Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 ^- MINNINGAR KIRKJUSTARF HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR + Helga Kristjánsdóttir var fædd í Reykjavík hinn 19. jantíar 1923. Htín lést á heim- ili sínu í Hafnarfirði 5. mars síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 13. mars. Fyrir rúmum 40 árum hófu for- eldrar okkar búskap á Norður- braut 9 í Hafnarfirði. í húsinu bjuggu fyrir hjónin Helga Krist- jánsdóttir og Sigurjón Melberg > ásamt bömum sínum Lofti og Ólöfu. Góð vinátta tókst með þess- um tveimur fjölskyldum og mikill samgangur var á milli heimilanna. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun urðu mamma okkar og Helga miklar vinkonur og á þá vináttu hefur aldrei borið skugga. Við systkinin fæddumst flest á því 12 ára tímabili sem sambýlið + Árni Aðalsteinsson fædd- ist í Hafnarfírði 22. ágtíst 1943. Hann lést 27. desember 1997 og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 6. janúar. Ég vil minnast vinar míns Áma Aðalsteinssonar er lést skömmu fyrir síðustu áramót. Margar minningar á ég um þennan gamla ^og góða vinnufélaga. Við áttum góð samskipti þegar við störfuðum saman hjá dr. Jakob Sigurðssyni. Arni þótti fyrirmyndarmaður hvað vinnu snerti og gætti þess vel að matvælin sem við framleiddum kæmust sem best til viðtakenda. Þetta lýsti samviskusemi hans, en menntun hans nýttist ekki seinni ár vegna langvarandi veikinda sem við Helgu og Sigga stóð. Margar minningar okkar úr æsku eru því samtvinnaðar minningum um þau og börn þeirra. Þegar við systkinin komum nú saman til að skrifa fáein kveðjuorð um Helgu Kristjánsdóttur er okk- ur öllum þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samferða henni frá barnæsku og fram á þennan dag. Þakklæti fyrir hlýju hennar í okkar garð og í garð barna okkar. Síðast en ekki síst þakklæti fyrir allar góðu minningarnar um Helgu og fjöl- skyldu hennar. Já, það er margs að minnast, ótal atburðir rifjast upp þar sem Helga var, hlý og brosandi og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Þau hjónin ráku sælgætisgerð- ina Kaldá um árabil. Fyrir hver jól biðum við með eftirvæntingu eftir hrjaðu hann þangað til yfir lauk. Ami var vinur vina sinna og reyndist þeim vel. Arni þurfti að upplifa mikla erfiðleika, en hann missti bróður sinn á sviplegan hátt. Ég man þegar Arni kom inn á sjúkrastöð SÁÁ og sagði hús- næðislausa alkóhólista alltaf vel- komna til sín. Þetta sannaði gæði og kosti sem ekki eru öllum gefin. Ég bið algóðan Guð að fylgja þér til betri heima, sem og Hlölla bróður þínum. Hér í kveðjuskyni fer ég með sameiginlega bæn okk- ar: Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit tU að greina þar á milli. Þinn vinur, Jónas Bjarki. þeim árvissa atburði þegar Siggi og Helga komu færandi hendi með kassa fullan af sælgæti úr Kaldá. Þá fyrst voru jólin örugglega kom- in, fannst okkur. Á heimili þeirra hjóna bjó oft Ólöf móðir Helgu. Ólöfu kölluðum við aldrei annað en ömmu Lóu. Það var kapítuli út af fyrir sig að kynnast henni, sigldri heimskonunni, sem ætíð var sveip- uð ævintýraljóma í hugum okkar. Árin liðu og alltaf var Helga hluti af lífi okkar, jafnt í gleði sem sorg. Börnin okkar nutu hlýju hennar og vináttu rétt eins og við. Það var oft glatt á hjalla þegar Helga og mamma voru að segja þeim sögurnar af bernskubrekum okkar „krakkanna á 9“. Við eigum því öll minningar um góða konu, minningar sem munu lifa með okkur og börnum okkar um ókomin ár. Lóu, Lolla og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Guðný, Stefán, Elín, Lára, Kristján og Osk Magnúsar- börn. Afmælis- og* minningar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greina- höfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. SAFNAÐARSTARF Breiðholtskirkj a 10 ára UM þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að hr. Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Islands, vígði Breiðholtskirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. í tilefni af þessum tíma- mótum efnir söfnuðurinn til hátíðar- messu í dag, sunnudaginn 15. mars, kl. 14. I messunni munu þjóna allir þeir prestar sem þjónað hafa söfnuðin- um frá stofnun hans, en það eru auk sóknarprestsins, sr. Gísla Jónasson- ar, hr. Ólafur Skúlason, biskup, sr. Lárus Halldórsson og sr. Jón Bjarman. Þá mun kvennakórinn Vox Feminae syngja við messuna undir stjóm Margrétar J. Pálma- dóttur. I messunni verður kirkjunni af- hentur stór bænakertastjaki til minningar um Gísla Jónasson skóla- stjóra. Gefendur eru börn Gísla og afkomendur þeirra. Stjakann smíð- aði listakonan Þuríður Steinþórs- dóttir. Að messu lokinni býður sóknar- nefnd kirkjugestum að þiggja kaffi- veitingar í safnaðarheimili kirkj- unnar. Áskirkja. Æskulýðsfélag mánu- dagskvöld kl. 20. Btístaðakirkja. Æskulýðsstarf mánudagskvöld kl. 20.30. Digraneskirkja. Starf aldraðra á þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, mat- ur. Benedikt Amkelsson sýnir muni og segir frá kristniboðsstarfi í Af- ríku. Dómkirkjan. Kl. 11 barnasamkoma í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há- degi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Æsku- lýðsfélagið mánudagskvöld kl. 20. Hallgrímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma mánudag kl. 12. Æskulýðsfélagið Örk mánudags- kvöld kl. 20. Langholtskirkja. Safnaðarfélag Langholtskirkju heldur opinn fund um æskulýðsstarf kl. 20.30. Fyrir- lesari er Hreiðar Öm Stefánsson. Allir velkomnir. Neskirkja. Starf fyi’ir 10-12 ára börn mánudag kl. 16. For- eldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Þroski barna og örvun. