Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 6
6 FÍMMTÚDAGÚÍl 2.’ APRÍL 1998 FRÉTTIR ~ Bæklunarlæknar sem starfa á einkareknum skurðstofum fagna samningi við TR Staðfestir kostnað við aðgerðir Brynjólfur Jónsson bæklunarlæknir, einn for- svarsmanna Læknastofunnar, Álftamýri, sem starfrækt hefur verið um hálfs árs skeið, segir nýjan samning bæklunarlækna við Trygg- ingastofnun hafa í för með sér að almenningur njóti nú eftir nokkurra mánaða hlé sjálfsagðra réttinda í tryggingakerfínu. Um skeið hafí menn óttast að botninn væri að detta úr því þjóðfélagi sem kennt hefur verið við velferð. MARGVÍSLEGAR smærri læknis- aðgerðir hafa á seinustu misserum færst í auknum mæli úr skurðstofum sjúkrahúsanna og inn í einkareknar læknastofur. Um 50 skurðaðgerðir hafa verið framkvæmdar á Lækna- stofunni Alftamýri síðan í febrúar síðastliðnum, en fyrirtækið er sex mánaða gömul einkarekin móttöku- og aðgerðastöð sem tugur lækna starfar við, þar á meðal bæklunar- læknar sem sérhæfðir eru á mismun- andi sviðum, sérhæfður handaskurð- læknir, heila- og taugaskurðlæknir o.fl. Einnig er stöðin í samstarfi við sjúkraþjálfara, stoðtækjafræðing og fleiri þá sem koma að endurhæfingu sjúklinga. Aðgerðir hafa verið gerðar tvisvar í viku og hafa allt að sjö aðgerðir ver- ið gerðar í hvert skipti. Brynjólfur Jónsson, sérfræðingur í bæklunar- lækningum, einn stofnenda Lækna- stofunnar, segir aðsóknina með þeim hætti að hægt væri að framkvæma aðgerðir á hverjum degi án þess þó að anna eftirspurn fullkomlega. Pörf- in fyrir aðgerðir hérlendis er áætluð vera um 500 hnéspeglanir, 80-100 axlaspeglanir, 300-400 beinaaðgerðir af ýmsum toga, um 200 sérhæfðar handaaðgerðir og um 200 tauga- og sinaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Frá sl. hausti voru þessar aðgerðir framkvæmdar án þátttöku Trygg- ingastofnunar ríkisins en á föstudag- inn var náðu bæklunarlæknar samn- ingum við stofnunina, eftir margra mánaða samningaþref. Brynjólfur segir bæklunarlækna sátta við samn- inginn og hann hafi gífurlega mikla þýðingu fyrir sjúklinga og auðveldi þeim að komast í nauðsynlegar að- gerðir. Samningar við sérfræðinga höfðu verið lausir í tvö ár og frá byrj- un október á liðnu hausti kom stofn- unin ekki að aðgerðum þorra bækl- unarlækna utan sjúkrahúsanna. „Með samningnum eru störf okkar viðurkennd, auk þess sem ríkið hefur jafnframt með honum staðfest þann kostnað sem er augljóslega samfara aðgerðum á þessu sviði,“ segir hann. Aðgerðir sem eru hornreka Læknastofan sérhæfir sig meðal annars í aðgerðum á fólki með ýmsa kvilla, m.a. vegna slits, vinnuslysa og íþróttameiðsla. Speglanir eru stór hluti aðgerða, t.d. vegna liðþófa- skemmda í hnjám og sinasjúkdóma í öxlum. Flestar aðgerðir eru frá einn- ar til tveggja stunda langar og eru þess eðlis að sögn Brynjólfs að þær eru ekki framkvæmdar á Ríkisspítöl- unum og hafi orðið hornreka á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að þeim var hætt á Landakotsspítala. Hann kveðst líta svo á að sjúkra- húsin hafi ýtt umræddum aðgerðum til hliðar. Þar ráði mestu þegar hlut- verki Landakotsspítala var breytt með skömmum fyrirvara. „Þegar við vorum á Landakoti heyrðum við einungis hrós fyrir dugnað og afköst og vorum þvi væg- ast sagt undrandi þegar ákveðið var að leggja starfsemina þar niður fyrir- varalaust, án þess að við værum svo mikið sem spurðir álits. Við gerðum þúsund aðgerðir þar og þær komast ekki annað, því alls staðar er verið að draga saman seglin. I orði kveðnu er ekki búið að loka fyrir þessar aðgerð- ir á sjúkrahúsunum, en í raun og veru eru biðlistarnir svo hrikalega langir í t.d. liðskiptaaðgerðir, aðgerð- ir vegna hrygg- og bakmeiðsla, bamaskurðlækningar og sérhæfðar handskurðlækningar, að ekki sé talað um slys og aðgerðir þeirra vegna sem hafa forgang, að