Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________FRÉTTIR_______________________________________ Viðræður Halldórs Ásgrímssonar og Knuts Vollebæk um fískveiðideilurnar við Norðmenn Ramminn kominn, málverkið vantar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, urðu í gær ásáttir um ramma, sem á að greiða fyrir því að hefja þríhliða viðræður —?-------- -------------------- Islendinga, Norðmanna og Rússa um veið- ar í Barentshafí eftir tæplega tveggja ára hlé. Halldór sagði að kominn væri rammi utan um viðræður, en málverkið vantaði. Morgunblaðið/Árni Sæberg KNUT Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra íslands, takast í hendur í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. HALLDÓR Ásgrímsson og Knut Vollebaak hittust í Ráðherrabústaðnum síð- degis í gær, en norski ut- anríkisráðherrann er hér í þriggja daga heimsókn. Vollebæk hitti einnig að máli Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Halldór Ásgrímsson sagði að ráð- herrarnir hefðu fjallað um Ioðnu- veiðar, en samningafundur um þau mál hefst í dag. Gildandi samningur gerir ráð fyrir því að kvóti Islend- inga verði 78% en Islendingar telja að í ljósi veiðireynslu eigi hann að vera 86 til 87%. Halldór sagði að farið hefði verið yfir stöðuna í loðnuviðræðum, en samninganefnd- um ríkjanna væri ætlað að leita lausna. Halldór kvaðst ekki geta greint frá því á þessu stigi hvað fælist í rammanum og ætti meðal annars eftir að ræða málið við Rússa: „En ramminn varðar samstarf, sem gengur út á það að leysa þetta mál.“ Halldór sagði að ákveðið hefði verið að reyna að finna möguleika á að byrja viðræður að nýju og skapa ramma utan um þær á fundi ráð- herranna, sem haldinn var í Ósló í nóvember. Undanfarna mánuði hefði verið leitað leiða og nú virtist hún fundin. Hann lagði vara við því að vænta lausna strax, þótt samn- ingaviðræður hæfust í maí. „Það er of snemmt vegna þess að ekki er nóg að skapa ramma utan um þetta,“ sagði Halldór. „Það þarf að skapa stærðir innan í hann og það höfum við ekki reynt á þessum fundi. En við höfum þó orðið sam- mála um að hefja slíkar samræður á næstunni og fá Rússa að borðinu líka.“ Halldór var spurður hvort líkja mætti þessu samkomulagi við jöfnu og aðeins ætti eftir að setja stærð- irnar inn í hana. „Það má til sanns vegar færa,“ sagði Halldór. „Þetta er rammi, en það vantar málverkið innan í hann.“ Hljótum að finna lausn Vollebæk sagði að það væri mikil- vægt að hafa í huga að ágreiningur íslendinga og Norðmanna einskorð- aðist við sjávarútveg, þótt hann vildi síst draga úr mikilvægi hans fyrir íslendinga. Hann kvaðst ekki efast um að fyrri ríkisstjórn Noregs hefði viljað leysa deiluna og bætti við að Islendingar og Norðmenn hlytu að geta fundið lausn. „Þetta hljótum við að geta leyst," sagði hann. „Þetta eru mikilvæg mál fyrir bæði lönd. Ég veit að hóp- ur fólks í Noregi telur að þar sem ég er frá Austur-Noregi og hafi aldrei fengist við fiskveiðar skilji ég ekki til fulls hversu mikilvægt þetta sé. En ég held að ég geri mér grein fyrir mikilvægi þess að við náum saman um þetta. En ég tel að þar sem þessi tvö nágrannalönd eigi svo margt sameiginlegt hljóti þau að geta leyst þetta mál. Það þýðir ekki að það verði létt verk eða fljótlegt, en ég tel að við munum geta rætt þetta í andrúmslofti þar sem ríkir gagnkvæmur skilningur á erfiðleik- um hvors um sig og gagnkvæm virðing. Takist okkur ekki að finna lausn á þessu máli spyr ég hvemig í ósköpunum öðrum löndum í heimin- úm ætti að takast slíkt hið sama.