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára stráka og stelpur kl. 13-14 í safnað- arheimili Árbæjarkirkju. Æsku- lýðsfundur yngri deildar kl. 20-22 í kvöld. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur mánudag kl. 17-18. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra á mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrt- ing á mánudögum. Pantanir í slma 557 4521. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkj- unni. Æskulýðsfélag unglinga á mánudögum kl. 20.30. For- eldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10-12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17. Kyrrðar- stund mánudag kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur. Sorgarhópur á mánudögum kl. 20 í umsjón prestanna. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag Hjalla- kirkju kl. 20.30 fyrir unglinga 13-15 ára. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um- sjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Kópavogskirkja. Samvera Æsku- lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðarheimil- inu Borgum. Seljakirkja. Fundur KFUK mánu- dag. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15- 18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30- 19.30. Mömmumorgnar á þriðjudög- um kl. 10. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára. Landakirkja, Vestm. KFUM & K Landakirkju, unglingafundur í safn- aðarheimilinu kl. 20.30. Á morgun, mánudag, bænasamvera og biblíu- lestur í KFUM & K-húsinu kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Svanur Magnússon. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Ailir hjartanlega vel- komnir. Grindavíkurkirkja. For- eldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Nk. þriðjudag, 17. mars, mun Sólveig Þórðardóttir, hjúkrunarfor- stjóri og ljósmóðir, koma í heim- sókn og halda'fræðsluerindi. TTT- starfið kl. 17. Spilavist eldri borgara alla fimmtudaga kl. 14-17. Sóknar- nefndin. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, SEMONU CHRISTIANSEN, Krummahólum 41, Reykjavík. Fyrir hönd vandamanna, Judith E. Christiansen, Gunnar Christiansen, Dagmar Púrí. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát sonar okkar, ÞORSTEINS BENUM. Erla og Jörgen Benum, Gabbrovegen 1, 9022 Krokelvdalen, Noregi. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, -> GUÐNÝJAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Hraunbæ 128, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Árbæjarkirkju. Hafdís H. Vilhjálmsdóttir, Grímur Kjartansson, Einar Grímsson, Guðný Helga Grímsdóttir. V------------------------------—------------------------------ /INNLENT Borgarráð Námsflokk- arnir fá 9,1 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Atvinnu- og ferðamála- stofu um að veita Námsflokkum Reykjavíkur rúmar 8,4 millj. króna til að hefja nýtt átaksverk- efni fyrir skrifstofu- og verslun- arfólk, sem lengi hefur verið á at- vinnuleysisskrá. Jafnframt var samþykkt að veita 650 þús. í styrk til langtíma atvinnulausra vegna aukinna ökuréttinda. í erindi Námsflokkanna til At- vinnu- og ferðamálastofu kemur fram að góð reynsla hafí verið af átaksverkefnunum. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist 23. mars með sex vikna námi, sem verður tvíþætt. Lögð verður áhersla á sjálfsuppbyggingu þátttakenda og áhersla á að veita þeim endur- menntun í skrifstofu- og verslun- arstörfum. Þátttakendum verður síðan komið í tólf vikna starfs- þjálfun í ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Ný viðhorf í öldrunarmálum FORSJÁRHYGGJA er allt of oft lögð til grundvallar í starfi með eldri borgurum og lög sem eiga að tryggja sjálfstæði þeirra eru ekki nógu afdráttarlaus. Þetta kom fram á Hrafnaþingi, ráð- stefnu um ný viðhorf í öldrunar- málum sem haldin var í Kópavogi 7. mars síðastliðinn. Á ráðstefnunni kom einnig fram að oft væri litið á eldri borg- ara sem einsleitan hóp og að það brynni við að talað væri við þá sem óvita. Þá var velt upp spurn- ingum um það hvort sérlög um málefni eldri borgara væru tíma- skekkja og hvort það starf sem unnið væri með þeim miðaði fremur að því að þjóna hagsmun- um þeirra eða kerfisins. Aurskriða féll á þjóðveg’inn SKRIÐA féll yfir þjóðveginn úr gili fyrir ofan bæinn Bólstaðar- hiíð í Svartárdal, Austur-Húna- vatnssýslu á fóstudagskvöld. Skriðan var 35 m breið og að mestu krap og grjót. Þjóðvegur- inn var ruddur þá um kvöldið. Að sögn lögreglu sakaði engan. ARNI AÐALSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.