Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 41V STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNI A LÁNAMARKAÐI HARÐORÐ gagnrýni kom nýlega fram á ríkisvaldið fyrir að skekkja samkeppnisstöðu á lánamarkaði hér innanlands, bæði með því að mismuna lánastofnunum og skapa þeim ólík rekstrarskilyrði. Gagnrýnandinn var Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis. Guðmundur kvað bindiskyldu innlánsstofnana og stimp- ilgjöld vera enn við lýði, þrátt fyrir rökstudda gagnrýni og þessi skatttekja íþyngdi mjög fjármálafyrirtækjum. Sparisjóðsstjórinn segir samkeppnin við lífeyrissjóðina erfiða, en þeir bjóða nú félagsmönnum sínum mjög hag- stæð lán. Þeir byggja ekki rekstur sinn á vaxtamun eins og innlánsstofnanir og þurfa heldur ekki að binda hluta af eignum sínum á lágum vöxtum í Seðlabanka og loks eru þeir ekki skattskyldir. Það væri rangt af löggjafanum að mismuna fyrirtækjum á sama markaði jafn gróflega og gert væri. Sparisjóðsstjórinn gagnrýndi ásókn ríkissjóðs í sparifé landsmanna með stanzlausri auglýsingaherferð. Helmingi ódýrara væri fyrir ríkissjóð að afla fjár á heildsölumark- aði, þ.e.a.s. á verðbréfamarkaðinum, í stað þess að höfða ávallt til einstaklinga með ærnum kostnaði. Skattareglur kvað hann og mismuna fyrirtækum á lánamarkaði. Það hlýtur að teljast meginverkefni stjórnvalda að sjá til þess, að samkeppnisstaða fyrirtækja á þessum markaði sem öðrum sé sem jöfnust og þeim sé ekki mismunað. Gagnrýni sparisjóðsstjórans vekur athygli á því, að svo er ekki. Fjármálamarkaðurinn hefur verið í örri þróun und- anfarin ár og fyrir dyrum stendur einkavæðing ríkisbank- anna og væntanlega sameining með einhverjum hætti. Ríkið hefur ekkert sjálfgefið hlutverk á fjármálamarkaði og á að draga sig að fullu út af honum. Ljóst er, að heil- brigð samkeppni er það sem færir landsmönnum mesta ávinninginn af rekstri fjármálastofnana, bætta þjónustu, lægri vexti og annan kostnað. Til þess að samkeppnin á fjármálamarkaði skili sem mestri hagkvæmni er nauðsyn- legt, að stjórnvöld skapi fyrirtækjunum starfsumhverfi, sem treystir sem jafnasta samkeppnisstöðu þeirra. SESS ÍSLENDINGASAGNANNA UNDANFARNA daga hefur Morgunblaðið sagt frá góðum viðtökum sem ensk heildarútgáfa á íslend- ingasögunum hefur verið að fá hjá erlendum gagnrýnend- um og bókmenntamönnum. Það er rétt sem þar kemur fram að Islendingasögurnar eru heimsbókmenntir og eiga að skipa heiðurssæti í evrópskri menningarsögu. Sömu- leiðis er óhætt að taka undir orð tékkneska rithöfundar- ins, Milans Kunderas, að þótt máttur sagnanna sé mikill hefðu áhrif þeirra orðið mun meiri ef þær hefðu verið skrifaðar á máli stórþjóðar, „og við hefðum litið á þær sem forboða eða jafnvel grundvöll hinnar evrópsku skáld- sögu“. Kannski þessar þýðingar, sem erlendir gagn- rýnendur eru sammála um að séu mjög vandaðar, verði til þess að íslendinga sögurnar fái þann sess í evrópskri menningarsögu sem þær eiga skilið og raunar er gagn- rýnandi Times Literary Supplement, Carolyne Larr- ington, fullviss um að þær muni verða það. Af fyrrnefndum umsögnum þarf annars enginn að velkjast í vafa um stöðu sagnanna í bókmenntasögunni. Nóbelsverðlaunaskáldið, Seamus Heaney, segir að enska útgáfan færi okkur heim