Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÆRAST AUKIN
VÖLD í HENDUR
BANKARÁÐSINS?
starfið yrði þyngra í vöfum. Oft
þarf að taka ákvörðun með stuttum
fyrii-vara.“
Birgir er spurður hvort það geti
ekki valdið erfiðleikum að stjórn-
málaflokkarnir ráði skipun í banka-
stjórastöðurnar. Kemur þessi til-
högun ekki niður á fagmennskunni
hjá þankanum?
„í rauninni fer það eftir þeim
einstaklingum sem veljast til þess-
ara starfa. Við skulum átta okkur á
að útnefning seðlabankastjóra er
mjög pólitísk í öllum löndum. A hin-
um Norðurlöndunum koma margir
bankastjóranna úr pólitísku um-
hverfi, sumir hafa verið stjórnmála-
menn. Síðan fer það eftir mönnun-
um hve miklir árekstrar verða milli
stjómmálanna og fagmennskunnar,
fer eftir því hvernig þeir eru gerðir.
Eg hef aldrei orðið var við það að
einhverjir séu að reyna að ráðskast
með það sem ég er að gera.“
Dæma menn óalandi
og óferjandi
Birgir er minntur á ásakanir
þess efnis að stjórnmálaflokkarnir
noti oft tækifærið til að útvega
mönnum góð störf eftir langt og
erfitt stríð í stjóm-
málunum. Verið sé að
hjálpa mönnum til að
hætta. Finnst honum
þetta réttmæt gagn-
rýni?
„Mér finnst þessi
gagnrýni ekki rétt-
mæt, hún virðist vera
séríslenskt fyrirbæri.
Ástæðuna veit ég
ekki. Það er viss til-
hneiging hér, miklu
sterkari en víða ann-
ars staðar, til að
dæma menn óalandi
og óferjandi ef þeir
hafa komið nálægt
stjórnmálum. Þeir
eiga ekki að vera
gjaldgengir eftir það
þótt vitað sé að
stjórnmálamenn búi
yfir verðmætri
reynslu og annars
konar reynslu en
margir hafa. Þeir
hafa dálítið aðra sýn
á þjóðfélagið en ýms-
ir sem hafa starfað í
stofnunum alla sín
ævi,“ segir Birgir ís-
leifur.
Formaður banka-
ráðs Seðlabankans,
Þröstur Ólafsson, seg-
ist telja eðlilegra fyr-
irkomulag að í stofn-
un sem þessari væri
einn aðalbankastjóri
og hugsanlega aðstoðarbankastjór-
ar.
„Ég held að tillögurnar frá 1992
hafi að flestu leyti vísað í rétta átt.
Astæðurnar fyrir því að banka-
stjórarnir era þrír era sögulegar,
eins og hjá ríkisbönkunum. Upp-
haflega var þetta pólitísk skipting,
á rætur í tíma Jónasar frá Hriflu og
byijaði í Landsbankanum. Síðan
varð þetta uppskrift sem menn not-
uðu annars staðar og einnig í Seðla-
bankanum þegar hann tók til starfa
1961 þótt hann sé annars konar
stofnun en hinir bankarnir.“
Breytt hlutverk Seðlabankans
Þröstur bendir á að hlutverk
seðlabankans hafi breyst mjög á
síðari áram, gjaldeyriseftirlit sé
nánast horfið. Vaxtastýring og önn-
ur miðstýring efnahagslífsins séu
að víkja fyrir aukinni áherslu á
markaðsöflin þótt reynt sé að stýra
í gegnum markaðina til að tryggja
jafnvægi. „Ef bankaeftirlitið fer út,
eins og flest bendir til, er kjörið
tækifæri til að líta á þessi mál. Það
þarf hvort sem er að taka banka-
lögin í gegn ef eftirlitið verður tekið
frá bankanum."