sjúklingur sem Hötóverk Gunnars Gunnarssonar Fjallkirkjan Sagnabálkurinn um Ugga Greipsson er eitt af meistaraverkum íslenskra nútímabókmennta. Þetta er ný útgáfa í sígildri þýðingu Halldórs Laxness, prýdd myndum eftir Gunnar Gunnarsson yngri. Fermingartilboð 4.480 ki Mál og menning Laugavegi 18 • Sfmi S15 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN skurðstofu Læknastofunnar daginn sem ljósmyndari Morgunblaðsins heimsótti fyrirtækið, f.v. Sighvatur Snæbjörnsson svæfingalæknir, Brynjólfur Jónsson bæklunarlæknir, Ágúst Kárason bæklunarlæknir, Ragnhildur Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur og Fríða Rut Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur. ÁGÚST Kárason bæklunarlæknir framkvæmir liðspeglun á öxl á skurðstofu Læknastofunnar. Hátæknibúnaður er notaður við aðgerðir sem þar eru framkvæmdar. MYND úr holsjá sem sýnir þrýstingsléttandi aðgerð á öxl, er losað er um sinar og krummahornið nær fjarlægt, þ.e. bein sem er ofan á axlar- liðnum er þynnt með til þess gerðum fræsar'a. MYND úr liolsjá sem sýnir lausa liðvör í axlarlið, eftir að sjúk- lingur hefur farið úr axlarlið með þeim afleiðingum að hann er nánast stöðugt laus í liðnum með tilheyrandi sársauka og óþægindum. vildi láta laga meiðsli í hné eða öxl þyrfti að bíða langtímum saman og komast jafnvel ekki að fyrr en seint og um síðir. Það eru aðeins örfáir sérfræðingar hérlendis sem geta framkvæmt slík- ar aðgerðir og í augum sjúklinga er næsta auðvelt val á milli þess að vera óvinnufær mánuðum saman meðan beðið er eftir aðgerð á sjúkrahúsi eða fara í aðgerð á einkastofu," segir Brynjólfur. Mikill munur á kostnaði Hann segir alkunn fjárhagsleg sjónarmið ráða þessari forgangsröð- un í heilbrigðiskerfinu, en fyrir vikið lendi fjöldi sjúklinga aftarlega á mer- inni. Lokanir deilda séu tíðari og standi lengur yfir en áður og fyrir vikið þurfi að fresta eða hætta við að- gerðir. Seinast í október og nóvem- ber hafi hann þurft að hætta við fimmtán liðskiptaaðgerðir á Sjúkra- húsi Reykjavíkur vegna aðhaldsað- gerða sem leiddu til skorts á rými. í raun séu menn aðeins að ýta vandan- um á undan sér og hann vaxi á með- an. „Þjónustustigið á sjúkrahúsunum er einnig svo hátt að það er varla ástæða til að nota takmarkað fé sjúkrahúsanna í smærri aðgerðir, auk þess sem stjórnkerfi sjúkrahús- anna virðist ekki bjóða upp á að þær séu gerðar á hagkvæmasta hátt. Speglunaraðgerð eða liðþófaaðgerð sem við gerum hjá Læknastofunni kostar sennilega allt að 100% meira hjá sjúkrahúsunum vegna þess hversu hátt þjónustustigið er, þ.e. leið sjúklingsins gegnum það kerfi er löng og flókin. Sem dæmi þá er hægðarleikur að gera sjö til átta að- gerðir á einum degi á einkaaðgerða- stofu eins og við rekum, en algjörlega útilokað á skurðstofu hjá stóru sjúkrahúsi. Ég kæmi aldrei að nema í mesta lagi fimm aðgerðum vegna þess hvað það er erfitt að skipuleggja aðgerð þegar svo margir koma að henni, ásamt því að við höfum rýmri vinnutíma í báða enda dagsins og störfum ósjaldan á almennum frídög- um,“ segir hann. Aðspurður segir Brynjólfur það ekki feimnismál að í raun ætti hann að hafa fjárhagslega meiri hag af því að framkvæma þessar aðgerðir á einkastofu en sjúkrahúsunum, en svo hafi ekki verið til skamms tíma. Mál- ið snúist þar að auki ekki um fjár- hagslegan ávinning heldur um að sinna þörfum ákveðinna sjúklinga- hópa. „Það sem skiptir máli er að fólk komist til heilsu og ef við gerum ekki þær aðgerðir sem þarf til þess, gerir það enginn annar,“ segir hann. Tíu læknar og fer fjölgandi Um þessar mundir starfa um tíu læknar undir þaki Læknastofunnar MORGÚNBLAÐIÐ og von er á að þeim fjölgi að sögn Brynjólfs. Stöðin var stofnuð í októ- ber síðastliðnum en skurðstofan hins vegar tekin í notkun í febrúar síðast- liðnum. Eigendur eru fimm talsins, en í