Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 58
_ r58 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR vísindaskáldsagna-myndinni Innrás líkamsþjófanna.
ANDY Robinson og Siegel við tökur á Dirty Harry.
JOHN Wayne í myndinni „The Shootist“.
ÁHORFENDUR hafa löngum
skipst í tvo hópa er kemur að
spurningunni hveija líkams-
þjófarnir táknuðu í einni af bestu
hrollvekjum allra tima, Invasion of
the Body Snatchers. Hún var gerð
1956, þegar ofsóknaræði kalda
stríðsins var í algleymingi og
Bandaríkin enn í uppnámi yflr
nornaveiðum McCarthys og að-
gerðum óamerísku nefndarinnar.
Menn skiptust einkum í tvo hópa,
annaðhvort áttu þetta að vera
kommúnistar eða fasistar. Spurður
^ þessarar spurningar svaraði Ieik-
sljórinn að bragði, „Mennimir á
skrifstofúnni“, og átti við peninga-
mennina f kvikmyndaiðnaðinum
sem löngum ráða ferðinni í
Hollywood.
Siegel (1912-’91) átti löngum í
útistöðum við skriffinna kvik-
myndaveranna sem litu löngum á
hann sem erfiðan uppreisnarsegg.
Eftir nám í Cambridge fékk hann
vinnu hjá Warner Bros. sem yfir-
klippari. Sagðist síðar hafa fengið
starfið útá að ljúga uppá sig skyld-
leika með þeim bræðmm, eigend-
um versins. Snemma vann hann til
tveggja Óskarsverðlauna fyrir
stuttmyndir og fyrstu, löngu mynd-
ina, The Verdict, gerði hann 1946.
Siegel var fjölhæfur leikstjóri
sem hafði geysileg áhrif á sína
samtíðarmenn. Best tókst honum
DON SIEGEL
upp í persónulegum,
ábúðarmiklum spennu-
myndum, en á einnig
að baki fína vestra,
vísindaskáldsögulegar
myndir og ekki má
gleyma fyrstu Presley
myndinni! Átök hans
við kerfið hófust strax
hjá Warner bræðrum.
Þar vann hann sig
fljótlega uppí stöðu að-
stoðarleikstjóra, og
vann sem slíkur að
fjölmörgum, sögu-
frægum myndum á
borð við Sergeant
York og Casablanca.
Fékk ekki að fara alla
Ieið og hélt að iokum til RKO árið
1949. Strax í The Big Steai, fyrstu
mynd sinni á nýjum vígstöðvum,
sýndi Siegel hversu fær hann var í
gerð spennumynda. Fangelsis-
myndin Riotin Ceíl Block 11, (‘53),
þótti einstaklega raunsæ, grá og
grimm, í stíl sem minnti mjög á
heimildarmyndir.
Á ofanverðum sjötta áratugnum
hélt Siegel til 20th Century Fox,
Don Siegel
þar sem hann gerði
m.a. Flaming Star,
með sjálfum Presley í
sínu fyrsta (og einu
sínu besta) kvikmynda-
hlutverki. Þaðan lá
leiðin til Universal,
þar sem hann vann
m.a. að nokkrum af
fyrstu Iöngu myndun-
um sem gagngert voru
gerðar fyrir sjónvarp.
Þeirra á meðal var
The Killers, (‘64),
minnisstæð mynd, sem
maður sá reyndar í
Hafnarbíói á sínum
tíma. Hún var einstak-
lega vel mönnuð með
Lee Marvin, John Cassavetes,
Angie Dickinson og ekki síst verð-
andi forseta Bandaríkjanna Ron-
ald Reagan í fínu formi sem skít-
seyði. Fjölhæfur maður, Reagan.