Helgi S. Guðmundsson, formaður
h gigi
bankaráðs Landsbankans hf., seg-
ist almennt vera þeirrar skoðunar
að nóg sé að hafa einn bankastjóra
og hann miði þá við reynslu sína af
Landsbankanum. „Ég þekki ekki
nægilega vel til Seðlabankans en
get ímyndað mér að sama eigi við
þar, að einn stjómandi dugi. Þetta
er eins og í fyrirtækjum að best er
að forstjóri sé einn og Seðlabank-
inn er varla svo stór að þörf sé á
meira en einum.“
Oft hefur verið um það rætt að
fækka beri bankastjórastöðunum.
Helgi er spurður hver sé að hans
mati ástæðan fyrir tregðunni. Eru
ítök stjórnmálaflokkanna þeim svo
dýnnæt að þeir vilji ekki fækka
áhrifastöðum sem þeir ráða?
„Það er erfitt að svara þessu en
við eigum mjög erfitt með að koma
okkur út úr svona hefðum. Það hef-
ur lengi verið talað um að þarna sé
um að ræða skipti á milli flokkanna
og auðvitað sjá það allir. Ég held að
menn séu ekki komnir á þann tíma-
punkt að hægt sé að taka á þessu
en ég held að þetta muni breytast í
náinni framtíð.
Ég treysti mér ékki til að full-
yrða að Seðlabankinn eigi að fá
aukið sjálfstæði. Hitt er annað mál
að ég vil benda á að það er mjög
erfitt að heimfæra það sem gert er
erlendis upp á aðstæður okkar. Við
verðum að fara varlega í það, ekki
er alltaf víst að þær aðferðir henti
okkur hér heima. Atvinnuvegir og
fleira er svo einhæft, vægi sjávarút-
vegsins svo mikið og ég held að
fram til þessa að minnsta kosti hafi
verið nauðsynlegt að hafa kerfið
með þessum hætti. Ég held að ís-
lenskt hagkerfi sé þannig að það
þurfi ákveðna stýringu þó að
ákveðið frelsi sé auðvitað nauðsyn-
legt.“
Hann er spurður hvort bein af-
skipti stjórnmálamanna af Seðla-
bankanum komi niður á faglegum
Steingrímur
Hermannsson
Birgir ísleifur
Gunnarsson
Þröstur
Ólafsson
Helgi S.
Guðmundsson
ÖRFÁ SÆTI LAUS
„Sjálfstæði í krafti
faglegrar þekkingaru
ER tillögur um að gera ríkis-
bankana að hlutafélögum voru í
undirbúningi var rætt um að að-
eins einn bankastjóri yrði í
hverjum þeirra. Ur þessu varð
þó ekki og ljóst að stjórnmála-
flokkarnir voru ekki reiðubúnir
að leggja af gamalt kerfi sem
tryggt hafði þeim áhrif en bent
er á að verði stofnanirnar einka-
væddar sé aðeins verið að fresta
óhjákvæmilegum breytingum.
Hluthafar inuni ekki sætta sig
við að bönkunum sé um alla
framtíð stjórnað af mönnum sem
flokkarnir líti í reynd á sem full-
tnia sína. Krafist verði faglegrar
kunnáttu.
Formaður efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis er Vil-
hjálmur Egilsson.
„Ég sé nú ekki að það skipti
svo miklu hve margir banka-
stjórarnir eru. Mikilvægast er að
það sé ákveðin verkaskipting á
milli þeirra og ábyrgðin sé ljós. í
því sambandi er það staða for-
manns bankastjórnar sem skiptir
meira en það hver titillinn er.
Seðlabankinn er af öðru tagi en
ríkisbankarnir, þeir eru fyrir-
tæki.