“ Halldór kvaðst telja að núverandi ríkisstjórn Noregs hefði haldið áfram að vinna á þeim grundvelli, sem lagður var í tíð fyrri stjórnar. Höfum ekki langan tíma „Núverandi ríkisstjórn í Noregi hefur sýnt fullan vilja til að finna lausn,“ sagði Halldór. „Ég tel að þessi heimsókn hér í dag hafi sýnt þann vilja. Ég tel að við höfum kom- ist einu skrefi lengra í þessari heim- sókn. Til hvers það leiðir á næstu vikum eða mánuðum ætla ég ekki að fullyrða nú, en ég tel að við höf- um ekki mjög langan tíma. Það er mikilvægt að reyna að finna lausn áður en næsta vertíð byrjar." Ekki bandalag við Rússa Vollebæk vísaði því á bug að Norðmenn og Rússar hefðu gert með sér bandalag gegn íslending- um og hann hefði ekki hugsað sér að mynda bandalag með nokkru ríki gegn íslandi. Hann hefði rætt þetta mál við Halldór þegar það kom fyrst upp og kvaðst ekki skilja hvaðan fullyi'ðingar af þessu tagi kæmu. Hann minnti á að það væri ágreiningur milli Norðmanna og Rússa ekki síður en Norðmanna og íslendinga. Hann hefði verið í Múrmansk á mánudag og þriðjudag þar sem mengun var á dagskrá og það væri alvarlegt mál fyrir bæði Norðmenn og Islendinga vegna mengunarhættunnar. Norðmenn vísuðu íyrir skömmu nokkrum rússneskum sendiráðs- mönnum úr landi og sökuðu þá um njósnir. Skömmu síðar svöruðu Rússar með því að vísa tveimur Norðmönnum úr landi, Rune Cast- berg, ráðgjafa í sjávarútvegsmálum við sendiráðið í Moskvu, og Ole Jo- han Bjornoy, vararæðismanni í Múrmansk. Vollebæk sagði að njósnamálið væri erfitt að því leyti að það snerist um trúnaðarbrest. „Það var ástæðan fyrir því að við frestuðum heimsókn forsætisráð- herrans til Moskvu," sagði hann. „Við töldum að vegna þessa mynd- um við ekki ná fram niðurstöðu. Auk þess væri ekki rétt að fara til Rússlands undir þessum kringum- stæðum og láta sem ekkert væri.“ Ræddi njósnamálið við Prímakov Vollebæk kvaðst hafa átt góðan fund með Jevgení Prímakov þegar fundur fimmveldanna var haldinn í Bonn í mars. Hann kvaðst ekki hafa beðist afsökunar, en sagt að Norð- menn vildu ekki láta staðar numið heldur eiga áfram góð samskipti við Rússa. Prímakov hefði hann skilið sem svo að hann væri á sama máli. Vonast væri til að Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra færi til Rússlands í maí, en vegna óvissu í rússneskum stjórnmálum væri ekki víst að það gengi eftir. Eitt af því sem Bondevik hugðist ræða í Rússlandi var bann Rússa við því að Norðmenn sendi rannsóknar- skip í Barentshaf, en það myndi nú tefjast. Vollebæk sagði að hættan væri sú að upplýsingar um fiski- stofna yrðu ekki nægilegar. „Þá er hættan sú að kvótar verði lægri en þeir þurfa að vera,“ sagði hann. „Það hefur slæmar efnahagslegar afleið- ingar fyrir sjómenn og munum við reyna að leysa þetta mál fyrir næstu vertíð. Ég vona að við mætum ein- hverjum skilningi í þessu máli.