Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 Gðr- I : i i i ( ( ( ( ( i ( i i i ( i ( i i ( i c ( ( Frjáls fjölmiðlun opnar vef á netinu SKÓLASTJÓRI Landakotsskóla sr. A. George meðal nemenda sinna. Opið hús í tilefni 70 ára afmælis sr. George SR. A. George, prestur og skóla- stjóri Landakotsskóla, verður 70 ára 5. aprfl. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli kl. 16 og 18 á afmælisdaginn. George kom til íslands árið 1956 og hóf kennslu árið 1958 við Landakotsskóla. Hann hefur ver- ið skólastjóri skólans frá árinu 1962. FRJÁLS fjölmiðlun opnaði Vísi, nýjan miðil á netinu, í gær. Vísir er samstarfsverkefni nær tuttugu að- ila og í frétt frá Frjálsri fjölmiðlun segir að hann sé sniðinn að þörfum hins almenna netnotanda en sam- kvæmt nýjum könnunum noti um 70.000 íslendingar netið reglulega. I fréttatilkynningunni segir m.a. að í Vísi komi saman fréttir, upplýs- ingar, skemmtiefni, þjónusta og fróðleikur sem saman myndi heil- steypta net-kringlu. „Fréttir í Vísi eru unnar af ritstjórnum DV, Dags og Viðskiptabluðsins ásamt sjálf- stæðri ritstjórn Vísis. Þjónusta Ráðstefna um lagnir í skipum Ráðstefnan „Lagnii- í skipum" verð- ur haldin á vegum Lagnafélags ís- lands á Hótel Loftleiðum laugardag- inn 4. aprfl næstkomandi. I sam- vinnu við Lagnafélagið er Vélstjóra- félag íslands, en málefnastuðningm' er í ríkum mæli frá Siglingastofnun Islands, fræðsluráði málmiðnaðar- ins, Vélskóla íslands, Kælitæknifé- lagi Islands, Málmi, Tækniskóla Is- lands og Háskóla íslands. Að sögn Kristjáns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Lagnafélags ís- lands, verður á ráðstefnunni m.a. fjallað um tæringu málma, þjónustu hita- og loftræstikerfa í skipum, hönnum loftræsti- og hitakerfa í skipum, reglugerðir og gæðavottun, kæli- og frystikerfi, háþrýst vökva- kerfí, lágþrýst vökvakerfi, olíur, óhreinindi og hreinsun, viðhald lagnakerfa, áhrif súrefnisskorts og óhreins lofts á líkamann, frárennsl- islagnh' í skipum og nýjungar í lagnamálum. „Það má segja að bylt- ing hafí verið í gerð hita- og loft- ræstikerfa, en þó er mikil vinna þar óunnin,“ segir Kristján. Samhliða ráðstefnunni hefur sölu- °g þjónustuaðilum í greininni verið boðið að kynna vörur sínar og þjón- ustu á ráðstefnustað. Maraþon fatlaðra í spilamennsku UNGLINGAHÓPURINN BUSL sem er á vegum Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, mun halda mara- þonvöku í spilamennsku. Mai'aþonið hefst laugai'daginn 4. apríl kl. 9 í Dag- vist Sjálfsbjargai'heimilisins, Hátúni 12, gengið inn norðanmegin í húsið. Tilgangur mai-aþonvökunnar er að safna áheitum til styrktar ferð hóps- ins á Langjökul, sem farin verður 8-10. maí nk. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja ferðina með áheitum eða öðrum hætti geta haft samband við Árna Salómonsson hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. I fréttatil- kynningu kemur fram að hópurinn hefur stofnað bankareikning í Spari- sjóði vélstjóra og er númer reikn- ingsins 407546. Húsnæðismál rædd á hádegisfundi OPINN hádegisverðarfundur um húsnæðismál verður á Hótel Borg í dag, fímmtudag kl. 12. Fjallað verð- ur m.a. um frumvarp um húsnæðis- mál, félagslegt kerfí, húsbréf og Húsnæðisstofnun. Frummælandi er Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Fundarboðandi er ðlafur Örn Haraldsson alþingis- niaður. fréttavefjar Vísis er frá kl. 7 á morgnana til miðnættis. Jafnframt verður sagt frá mikilvægum atburð- um sem gerast utan þess tíma um leið og þeir gerast. íþróttavefurinn er unninn af íþróttadeild DV og við- skiptavefurinn er unninn af rit- stjórn Viðskiptablaðsins,“ segir í fréttatilkynningu. Alls eru vefírnir á bak við forsíðu Vísis 16 talsins. Meðal vefja í Vísi eru fréttavefur, íþróttavefur, við- skiptavefur, veðurvefur, smáauglýs- ingavefur, ættfræðivefur, kosninga- vefur og bflavefur," segir í tilkynn- ingunni. Ráðstefna um ævikvöldið ÖLDRUNARRÁÐ íslands heldur ráðstefnu í safnaðarheimili Háteigs- kirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 13. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Vinnum saman að því að gera ævikvöldið ánægjulegi'a“ og fjallar um gildi að- standendafélaga á hjúkrunar- og vistheimilum. Öflug aðstandendafé- lög geta stutt við starfsemi heimil- anna á margvíslegan hátt til hags- bóta fyrir heimilismenn jafnt sem starfsmenn og gefur aðstandendum tækifæri til að gera ævikvöldið ánægjulegra fyrh' ástvini sína. Ráð- stefnustjóri verður Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Sóknar. Á ráðstefnunni halda erindi Berg- lind Magnúsdótth' öldrunarsálfræð- ingur, Þóra Ai'nfinnsdóttir hjúkrun- ai'deildai'stjóri, Nanna Guðrún Zoéga djákni, Garðabæ, Birgir Guð- mundsson, fonnaður Aðstandendafé- lags Kópavogshælis, Jóhanna Sig- marsdóttir, forstöðukona Hrafnistu í Reykjavík og Guðríður Ottadóttir aðstandandi. Umræður og fyrirspurnir verða eftir hvert erindi. Tónhornið úr Gerðubergi skemmtir. Ráðstefnu- gjald er 1.000 kr. - kaffi innifalið. Bifreiðaskoðun fær nafnið Frumherji BIFREIÐASKOÐUN hf. verður að Frumherja hf. á morgun, 3. apríl, eftir ákvörðun siðasta aðalfundar fé- lagsins. Nafnabreytingin er til komin vegna aukinna umsvifa félagsins frá síðasta ári og vegna fyrirsjúanlegrar þróunar fyrirtækisins, segir í frétta- tilkynningu. Eitt af fyrstu verkum Frumherja hf. er að opna nýja skoðunarstöð fyr- ir ökutæki í Sóltúni 5 (áður Sigtúni 5) í Reykjavík. í stöðinni verður boð- ið upp á aðalskoðun, endurskoðun, ski'áningai'skoðun og ástandsskoðun þegai' fram líða stundh'. Að auki verður þar tekið á móti tilkynning- um um eigendaskipti og allri al- mennri skráningarstarfsemi sinnt. Höfuðstöðvar Frumherja hf. verða á Hesthálsi 6-8 í Reykjavík þar sem höfuðstöðvai- Bifreiðaskoðunar hf. voru áður enda er hér einungis um nafnabreytingu að ræða, en ekki breytingu á kennitölu eða öðrum rekstrai'þáttum fyrirtækisins. Listi Alþýðu- flokksins í Hafn- arfirði ákveðinn Á FUNDI í fulltrúaráði Alþýðu- flokksins í Hafnai'firði 31. mars 1998 var framboðslisti Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí nk. samþykktur samhljóða. List- ann skipa: l.Ingvai- Viktorsson, bæjarstjóri. 2. Jóna Dóra Karlsdóttir, húsmóðir. 3. Tryggvi Harðarson, járnabindinga- maður. 4. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfírlögregluþjónn. 5. Hafrún Dóra Júlíusdóttir, húsmóðir. 6. Unn- ur A. Hauksdótth', verkakona. 7. Eyjólfur Sæmundsson, verkfræðing- ur. 8. Jóhanna Margrét Flecken- stein, gjaldkeri. 9. Gísli Ó. Valdi- marsson, verkfræðingur. 