Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 51 Ofnæmi fyrir tígrisdýrum Oxford. Reuters. TÍGRISDÝR í Chipperfield-sirku- snum beið ekki boðanna er starfs- maður sýndi ekki aðgát við fóðrun dýranna, hélt sig ekki við settar reglur og rétti því hrátt kjöt með berum höndum í stað þess að skutla því inn í búrið með löngu skafti. Hinn 230 kílóa bengaltígur læsti klónum í handlegg Nigels Wessons, beit höndina af og gleypti og lék handlegginn að öðru leyti fremur illa. Atvikið átti sér stað í aðsetri sirkussins í Heythrop skammt frá háskólaborginni Oxford, en þangað var Wesson fluttur með þyrlu í sjúkrahús þar sem handleggurinn var tekinn af rétt fyrir ofan oln- boga. Er sjúkrabörum hans var ek- ið inn í Radcliffe-spi'talann spurði starfsfólk bráðavaktarinnar hvort hann hefði ofnæmi fyrir einhveiju. „Bara tígrisdýrum," svaraði Wes- son stuttur í spuna. Hugbún- aðarþjóf- ar þefað- ir uppi London. The Daily Telegraph. HUGSANLEGT er, að brátt komi á götuna sérútbúinn bfl, sem getur þefað uppi alla þá, sem nota hugbúnað í heimild- arleysi. Byggist þessi tækni á uppgötvunum, sem tölvufræð- ingar við háskólann í Cambridge hafa gert. Tölvufræðingarnir hafa fundið aðferð við að breyta eða hliðra þannig rafsegulgeislum, sem berast frá tölvuskjánum, að þeir geti flutt með sér leynilegt leyfisnúmer, sem nema má í allt að 40 metra fjarlægð. Það á því að vera hægt að finna út hvort hug- búnaður af þessu tagi er í höndunum á öðrum en þeim, sem hafa leyfi til að nota hann. Kemur þetta fram í vísinda- tímaritinu New Scientist og þar segir einnig, að nota megi þennan nýja hugbúnað jöfnum höndum til að finna hugbúnað- arþjófa og til að gera það erf- iðara en ella að lesa af skján- um eða ráða í refsegulbylgj- urnar úr fjarska. Höfundar þessarar nýju tækni eru tveir, Markus Kuhn og Ross Anderson, og fékk sá síðarnefndi hugmyndina 1971 þegar vinur hans fann upp á því að laga þannig til tíðni út- varpsbylgna, sem berast frá tölvum, að þær mynduðu lag- línu, sem unnt var að ná á mið- bylgju í nágrenninu. Komdu áður en allt er búið! Hólf & Gólf ---B REIDDINN I- / a < u- % <?% BYKO % % V Daim HONDA 9 0 h e s t ö f l Traustur bfll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifaiið í verði bílsins 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautunt Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning 4 Útvarp og kassettutæki4 Verð á qötuna: 1.455.000f" Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- [ HONDA Sfml: 520 1100 ...kíktu á merkið! DIGITAL A ÍSLANDI Vatnagöröum 14 • sími 533 5050 • fax 533 5060 • http//www.digftal.is Pentium II Verð frá: 179.995,- eiöfuOc

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.