sanninn um að þær standi bók- menntum landanna við Miðjarðarhaf fyllilega á sporði. Breska lárviðarskáldið, Ted Hughes, kallar sögurnar „eitt af undrum heimsbókmenntanna“ og að „hin vestræna nú- tímahefð í realískri frásagnarlist eigi upptök sín í þeim“. Og Kurt Vonnegut segist fyrst nú eftir útkomu þessara þýðinga gera sér grein fyrir skuld sinni sem sagnaþular við hina forníslensku höfunda. Viðbrögð erlendra bókmenntamanna gefa sannarlega til kynna að ný ensk heildarútgáfa á sögunum hefur verið orðin tímabær, þótt auðvitað hefði hún mátt koma fyrr. Nú er mikilvægt að markaðssetning á útgáfunni takist vel svo að flestir fái að njóta þessa fjársjóðs okkar. Bylting hefur orðið í aðgengi almennings að ræðum alþingismanna STARFSMENN þingfunda- sviðs Alþingis hafa á undan- förnum mánuðum unnið hörðum höndum að því að gera ræður þingmanna aðgengilegar almenningi fyrr en áður. Á þingfundasviði starfa 12 manns eingöngu að útgáfu ræðuhluta Al- þingistíðinda og frá því um áramót hefur verið í gangi tveggja mánaða tilraun þar sem kannað er hversu raunhæft það sé að stefna að útgáfu allra þingræðna einungis 24-36 tím- um eftir að þær eru fluttar. Ætlunin er að meta síðan árangurinn að til- rauninni lokinni og ákveða hvort verkefninu verður haldið áfram. Útgáfudeild þingfundasviðs Ai- þingis er staðsett í Vonarstræti og því veitir forstöðu Vigdís Jónsdóttir. Hún sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að forsætisnefnd Al- þingis hefði samþykkt í ágúst 1997 að gera tilraun með flýtiútgáfu þing- ræðna. Sigurður Jónsson, sem er hægri hönd Vigdísar á skrifstofu þingfundasviðs og verkstýrir tilraun- VIGDÍS Jónsdóttir er forstöðumaður þingfundasviðs Alþingis og Sigurður Jónsson stýrir tilraunaverkefninu. MARIA Gréta Guðjónsdóttir og Sigurlín Hermannsdóttir, NANNA Gunnarsdóttir fjarvinnsluritari við störf sín. Kröfu upplýsinga- þjóðfélagsins sinnt Þingræður hafa allt frá endurreisn Alþingis 1845 lítt verið aðgengilegar almenningi. Prentun Alþingistíðinda getur dregist nokkuð þannig að aðgangur að nýlegum ræðum þing- manna hefur reynst harla erfíður. Nýverið varð alger bylting í þessum málum og frá áramótum hefur almenningur getað kynnt sér ræður þingmanna á netsíðu Alþingis sól- arhring eftir að þær voru fluttar. Davíð Logi Sigurðsson kynnti sér þessar breytingar. MUN þessi útgáfa heyra sögunni til á næstu öld? Askrifendum fækkar að Alþingistíðindum inni, bætti því við að þessi tilraun væri gerð til að svara kröfum sam- tímans. „Þær kröfur hafa gerst háværar í seinni tíð, frá fjölmiðlum og almenn- ingi yfírhöfuð að flýta og auðvelda að- gang að þingræðum. Einnig má nefna t.d. félagasamtök sem hafa áhuga á því að fylgjast með því sem er að ger- ast á Alþingi í hagsmunamálum sín- um. Loks má nefna einstaklinga sem telja sig eiga hagsmuna að gæta og vilja fylgjast með hvað er sagt í mál- um sem þá snerta; fólk sem hefur áhuga á málefnum einstakra þing- manna, hvað þingmaður gerir og seg- ir á þingi og svo framvegis. Yfirleitt eru það einhver hitamál sem hafa komið upp og þá vilja menn fá að- gang að ræðum strax. Helst um leið og þingmaðurinn lýkur máli sínu á Alþingi. Þá sættir fólk sig ekkert við það að þurfa að bíða í hálfan mánuð eða fímm vikur eftir