Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
ISAFOLD Helgadóttir, nemandi í 2. bekk U í Menntaskólanum á Akur-
eyri, ásamt nokkrum bekkjarsystkinum sínum..
Snúin stafsetningarkeppni á Listaviku MA
ísafold fékk 10
Sparisjóðir taka við rekstri íslandspósts
Ibúum býðst heimabanki
og pósthólf án kostnaðar
ÍBÚUM á þeim svæðum þar sem
þrír sparisjóðir í Eyjafírði og S-
Þingeyjarsýslu munu taka við
rekstri póstafgreiðslustöðva fyrir
Islandspóst býðst ókeypis áskrift
að heimabanka til 1. janúar árið
2000. Sparisjóðirnir ei-u í Hrísey og
Grenivík í Eyjafirði og á afgreiðslu-
stöðum Sparisjóðs S-Þingeyjar-
sýslu á Laugum í Reykjadal og í
Mývatnssveit. Einnig verður íbúum
á þessum svæðum boðið að taka
pósthólf sér að kostnaðarlausu.
Orn Skúlason, framkvæmda-
stjóri markaðs- og sölusviðs ís-
landspósts, sagði að ekki stæði til
ÍSAFOLD Helgadóttir frá Ólafs-
vík, nemandi í 2. bekk U í
Menntaskólanum á Akureyri,
náði mjög athyglisverðum
árangri í stafsetningarkeppni
sem lialdin var í tengslum við
Listaviku skólans. Isafold sigraði
í keppninni og var eini þátttak-
andinn sem skilaði prófí upp á
10.
Stefán Þór Sæmundsson, kenn-
ari í MA, sem samdi prófíð, sagði
það hafa verið „svínslega" erfítt
og hann átti alls ekki von á að
nokkur kæmist villulaust í gegn-
um prófið. Það gerði Isafold hins
vegar og í heild sagði Stefán Þór
að útkoman hefði verið góð.
Aksjón
20.25 Þ’Sjónvarpskringlan -
Akureyri
íbRÍÍTTIR 2100^KA Val
IrllUI IIII ur. Gunnar Níels-
son lýsir fyrsti leik KA og Vals
í 4 liða úrlitum íslandsmótsins
í handknattleik.
Árangurinn mjög góður
„Það var mjög óvenjulegt
framtak hjá nemendum að bjóða
upp á stafsetningarkeppni á
Listaviku og það er ekki á hverj-
um degi sem þeir fara sjálfviljug-
ir í stafsetningarpróf. Um var að
ræða einstaklingskeppni og
keppni milli bekkjardeilda en þó
sendu ekki allar bekksagnir full-
trúa í keppnina. Þetta var virki-
lega snúin stafsetningaræfing og
nemendur fengu frá 0 og upp í
10 villur og það er afar góður ár-
angur.“
Stefán Þór sagði að nemendur
í 1. bekk væru prófaðir í staf-
setningu er þeir hæfu nám við
skólann og þeir sem væru slakir
ættu kost á aukatúnum. „Þessar
æfíngar eru mjög léttar, almenn-
ur texti skrifaður eftir upplestri,
en oft eru nemendur með 5 til 20-
30 villur og þeir sem standa illa
fá stuðning og veitir ekki af. Við
vitum að það skiptir svo miklu
máli að sá sem er að skrifa texta
og koma honum frá sér, hvort
sem það er t.d. ritgerð, fréttatil-
kynning eða atvinnuumsókn,
skili honum villulausum."
*
Agætis
veiði þegar
gefur
Grímsey. Morgunblaðið.
ÁGÆTIS VEIÐI hefur verið
hjá netabátum í Grímsey að
undanförnu og hafa menn
komist upp í rúm 10 tonn eftir
nóttina í aðeins 50 net. Uppi-
staða aflans er þorskur en
einnig hefur svolítill karfí
slæðst með.
