Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 68
J- 88 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Aukin umsvif
Geðhjálpar
AÐALFUNDUR Geðhjálpar var
haldinn laugardaginn 21. mars. í
fréttatilkynningu segir að umsvif
, félagsins hafi aukist mikið frá síð-
asta ári og að tekjur hafi tvöfaldast
og muni þar mestu um styrktar-
1 söfnun félagsins en liðlega 8 þúsund
i manns hafa gefið styrktarloforð.
Ennfremur segir: „Helstu verk-
■s efni félagsins á árinu 1997 voru:
Rekstur skrifstofu, félagsmiðstöðv-
ar, mötuneytis og vinnustofu. Auk
, þess stendur félagið að fræðslu,
| námkeiðahaldi, sjálfshjálparhópum
og útgáfustarfsemi.
! Geðhjálp rekur stuðningsþjón-
! ustu við 30 geðfatlaða skv. þjón-
) ustusamningi við félagsmálaráðu-
: neytið. Stuðningurinn felst í aðstoð
i við búsetu, fjármál, lyfjatöku, þrif
og aðra umönnun. Samstarfshópur
sérfræðinga frá geðdeildum Land-
spítalans, SHR, Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra, Félagsmálastofn-
un og Hússjóði Öryrkjabandalags-
ins meta búsetu og þjónustuþörf
fyrir Stuðningsþjónustuna. Sam-
starfshópurinn er vísir að sam-
ræmdri þjónustu við geðfatlaða ut-
an stofnana. Stefnt er að frekari
uppbyggingu Stuðningsþjónustunn-
ar.
í stjóm Geðhjálpar voru kosin:
Pétur Hauksson, formaður, Einar
Andrésson, Eydís Sveinbjarnar-
dóttir, Karl Valdimarsson, Kristján
Jónsson, Sigríður Kristinsdóttir og
Vilmar Pedersen. Framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar og Stuðningsþjón-
ustu er Ingólfur H. Ingólfsson.
I
)
SPLENDISSIMA
Skin Revolutíon - Bylting til húðarinnnar frá MARBERT
Við 25 ára aldur hægir verulega á starfsemi collagen í húðinni, en við það
missir hún teygjanleikann og húðin verður slöpp. En MARBERT hefur nú
komið með byltinu i þessum efnum með nýju meðferðarprógrammi Skin
Revolution — Ambúlur, krem og Lifting Balm.
Verið velkomin á kynningu
í dag, fimmtudag í
Evítu, Kringlunni, sími 588 1001 og
Söndru, Smáratorgi. sími 564 5522,
á morgun, föstudag í
Gallery Förðun, Kefiavík og
Söndru, Smáratorgi.
Glæsiiegur kaupauki.
Læknastofa
mín hefur verið flutt
í Domus Medica, Egilsgötu 3,
sími 5631012.
Ellen Mooney,
sérgrein húðlækningar og háðmeinafræði.
, Seltjarnarnesi.
Sími 551 1680.
í DAG
BRIDS
lim.sjón I)ii0miinHiii'
Páll Arnarsnn
“STUNDUM gerast ævin-
týri,“ skrifar Franco
Broccoli, ritstjóri ítalska
bridsblaðisns, en hann var
þá að fjalla um þetta spil úr
meistaramóti Itala í para-
sveitakeppni, þar sem
„nokkrir ofurhugar" fóru
alla leið í sex grönd:
Norður
AK764
VK985
♦ 1043
♦Á10532
Austur
♦ 109853
VD10
♦ 876
*G43
Suður
*G2
VÁ4
♦ ÁKDG52
*ÁK2
Vill lesandinn reyna á
„opnu borði“ með iaufi, litlu
laufi út?
Ellefu slagir fást með því
að spila á spaðakóng. Sá
tólfti verður til með
forkostulegri kastþröng.
Sagnhafi drepur laufgosa
austurs með ás og tekur svo
alla tíglana. Þetta er staðan
þegar einn tígull er eftir:
Norður
*K76
VK98
♦ —
*5
Austur
♦ 1098
VD10
♦ —
*43
Suður
*G2
VÁ4
♦ 2
*K2
Hverju á vestur að henda
í tígultvistinn. Ef hann
fleygir spaðadrottningu,
fást tveir slagir á spaða.
Hendi hann hjarta, fæst
aukaslagur á þann lit, svo
það er ekld um annað að
ræða en að kasta laufi og
treysta á að makker valdi
þann lit. Sagnhafi kastar þá
lauffimmu úr borði og nú er
komið að austri að kveljast.
Spaða má hann bersýnilega
ekki missa, né heldur
hjarta, því þá fellur
drottningin í ásinn og síðan
má svína níunni. Og ef hann
hendir laufi frá 43, verður
lauftvisturinn slagur.
Sannkallað ævintýraspil.