forsvari fyrir rekstrinum hafa verið auk Biynjólfs þeir Ágúst Kára- son, Sighvatur Snæbjörnsson og Stefán Carlsson. Frá og með sein- ustu helgi varð einnig tímabundin breyting á rekstri stöðvarinnar í kjöl- far eldsvoða hjá Handlæknastöðinni í Glæsibæ, en læknar hennar hafa fengið inni hjá Læknastofunni um tveggja mánaða skeið. Af þeim sök- um hefur framkvæmdum verið hrað- að við seinni skurðstofu fyrirtækisins og er stefnt að því að taka hana í notkun fyrir páska. Brynjólfur segir að fulltrúi sér- fræðinga á sviði bæklunarlækninga hafi verið búinn að sitja fjölda funda hjá Tryggingastofnun þegar samn- ingar loks tókust seinasta fóstudag. ,Að mati okkar sem að stöðinni standa er best að vera án afskipta ríksins, sökum þess hversu þungt allt er þar í vöfum og erfitt viðfangs," segir Brynjólfur. títreikningum ekki mótmælt Samkvæmt samningi Trygginga- stofnunar og sérfræðinga í bæklunar- lækningum er fyrirkomulag aðgerða með þeim hætti að sjúklingur greiðir um 40% af verði aðgerðar, auk af- slátta fyrir vissa hópa. „Þegar farið er ofan í saumana á aðgerðakostnaði kemur ýmislegt í ljós. Við getum tekið dæmi af hnéað- gerð sem sjúklingur greiddi fyrir þremur árum ef til vill á milli 15 og 20 þúsund krónur fyrir og Trygginga- stofnun um 20 til 25 þúsund krónur, eða samtals um 40 þúsund krónur. Á seinasta ári var útilokað að gera um- rædda aðgerð fyrir þetta verð og urðu greiðslur fyrir þær að hækka til samræmis við raunverulegan kostn- að, sem er um 70 þúsund krónur. Með samningunum náðist fram viðurkenn- ing á raunkostnaði og við munum gera ráð fyrir að framkvæma aðgerð- ir í samræmi við hann næsta árið. Verkefni eru næg, þar sem margir bíða þess að komast í aðgerð og stór hluti þeirra veigraði sér við að greiða allan kostnað sjálfur, áður en TR samdi við bæklunarlækna. Því teljum við rekstrargi’undvöll stöðvarinnar vera fyrir hendi. Eins og í flestum öðrum rekstri er gert ráð fyrir 4-5% ágóða af veltu og við höfum haft slík sjónarmið að leiðarljósi, en taka verð- ur tilliti til þess að við þurfum að fjár- festa í útbúnaði sem er dýr og af- skriftir miklar. Þessi búnaður er þó nauðsynlegur til að fylgjast með tækniþróun í heiminum á þessu sviði. Við erum að gera hátækniaðgerðir fyrir lágt verð miðað við það sem ger- ist erlendis og hægt væri að bjóða á sjúkrahúsunum,“ segir Brynjólfur. Hann segir að stjórn Bæklunar- læknafélagsins hafi látið gera út- reikninga á kostnaði við slíkar að- gerðir sem Tryggingastofnun hafi ekki mótmælt að lokum. „Við erum að bjóða aðgerðir fyrir verð sem er líklega aðeins um 50% til 60% af þeim kostnaði sem er á sjúkrahúsunum við sömu aðgerðfr,“ segir hann. Brynjólfur kveðst þeirrar skoðunar að í raun og veru hafi botninn verið á leiðinni úr velferðaþjóðfélaginu og svo hafi verið í marga mánuði án þess að til nokkurra aðgerða hafi verið gripið. Því séu sinnaskipti Trygginga- stofunar ánægjuleg og komi í raun á óvart á þessum tímapunkti. Nýtt kerfí í kyrrþey? „Lengi vel var það líkast því helst að innleiða ætti nýtt kerfi án þess að um það færi fram nokkur umræða. Þegar maður hugsaði það frá sjónar- hóli ríkisvaldsins voru forsendurnar skiljanlegar því ekki væri hægt að taka slíka ákvörðun opinberlega vegna almennra óvinsælda. Stundum fannst okkur að verið væri að þegja málið í hel, í þeirri von að enginn veitti því athygli að þessi hluti kerfis- ins væri aðskilinn frá heildinni. Hins vegar hefur einhver skyndileg stefnu- breyting orðið til hagsbóta fyrii- sjúk- linga,“ segir Brynjólfur. „Samnningur TR og bæklunar- lækna er í raun og veru ekki síst mik- ilvægur fyrir þær sakir, að almenn- ingur í landinu nýtur að nýju sjálf- sagðra réttinda sinna. Réttinda sem menn verða að hafa að leiðarljósi í því tryggingakerfi sem hér ríkir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.