Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT •• Enn deilt um steinaldarmanninn Otzi Italir sakaðir um vanrækslu Róm. The Daily Telegraph. ENN gustar um Ötzi, steinaldar- manninn, sem bar beinin í blind- hríð í Ölpunum fyrir 5.300 árum. Austurríkismenn saka nú Itali, sem hafa efnt til sýningar á honum, að taka gróðavonina fram yfir vís- indin og halda því fram, að þessi forni Evrópumaður sé að grotna í sundur. Ötzi fannst í ísnum í Ötztal-Ölp- unum á landamærum AustuiTÍkis og Ítalíu í september 1991 og gerðu hvorirtveggju, Austurríkis- menn og ítalir, kröfu til múmíunn- ar. Við mælingar kom í ljós, að hún hafði fundist Itah'umegin og varð það að samkomulagi, að Austurrík- ismenn skyldu gæta hennar í fimm ár en afhenda síðan Itölum. Það var háskólinn í Innsbruck, sem tók Ötzi að sér, og geymdi hann við nákvæmlega sömu að- stæður, sama hita- og rakastig, og voru í ísnum, sem varðveitti hann í meira en 5.000 ár. Var vísinda- mönnum aðeins hleypt inn í klef- ann í 20 mínútur í senn til að þess- ar aðstæður röskuðust sem minnst. Var þá strax varað við því að sýna Ötzi í upplýstu herbergi þar sem það myndi eyðileggja þennan fom- leifafund, sem er einn sá merkasti á öldinni. Húðin farin að springa Othmar Gaber, prófessor í Inns- bruck, segii-, að síðan Italir fóru að sýna Ötzi opinberlega hafi efsta lag húðarinnar þomað upp og muni springa fljótlega verði ekki gripið í taumana ' strax. Austurríkismenn segja einnig, að með því að setja múmíuna í Ijós sé hætta á, að gró, sem finna megi í hkamanum, taki að vaxa og eyðileggi þannig líkams- leifamar. ítalir harðneita þessu og Lor- enzo dal Ri, forstöðumaður fom- gripasafnsins. í Bolzano í Suður- Týról, segir, að engin hætta sé á ferðum þótt Ötzi hafi verið tekinn til sýningar. Hita- og rakastig í sýningarskápnum sé það sama og í Innsbruck. I Bolzano er búist við stórauknum ferðamannastraumi vegna Ötzi en kostnaður við varð- veislu hans þar er nú kominn í um 120 milljónir ísl. kr. Reuters VISINDAMENN skoða Otzi í fornminjasafninu í Bolzano á Italíu. Þýzki sljornlagadómstóllinn tekur í dag ákvörðun um EMU-kæru Ný þýsk EMU-kæra lögð fram Bonn. Reuters. MANFRED Brunner, einn þekkt- asti gagnrýnandi Evrópusamrunans í Þýzkalandi, lagði í gær inn kæru hjá þýzka stjómlagadómstólnum með það að markmiði að hindra að Helmut Kohl kanzlari geti 1 maí næstkomandi skrifað löglega upp á ákvörðun leiðtoga ESB um að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) skuli hleypt af stokkunum um næstu áramót. Stjórnlagadómstóllinn tók við þessari kæru daginn áður en til stóð að hann tæki opinberlega afstöðu til svipaðrar kæru nokkurra háskóla- prófessora. Dómstólhnn þarf að ***** EVROPA**. ákveða hvort hann taki kærumálið fyrir, sem gæti þýtt mánaðalangan málarekstur, eða hvort hann vísar því frá. Kæra Brunners, sem starfaði um tíma sem embættismaður fram- kvæmdastjórnar ESB en hefur einnig setið á þýzka þinginu, er nýjasta málshöfðunin af mörgum, sem lagðar hafa verið fyrir æðsta dómstól Þýzkalands vegna EMU- áformanna. Röksemdirnar að baki kærumáli Brunners eru svipaðar og áðumefndir fjórir prófessorai' halda fram máli sínu til stuðnings, sem þeir lögðu fyrir dómstólinn fyrr í vetur. Brunner, sem er einn helzti frammámaður sundurleits hóps and- stæðinga myntbandalagsins í Þýzka- landi, sagði í gær að það