandi hátt undir keppni. Hvemig skyldi Vala fara að? „Kvöldið áður hugsa ég oft um keppnina sem er framundan; reyni að hugsa um hvernig hún gæti þró- jákvætt ef athyglin nýtist til góðs en algjör óþarfí að setja mig á einhvern háan stail uppi, en atriðin eru mörg. Stundum kemur þetta allt af sjálfu sér og það er auðvitað best.“ Hún segist aldrei hafa náð fullkomnu stökki, en oft mjög góðum. „Ég man sérstaklega eftir einu á æfingu, þegar ég fór yfir 4,30, og svo var það mjög sérstök tilfinning að setja fyrra heimsmetið, í Bielefeld, þegar ég stökk 4,42. Bæði var stökkið gott, heimsmet varð stað- reynd, stemmningin í höllinni sérstök og allar ákvarðanir á mótinu voru mínar; þjálfarinn var ekki með og ég bar ábyrgð á öllu sjálf.“ Hún segir þau Pólverjann hafa ákveðið að hún færi nokkrum sinn- um ein á mót og er það liður í þeirri viðleitni að gera hana sjálfstæðari. „Ég öðlaðist mikla reynslu á mótinu í Bielefeld og sérstaklega var gott að mér skyldi ganga svona vel einni. Allar ákvarðanir voru mínar; hvenær átti ég að skipta um stöng? Hvenær átti ég að hækka gripið á stönginni? Svona aðstæður geta komið upp, tO dæmis á Ólympíuleik- um. Þar er ekki auðvelt að ná sam- bandi við þjálfarann, sem situr ein- hvers staðar langt uppi í stúku.“ Hún segir allt starf þeirra Szczyrbas nú einmitt miðast við Ólympíuleik- ana í Sydney árið 2000. „Við horfum miklu lengra fram í tímann en næsta sumar eða næsta ár. Ólympíuleik- arnir eru það stórverkefni sem við Morgunblaðið/Golli neina keppni, allar aðrar voru hætt- ar, og ég stórefast um að ég hefði stokkið jafn hátt og ég gerði hefði ég ekki fengið fréttirnar frá Prag.“ Útrás í íþróttum Vala býr með móður sinni og yngri systur í Svíþjóð. Foreldrar hennar skildu þegar Vala var fimmtán ára og Flosi faðir hennar fluttist á ný til íslands. Hún segir það hafa verið svolítið erfitt, „eins og skilnaður hlýtur alltaf að vera fyrir krakka. Ég held að allir hljóti að vera sammála því sem hafa upp- lifað skilnað foreldra sinna." Hún segir að sumu leyti erfitt að foreldr- arnir búi sitt í hvoru lagi, „en samt; þau eru bæði á lífi og það er aðalat- riðið. Það eru ekki allir sem eiga svona góða foreldra. Þau hafa reynst mér mjög vel; ég hefði aldrei náð svona langt nema vegna þess hve vel þau hafa stutt við bakið á mér“. Hún segist, eftir á að hyggja, fegin að hafa verið komin í íþróttir af krafti þegar þarna kom sögu. „Ég fékk mikla útrás í íþróttunum vegna erfiðleikanna í tengslum við skilnað foreldra minna. Fór oft á æfingar, tók brjálaða spretti og grýtti kúlunni lengst út í buskann. Eg er fegin að ég gat fengið útrás með þessum hætti en ekki einhvem veginn öðruvísi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.