útgáfu þingtíð- inda til að geta fylgst með málunum." Hér er um byltingu að ræða hvað allt aðgengi almennings að verkum þingmanna varðar en Sigurður segir að starfsmenn Alþingis fínni það kannski ekki svo mikið sjálfír. Hann samsinnir því þó að þessi auðveldi að- gangur að þingræðum sé í raun hluti af hinu ört stækkandi upplýsinga- þjóðfélagi. „Almenningur er að venjast því að nota vefínn og oft fer mikill tími í að kenna fólki að nota þessa tækni, leita að tilteknum málum og þess háttar. Oft hringir einhver og spyr um mál sem snertir gjöld á díselbíla, svo dæmi sé tekið, veit ekkert frekar um hvað málið snýst. Þetta er kannski atvinnubílstjóri úti í bæ sem hefur grun um að það eigi að fara leggja einhvem auka skatt á sig og vill kynna sér málið.“ Netsíða Alþingis opnuð 1994 Vigdís segir að vinnsluferli ræðu- hluta Alþingistíðinda hafí jafnan ver- ið með þeim hætti að þingræður hverrar viku séu prentaðar í hefti sem reynt hafí verið að koma út í síð- asta lagi á fimmtudegi næstu viku á eftir. Þetta hafi ekki alltaf teldst og stundum dragist útgáfa þingtíðinda nokkuð. Netsíða Alþingis var tekin í notkun árið 1994 og þá strax var hafíst handa við að koma þingræðum í aðgengilegt form þar en þær voru reyndar aldrei settar inn á vef þingsins fyn- en þær voru tilbúnar til prentunar í Alþingis- tíðindum. Ef prentuðu útgáfunni seinkaði þá seinkaði vefútgáfunni TILKOMA þingræðna á veraldar- vefnum hefur nú þegar breytt til- verugrundvelli hinna prentuðu Al- þingistíðinda. Sigurður Jónsson sagði að áskrifendum Alþingistíð- inda hefði fækkað mjög undanfarin misseri, sennilega hefðu um 100 manns sagt upp áskriftinni enda teldu margir sig geta verið án prentuðu útgáfunnar nú þegar ræð- ur þingmanna eru svo aðgengilegar sem raun ber vitni. María Gréta Guðjónsdóttir og Sig- urlín Hermannsdóttir, ritstjórar ræðuhluta Alþingistíðinda, sögðust hins vegar ekki telja að hin prent- aða útgáfa myndi líða undir lok. Það væri jú lagaleg skylda að prenta Al- þingistfðindi og þar að auki vildu ýmsir halda sig við pappírinn. Hitt væri annað mál að með aukinni tölvueign og aðgangi að Veraldar- vefnum kæmi þeim sjálfsagt til með að íjölga sem nýttu sér vefútgáfuna á kostnað þeirrar prentuðu. Áhuga- vert væri hins vegar að velta því fyrir sér hver þróunin yrði í fram- tíðinni, t.d. hvað varðaði störf fræði- manna og annarra sem vitna oft til umræðna á Alþingi. einnig og því varð tilvera vefútgáf- unnar í raun ekki til þess að ræður bærust fyrr til almennings. Haustið 1995 var hins vegar næsta skrefið tekið en þá var opnað fyrir aðgang að ræðum innan þings. Vigdís segir að innanhússaðgangurinn hafí hins vegar verið mjög takmarkaður og í raun hafí aðeins verið um að ræða ræður á vinnslustigi sem starfs- menn Alþingis gátu nýtt sér. „Við opnuðum aðgang fyrir þingmenn og starfsmenn að ræðunum um leið og búið var að slá þær inn. Þær voru auðvitað hráar, þ.e. óyfirfarnar, ná- kvæmlega eins og þingmaður flutti þær í ræðustóli, auk hugsanlegra inn- sláttarmistaka. Þetta er í grófum dráttum forsaga vefútgáfunnar á þingræðum.