Hann er að einhveiju leyti
stjórnvald og það er ekkert
óeðlilegt að um einhveijar
ákvarðanir hans fialli fjölskipað
vald. Það gæti vel gengið að hafa
einn bankastjóra en þá myndi
bankaráðið fá veigameira hlut-
verk.“
Hann segir að sjálfstæðir
seðlabankar í öðrum ríkjum hafi
venjulega verið stofnaðir þar
sem um sé að ræða einhvers kon-
ar sambandsríki og nefnir
Þýskaland sem dæmi. Þar hafi
seðlabanki ekki verið byggður
upp sem hluti af miðstýrðu
stjórnkerfi heldur samstarfs-
stofnun nokkurra
eininga, í Þýska-
Iandi sambandsríkj-
anna 15. „Stoftiunin
hefur orðið til í ger-
óUku umhverfi hér.“
í ágætum farvegi
Vilhjálmur er
spurður hvort hann
álíti aö efla þurfi
sjálfstæði seðla-
bankans, jafnvel
með nýjum seðla-
bankalögum. „Mér
hefur nú ekki fund-
ist mikil þörf á að
breyta lögunum. St-
arf bankans hefur
verið á ágætum farvegi á síðustu
árum. Hann hefur einbeitt sér að
tiltölulega þröngu hlutverki
seðlabanka og ég held að þetta
sé góð þróun. Þetta hefur í raun-
inni þýtt að meiri fagleg kunn-
átta hefur flust inn í bankann á
þessu sviði og hann fær aukið
sjálfstæði með því að hafa
stöðugt meira vit á málunum.
Hann öðlast sjálfstæði í krafti
faglegrar þekkingar á markaðn-
um. Þessi þróun hefur orðið án
þess að lögunum hafi verið
breytt.“
Hann er spurður hvort banka-
stjórastöður ( Seðlabankanum
hafi stundum verið notaðar eins
og hálfgert dvalarheimili fyrir
dasaða sljórnmálaskörunga sem
liafi viljað hafa það eitthvað náð-
ugra síðustu starfsárin. Vilhjálm-
ur svarar því til að samband
sljórnmálamanna og þjóðarinnar
sé flókið og minni oft á blöndu af
ást og hatri.
„Það er eiginlega spurning
hvað stjórnmálamenn mega gera
ef þeir hætta í stjórnmálum,
hvar þeir mega þá hasla sér völl.
Fyrirtæki eru yfir-
leitt hrædd við að
ráða menu til starfa
ef þeir eiga að baki
feril í stjórnmálum.
Það er barist gegn
því að þeir fari í
sendiherrastöður eða
stjórnunarstöður í
bönkunum og þess
háttar stofnunum.
Einhver þyrfti að
kanna hvað sljórn-
málamenn mega að
áliti háværustu
gagnrýnendanna
gera ef þeir hætta í
stjórnmálum eftir
fimmtugt.
Mér finnst að með
seðlabankastjórastöður eigi að
fara eins og önnur störf. Það eigi
ekki að loka þeim fyrir stjórn-
málamönnum en þeir eiga heldur
ekkert að einoka þau.“
Að geta
tekið ákvörðun
En er hætta á að faglegu kröf-
urnar verði útundan í starfi
bankans ef æðstu menn eru
ráðnir á forsendum stjórnmála-
flokkanna?
„Mér finnst að mestu skipti að
bankastjórinn hafi faglegan bak-
grunn á einhveiju sviði og síðan
er gott að innan bankans sé góð
fagleg þekking til að treysta þær
ákvarðanir sem teknar eru.
Meginkostir góðs seðlabanka-
sljóra eru hæfni til að taka rétt-
ar ákvarðanir og geta til að
koma þannig fram fyrir hönd
hagkerfisins út á við að menn fái
á því traust.
Sjálf manngerðin skiptir miklu
máli. Menn geta verið mestu
fræðimenn á ákveðnu sviði en
ófærir um að taka ákvörðun."
Vilhjálmur
Egilsson
„Þetta er
forkastanlegt kerfi“
ÁGÚST Einarsson, alþingismað-
ur og prófessor, var formaður
nefndar sem árið 1992 lagði
fram tillögur um róttækar skipu-
Iagsbreytingar á Seðlabankanum
en þær náðu ekki fram að ganga.
Hann segir mestu skipta að
skipulag og lög um stofnunina
verði endurbætt í takt við
breytta tíma.
