Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS f( SJÓNVAP.PIÐ ER f \ VIE3GEPe>, CSRETni? ! 1 1 I í ■ 2 r—1 J | ^ o és pou EKiO AO HORB4 'a piG STAIZA ÚTOM GUJ66Am.j Tommi og Jenni ^þAÞ Ok. YF/R. HANtí MÚS 1 LRIKr FAN6A SKR/i PFBRA. © 1998 TURNÖl EWTERTAÍNMENT CO. P1ST FDTTOW8 Pft68S 8PMCB Ljóska Ferdinand Smáfólk o I HAVE TO 5TA^ tuned FOR 5CENE5 FROM NEXT U)EEK'5 EPI50PE.. Ég hélt að þú værir að fara út. Ég get það ekki .. . þeir sögðu að við ættum að horfa á atriði úr framhaldsþættin- um í næstu viku ... Jæja, ég er að fara út. Ég vildi Ég verð að horfa á atriði úr gjarnan fara með þér ... þættinum sem verður sýndur í næstu viku ... Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þrjú afburða fögur sönglög Frá Auðunni Braga Sveinssyni: EKKI get ég látið hjá líða að minn- ast á þrjú sönglög við fógur og vel ort ljóð, sem oft eru leikin og sungin í útvarpinu nú á dögum. Varla er það tilviljun, að ljóðin við þessi ágætu lög eru eftir viðurkennd þjóð- skáld. Þama hafa snillingar orða og tóna að unnið. 011 þjóðin hefur tekið einróma við listaverkum þeirra. Hamingjusamir hljóta þeir lista- menn að teljast, sem þannig ná eyr- um og huga þjóðar sinnar. Vel get ég hugsað mér, að verk þessara önd- vegis listamanna lifi mjög lengi, þó að mér komi hins vegar ekki til hug- ar, að þau lifi jafn lengi og íslensk tunga er töluð og tónar óma. Allt of oft er því slegið fóstu, að eitthvert hugverk lifi endalaust. Við megum ekki taka svo djúpt í árinni. Hver eru þá þessi ágætu lög og ljóð? 1 Fyrst vil ég nefna elsta sönglagið, ef ég man það þá rétt, en það er gert við ljóð Halldórs Laxness: Hvert ör- stutt spor. Jón Nordal hefur samið þetta snilldarlag. Hann er sonur Sigurðar Nordals. Komungur hóf hann að semja tónverk og vakti strax mikla athygli. Aðeins nítján ára að aldri, árið 1945, tók hann þátt í öðru listamannaþinginu hérlendis. Vom þá flutt eftir hann tvö tónverk. Alla sína ævi hefur hann helgað tón- menntum starfskrafta sína. Skóla- stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík var hann í aldarfjórðung. Oft hef ég hlýtt á lagið hans Jóns Nordals og ætíð notið þess sem mikils og hug- ljúfs listaverks. Þess skal getið, að ljóð Laxness er birt í sjónleiknum „Silfurtúnglinu", endurskoðaðri gerð, sem gefin var út 1975. Fyrsta erind- ið, af fjómm alls, er á þessa leið: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak, er tafðir þú hjá mér, var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. 2 Þá er það Kvæðið um fuglana sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orti og birtist í nýrri kvæðabók, sem út var gefin 1947. Var það sjöunda ljóðabók skáldsins. Það er Atli Heimir Sveinsson sem gert hefur þetta ljóð svo að segja ódauðlegt með sönglagi sínu, sem hljómar stöðugt frá því að það var samið - fyrir allmörgum ámm. Öll em erindi ljóðsins fögur, en mér finnst það rísa hæst í þessu yfirlætislausa erindi: Sá einn er skáld, sem elskar jörð og sól, þó eigi hvorki björg né húsaskjól. Hann veit, að lífíð sjálft er guðagjöf, og gæti búið einn við nyrstu höf. Lag Atla Heimis lyftir þessu fagra ljóði í hæstu hæðir. 3 Þá er ég kominn að þriðja söng- laginu, sem ort er við erindi úr Hulduljóðum Jónasar Hallgrímsson- ar og hefst þannig: Smávinir fagrir, foldarskart fffill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvert öðru að segja frá. Prýðið þið lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar íyllir þarfir manns. Hver hefur svo gert lag við þetta fagra og tilkomumikla Ijóð? Það er enginn annar en höfundur lagsins við ljóðið úr Silfurtunglinu, sem fyrr er getið, sjálfur Jón Nordal. Lagið er einkar fagurt og fyllt viðkvæmni og innileika. Þarna hefur Jóni Nor- dal tekist að magna áhrif þessa ljóðs listaskáldsins góða, og vom þau þó ærin fyrir. Vissulega em þau mörg sönglög- in, sem heilla mann, fyrr og síðar; og þessi þrjú, sem ég hefi minnst á hér að framan, eru að mínum dómi af- burða fögur. Tel víst, að hér mæli ég fýrir munn margra. Ég þakka höf- undunum framlagið. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Skiptaverð á físki ekki flókið mál Frá Jens Pétri Jensen: ÉG VIL byrja á að þakka fyrir gott Morgun-vef-blað. Ég var að lesa fréttimar um „sjómannadeiluna“ og þær tillögur, sem stjómskipaða nefndin kom með. Enn og aftur er það ríkisstjómin, sem á að „bjarga“ hlutunum og nú með því að endur- vekja hið gamla verðlagsráð sjávar- útvegsins - að vísu í breyttri mynd. Tillagan um kvótaþing er ágæt og hana má vel framkvæma á opinber- um vettvangi, líkt og með verðbréfa- þingið. En hitt að ætla opinberum aðila, að „reikna“ út fiskverð og fylgjast með því heyrir einfaldlega fortíðinni til. Sjómenn og útvegs- menn verða að axla þessa ábyrgð sjálfir. Þeir verða að skilja, að þeir - líkt og allir aðrir viðsemjendur á vinnumarkaði - eiga einir að semja um sín launamál. Og þá er ég kom- inn að kjarna málsins. Skiptaverð á fiski er í eðli sínu ekki flókið mál að semja um. Sjómenn og útvegsmenn ættu að geta samið um verð á fiskin- um, rétt eins og flestir aðrir semja um laun og launakjör. Utvegsmenn verða að axla þá ábyrgð, sem frjáls atvinnumarkaður býður uppá. Sjó- menn ættu að bjóða útgerðarmönn- um uppá það, að semja um fast skiptaverð fyrir ákveðið tímabil fyrir allar físktegundir. Þetta ætti fyrir löngu að vera orðinn fastur hluti af samningaferlinu, fyrst þeir á annað borð halda dauðahaldi í hlutaskipta- kerfið. Skoðanir sem fram koma í bréfinu eru mínar, en ekki Þjóðhagsstofnun- ar. JENS PÉTUR JENSEN, hagfræðingur og vinnur hjá Þjóðhagsstofnun. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.