10. Eyjólf- ur Magnús Kristinsson, verkfræði- nemi. 11. Hrafnhildur Pálsdóttir, hús- móðh'. 12. Þorákur Oddsson, bifreiða- stjóri. 13. Pétur Ingvarsson, íþrótta- kennaranemi. 14. Ellý Erlingsdóttir, kennari. 15. Jón Kr. Óskarsson, loft- skeytamaður. 16. Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, hjúkrunarfræðingur. 17. Jón Sigurðsson, netagerðamaðm'. 18. Gylfi Ingvarsson, vélvh'ki. 19. Guð- fmna Vigfúsdóttir, húsmóðir. 20. Gestur G. Gestsson, markaðsstjóri. 21. Guðrún Guðmundsdótth', húsmóð- h'. 22. Valgerður Guðmundsdótth', framkvæmdastj óri. Fyrirlestur hjá Nýrri dögun Á VEGUM Nýrrar dögunar, sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð, verður fyrirlestur um andvana fæð- ingar og fósturlát, í dag kl. 20, í Gerðubergi. Frummælendur verða þær Bjarn- ey Hrafnberg Hilmarsdóttir, ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur og Guðrún Guðbjömsdóttir, ljósmóðir. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um þunglyndi og flogaveiki LAUF, samtök áhugafólks um floga- veiki, verður með almennan fræðslu- fund í kvöld kl. 20.30. Fundurin verð- ur í sal Félags heymarlausra, Laugavegi 26, 4. hæð. Gengið inn Grettisgötumegin. Dr. Láms Helgason yfirlæknir flytur fyrirlestur um þunglyndi og flogaveiki og svarar fyrh'spurnum. Boðið verðui- upp á veitingar gegn vægu verði. Ljósmynda- maraþon í Hafnarfirði FILMUR og framköllun í Firðinum Fjarðargötu 13-15 og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar standa fyrir ljós- myndamaraþoni er hefst fóstudag- inn 3. apríl milli kl. 17 og 18 í félags- miðstöðvunum Vitanum og Verinu. Keppnin er ætluð hafnfirskum ung- lingum úr 8.-10. bekk. Föstudaginn 3. apríl fá keppend- ur afhenta 12 mynda filmu og jafn mörg verkefni sem hver leysir eftir sínu höfði. Þremur dögum síðar á að skila filmunni í opnu dagstarfi í fé- lagsmiðstöðvunum. Miðvikudaginn 15. apríl fá keppendur síðan af- raksturinn til uppsetningar. Á kaffi- húsdakvöldi í Vitanum, á miðviku- dagskveldi 15. aprfl, verður síðan verðlaunaafhending og verða glæsi- leg verðlaun veitt frá Filmum og framköllun. Myndirnar verða síðan til sýnis í nokkra daga í félagsmið- stöðinni en verða síðan sýndar al- menningi í Firðinum. Um 70 unglingar hafa tekið þátt síðustu ár og er keppnin afar einfóld og hentar vel ungu ljósmyndaáhuga- fólki hvort sem það býr yfir mikilli kunnáttu eða er að stíga sín fyrstu spor, segir í fréttatilkynningu. Þorgerður í efsta sæti Vestmanna- eyjalistans NEÐANTALDIR kjósendur í Vest- mannaeyjum skipa Vestmannaeyja- listann við bæjarstjórnarkosning- arnar sem fram fara 23. maí nk. og eru í þessari röð: 1. Þorgerður Jóhannsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar. 2. Ragnar Óskarsson, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi. 3. Guðrún Erlings- dóttir, formaður Verslunarmanna- félags Vestmannaeyja. 4. Lára Skæringsdóttir hárgreiðslumeist- ari. 5. Björn Elíasson gi'unnskóla- kennari. 6. Óskar Örn Ólafsson skipstjóri. 7. Ki'istjana Margrét Harðardóttir skrifstofumaður. 8. Sigurlás Þorleifsson íþróttakennari. 9. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrun- arfræðingur. 10. Rannveig Sigurð- ardóttir verkakona. 11. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, tómstunda- og íþróttafulltrúi og bæjarfulltrúi. 