Vestur
*ÁD
VG76
♦ —
♦ D10
Vestur
*ÁD
VG7632
♦ 9
♦ D10876
VELV4KAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Nornabrennur nútímans
MINNIHLUTAHÓPAR
þjóðfélagsins eru margir
og mismunandi, heittrúað-
ir, nýbúar, samkynhneigðir
og blindir, sem dæmi. ís-
lenska stjórnarskráin segir
að viss mannréttindi séu til
staðar fyrir þegna landsins
og að mismunun sé ekki
leyfð. Á þessa hópa er ekki
litið sem annars flokks
fólk, sumir eru fæddir ann-
arstaðar, sumir veikir og
öðrum líst betur á kyn-
bróður eða kynsystur held-
ur en gamla góða gildið um
strákur hittir stelpu o.s.frv.
Reykingamenn eru u.þ.b.
50 þús. á íslandi og þvi
erfitt að kalla minnihluta-
hóp, 1/5 af heild getur varla
kallast frávik. Gefum okk-
ur það að reykingamenn
séu innan þess ramma að
kallast minnihlutahópur, á
þá að mismuna þeim? Tó-
baksvarnanefnd hefur lagt
til i herferð sinni að at-
vinnurekendur ráði ekki til
sín reykingamenn, þessi
áróður þeirra er eitthvað
það smásmugulegasta og
fyrirlitlegasta sem ég hef
orðið vitni að lengi. Annað
dæmi um herferð Tóbaks-
varnanefndar er það að nú
mega okkar fegurstu fljóð
ekki taka þátt í okkar
margfrægu fegurðarsam-
keppnum ef þær gerast svo
djarfar að fá sér smók.
Maður bíður í ofvæni að
heyra hvað verður næst,
bannað að reykja á öldur-
húsum bæjarms, bannað að
reykja úti á götu o.s.frv.
Nautnaseggir þjóðarinnar
verða heppnir ef þeir mega
reykja inni hjá sér undir
teppi með öll ljósin slökkt.
Álagning á tóbak er aðeins
af hinu góða, kannski hrek-
ur það einhverja frá þeirri
synd að brúka reyk, aug-
lýsingar um skaðsemi
reykinga eins og að þær
séu krabbameinsvaldandi,
veiki ónæmiskerfíð, láti
fegurðardrottningarnar
okkar fá hrukkur o.þ.h. eru
af hinu góða. Aftur á móti
þá eru árásir á reykinga-
menn sem minnihlutahóp
ekki viðunandi, menn eiga
ekki að afsala sér mann-
réttindum sínum við það að
kveikja sér í sígarettu,
vindli eða pípu. Ef Tóbaks-
vamanefnd telur að árang-
ur náist með því að auglýsa
reykingamenn sem annars
flokks fólk o.þ.a.l. annars
flokks vinnuafl er þá ekki
rétt að Magnús Scheving,
sem er okkar fremsti for-
kólfur hvað varðar það að
rækta hrausta og stinna
líkama, fari að spara þjóð-
félaginu stórfé og útvega
þeim 4/5 þjóðarinnar sem
eru í kringum kjörþyngd
meira augnakonfekt.
Hvernig væri að hann
stæði fyrir herferð þar sem
feitt fólk væri haft fyrir
skotmörk. Herferðin
mundi vera gerð með þeim
hætti að í byrjun yrði bent
á þann kostnað sem fæst af
því að feitt fólk á frekar við
kransæðavandamál að
stríða, bakverkir eru tíðari
og svo mætti lengi telja.
Eftir að þessi herferð skil-
ar ekki tilætluðum árangri
og feitt fólk velur það að
halda áfram að borða mikið
og unglingar velja það að
borða pizzur, hamborgara
og annað feitmeti, er þá
ekki rétt að róa á ný mið í
baráttunni? Fara að aug-
lýsa feitt fólk sem verri
starfskrafta með minni af-
köst, fleiri veikindadaga
o.s.frv. Að mínu mati og
allra fordómalausra ein-
staklinga held ég að ég
megi fullyrða að þá yrði
það óviðunandi, forsend-
urnar eru hinsvegar þær
sömu. Fólk sem reykir vel-
ur það, fólk sem er í stærri
kantinum velur það að
borða mikið eða hreyfa sig
lítið. Reykingar eru spurn-
ing um val, á meðan að
leyft er að flytja inn og
selja tóbak þá á ekki að
gera mun á þeim sem
kaupir það og þeim sem
gerir það ekki. Þeir reyk-
ingamenn sem ég hef átt
samskipti við (ekki það að
ég flokki mína vini í þessa
tvo flokka) og hafa náð að
sjá ljósið og villu síns vegar
hafa allir hætt út frá þrýst-
ingi nákominna, ekki vegna
þess að það var reyklaus
dagur eða að þeir væru að
taka þátt í fegurðarsam-
keppni. Að mínu mati þá
mætti stækka forvamar-
merkin sem eru á öllu tó-
baki, það mundi bara ekki
hafa neitt að segja. Það
mætti framleiða sígarettur
sem kæmu í svörtum
pakka með mynd af haus-
kúpu á, kalla æxli, og það
mundi samt ekki skipta
neinu máli. Ef menn væru
skynsemisverur þá reykti
enginn. Reykingar eru val,
þeir lestir sem fylgja
manninum eru margir og
reykingar eru einn af þeim,
þrýstingur úr nánu um-
hverfi er það sem einhver
áhrif getur haft, beinum
forvömum niður á „micro“
svið þjóðfélagsins, látum
böm hafa áhrif á foreldra
o.s.frv. Virðum reykinga-
fíkla að verðleikum, förum
ekki yfir mörkin í barát-
unni við reykingar, kröft-
unum þarf að beina á raun-
hæf og hagkvæm markmið.