væri ekki enn of seint að stöðva framgang áformanna og „bjarga þýzka mark- inu“. Stjómmálaflokkur hans, Bandalag frjálsra borgara (BFB), skilaði í gær inn 250.000 undirskrift- um þýzkra kjósenda til fjármála- nefnar þýzka þingsins. Kærumál Branners er tekið alvar- lega ekki sízt vegna þess að hann stóð að baki því að stjómlagadóm- stóllinn tók á sínum tíma til ítarlegr- ar athugunar hvort fullgilding Þýzkalands á Maastricht-sáttmálan- um bryti í bága við þýzku stjórnar- skrána, með þeim afleiðingum að fullgildingin dróst um marga mánuði fram yfir þann tíma sem áformað hafði verið að sáttmálinn gæti gengið í gildi. Umax Astra BlOs/p Nettur 30 bita lita-borðskanni Hámarksupplausn: 4800x4800 dpi Umax Astra 1200s 30 bita litaskanni fyrirtækja Hámarksupplausn: 9600 X 9600 dpi Umax Powerlook II 3E bita litaskanni fagmanna Hámarksupplausn: 9600 x9600 dpi Skyggnulok fylgir Við bjóðum viðskiptavinum okkar breiða línu af búnaði til myndvinnslu UMAX. Við eigum mikið úrval af skönnum sem henta bæði áhuga- vinnumönnum og stafrænar myndavélar sem opna nýja og skemmtilega leið í gerð hvers kyns kynningarefnis. UMAX Frábsar stafræn myndavél Upplauin: 1000 x 800 pixlar kr. 29.900 <B) NÝHERJI - Verslun - Skaftahlíð 24 -105 Reykjavlk Slmi: 569 7700 - Fax: 569 7799 www.nyherji.is Vasile nýr forsætis- ráðherra FLOKKUR Kristilegra demókrata, sem er stærstur flokka á rúmenska þinginu, valdi í gær Radu Vasile, aðalrit- ara flokksins, sem nýjan for- sætisráðherra Rúmeníu og fell- ur í hans hlut að blása nýju lífi í stjórnarsamstarf Kristilegra demókrata og Sósíal- demókrata. Þeir síðamefndu kröfðust þess fyrir margt löngu að Victor Ciorhea hyrfi úr stóli forsætisráðherra þar sem hann væri ófær um að ýta mark- aðsúrbótum í gegn. Hann sagði síðan af sér á mánudag. Vísa skýrslu um valdarán á bug SKÝRSLU leyniþjónustu suð- ur-afríska hersins þar sem full- yrt er að lagt hafi verið á ráðin um að steypa Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku af stóli, var í gær vísað á bug af hálfu talsmanns ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að fullyrðingar í skýrslunni, þar sem segir að háttsettir menn innan hersins og embættismenn hafi undirbú- ið valdarán, eigi sér enga stoð. Utilokar ekki samstarf GERHARD Schröder, kansl- araefni þýskra jafnaðarmanna, útilokar ekki stjórnarsamstarf með frjálslyndum demókrötum, FDP, eftir þingkosningar, sem fram fara í Þýskalandi í haust, að því er vikuritið Stern hefur eftir honum. Kommúnistar ná ekki meirihluta KOMMÚNISTAR unnu flest sæti á úkraínska þinginu í kosningum sem fram fóra á sunnudag en stuðningur lík- legra samstarfsflokka mun þó ekki nægja þeim til meirihluta á þingi. Til þess þarf Kommún- istaflokkurinn 226 þingsæti en hlaut einungis 123. Óflokks- bundnir þingmenn era 114 og er talið að þeir verði and- spymuafl gegn vinstri flokkun- um. Fríkirkjan í Reykjavík Aðalfundur Fimmtudaginn 2. aprfl 1998 verður aðalfundur Frikirkjusafnaðarins (Reykjavlk. Hann hefst með helgistund í kirkjunni kl. 20.15. Að henni lokinni heldur aðalfundur áfram í safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13, kl. 21.00. Á dagskrá venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin vonast til að safnaðarfélagar mæti vel og stundvíslega. m D3 ffit 2S ffiffi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.