Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
D
□
ISETNINGARÞJONUSTA
SERSMIÐI
Bílavörubúðin Fjöðrin selur pústkerfi,
dráttarbeisli og höggdeyfa í miklu úrvali.
Á verkstæði okkar er boðið upp á sérsmíði á
pústkerfum og ísetningu á höggdeyfum og
dráttarbeislum.
Bílavörubúðin
FJÖDRIN
ifararbroddi
SÉRSMÍÐAVERKSTÆÐI, GRENSÁSVEGI5, SÍMI588 2555.
UR VERINU
Frumvarp um veiðar á norsk-íslenzku sfldinni
Aflaheimildum úthlutað
á skip næstu þrjú árin
SJAVARUTVEGSRAÐHERRA
hefur lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um stjórn veiða úr norsk-ís-
lenzka síldarstofninum. Þar er gert
ráð fyrir að aflaheimildum verði út-
hlutað á skip, en veiðarnar verði
ekki frjálsar innan heildarkvóta
eins og verið hefur. Jafnframt er
gert ráð fyrir því að framsal þess-
ara heimilda verði takmarkað.
Ekki er um varanlega úthlutun
aflahlutdeildar að ræða. Ekki er
gert ráð fyrir því að þær útgerðir,
sem fái veiðiheimildir, verði að af-
sala sér á móti ákveðnu hlutfalli
Eru peningarnir þínir
örugglega á réttum stað?
Skiptir fjárhagslegt öryggi
þig rniklu máli?
Við hjá VIB teljum það vera hlutverk
okkar að vaka yfir fjármunum viðskipta-
vina okkar með þeirra hagsmuni að
leiðarljcsi og veita þeim þá bestu
þjónustu sem völ er á.
Gefðu þér tíma til að íhuga hvað liggur
að baki þessum orðum og hvað þau geta
þýtt fyrir fjárhagslegt öryggi þitt.
Þau þýða einfaldlega að við skuld-
bindum okkur til að vinna af einurð að
hagsmunum viðskiptavina okkar.
Sífellt fleiri telja
Verðbréfasjóði VÍB
vera rétta staðinn
fyrir peningana sína
mars '96 ágúst '96 mars '97 ágúst '97 mars '98
3,5 5,0 6,0 7,7 14,4
Stærð Verðbréfasjóða VÍB
í milljörðum króna.
Má ekki bjóða þér að líta itin og sjá
hvemig við getum aðstoðað þig?
VIB
Verið velkomin í VÍB
og til verðbréfafulltrúa í útibúum íslandsbanka
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi • Sími: 560-8900, 800-4-800 • Myndsendir: 560-8910 ■ Veffang: www.vib.is ■ Netfang: vib@vib.is
Framsalsheimildir
innan hvers árs
takmarkaðar
veiðiheimilda innan lögsögu eins og
gildir um veiðar á Flæmska hattin-
um og utan lögsögu á Reykjanes-
hrygg.
Samkvæmt frumvarpinu er
veiðistjórnunin aðeins ákveðin til
þriggja ára, 1988, 1999 og 2000.
Engin skip fá leyfí til síldveiðanna
nema þau hafí leyfi til veiða í at-
vinnuskyni innan fískveiðiland-
helginnar. Skipta skal að minnsta
kosti 90% af þeim árlega veiði-
heimildum sem í hlut íslands koma
milli þeirra skipa, sem veiðar hafa
stundað úr norsk-íslenzka stofnin-
um á þremur síðustu árum, eða
skipa, sem komið hafa í þein-a stað.
60% heimildanna skal skipta milli
skipanna eftir burðargetu og 40%
skal skipta jafnt. Allt að 10% af ár-
legum heildaraflaheimildum skal
skipta jafnt milli annarra skipa á
grundvelli reglna sem sjávarút-
vegsráðherra setur, þó þannig að
aldrei komi meira magn í hlut
skips, en sem nemur 25% af meðal-
tals aflahámarki.
Framsal takmarkað við 50%
Innan hvers árs er heimilt að
framselja ákveðinn hluta árlegs
aflahámarks hvers skips miðað við
aflareynslu þess við veiðar úr
norsk-íslenzka síldarstofninum á
þremur síðustu vertíðum og leyfi-
legan heildarafla hvers árs. Skal
það magn, sem heimilt er að fram-
selja nema 50% af sama hlutfalli
heildarveiðiheimilda og nam hlut-
deild sama skips í heildarafla síð-
ustu þriggja vertíða.