Nornabrennur tilheyra for-
tíðinni.
Höfundur er fluga á
vegg og kýs í þetta skiptið
að halda útliti sínu og nafni
leyndu ef svo vildi til að
einhverjir atvinnurekend-
ur læsu þessa grein.
(Kt.:100874-2969)
Tapað/fundið
Svartur Buffalo-skór
týndist í Flataliverfí
SVARTUR Buffalo-skór
nr. 37 týndist í Flatahverfi
í Garðabæ sl. föstudag.
Skilvís finnandi hafi
samband í síma 565 6939.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA hefur borizt bréf frá
lesanda, sem vill ekki láta nafns
getið. Hann fjallar um gamalkunn-
ugt umræðuefni um helmingi stærri
o.s.frv., mál sem Gísli Jónsson t.d.
hefur margoft tekið fyrir í pistlum
sínum um íslenzkt mál hér í Morg-
unblaðinu. Fyrirsögn bréfsins er:
„Helmingi stærri en 100“.
Bréfið er svohljóðandi: „I ís-
lenskri orðabók stendur orðrétt:
„Helmingi stærrí hálfu stærri,
100% (50%) stærri-,helmingi minni
50% minni.“ Má af þessu skilja að
sú stærð, sem er „helmingi11 stærri
en 100, sé 150.
I sömu bók stendur nokkru aftar:
„Tvöfalda s auka um helming, gera
tvöfaldan." Hér má skilja að tala
sem er tvöfalt stærri en 100 sé talan
200.
Eg hef orðið þess var um nokkurt
skeið að menn leggja misjafna
merkingu í það hvaða stærð er
„helmingi" stærri en talan 100. Er
þetta að mínu mati ákaflega óheppi-
legt, því oft er verið að ræða um
mikilvæg málefni. Margir framá-
menn þjóðarinnar, s.s. stjórnmála-
menn, virðast t.d. rugla þessu sam-
an og útkoman verður sú að hlust-
endur vita eigi við hvað er átt.
Nýlega keyptu Samskip erlent
flutningsfyrirtæki og stækkuðu við
það um „helming“. Við það að
brýrnar rofnuðu á Skeiðarársandi
var það mál manna að leiðin lengd-
ist um „helming". Stundum er hægt
að reikna út stærðir ef upplýsingar
eru nægar, en þó ekki alltaf. Því eru
þessi orð rituð sem framlag í þá
veru að menn komi sér saman um
það hvaða stærð er „helmingi"
stæm en talan 100. Er það 150 eða
200?“
Þar með lýkur bréfritari máli
sínu, en eins og Víkverji sagði í upp-
hafi er hér ekki um nýtt umræðu-
efni að ræða og vísast til pistla Gísla
Jónssonar um þetta efni.
XXX
ANNAÐ bréf, dagsett 31. marz,
barst Víkverja á dögunum. Það
er frá Steinunni Hjartardóttur,
þjónustustjóra Dagvistar barna í
Reykjavík. Steinunn segir:
„Ágæti Víkverji:
Síðastliðinn laugardag gerðir þú
nokkrar athugasemdir við upplýs-
ingaþjónustu Dagvistar barna. Þú
spurðir hvort börn af erlendum
uppruna og með tvö móðurmál
hefðu forgang að leikskólaplássum.
Ef svo væri, hvers vegna væri þess
þá ekki getið á umsóknareyðublaði,
þannig að upplýsingar um málum-
hverfi barnsins kæmust til skila.
Sem yfirmaður þjónustusviðs
Dagvistar barna er mér ljúft og
skylt að greina frá því að um síð-
ustu áramót var tekið í notkun nýtt
umsóknareyðublað fyrir leikskól-
ana. Þar hefur verið bætt við reit
þar sem spurt er hvort önnur mál
en íslenska séu töluð að staðaldri á
heimili barnsins. Þessar upplýsing-
ar fylgja síðan barninu áfram í leik-
skólann, þegar það hefur skóla-
göngu. Sækja þarf skriflega um
forgang fyrir þessi börn og er hægt
að gera það á umsóknareyðublað-
inu eða með sérstöku bréfi. Við
reynum að verða við slíkum óskum
eins og aðstæður leyfa í hverju til-
viki.
Upp á síðkastið hefur verið lögð
mikil vinna í að bæta þjónustu og
upplýsingamiðlun til foreldra barna
sem eru að sækja um leikskólapláss
eða leita eftir annarri þjónustu á
skrifstofu Dagvistar barna. Þann
stein má lengi klappa og við reynum
að gera okkar besta. Við þökkum
ábendinguna frá Víkverja og biðjum
viðkomandi foreldra forláts hafi
þeir orðið fyrir óþægindum vegna
ófullkominna upplýsinga af okkar
hálfu.“