Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórgóð byrjun á sjóbirtings- vertíðinni MJÖG góð veiði var fyrsta dag sjó- birtingsvertíðarinnar í gær. Veiði hófst í Geirlandsá, Vatnamótum Geirlandsár, Hörgsár og Fossála, í Hörgsá neðan brúar og í Varmá við Hveragerði. Á öllum vígstöðvum var veiði með ágætum og mikill fiskur og vænn á ferðinni. Alls veiddust milli 40 og 50 birtingar í Varmá en stærsti fiskurinn kom á land í Ármótahylnum í Hörgsá. Var það 11 punda hængur sem fékkst á spón. „Við fengum ekkert fyrr en við reyndum makríl, þá fengum við hvern fiskinn af öðrum. Svo varð hann tregari og þá skiptum við yfir í spón og hann fór aftur að taka. Þetta vai’ allt í sama hylnum, Ár- mótahylnum, og alls fengum við 17 fyrir hádegið. Við slepptum 12 fisk- um, hirtum aðeins fimm sem sködd- uðust á önglunum. Þetta voru allt vænir fiskar og sá stærsti 11 pund. Hinir allir 3 til 7 punda, utan einn sem við slepptum sem var áreiðan- lega 10-11 pund,“ sagði Jón Mar- teinsson, leigutaki Hörgsár neðan brúar, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Einnig líflegt í Geirlandsá og Vatnamótum „Þetta var gott í morgun, en svo hvessti og það varð erfiðara að standa að veiðum. Við vorum í Ár- mótahylnum og þar var mikill fiskur. Við fengum 14 stykki í beit en svo róaðist um og þá tókum við það bara rólega líka. Þetta voru 3 til 7 punda fiskar en við sáum miklu stærri fiska þarna og það verður góð veiði þarna næstu misseri," sagði Gunnlaugur Óskarsson, formaður Stangaveiðifé- lags Keflavíkur, í samtali við Morg- unblaðið í gær, en hann var meðal þeirra sem tóku fyrstu köstin í Geir- landsá. Guðmundur Hreinsson var meðal þeirra sem stóðu vaktina í Vatna- mótum og lét hann vel af gangi mála. „Við fundum strax físk stutt út af Fossálunum og það var bullandi taka um tíma. Við náðum alls tíu fiskum fyrir hádegi og misstum nokkra. Þetta voru fiskar allt að 9 pundum og það er athyglisvert hvað fiskurinn kemur vel undan vetri ef þannig mætti að orði komast. Oft er vorbirt- ingurinn horaður en ekki núna. Helst að eitthvað af smæni hrygn- Morgunblaðið/gg BIRTINGI vippað á land úr Varmá. GUNNLAUGUR Rósarsson og Rósar Eggertsson með hluta af stór- veiðinni úr Varmá í gær. unum séu orðnar dálítið þunnar en hængarnir eru eins og á haustdegi," sagði Guðmundur. Félegar hans við Hörgsá og Geirlandsá tóku í sama streng. Mokveiði í Varmá Milli 40 og 50 fiskar veiddust í Varmá og þar hættu menn snemma. „Þetta var mok á köflum, sérstak- lega í hylnum fram af seiðaeldisstöð- inni. Þetta vai’ mest svona 2 punda sjóbirtingur en það voru fiskar allt að 4 pund og ein 5 punda bleikja var stærsti fiskurinn. Nokkrir regnbog- ar voru einnig í aflanum eins og venjulega, þeir stærstu um 3 pund,“ sagði Rósar Eggertsson, einn þeirra sem opnuðu Varmá við Hveragerði. Þar veiddu menn jöfn- um höndum á spón og flugu. Nobblerar gáfu best. Fimmtán ára piltur með alvarlega áverka eftir árás jafnaldra síns „Eitt hnefahögg getur haft geigvænlegar afleiðingar“ FIMMTÁN ára gamall piltur var í gær kærður til lögreglu í Reykjavík vegna meintrar líkamsárásar á jafnaldra sinn og bekkjarbróður í Hólabrekku- skóla í Breiðholti í fyrradag. Árásarþolinn nef- brotnaði illa og kinnbeinsbrotnaði, auk þess að fá heilahristing. Hann átti að gangast undir aðgerð í andliti af þessum sökum í dag, en fresta varð að- gerð í gær vegna bólgu í andliti og heilahristings. Eftir að árásin var afstaðin var árásarþolinn fluttur á heilsugæslustöðina í Efra-Breiðholti og þaðan á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem gengið var frá áverkavottorði. Þarf að fræða unglingana Ómar Friðberts, faðir árásarþolans, kveðst telja árásina dæmi um að ofbeldi á meðal ungmenna verði æ harðara og fólskulegra. Slíka öfugþróun verði að stöðva. Hann hafi rætt við starfandi skólastjóra skólans og fengið staðfest að á kenn- arafundi í gærmorgun var ákveðið að ræða málið innan veggja skólans eftir páskaleyfi. „Það þarf að ræða við unglingana og fræða þá um hvað eitt hnefahögg getur haft geigvænlegar afleiðingar," segir Ómar. Hann kveðst vitaskuld aðeins þekkja aðra hlið málsins, en eftir því sem honum skiljist á syni sín- um hafi hann spurt meintan árásarmann nær- göngullar spumingar meðan á kennslustund