„Seðlabankiun á að vera sjálf-
stæður og vinna á sínu afmark-
aða sviði í peningamálum en ekki
vera undir handarjaðri fram-
kvæmdavaldsins, eins og gert er
ráð fyrir í núverandi löggjöf. Þá
má minna á pólitísku afskiptin
sem hafa komið fram hvað eftir
annað við skipun í bankastjóra-
stöður. Frumvarp um þetta efni,
uppstokkun, var unnið fyrir
nokkrum árum en ekki náðist
um það pólitísk samstaða."
Ágúst segist telja það skyn-
samlegt að flytja bankaeftirlitið
frá bankanum og sameina það
vátryggingaeftirlitinu eins og nú
er talið vera á döfinni; þetta hafi
verið stefna jafnaðarmanna. Að
fækka bankastjórum myndi vera
af hinu góða en aðalatriðið sé að
raunverulegt sjálfstæði bankans
sé tryggt. „Við sjáum að seðla-
bankar alls staðar í nágranna-
löndum okkar hafa verið gerðir
sjálfstæðari gagnvart fram-
kvæmdavaldinu. Menn telja þetta
vera affarasælast í efnahags-
stjórninni og það liefur skilað
verulegum árangri. Hér á landi
erum við mörgum
árum á eftir í þess-
um efnum.
Við höfum ekki
farið þessa leið
vegna þess að
stj ór nmálaflokk-
arnir hafa kosið að
halda yfirráðum í
reynd yfir Seðla-
bankanum og vilja
hafa tækifæri til
að senda stjórn-
málamenn í stöður
þar, eins og
margoft hefur
gerst. Það hefur
ekki verið bankan-
um til framdráttar.
Sjálfstæðið er í mínum huga
grundvallaratriði en ekki hvort
skipaður verður aðalbankastjóri
og svo nokkrir aðstoðarbanka-
stjórar. Ef menn vilja raunveru-
lega uppstokkun verður að auka
sjálfstæðið og kalla þá til verka
reynda seðlabankamenn en það
myndi gerast af sjálfu sér með
annarri löggjöf og öðrum hugs-
unarhætti. Hins vegar er langt í
land með að það gerist liér. Mér
sýnist enginn vilji vera í þá átt
hjá ráðamönnum að gera Seðla-
bankann að sjálfstæðri stofnun."
Ekki hlutverk
almannavaldsins
Ágúst er spurður hvort ekki
séu nógu margir möguleikar hér
á að „sparka mönnum upp“ eins
og það hefur verið
orðað, þ.e. finna þægi-
legar virðingarstöður
handa þeim sem vilja
losna eftir áratugi úr
argaþrasi stjórnmál-
anna en jafnframt
hafa áhrif og jafnvel
góð eftirlaun.
„Menn hafa verið
leysa ákveðin vanda-
mál og þetta hefur
komið niður á Seðla-
bankanum og við-
skiptabönkunum. Það
á ekki að vera hlut-
verk almannavaldsins
að tryggja öldruðum
stjórnmálamönnum
lífsviðurværi á efri árum en
margir fyrrverandi alþingis-
menn og ráðherrar gætu gert
gagn í fyrirtækjum og ijöldasam-
tökum. Það hafa sumir þeirra
gert. Þá er ekki nauðsynlegt að
hugsa aðeins um æðstu stöður í
bönkum til að tryggja sér Iífeyri
upp á allt milljón á mánuði.
Þetta er forkastanlegt kerfi.
Við höfum ekki losnað út úr
þessu vegna þess að segja má að
allir stjórnmálaflokkarnir séu
samdauna þessu kerfi. Skera
verður upp herör gegn því. Mis-
tök í efnahagsmálum á undan-
förnum árum eiga að hluta til
rætur að rekja til
Seðlabankans og
hagsmunavörslu
inu.“
Ágúst
Einarsson
I ósjálfstæðis
pólitískrar
í bankakerf-
ii.Tiívuir' _
ískrar
±J