Madigan, (‘67), var tímamóta-
mynd á ferli Siegels, fyrsta,
harðsoðna löggumyndin hans, þær
áttu eftir að verða margar, góðar
og vinsælar. Sögufræg samvinna
leiksljórans og Clint Eastwood,
HLJOÐFÆRAVERSLUN
Flytur frá Laugavegi 163 aö
RAUÐARÁRSTÍG 16,
(Áður Hljóðfæraverslun Poul BernburgJ
Verslunin að Laugavegi 163
verður lokuð laugardaginn 14. mars og
mánudaginn 16. mars, og opnar síðan
þriðjudaginn 17. mars að Rauðarárstíg 16.
iymBUÐIN
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
Rauöarárstíg 16 • sími 552 4515
sem hann gerði að Hollywood-
stjörnu, hófst með Coogan’s Bluff,
(‘68), sem jafnframt var fyrsta
mynd Siegels sem leikstjóri og
framleiðandi, og því með tiltölu-
lega fijálsar hendur. Árangurinn
var frumleg, fyndin og æsispenn-
andi hörkumynd um sveitalöggu
(Eastwood), sem bregður sér til
New York. Hún sló heldur betur í
gegn, þessi skemmtilega blanda af
vestra og stórborgarlöggumynd
varð að lokum fyrirmynd feykivin-
sælla og ágætra sjónvarpsþátta,
gott ef þeir hétu ekki McCalI, með
Dennis Weaver í hlutverki lögg-
unnar. Næst á dagskrá var gaman-
samur vestri, Two Mules For Sist-
er Sara, (‘70), með Shirley
McLaine, og The Beguiled, (‘71),
óvenjulegt drama þar sem
Eastwood leikur slasaðan Suður-
ríkjahermann í þrælastríðinu, sem
leitar á náðir nemenda og kennara
kvennaskóla í Norðurríkjunum.
Forvitnileg mynd, m.a. með stór-
leikkonunni Geraldine Page.
1971 kom svo sjálf Dirty Harry
og því næst Charley Warrick, fá-
séð en frábær og í hæsta máta
óvenjuleg spennumynd, þar sem
smáþjófurinn Walther Matthau (af
öllum mönnum), kemst í feitt er
hann hefur óvænt fúlgur fjár útúr
bankaráni í smábæ. Bankinn reyn-
ist felustaður mafíunnar, sem hann
fær á hælana. Þá kom vestrinn sí-
gildi, The Shootist, (‘75), og fjórum
árum síðar Escape From Alcatraz,
enn eitt meistaraverkið og gull-
náman frá Siegel og Eastwood,
sem fer fyrir hópi fanga sem flýr
fangelsið illræmda. Jinxed, (‘82)
var síðasta mynd leikstjórans á
löngum og giftusamlegum ferli,
þar sem hann kynnti fyrir um-
heiminum menn á borð við Lee
Marvin, Sam Peckinpah og Clint
Eastwood. Braut blað í gerð
spennumynda, sem enn sækja í
þann farveg sem Siegel skóp á átt-
unda áratugnum. Þær voru nánast
undantekningarlaust í háum gæða-
flokki, ég mæli heilshugar með
þeim öllum, að þeirri síðustu und-
anskilinni.
Sígild myndbönd
INNRÁS LÍKAMSÞJÓFANNA -
(„INVASION OF THE BODY
SNATCHERS") (‘56)
Myndin sem skipaði Donald Siegel á
bekk með bestu leikstjórum samtím-
ans, er ein athyglisverðasta
v.s.-mynd allra tíma. Lýsir fullkom-
lega ofsóknaræðinu sem tröllreið
Bandaríkjunum á sjötta áratugnum.
Sögusviðið er smábær í Kaliforníu.
Ibúarnir verða smám saman fórnar-
lömb geimvera sem „ræna“ líkömum
þeirra, svo erfitt verður að greina
gamla vini og ættingja frá óvinveittu
innrásarliðinu. Hægri menn dásöm-
uðu myndina sem áróðursmynd um
slægvisku og undirferli kommúnista,
sem á hinn bóginn hugguðu sig við
að myndin væri árás í felulitum á
McCarthy og hans „nornaveiðara".