Endurúthlutun heimil
Sjávarútvegsráðherra skal setja
með reglugerð nánari reglur um
framkvæmd veiðanna. Ráðherra
getur meðal annars ákveðið að sér-
stakar reglur skuli gilda um úthlut-
un á takmörkuðu aflamagni sem ís-
lenzkum skipum er heimilt að veiða
innan lögsögu annarra þjóða. Þá
getur ráðherra ákveðið að endurút-
hluta skuli aflaheimildum eftir til-
tekinn tíma, sýnist það nauðsyn-
legt til að fullnýta leyfðan afla ís-
lenzkra skipa.
Loks skal ráðherra, samkvæmt
fí-umvarpinu, fyrir fyrsta nóvem-
ber árið 2000 leggja fyrir AJþingi
frumvarp um stjórn þessara veiða
eftir árið 2000.
Viðræður um loðnu í Ósló í dag
„Mikilvægt að ná
niðurstöðu fljótt“
FORMLEGUM viðræðum um nýj-
an loðnusamning milli íslendinga,
Norðmanna og Grænlendinga
verður fram haldið í Ósló í dag og á
morgun. Jóhann Sigurjónsson,
sendiherra og formaður íslensku
viðræðunefndarinnar, sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær
ekki geta sagt til um hvort þessi
þriðja formlega lota samningavið-
ræðna þjóðanna myndi enda með
gerð nýs samnings. Hins vegar
væru allar forsendur fyrir hendi að
hægt væri að setjast að raunveru-
legri samningagerð þar sem gögn
um þróun veiðanna og viðhorf
þjóðanna til gerðar nýs loðnusamn-
ings lægju nú ijós fyrir.
Óformlegur undirbúningsfundur
var haldinn í Kaupmannahöfn í
desember sl. þar sem farið var
fyrst yfir stöðuna. Síðan var farið
mjög ýtarlega yfir stöðuna í lok
febrúar í Reykjavík. Samningsaðil-
ar útskýrðu þá sínar kröfur og við-
horf til nýs samnings. Þær tvær
þjóðir, sem sagt hafa upp núgild-
andi loðnusamningi, íslendingar og
Grænlendingar, greindu frá ástæð-
um fyrir uppsögninni auk þess sem
aðilar settu fram sínar kröfur.
„Við teljum að nú sé tímabært að
MEG frá ABET
UTANÁHÚS
FYRIRLIGGJANDI
►>. ÞORGRÍMSSON &CO
J7j| ARMULA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
Jyf SIMI553 8640 568 6100
taka á hinum eiginlegu samningum.
Ég get ekki sagt fyrirfram um það
hvort samningar náist nú, en við
teljum það vera mjög mikilvægt að
ná niðurstöðu fljótt. Við höfum því
ákveðnar væntingar til viðræðn-
anna nú og teljum það í raun og
veru í rökréttu samhengi við það
sem á undan er gengið þar sem búið
er að fara mjög ítarlega í gegnum
stöðuna. Samningsaðilar hafa skýrt
sín sjónarmið svo vel að viðræðum-
ar þyrftu ekki að vera neitt þoku-
kenndar lengur,“ segir Jóhann.
Mikið ber í milli
Því er hins vegar ekki að leyna
að töluvert hefur borið á milli í við-
ræðunum hingað til, að sögn Jó-
hanns. „Á meðan íslendingar telja
að tryggja þurfí raunhlutdeild úr
stofninum betur en gert er í nú-
gildandi loðnusamningi, telja
Norðmenn að samningurinn geti
staðið óbreyttur og að ekki sé
ástæða til að breyta formi hans að
neinu leyti. Auk hlutdeildaraukn-
ingar úr 78% í 86-87%, sem er
raunhlutdeild okkar úr stofninum,
viljum við að samið sé um aðgang
að lögsögum tvíhliða en ekki þrí-
hliða, eins og nú er. Norðmenn
telja það ekki nauðsynlegt en
Grænlendingar eru á hinn bóginn
sammála okkur um að semja beri
um aðgang að lögsögum tvíhliða.
Þá telja Islendingar að styrkja
þurfí framkvæmd eftirlits- og upp-
lýsingamála."
Sjö manna sendinefnd
Auk Jóhanns, eiga sæti í sendi-
nefnd íslendinga þeir Jón B. Jón-
asson og Snorri Rúnar Pálmason
frá sjávarútvegsráðuneytinu, Al-
bert Jónsson frá forsætisráðuneyt-
inu, Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómannasambands ís-
lands, og Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags íslands.