12. Bjarki Bragason verkamaður. 13. María Friðriksdóttir húsmóðir og 14. sæti skipar Jóhann Björnsson, fyrrverandi forstjóri. 20 ára afmæli Hofsstaðaskóla í Garðabæ 20 ÁRA amfælis Hofsstaðaskóla verður minnst í dag, 2. aprfl. Farið verður í skrúðgöngu frá skólanum að miðbæ Garðabæjar og þaðan að safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, þar sem skólinn var áður til húsa. Lúðra- sveit fer fyrir göngunni og nemend- ui' bera hatta, veifur og fleira sem þeir hafa útbúið. í safnaðarheimilinu verður stutt dagskrá. Að henni lokinni verður gengið aftur að skólanum og þar verður boðið upp á veitingar. Lagt verður af stað í gönguna kl. 11. Listi sjálfstæðis- manna í Sand- gerði ákveðinn Á FUNDI Sjálfstæðisfélagsins í Sandgerði, sem haldinn var 30. mars, var framboðslistinn til sveit- arstjórnarkosninganna 23. maí nk. ákveðinn og skipa hann eftirtaldir: 1. Reynir Sveinsson rafverktaki. 2. Eyþór Jónsson framkvæmda- stjóri. 3. Salome Guðmundsdóttir húsmóðir. 4. Hildur S. Thorarensen lyfjafræðingur. 5. Guðjón Ólafsson útgerðarmaður. 6. Árni Sigurpáls- son hafnarvörður. 7. Karl G. Karls- son sjómaður. 8. Fanney St. Sigurð- f ardóttir stuðningsfulltrúi. 9. Bryn- dís Guðmundsdóttir meðhjálpari. 10. Tyi-fingur Andrésson sjómaður. 11. Alma Jónsdóttir læknaritari. 12. Haraldur Jóhannesson verkstjóri. 13. Kristrún Níelsdóttir skrifstofu- maður og 14. sæti skipar Svanbjörg Eiríksdóttir húsmóðir. Fræðslufundur Gigtarfélagsins GIGTARFÉLAG íslands heldur fræðslufund fimmtudaginn 2. apríl kl. 20 í sal meistara, Skipholti 70. Margrét Ái-nadóttir heldur fyrir- lestur um höfuðbeina- og spjald- hryggjarjöfnun. Fundinum lýkur með fyrirspurnum og kaffiveiting- um. Aðgangur kr. 800. SELECT-hraðverslun við Bústaðaveg í Öskjuhlíðinni. Ný Select-hrað- verslun opnuð í Öskjuhlíð SKELJUNGUR hf. hefur opnað nýja Select-hraðverslun á Shellstöð- inni við Bústaðaveg í Öskjuhlíð. Þetta er þriðja Select-hraðverslunin sem opnuð er á Shellstöðvum hér á landi en fyrsta hraðverslunin var opnuð á Shellstöðinni við Vestur- landsveg fyrir réttu ári og skömmu síðar var opnuð verslun í Suðurfelli í Breiðholti. Select er í senn bensinstöð, hrað- verslun og skyndiréttastaður, þar sem hægt er að fá úrval heimilis- vöru auk fjölbreyttra brauð- og pylsurétta. I Select-hraðverslunun- um er lögð áhersla á mikið úrval, ferskleika, hreinlæti og öryggi. Ný- bökuð brauð og sætabrauð, sem eru bökuð á staðnum, eru ávallt á boðstólum. I tilefni af opnun Select-hrað- verslunarinnar í Öskjuhlíð verður boðið upp á nýja gerð af Select- samlokum sem framleiddar eru sér- staklega fyrir Select-verslanirnar á íslandi. Þá verða margvísleg opnun- artilboð á öllum stöðvunum í tilefni tímamótanna. Select-hraðverslunin í Öskjuhlíð mun bjóða þjónustu allan sólar- hringinn eins og verslanirnar í Suð- urfelli og við Vesturlandsveg hafa gert frá því um mitt síðasta ár. LEIÐRÉTT Rangt ártal í FRÉTT í blaðinu í gærum sam- þykkt Búnaðarþings um tilraunainn- flutning á erfðaefni til kynbóta á ís- lenskum kúm birtist rangt ártal í fyrirsögn. Sagt var að áhrif myndu koma fram árið 2004 en hið rétt er ~ eins og lesa má í textanum árið 2010. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.