Menn geta túlkað söguna hver á sinn
hátt. Innrás líkamsþjófanna mun
ætíð standa fyrir sínu, með sitt tor-
tryggna andúmsloft og einstaklega
ógnvekjandi lýsingu á sýktu þjóðfé-
lagi þar sem geigvænlegt ástand
grípur um sig meðal íbúanna. Grun-
semdir blómstra og engum að
treysta. Stórvirki hvað snertir hand-
rit og leikstjórn og leikararnir ákjós-
anlegir, með Kevin McCarthy í
broddi fylkingar. Hér bregður einnig
fyrir leikstjóranum Sam Peckinpah,
sem um árabil var hægri hönd Si-
egels, áður en hann varð sjálfur leik-
stjóri í fremstu röð.
DIRTY HARRY (1971)
eigin lögum og reglum. Mönnum þótti
nóg um ofbeldið á sínum tíma, og það
hefur vissulega ekki mildast með ár-
unum. Myndin er og verður ekki fýrir
böm né viðkvæmar sálir. En þvHík
sigling, hraði og spenna, Siegel kunni
manna best að koma adrenalíninu á
hreyfingu og glæða með áhorfendum
hatur á úrþvættum sínum, sem gjam-
an vom sidlgreind „punk“, af Harry,
og frægt er orðið. Uppgjör Harrys og
ófreskjunnar er því einstaklega sætt í
öllum sínum ljótleika. Myndin gerði
leikstjórann og leikarann að stór-
stjömum.
THE SHOOTIST (1976)
mhhhbhb
Fáar myndir settu jafnsterkan svip á
áttunda áratuginn, né vom jafn-
gegndarlaust eftirapaðar og þessi
harðsvíraða löggumynd um hörkutóiið
Harry Callahan (Clint Eastwood), og
einar fjórar framhaldsmyndir litu
dagsins Ijós. Harry kemur leyniskyttu
(Andy Robinson) undir mannahendur
að sínu eigin, vafasama, óbilgjama
fiumkvæði. Fjöldamorðingjanum er
sleppt vegna skorts á sönnunargögn-
um og hefur þegar hefndaraðgerðir.
En löggan er ekki kölluð „Dirty“
Harry fyrir ekki neitt, hann fer að
Einstök og eftirminnileg mynd fyrir
margra hluta sakir, sem gerist um
aldamótin síðustu í Carson City,
villta vestrinu. Aldurhnigin, sögu-
fræg skytta (John Wayne), kemur til
bæjarins til að eiga rólegt ævikvöld,
þjáð af krabbameini. Fær ekki flúið
orðstír sinn. Ovenjulegur, skynsam-
legur, vel gerður og skrifaður vestri,
með öllum hinum sígildu þáttum.
Hinum roskna, goðsagnakennda
byssubófa, unga fólinu sem hyggur á
frægð með því að bana goðsögninni,
ekkjunni harðfylgnu og syni hennar
sem dýrkar kempuna öldnu. Engu
að síður er þó ferskur blær yfir
myndinni og óvenju vitrænt ívaf í
bragðmiklum samtölum og skýrri
persónusköpun. Aukinheldur hefur
The Shootist mikið tilfinningalegt og
sögulegt gildi. Hún er tímamóta-
mynd, síðasta mynd hins eina og
sanna Johns Wayne, sem sjálfur var
heltekinn af krabba á meðan á tök-
um stóð. Þá er hún í flestu tilliti frá-
bær virðingarvottur við vestrann
einsog hann var í sinni klassísku
mynd. Prýddur stórkostlegum leik-
arahópi, sprottnum úr þessum jarð-
vegi; Lauren Bacall, James Stewart,
Richard Boone, auk fjölda annan-a.
Yfir öllu trónir svo sjálf goðumlík
ímynd villta vestursins öðrum frem-
ur, sjálfur John Wayne. „Duke“;sýn-
ir einn sinn albesta leik í lokahlut-
verki sem honum sæmdi.
Sæbjörn Valdimarsson