Þrátt fyrir ágætis veiði hef-
ur veðráttan hamlað sjósókn
nokkuð og hafa menn oft
þurft að draga net sín úr sjó
vegna veðurs. Veiði línubáta
hefur verið sæmileg en veðr-
átta hamlað sjósókn þeirra.
Einn bátur er gerður út á
dragnót frá Grímsey og hefur
hann róið austur í Öxarfjörð
að undaníornu með ágætum
árangri.
Þótt hrafninn sé kannski
ekki einn af vorboðunum leyn-
ir sér ekki að vorið er komið
þegar hann er farinn að bera
að efnivið í hreiðurgerð.
Akureyrardeild RKI færði FSA góðar gjafír
Fullkomna kennsludúkku
og ferðafóstrukassa
AKUREYRARDEILD Rauða
kross Islands hefur nýlega fært
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
að gjöf mjög fullkomna dúkku til
kennslu og þjálfunar í endurlífgun.
Einnig hefur Akureyrardeildin gef-
ið barnadeild FSA ferðafóstrukassa
frá þýsku Drager-verksmiðjunum.
Dúkkan er af fullkomustu gerð
og hefur nýst ákaflega vel til að
þjálfa bæði starfsfólk FSA og
sjúkraflutningamenn í háþróaðri
endurlífgun, þar með talin notkun á
hálfsjálfvirku rafstuðtæki sem
komið er í sjúkrabfla Rauða kross-
ins á Akureyri. Dúkkan er í umsjá
hjartalæknis á lyflækningadeild
sjúkrahússins en geymd hjá sjúkra-
flutningamönnum á Slökkvistöð
Akureyrar, sem nota hana reglu-
bundið til þjálfunar.
Ferðafóstrukassi
sannað gildi sitt
Ferðafóstrukassinn er af svoköll-
uðu gjörgæslumódeli með öndunar-
vél, sogi, súrefni og ýmsum öðrum
aukabúnaði, þ.m.t. sérhönnuð dýna,
sem hægt er að láta leggjast að
barninu og halda því kyrru í flutn-
ingi. Þá eru og möguleikar á að
festa við hann ýmis mælitæki og
nýtist hann því barnadeildinni vel
til flutninga á veikum nýburum,
Morgunblaðið/Kristján
JÓN Kr. Sólnes, forinaður Akureyrardeildar RKÍ, (t.v.) og Jón Þór
Sverrisson, sérfræðingur í hjartalækningum, við dúkkuna og búnað-
inn sem henni fylgir.
m.a. til að sækja veika nýbura til
Grænlands.
Akureyrardeild RKÍ færði bama-
deild FSA ferðafóstrukassa fyrir
um 18 árum. Sá kassi hefur sannað
gildi sitt margsinnis þótt ekki væri
hann jafn fullkominn og hinn nýi.
Flutningur á veikum nýburum til
og frá barnadeild hefur aukist mjög
sl. ár, bæði með tilkomu samkomu-
lags við vökudeild Barnaspítala
Hringsins varðandi þjónustu við
fyrirbura og veika nýbura, svo og
samningi við grænlensku heima-
stjómina um bráðaþjónustu við
veik börn á austurströnd Græn-
lands. Gamli kassinn var orðinn
mjög lúinn og svaraði ekki kostnaði
að gera við hann. Því kemur hin
nýja ferðafóstra sér afar vel.
að skerða þjónustu í kjölfar þess að
sparisjóðimir tækju við rekstri
póstafgreiðslnanna, en einhver
misskilningur hefði þó komið upp
um að póstur yrði ekki borinn út til
íbúanna. Hann sagði að þeir
myndu hafa þann valkost að sækja
sinn póst í pósthólf, t.d. um leið og
þeir sinntu bankaerindum, en póst-
ur yrði borinn út til þeirra sem
ekki taka pósthólf.
