Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 46
^3*16 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Garðplöntuframleiðendur
í útrýmingarhættu
FYRIR rúmlega 100
árum skutu fyrstu garð-
arnir upp kollinum í
Reykjavík. Garðar
þessir voru flestir í eigu
fólks af erlendum upp-
runa því engum heilvita
Islendingi datt í hug að
hægt væri að rækta
plöntur við íslensk skil-
yrði. Eftir því sem
plöntumar stækkuðu
j* og döfnuðu breiddist
■^garðræktin út og eftir-
spurn eftir plöntum
jókst. Framsýnir menn
stofnuðu garðyrkjufé-
lag sem dreifði plönt-
um, fræjum og græjum
til ræktunar um landið og fræddi al-
menning um kosti ræktunarinnar.
Ungt fólk hélt utan til náms í garð-
yrkju og flutti heim með sér mikil-
væga þekkingu. Um miðja öldina má
segja að garðplöntuframleiðsla eins
og við þekkjum hana hafi orðið að
veruleika. Garðar voru orðin algeng
sjón við hýbýli landsmanna og gróðr-
arstöðvar sem sérhæfðu sig í ræktun
garðplantna urðu til.
í dag þykir ekkert sjálfsagðara en
að rækta plöntur í
kringum mannabústaði.
Garðyrkjuáhugi al-
mennings vex með ári
hverju og garðyrkjan
sem fag er í sókn. Mað-
ur skyldi því ætla að af-
koma garðplöntufram-
leiðenda, þeirra sem
framleiða plöntumar
fyrir allt garðyrkjuá-
hugafólkið, fari batn-
andi með ári hverju.
Pað er af og frá. Á tím-
um þjóðarsáttar gerð-
ust garðplöntuframleið-
endur þjóðarsáttir, eins
og aðrir þjóðfélags-
þegnar og ákváðu að
gera sitt til að halda verðlagi stöð-
ugu. Svo þjóðarsáttir voru þessir að-
ilar að nú, átta árum seinna, eru
plöntur enn seldar á sama verði og í
upphafí þjóðarsáttarinnai'. Reyndar
má segja að garðplöntuframleiðend-
ur hafi byrjað sína þjóðarsátt árið
1988 því plöntuverð hefur haldist
óbreytt síðan. Þrátt fyrir það hefur
verðlag miðað við neysluvísitölu
hækkað um rúm 74% og þar með öll
aðfóng til framleiðslunnar. I stað
Garðyrkjuáhugi
almennings vex með
ári hverju. Guðríður
Helgadóttir telur
áhyggjuefni hve léleg
afkoma garðplöntu-
framleiðenda er.
þess að þróun verðlags á garðplönt-
um hafi fylgt því sem gerst hefur í
þjóðfélaginu á þessum tíma hafa
framleiðendurnir hert sultarólina,
hagrætt í framleiðslunni og sagt upp
starfsfólki, allt til að halda plöntu-
verðinu niðri. Inn í þetta spilar að
sjálfsögðu harðnandi samkeppni og
undirboð, eins og í öðrum greinum.
Þegar við horfum til nágrannalanda
okkar sjáum við að þar er plöntuverð
á bilinu 50-75% hærra en hér á
landi. Á sama tíma er verð á öðrum
neysluvörum svipað eða töluvert
lægi-a en hérlendis.
Garðyrkja á íslandi hefur nokki-a
sérstöðu vegna einangrunar landsins
og þeirrar tegundafæðar sem ein-
Guðríður
Helgadóttir
kennir íslensku flóruna en til hennar
teljast einungis um 450 tegundir há-
plantna. Ræktunarsaga okkar ein-
kennist af gríðarlega mikilli tilrauna-
starfsemi og hafa garðplöntufram-
leiðendur átt sinn þátt í því að finna
plöntur sem henta fyrir íslenskar að-
stæður. Smám saman hefur byggst
upp úrval tegunda sem þrífast í ís-
lensku loftslagi og hafa menn mark-
visst reynt að velja til fjölgunar
plöntueinstaklinga sem skara fram
úr. Segja má að innlend framleiðsla
sé sérhæfð fyrir íslenskar aðstæður.
Enn fremur má benda á það að
vegna einangrunar landsins er ótrú-
lega lítið um meindýr og sjúkdóma á
garðplöntum. Eftirlit með innflutn-
ingi er strangt og ekki má flytja inn
hvaða plöntur sem er. I nágranna-
löndum okkar má fínna aragrúa
skaðvalda sem gætu valdið miklum
usla í íslenskri ræktun ef þeir slys-
uðust hingað til lands. Þjóðhagsleg
hagkvæmni þess að rækta plöntur á
Islandi er því ótvíræð.