“ Vigdís segir að nú í haust hafí svo verið hafínn undirbúningur að hrað- ari vinnslu og birtingu þingræðna á vefnum og Sigurður samsinnir því: „Við fórum að herða á okkur til að ná því markmiði að hefja tilraunina á haustmánuðum. I raun fór hún hins vegar ekki í gang fyrr en í janúarlok en við vorum samt farin að æfa vinnubrögðin aðeins." Auknar kröfur gerðar til starfsfólks Vigdís segir að á þingfundasviði starfi 12 manns við útgáfu þingræðna og er verk þeirra fólgið í því að vinna þá 500-600 ræðutíma sem teknir eru upp á hverju ári. Um er að ræða ræðuritara og ræðulesara, sem lesa yfír og lagfæra þann texta sem ræðu- ritarar slá inn, og ritstjóra sem eru tveir. Að auki er ritstjóri efnisyfirlits sem efnisgreinir þingræður og þing- mál og býr til efnisyfirlit Aiþingistíð- inda og loks starfar tæknimaður á vegum þingfundasviðs en hann tekur upp alla fundi og skráir á meðan ýms- ar upplýsingar er varða umræður á þingfundi. Hann hefur aðsetur í þing- húsinu sjálfu. Flestir starfsmenn þingfundasviðs taka þátt í þeirri til- raun sem nú stendur yfir en þar að auki var bætt við tveimur fjarvinnslu- riturum. Vigdís segir að mikið álag hafi ver- ið á starfsfólkinu undanfarna mánuði, enda hafi vinnutilhögun breyst tals- vert. Hún segir að starfsfólkið hafí staðið sig ákaflega vel. „Við höfum krafist sjálfstæðari vinnubragða en áður, t.d. verða ræðuiesarar að fuli- vinna textann að mestu leyti þar sem þeir opna nú aðgang að ræðunum á vef Aiþingis." Sá tími sem fer í að fullvinna ræður hvers dags fer eftir lengd þingfunda. Þannig skiptir máli hvort fundur + Morgunblaðið/Ásdís ÚLFAR Sveinbjörnsson, tæknimaður f Alþingishúsinu, hefur vart misst af þingræðu síðustu fímmtán árin. Hann tekur upp allar þingræður og skráir. Upptökur eru nú á stafrænu formi sem er bylting frá þeim tíma þegar faðir Úlfars sinnti sama starfi fyrr á öldinni. Nanna Gunnarsdóttir fjarvinnsluritari Slæmt að hætta í miðri þingræðu dregst á langinn því þá þarf að hefja næsta dag á því að vinna upp það sem gerðist kvöldið áður og þá er ekki hægt að taka til við ræður nýs dags fyrr en að því loknu. Ræðurnar eru svo aðgengilegar til langframa á net- inu. Nú er verið að slá inn efnisyfirlit eldri Alþingistíðinda til hægðarauka og er sú vinna komin aftur til ársins 1961. Að sögn Vigdísar er það tveggja mánaða verkefni sem nú er í gangi tilraun til að verða við kröfum sam- tímans um opnara samfélag. Það hefði það meginmarkmið að allar ræður væru komnar yfirlesnar inn á vefínn daginn eftir fiutning þeirra. Sigurður benti á að munurinn væri samt sá á þessari vefútgáfu og prent- aðri útgáfu þingtíðinda að þingmönn- um gæfist ekki kostur á að gera at- hugasemdir við ræðurnar áður en þær birtust á vefnum. Því væri hér ekki um að ræða lokagerð ræðna eins og þær ættu eftir að birtast í Alþingis- tíðindum. „Margir þing- menn yfirfara ekki ræður sínar heldur treysta okkur alveg fyrir textanum.“ Vigdís bætti því við að það væri einmitt mikil- vægt að benda á að hér væri um bráðabirgðaútgáfu að ræða. „Já, ræð- urnar á vefnum eru merktar „bráða- birgðaútgáfa, bein tilvitnun óheimil“. Þegar prentaða útgáfan er tilbúin eru þingmenn búnir að skila athuga- semdum sínum og ritstjórar útgáf- unnar búnir að yfirfara allar ræður og þá er sú útgáfa sett inn á vefinn í stað bráðabirgðaútgáfunnar.