Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Banaslys í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi Maður lést og kona slasaðist lífshættulega KARLMAÐUR á sjötugsaldri beið bana í hörðum árekstri á Vestur- landsvegi við Félagsgarð í Kjós á níunda tímanum í gærmorgun. Lið- lega tvítug kona lá í gær lífshættu- lega slösuð á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur og gekkst undir aðgerð þar í gær. Areksturinn varð þegar jeppi á leið vestur og fólksbíll á leið til Reykjavíkur rákust saman. Karl- maðurinn sem ók jeppanum lést og er talinn hafa látist samstundis. Stúlkan ók fólksbílnum. Aðrir voru ekki í bílunum. Að sögn lögreglu er talið að stúlk- an hafi nýlega verið búin að aka fram úr annarri bifreið þegar áreksturinn varð en tildrög hans eru annars að mörgu leyti óljós. Areksturinn varð á beinum kafla á veginum. Konan var flutt á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og gekkst þar undir aðgerð. Ekki feng- ust upplýsingar um líðan hennar um hádegi í gær en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu þurfti hún að gang- ast undir bráðaaðgerð. Þrír sjúkrabílar voru sendir á slysstaðinn, auk þess sem tækjabíll frá slökkviliðinu var sendur á stað- inn til björgunarstarfa og var Vest- urlandsvegur lokaður almennri um- ferð um tíma í gærmorgun vegna bj örgunar starfanna. Aðaleigandi Bischoff Gruppe í samtali við Morgunblaðið Sala til Samskipa augljós kostur ERIKA Bischoff, stjórnandi og aðaleigandi Bischoff Gruppe fram að kaupum Samskipa á flutninga- fyrirtækinu í vikunni, segir að ráðgjafar og lánardrottnar hafi haft litla trú á fjárfestingum þýska félagsins í Samskipum árið 1994. Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, hafi hins vegar sann- fært stjórnendur Bischoff Gruppe, þrátt fyrir að íslenska .. Morgunblaðið/Júlíus FJOLMENNT sjúkralið og lögregla tók þátt í björgunarstörfum á vettvangi. Konan sem slasaðist lífshættulega var flutt á sjákrahús með þyrlu. 30% verð- lækkun á grásleppu- » hrognum ÁKVEÐIÐ hefur verið að lág- marksverð til veiðimanna fyrir hverja tunnu af söltuðum grá- sleppuhrognum verði 53 þúsund krónur á komandi vertíð. I fyrra var verðið 76 þúsund krónur fyrir tunnuna og nemur lækkunin 30% milh ára. Grásleppuvertíðin á að hefjast 20. mars næstkomandi, en í ljósi þess að algjör óvissa ríkir um hversu mikið magn gi’ásleppu- . hrogna verður hægt að selja hefur *andssamband smábátaeigenda farið þess á leit við sjávarútvegs- ráðuneytið að upphafstíma vertíð- arinnar verði frestað um 10 daga. Skorar LS á grásleppuveiðimenn að veiða ekki umfram það magn sem örugg sala er á og byggir á jMgmarksviðmiðunarverðinu sem samþykkt hefur verið. Níu hús rýmd eftir krapaflóð á Bfldudal Flóð féll á sama bílskúr og í fyrra 27 Bílddælingar, sem búa í níu hús- um, þurftu að rýma heimili sín í fyrrinótt en þá féllu a.m.k. tvö krapaflóð úr Gilsbakkagili á Bíldu- dal. Hættu-ástandi var aflétt í gær- morgun. Fyrra flóðið féll á bílskúr og að íbúðarhúsi við Dalbraut. Þessi sami bílskúr skemmdist í krapaflóði í fyrra en skemmdir vegna flóðsins nú urðu óverulegar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Is- lands og sýslumanninum á Patreks- firði. Seinna flóðið olli ekki skemmd- um. Flóðin féllu úr Gilsbakkagili niður á Dalbraut. Fyrra flóðið var um 40 metra breitt og 1 metri á dýpt á veg- inum. Svæðið var þá rýmt og leitaði fólk til vina og ættingja í bænum. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, segir að flóðið nú hafi verið mun minna en það sem féll úr sama gili og á bílskúrinn í fyrra. Bíl- skúrinn stendur ofan Dalbrautar en í fyrra féll flóðið yfir veginn og í sjó fram. Að þessu sinni fór það lítið yfir veginn. Eftir að aðstæður á Bíldudal höfðu verið kannaðar í gærmorgun ákváðu Veðurstofa og sýslumaður að leyfa íbúum húsanna níu að snúa heim til sín aftur. Flóð á veg við Patreksfjörö Sýslumaður sagði að fylgst væri með vatnsrennsli úr giljum á Bíldu- dal og Patreksfirði en búist er við kólnandi veðri með kvöldinu. Hann sagði að segja mætti að það hefði komið á óvart að flóð gerði nú, því úrkoma hefði nú verið talsvert minni en var þegar gilið ruddi sig í hláku í fyrra. Bildudals BILDU DALUR skipafélagið hafi þá verið nánast gjaldþrota. Stjórnendur Bischoff Gruppe buðu Samskipum einum fyrirtækja til samningaviðræðna um kaup á fyrirtækinu. Erika Bischoff segir að félögin hafi átt hóp af sameigin- legum viðskiptavinum, þau séu mjög svipuð að stærð og rekstur- inn svipaður, þannig að Samskip hafi verið augljós kostur. „Samruni fyrirtækja og samvinna verður æ algengari og þetta er einfaldlega nútíminn í þessum viðskiptum,“ segir Erika Bischoff. Hún ræður nú tæpum fjórðungi hlutafjár í Samskipum og segir eðlilegt að hún taki sæti í stjóm ís- lenska skipafélagsins. Þann mögu- leika eigi þó eftir að ræða nánar. Ekki sjálfgefið að veltan haldist óbreytt Velta Samskipa og Bischoff Gruppe var samtals um 12 millj- arðar króna á síðasta ári. Olafur Olafsson forstjóri segir að ekki sé sjálfgefið að sú velta haldist. „Ég bendi á að velta Samskipa minnk- aði verulega árið 1993, frá árinu 1992, eftir að við höfðum gert ýms- ar breytingar á rekstrinum. Þær vora hins vegar grundvöllur þess að fyrirtækið lifði af og viðskiptin hafa nær tvöfaldast síðan. Við þurfum að kanna enn betur hvar rekstur Samskipa og Bischoff Gr- uppe liggur saman og mögulega skera burt þá þætti sem ekki sam- ræmast stefnu okkar. Þess vegna gæti komið bakslag í veltuna, en svo er viðbúið að hún fari enn upp.“ ■ Ilöldum áfram/10 ■ Baráttuglöð/11 ■ Eitt fyrirtæki/12 Tvö krapaflóð féllu úr Raknadals- hlíð innan við Patreksfjörð í fyrra- kvöld og tepptu veginn út á Barða- Mikið um ölvunar- akstur KONA, granuð um ölvun, olli árekstri í Kópavogi í fyrrinótt. Hún ók af vettvangi eftir árekstur á Digranesvegi en skildi eftir á slysstaðnum stuðara bílsins með númers- plötu. Okuferð hennar endaði á gatnamótum Tunguvegar og Digranesheiðar, þar sem hún ók inn í garð. Hvorki hún né aðrir slösuðust, að sögn lög- reglu í Kópavogi. Sautján ölvunarakstursmál í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík kærði sautján ökumenn fyrir ölvun við akstur aðfaranótt laugardags og á laugardags- morgun. Fjórtán ökumann- anna voru stöðvaðir aðfara- nótt laugardagsins. Enginn þeirra hafði valdið teljandi slysi, að sögn lögreglu. Sveinn Hafdal aðalvarðstjóri sagði langt síðan jafnmargir ölvaðir ökumenn hefðu komið við sögu á einni vakt hjá lögregl- unni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.