stóð. „Að loknum tíma fóru þeir báðir að veitingasölu sem er í skólanum og í bakaleiðinni veittist hann að syni mínum og sló hann sex þung högg í andlit- ið með hnefanum. í fimmta eða sjötta höggi möl- brotnar nefið þannig að blæddi illa úr þvi, og þá virðast skólafélagamir hafa gripið inn í og tekið meintan árásaraðila tökum,“ segir Ómar. „Strákurinn minn flúði inn í veitingasöluna þar sem starfsmaður skólans var fyrir, en vegna þess hversu hópurinn var stór var ekki möguleiki að starfsmaðurinn sæi hvað var á seyði,“ segir hann. Ómar kveðst ekki vita til þess að piltamir hafi eldað grátt silfur saman fyrir árásina og hafi sonur hans borið hinum vel söguna. Hann hafi rætt við foreldra piltsins og lýst í því samtali ósk um að hægt væri að hjálpa honum með einhverjum hætti. Tryggja þarf öryggi barna „Þetta er sorglegt mál í alla staði og ég kvaðst vona að þegar málið yrði til lykta leitt gætum við í sameiningu reynt að hjálpa stráknum. Báðar fjöl- skyldurnar em miður sín vegna þessa og ef ég get lagt mitt af mörkum, er ég tilbúinn til þess.“ Ómar kveðst teija alvarlegt mál að árásin átti sér stað innan veggja skólans, enda eigi öryggi bama að vera tryggt þar. „Foreldrar eiga ekki að þurfa að horfa á eftir bömum sínum á leið í skóla á morgnana og óttast að þau komi þaðan mölbrotin. Auðvitað er eðlilegt að strákar skiptist á pústrum og sjaldan veldur einn þegar tveir deila, en þegar um er að ræða fólskulegar líkamsmeiðingar verður að líta þær mjög alvarlegum augum og bregðast snöggt við. Það eru margir samverkandi þættir sem valda því að unglingamir okkar bregðast svona við, en ekkert réttlætir ofbeldi af þessu tagi,“ segir Ómar. Þinglok verða 8. maí FORSÆTISNEFND Alþing- is hefur fallið frá því mark- miði sem sett var í byrjun mars sl. að ljúka þinghaldi í vor 22. apríl. Þess í stað hefur verið ákveðið að láta upphaf- lega starfsáætlun gilda, sem gerir ráð fyrir að þinghaldi verði lokið 8. maí nk. Ástæða breytinganna er, að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, að um eða yfir 30 stjómarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því í byrjun mars sl. Gert er ráð fyrir að þau verði afgreidd sem lög frá Alþingi nú á vor- þingi en það hefði ekki gengið upp ef þinghaldi hefði lokið 22. aprfl. FERMEVGARTILBOÐ ,1 / OG Kil KK. K með 30% afslætti oc 4.880 kr. Fullt verð 6.980 kr. íslensk oröabók fyrir skóla og skrifstofur er 1263 blaðsíður og nákvæmlega eins og nýjasta útgáfa af íslenskri orðabók Menningarsjóðs, en í minna broti. Mál og menmng Laugavegl 18 • Síml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500 Heilsugæslan í Reykjavík semur við Læknavaktina sf. Síðdegisvaktir tryggðar á 6 heilsugæslustöðvum STJÓRN Heilsugæslunnar í Reykjavík hefur samið við Lækna- vaktina sf. um að læknar manni vaktir milli kl. 17 og 19 á fimm heilsugæslustöðvum í Reykjavík og einni á Seltjarnarnesi frá og með mánaðamótum. Vaktirnar voru í uppnámi þar sem í úrskurði kjaranefndar um kjör heilsugæslu- lækna var ekki tekið á greiðslum til lækna vegna þeirra og því útlit fyrir að þjónusta yrði ekki veitt á þessum tíma. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, seg- ir að á heilsugæslustöðvunum í Grafarvogi, Mjódd, efra Breið- holti, við Lágmúla og á Seltjarnar- nesi hafi verið veitt þjónusta milli kl. 17 og 19 og til að hún legðist ekki af hafi verið brugðið á það ráð að fá Læknavaktina sf. til að sjá um að vaktimar yrðu mannað- ar. Jafnframt verður þessi þjónusta nú tekin upp í Heilsugæslustöð Miðbæjar. Læknavaktin sf. hefur annast kvöld- og næturþjónustu undanfarin ár samkvæmt samn- ingi við Heilsugæsluna í Reykja- vík. „Kjaranefndarúrskurðurinn tek- ur ekki til þess hvernig er greitt fyrir vaktir á heilsugæslustöðvun- um eftir klukkan 17, sem ég held að sé bara vegna misskilnings, og við vonumst til að kjaranefnd taki á því mjög fljótlega,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblað- ið. Sagði hann að þar sem þetta hefði valdið truflun í starfi stöðv- anna hefði á mánudag verið gengið frá áðurnefndum samningi við Læknavaktina sf. um þessa þjón- ustu og sagði Guðmundur þetta reyndar hafa verið orðað fljótlega eftir að úrskurðurinn lá fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.