“ Tveir verktakar ráðnir Þingmenn hafa lýst ánægju sinni með framtakið að sögn þeirra Vigdís- ar og Sigurðar. „Það er auðvitað mjög sterkt fyrir þá,“ sagði Sigurður, „að geta vísað áhugasömum kjósend- um í kannski nýleg orð sín um þing- mái. Að kjósandinn geti fundið ræð- una á netinu.“ í því sambandi segir Sigurður að hér áður fyrr hafi þing- menn getað fengið ræðum sínum kippt fram fyrir í vinnslu ef þeim lá mikið á. „Nú erum við hins vegar að reyna að halda því til streitu að af- greiða ræðurnar í þeirri röð sem þær eru fluttar. Markmiðið er að koma öllum ræðum á netið í síðasta lagi 36 tímum eftir að þær eru fluttar.“ Aðspurður um það hvort hann héldi að þingmenn gerðu sér grein fyi-ir þvi starfi sem lægi að baki hjá starfsmönnum þingfundasviðs sagð- ist Sigurður halda að svo væri. „Þing- menn vita nú nokk af okkur hér á þinginu en þeir átta sig þó kannski ekki á því að hver klukkutími í upp- töku tekur 16-20 tíma í vinnslu áður en lokaútgáfa er sett á netið. „ Aðspurð kváðust þau Vigdís og Sigurður ekki telja að lagt hefði verið út í þessa tilraun ef ekki væri gert ráð fyrir að henni yrði haldið áfram. Þótt vissu- lega væri ekki hægt að slá því fóstu á þessu stigi segjast þau gera ráð fyrir að framhald verði á ef allt gengur upp. Sigurður sagðist ekki vita hversu mikinn auka- kostnað tilraunin hefði í for með sér. „Vissulega þurftum við að ráða tvo fjarvinnsluritara, verktaka úti í bæ, það þurfti að kaupa tölvubúnað og skrifa þó nokkuð af hugbúnaði; og loks þurfti ISDN-tengingu, sem fell- ur að vísu saman við uppfærslu á sím- stöð þingsins. En auðvitað er alls kyns fylgikostnaður samfara til- raunastarfsemi." Hins vegar voru þau Sigurður og Vigdís sammála um að það væri gam- an að geta hjálpað fólki að nýta sér nýja tækni og sýna því hversu auð- velt það væri að gera þessa hluti sjálft. Þannig væri hinn almenni borgari orðinn miklu meiri þátttak- andi í því sem væri að gerast á Al- þingi. NANNA Gunnarsdóttir var ráðin sem verktaki af þingfundasviði Alþingis til að aðstoða við innslátt þingræðna. Hún vinnur heima hjá sér og segir starfsheitið fjarvinnsluritari vera býsna lýsandi því hún komi varla niður í Alþingi núorðið. Öll samskipti sem hún eigi við samstarfsfólk þing- fundasviðs fari að mestu fram í gegn- um síma eða tölvur, og þá helst ef eitthvað bjátar á. „Eg eyddi um það bil tveimur vik- um inni á Alþingi fyrir jólin til að hægt væri að sýna mér framkvæmd ræðuritunarinnar, og setja mig inn í öll mál þessu tengd, en að öðru leyti hef ég ósköp lítið samband við þau nema eitthvað komi upp á.“ Öll vélritun er eins Sá tækjakostur sem komið hefur verið upp á heimili Nönnu er í eigu Alþingis en þar er um að ræða öfluga tölvu auk heyi'nartækja og fótstigis sem notað er við meðferð hljóðefnis, en allar ræður berast ritm'um þing- ræðna á spólum sem tæknimaður þingfundasviðs tekm’ upp í þingsal. Nanna segir að vinna sín fari fram á þann hátt að hún sækir fímmtán mínútna hljóðeiningu í gagnagrunn Alþingis sem hún er nettengd í gegn- um ISDN-símalínu. Hún merkir í þar til gerð hólf á skjánum að hún hafí tekið umrædda spólu og sækir sér síðan ritvinnsluforritið sem notað er við vinnslu þingræðna. Eftir að uppslætti ræðunnar er lok- ið vistar Nanna skjalið og sendir aft- m' til þingfundasviðs en þar tekur hlustari við og athugar hvort