Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 64

Morgunblaðið - 15.03.1998, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Banaslys í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi Maður lést og kona slasaðist lífshættulega KARLMAÐUR á sjötugsaldri beið bana í hörðum árekstri á Vestur- landsvegi við Félagsgarð í Kjós á níunda tímanum í gærmorgun. Lið- lega tvítug kona lá í gær lífshættu- lega slösuð á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur og gekkst undir aðgerð þar í gær. Areksturinn varð þegar jeppi á leið vestur og fólksbíll á leið til Reykjavíkur rákust saman. Karl- maðurinn sem ók jeppanum lést og er talinn hafa látist samstundis. Stúlkan ók fólksbílnum. Aðrir voru ekki í bílunum. Að sögn lögreglu er talið að stúlk- an hafi nýlega verið búin að aka fram úr annarri bifreið þegar áreksturinn varð en tildrög hans eru annars að mörgu leyti óljós. Areksturinn varð á beinum kafla á veginum. Konan var flutt á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og gekkst þar undir aðgerð. Ekki feng- ust upplýsingar um líðan hennar um hádegi í gær en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu þurfti hún að gang- ast undir bráðaaðgerð. Þrír sjúkrabílar voru sendir á slysstaðinn, auk þess sem tækjabíll frá slökkviliðinu var sendur á stað- inn til björgunarstarfa og var Vest- urlandsvegur lokaður almennri um- ferð um tíma í gærmorgun vegna bj örgunar starfanna. Aðaleigandi Bischoff Gruppe í samtali við Morgunblaðið Sala til Samskipa augljós kostur ERIKA Bischoff, stjórnandi og aðaleigandi Bischoff Gruppe fram að kaupum Samskipa á flutninga- fyrirtækinu í vikunni, segir að ráðgjafar og lánardrottnar hafi haft litla trú á fjárfestingum þýska félagsins í Samskipum árið 1994. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, hafi hins vegar sann- fært stjórnendur Bischoff Gruppe, þrátt fyrir að íslenska .. Morgunblaðið/Júlíus FJOLMENNT sjúkralið og lögregla tók þátt í björgunarstörfum á vettvangi. Konan sem slasaðist lífshættulega var flutt á sjákrahús með þyrlu. 30% verð- lækkun á grásleppu- » hrognum ÁKVEÐIÐ hefur verið að lág- marksverð til veiðimanna fyrir hverja tunnu af söltuðum grá- sleppuhrognum verði 53 þúsund krónur á komandi vertíð. I fyrra var verðið 76 þúsund krónur fyrir tunnuna og nemur lækkunin 30% milh ára. Grásleppuvertíðin á að hefjast 20. mars næstkomandi, en í ljósi þess að algjör óvissa ríkir um hversu mikið magn gi’ásleppu- . hrogna verður hægt að selja hefur *andssamband smábátaeigenda farið þess á leit við sjávarútvegs- ráðuneytið að upphafstíma vertíð- arinnar verði frestað um 10 daga. Skorar LS á grásleppuveiðimenn að veiða ekki umfram það magn sem örugg sala er á og byggir á jMgmarksviðmiðunarverðinu sem samþykkt hefur verið. Níu hús rýmd eftir krapaflóð á Bfldudal Flóð féll á sama bílskúr og í fyrra 27 Bílddælingar, sem búa í níu hús- um, þurftu að rýma heimili sín í fyrrinótt en þá féllu a.m.k. tvö krapaflóð úr Gilsbakkagili á Bíldu- dal. Hættu-ástandi var aflétt í gær- morgun. Fyrra flóðið féll á bílskúr og að íbúðarhúsi við Dalbraut. Þessi sami bílskúr skemmdist í krapaflóði í fyrra en skemmdir vegna flóðsins nú urðu óverulegar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Is- lands og sýslumanninum á Patreks- firði. Seinna flóðið olli ekki skemmd- um. Flóðin féllu úr Gilsbakkagili niður á Dalbraut. Fyrra flóðið var um 40 metra breitt og 1 metri á dýpt á veg- inum. Svæðið var þá rýmt og leitaði fólk til vina og ættingja í bænum. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, segir að flóðið nú hafi verið mun minna en það sem féll úr sama gili og á bílskúrinn í fyrra. Bíl- skúrinn stendur ofan Dalbrautar en í fyrra féll flóðið yfir veginn og í sjó fram. Að þessu sinni fór það lítið yfir veginn. Eftir að aðstæður á Bíldudal höfðu verið kannaðar í gærmorgun ákváðu Veðurstofa og sýslumaður að leyfa íbúum húsanna níu að snúa heim til sín aftur. Flóð á veg við Patreksfjörö Sýslumaður sagði að fylgst væri með vatnsrennsli úr giljum á Bíldu- dal og Patreksfirði en búist er við kólnandi veðri með kvöldinu. Hann sagði að segja mætti að það hefði komið á óvart að flóð gerði nú, því úrkoma hefði nú verið talsvert minni en var þegar gilið ruddi sig í hláku í fyrra. Bildudals BILDU DALUR skipafélagið hafi þá verið nánast gjaldþrota. Stjórnendur Bischoff Gruppe buðu Samskipum einum fyrirtækja til samningaviðræðna um kaup á fyrirtækinu. Erika Bischoff segir að félögin hafi átt hóp af sameigin- legum viðskiptavinum, þau séu mjög svipuð að stærð og rekstur- inn svipaður, þannig að Samskip hafi verið augljós kostur. „Samruni fyrirtækja og samvinna verður æ algengari og þetta er einfaldlega nútíminn í þessum viðskiptum,“ segir Erika Bischoff. Hún ræður nú tæpum fjórðungi hlutafjár í Samskipum og segir eðlilegt að hún taki sæti í stjóm ís- lenska skipafélagsins. Þann mögu- leika eigi þó eftir að ræða nánar. Ekki sjálfgefið að veltan haldist óbreytt Velta Samskipa og Bischoff Gruppe var samtals um 12 millj- arðar króna á síðasta ári. Olafur Olafsson forstjóri segir að ekki sé sjálfgefið að sú velta haldist. „Ég bendi á að velta Samskipa minnk- aði verulega árið 1993, frá árinu 1992, eftir að við höfðum gert ýms- ar breytingar á rekstrinum. Þær vora hins vegar grundvöllur þess að fyrirtækið lifði af og viðskiptin hafa nær tvöfaldast síðan. Við þurfum að kanna enn betur hvar rekstur Samskipa og Bischoff Gr- uppe liggur saman og mögulega skera burt þá þætti sem ekki sam- ræmast stefnu okkar. Þess vegna gæti komið bakslag í veltuna, en svo er viðbúið að hún fari enn upp.“ ■ Ilöldum áfram/10 ■ Baráttuglöð/11 ■ Eitt fyrirtæki/12 Tvö krapaflóð féllu úr Raknadals- hlíð innan við Patreksfjörð í fyrra- kvöld og tepptu veginn út á Barða- Mikið um ölvunar- akstur KONA, granuð um ölvun, olli árekstri í Kópavogi í fyrrinótt. Hún ók af vettvangi eftir árekstur á Digranesvegi en skildi eftir á slysstaðnum stuðara bílsins með númers- plötu. Okuferð hennar endaði á gatnamótum Tunguvegar og Digranesheiðar, þar sem hún ók inn í garð. Hvorki hún né aðrir slösuðust, að sögn lög- reglu í Kópavogi. Sautján ölvunarakstursmál í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík kærði sautján ökumenn fyrir ölvun við akstur aðfaranótt laugardags og á laugardags- morgun. Fjórtán ökumann- anna voru stöðvaðir aðfara- nótt laugardagsins. Enginn þeirra hafði valdið teljandi slysi, að sögn lögreglu. Sveinn Hafdal aðalvarðstjóri sagði langt síðan jafnmargir ölvaðir ökumenn hefðu komið við sögu á einni vakt hjá lögregl- unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.