Hraðbankar settir upp
Friðrik Friðriksson, sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Svarí'dæla á Dal-
vík, segir enga ástæðu til að ætla
að þjónusta verði lakari í kjölfar
þess að sparisjóðir á Norðurlandi
taki við rekstri póstafgreiðslu-
stöðvar á þessum fjómm stöðum.
Þvert á móti yrði boðið upp á góða
þjónustu og nefndi hann m.a. að
hraðbankar yrðu settir upp á öllum
stöðunum þar sem fólk gæti sinnt
viðskiptum sínum þegar því hent-
aði. Einnig yrðu afgreiðslurnar
opnar í hádeginu sem ekki hefði
tíðkast áður.
„Við eram að leggja í mikinn
kostnað við þetta verkefni og von-
um að íbúarnir kunni að meta það,“
sagði Friðrik
Morgunblaðið/Kristján
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri
Ferðin á heimsenda
LEIKFÉLAG Menntaskólans á
Akureyri frumsýnir í kvöld,
fímmtudagskvöldið 2. apríl, leik-
ritið „Ferðin á heimsenda" eftir
Olgu Guðrúnu Árnadóttur í leik-
stjórn Sögu Jónsdóttur. Sýnt
verður í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri.
Leikritið er barnaleikrit, fal-
legt og hugljúft ævintýri með
söngvum, tónlist og glensi og
höfðar til allra aldurshópa.
Fylgst er með ferð þriggja ferða-
langa á heimsenda með gripinn
Geislaglóð til að bjarga framtíð
álfanna í Ljósalandi. Galdramað-
urinn Hrappur og hjáiparhella
hans sækjast eftir Geislaglóð og
ferðalangarnir þrír verða að
hafa sig alla við til að koma í veg
fyrir að það takist. Einnig rekast
þremenningarnir á ýmsar kynja-
verur, s.s. tröll, vetrarálfa,
köngulær og fleira á ferð sinni.
Á myndinni eru þrír af leikur-
unum, Amma í ramma er Harpa
Elín Haraldsdóttir, Steinunn
Björgvinsdóttir, sem leikur
Skottu, og Jón Bergmann Mar-
onsson, sem leikur Hrapp.
Kennaradeild Háskólans á Akureyri
Fær hrós fyrir
sereinkenni sín
KENNARADEILD Háskólans á
Akureyri fær hrós fyrir skýr mark-
mið og þá sérstöðu sem hún hefur
skapað sér í menntun grunnskóla-
kennara í skýrslu ytri matshóps
sérfræðinga á vegum menntamála-
ráðuneytisins, sem gert hefur ítar-
lega könnun á kennaramenntunar-
stofnunum á Islandi, en hún var birt
í síðustu viku.
„Það gladdi okkur að sjá að
áhersla okkar á fámenna skóla,
raungreinar og heimspekilega yfír-
sýn er metin að verðleikum í skýrsl-
unni,“ sagði Kristján Kristjánsson,
prófessor og starfandi forstöðumað-
ur kennaradeildar. „Einnig fáum
við rós í hnappagatið fyrir skipulag
á æfingakennslu okkar og vett-
vangsnámi, sem er samfelldara en
víðast annars staðar, nemendur eru
heilt misseri í tilteknum grunn-
skóia.“
I skýrslunni er bent á það sem
áhyggjuefni hve fáir nemendur inn-
ritist í grunnskólakennaranám á
Akureyri og deildin hvött til að
kynna sérstöðu sína betur út á við.
Kristján sagðist vona að hið já-
kvæða mat á inntaki námsins myndi
hvetja fleiri nemendur til að sækja
um skólavist nú í vor.
Við kennaradeild eru einnig
starfræktar leikskólakennarabraut
og námsbraut fyrir starfandi leið-
beinendur til kennsluréttinda. Þá
verður í haust í fyrsta sinn hér á
landi boðið upp á sérskipulagt nám
fyrir starfandi leikskólakennara til
B.Ed.-prófs.