hún hafí haft rétt eftir þingmanni. Að hlustara loknum tekur lesari við en hann ber ekki saman við hijóðbandið líkt og hlustarinn heldur einbeitir sér að textanum, leitast við að laga málfar, setningaskipan og svo framvegis. Eft- ir að hann hefur lokið vinnu sinni er textanum sleppt út á netið. „Ræðan er náttúrulega í flestum til- fellum miklu lengri eða miklu styttri en 15 mínútur og það er afar sjaldan sem maður hitth' á að hefja störf í upphafi þingi'æðu. Ég þarf því oft að byrja innslátt inni í miðri ræðu, og jafnvel inni í miðri setningu, og maður veit því kannski lítið um samhengið í ræðunni. Ég vélrita svo textann og skila honum til Alþingis í ritfoiTni í gegnum nettenginguna." Nanna sagðist ekki hafa unnið á þennan hátt áður en að hún hefði unnið mikið við vélritun sem sé nú svo sem alltaf eins. „Ég er svona 30 til 50 mínútur að vélrita hverja 15 mínútna hljóðeiningu. Samningur minn við Alþingi hljóðar upp á að ég taki 6 ræðuhluta á dag að jafnaði en það er stundum minna og stundum er það meira. Það fer bara eftir álagi.“ Jólianna Sigurðardóttir talar skýrast Nanna efaðist um að hún hefði vél- ritað eftir öllum þingmönnum Alþing- is en sýndist í fljótu bragði sem þing- mennirnir væru flestir vel máli farnir. „Sumir hafa þægilegri raddir en aðrir og það hefur líka sitt að segja. Mér finnst t.d. voðalega gott að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún talar skýrt. Það hefur ekkert með pólitík að gera því ég er mjög ópólitísk." Nanna sagði að það væri nú upp og ofan hvort hún fylgdist með þeim um- ræðum sem hún væri að slá inn. „Stundum hlusta ég af athygli og þá verð ég spennt að vita framhaldið ef ég þarf að hætta í miðri ræðu. Það er oft sem maður gæti alveg hugsað sér að halda áfram með tiltekið umræðu- efni til að heyra hvernig málinu lykt- ar.“ Aðspurð sagði Nanna að verkefnið hefði hingað til gengið vel þótt vissu- lega hefðu komið upp nokkrir tækni- legir hnökrar. „Stundum hefur reynst erfítt að ná sambandi við netið, vandamál hafa komið upp hvað varð- ar minnisstærð í tölvunni því þetta tekur meira pláss en menn héidu. Þetta er allt í þróun, held ég, það er bara eðli þessa verks. Samt hpfur þetta gengið vonum framar. Ég gerði satt best að segja ráð fyrir að það yrðu fleiri vandamál." Mikilvægt að liðka limina Fjrrir hádegi vinnur Nanna á skrif- stofu Könnunar hf., sem hefur umboð fyrir erlend tryggingafélög, og situr í flestum tilfellum við tölvuskjá frá því átta að morgnana. Hún sagðist því vera þeirri stund fegnust á kvöldin þegar hún stæði upp frá tölvunni. „Ég sit nefnilega stundum líka við hina tölvuna mína og stunda þýðingar þannig að maður verður auðvitað þreyttur. Þetta eru dálítið langar set- ur. Ég hef samt tamið mér að standa upp á milli ræðuhluta til að rétta úr mér og liðka alla limi. Ég held það skipti miklu máli.“ Þeir möguleikar sem fjarvinnsla gefur hrífa Nönnu mjög. „Ég er að taka við textanum alveg ferskum. Það er það sem er svo spennandi. Ég er kannski að taka við textanum korteri eftir að þingmaður lýkur máli sínu og samt er ég ekki einu sinni í Alþingis- húsinu. Það finnst mér stórmerkilegt. „Hver klukkutími í upptöku tekur 16-20 tíma í vinnslu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.