“ Norska stjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir frammistöðu sína í njósnamálinu og skrifaði Ivan Kri- stoffersen, fonnaður norska út- varpsráðsins, að hún hefði valdið Norður-Noregi og samstarfi í Barentsráðinu miklu tjóni með að- gerðum sínum. „Ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Vollebæk og bætti því við að hann hefði rætt við Kristoffersen í Tromsö á þriðjudag. „Þessi starf- semi var svo umfangsmikil að við urðum að draga einhver mörk. Við hefðum að sjálfsögðu getað gert það á annan hátt, en þá stóðum við frammi fyrir því að forsætisráð- herrann var að fara í heimsókn til Moskvu og við töldum ekki rétt að hann færi þangað þannig að ferð- inni var frestað. Ég tel að við höfum farið rétt að í málinu og okkur hafi tekist að útskýra stöðuna. Það var víðtækur stuðningur í Stórþinginu. Stjómvöld höfðu ekki stjórn á þvi, sem síðan gerðist. Þetta varð sér- kennilega staða, en ég tel að þetta hafi ekki skaðað samskiptin með þeim hætti, sem Kristoffersen gaf í skyn. Það fékk ég staðfest í Múi-m- ansk.“ Halldór sagði að þeir hefðu einnig rætt önnur mál, samstarfið innan EFTA, Evrópska efnahagssvæðis- ins, Oryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), í Barentsráðinu, Suðurskautsráðinu og á ýmsum öðrum vettvangi. Halldór tók sérstaklega til þess að Norðmenn tækju við for- mennsku í ÖSE á næstunni og hefðu boðið íslendingum til sam- starfs á ýmsum sviðum á þeim vett- vangi. íslendingar hefðu meðal ann- ars áhuga á að hafa fasta aðstöðu í Vín, ekki síst í ljósi þess að mikil- vægi ÖSE væri alltaf að aukast. Þá tækju íslendingar við for- mennsku í Evrópuráðinu á næsta ári og hygðu á gott samstarf við Norðmenn þar. AÐALFUNDUR Aðalfundur Jökuls hf. verður haldin í Hótel Norður- Ijósum, Raufarhöfn, laugardaginn 25. apríl 1998 og hefst kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa 3. Tillaga um heimild stjómar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu 4. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningar félagsins fyrir árið 1997 ásamt þeim til- lögum sem liggja fyrir fundinum verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Aðalbraut 4-6, Raufarhöfn. Raufarhöfn 31. mars 1998 Stjórn Jökuls hf. Formaður Félags íslenskra heimilislækna Brýnt er að endurskoða þrjú atriði úrskurðarins FULLTRÚAR Félags íslenskra heimilislækna áttu í fyrradag fund með heilbrigðisráðherra og fleiri fulltrúum ráðuneytisins til að gera þeim grein fyrir nokkrum atriðum í úrskurði kjaranefndar sem læknamir telja að endur- skoða verði. Katrín Fjeldsted, formaður fé- lagsins, sagði fulltrúa ráðuneytis- ins hafa tekið vel í að gera sitt til að eyða mætti óvissuatriðum í úr- skurðinum. Fulltrúar kjaranefnd- ar og ráðuneytisins ræddust við í gær. Katrín Fjeldsted sagði einkum brýnt að endurskoða þrjú atriði í úrskurðinum. Óljóst væri hver kjör afleysingalækna ættu að vera en í úrskurðinum er kveðið á um að læknar skuli taka lögboðið sumarfrí, sem Katrín sagði að þeir hefðu iðulega ekki gert og sagði hún því brýnt að skýrt væri bæði hjá kjaranefnd og ráðuneyt- inu hvemig ætti að greiða fyrir slíkar afleysingar. Þá þarf að skilgreina betur fyi-- irkomulag á svokölluðum mót- tökuvöktum sem eru á nokkmm stómm heilsugæslustöðvum milli klukkan 17 og 19 og hvemig greiða ætti fyrir vinnu á þeim vöktum. Þriðja atriði sem Katrín sagði óljóst væri fyrirkomulag á greiðslum frá Tryggingastofnun til sjúkrastofnana úti á landi, þar sem læknar hefðu unnið bæði fyr- ir heilsugæslustöð og á sjúkra- stofnun. Sagði hún nauðsynlegt að ganga frá hvernig þessum greiðslum yrði háttað hjá hverri stofnun fyrir sig. Katrín sagði að fulltrúar ráðu- neytisins hefðu lýst skilningi á þessum málum og vilja til að gera allt sem í valdi þess stæði til að taka málin upp við kjaranefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.