Garðplöntumarkaður á Islandi er
afar litÓl. Stærsta markaðssvæðið er
í kringum höfuðborgai'svæðið og þar
eru jafnframt flestar garðplöntu-
stöðvarnar staðsettar. Allar sveiflur
á markaðnum hafa mikil áhrif. Þegar
verð á framleiðsluvöru hefur einu
sinni dottið niður úr öllu valdi, jafn-
vel langt niður fyrir framleiðslu-
kostnað, tekur það mjög langan tíma
fyrir markaðinn að jafna sig og vöru-
verðið að komast á eðlilegt plan.
Þetta hefur ítrekað gerst á sumar-
blómamarkaðnum en margar garð-
plöntustöðvar byggja stóran hluta
afkomu sinnar á ræktun sumar-
blóma.
Hagsmunaaðilum innan greinar-
innar er það mikið áhyggjuefni
hversu léleg afkoma hennar er.
Fæstar garðplöntustöðvar hafa efni
á að hafa fagfólk í vinnu allt árið.
Fagmenntað fólk leitar því gjarnan í
önnur öruggari störf og við það
eykst hættan á því að fagþekking
minnki í greininni. Garðplöntustöðv-
arnar hafa mikið byggt á sumar-
vinnu unglinga. Með lengingu skóla-
ársins og reglum EES um vinnu-
vernd barna og unglinga er ljóst að
framleiðendur verða að leita annað
eftir vinnuafli. Aðsókn nemenda í
Garðyi-kjuskóla ríkisins hefur, enn
sem komið er, ekki dvínað en það er
staðreynd að fæstir þeir sem læra
garðplöntuframleiðslu fara út í það
að stofna eigin garðplöntustöð. Öll
ytri skilyrði til þess eru einfaldlega
óhagstæð.
Nýliðun í greininni er hverfandi
og ef garðplöntuframleiðendur væru
dýrategund væru þeir álitnir í út-
rýmingarhættu. Með markvissum
aðgerðum má snúa þessari þróun við
en þær aðgerðir verða að koma frá
framleiðendunum sjálfum.
Höfundur er fagdeildarstjóri garö-
plöntubrautar Garðyrkjuskóla ríkis-
ins.
AOAUGLVSIIMGAR
Ráðstefna um
lagnir í skipum
haldin af Lagnafélagi íslands, í samvinnu við
Vélstjórafélag íslands, með málefnastuðningi
frá Siglingastofnun íslands, Fræðsluráði málm-
iðnaðarins, Vélskóla íslands, Kælitæknifélagi
íslands, Málmi (Samtökfyrirtækja í málm- og
skipaiðnaði), Tækniskóla íslands og Háskóla
íslands á Hótel Lofleiðum laugardaginn 4. apríl
nk. Innritun hefst kl. 8.00.
Ráðstefnustjóri: Kristján Ottóson, vélstj./blikksmíðameistari,
framkvstjóri Lagnafélags íslands. Fundarstjórar: Dr. Valdimar
K. Jónsson, vélaverkfr., prófessor HÍ og Guðmundur Hjál-
marsson, byggingatæknifr., deildarstj. byggingad. TÍ. Ritari:
Ólafur Eggertsson, rekstrartæknifr., Samtökum iðnaðarins.
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um:
Gæðamál og reglugerðir:
Guðmundur Guðmundsson, vélaverkfræð-
ingur, forstöðumaður skoðunarsviðs Sigl-
' ingastofnunar íslands.
Tæring málma: Pétur Sigurðsson, efnaverk-
fræðingur, sjálfstæður ráðgjafi.
Hönnun loftræsti- og hitakerfa í skipum:
Leslie P.B. Jensen, verkfræðingur.
Kæli- og frystikerfi: Haraldur Baldursson,
véltæknifræðingur, Kælismiðjunni Frost hf.
Vökvakerfi í skipum: Hjalti Þorvarðarson,
vélfræðingur, framkvstj. HP. vökvabúnaðar.
Þjónusta loftræsti- og hitakerfa í skipum:
Kristján Ottósson, vélstjóri/blikksmíðameist-
ari, framkvæmdastjóri Hita- og loftræstiþjón-
ustunnar og Lagnafélags íslands.
Olíur, eiginleikar og meðferð:
Herbert Herbertsson, vélfræðingur, elds-
neytis- og smurolíuráðgjöf ESSO.
Frárennslislagnir í skipum:
Steinar Viggósson, skipatæknifræðingur,
rekstrarstjóri, Stálsmiðjunni hf.
Áhrif súrefnisskorts og óhreins lofts á
mannslíkamann: Helgi Guðbergsson,
yfirlæknir atvinnusjúkdómadeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur.
Umræðuhópar starfa. Ráðstefnuslit kl. 16.40.
Ráðstefnan er öllum opin.
Aðalfundur
Hótels ísafjarðar hf.
verður haldinn á Hótel ísafirði föstudaginn
17. apríl kl. 16.00.
Dagskrá samkvæmt 3. gr. samþykkta félagsins.
Stjórn Hótels ísafjarðar hf.
Stefnuþing Reykjavíkur-
listans 1998
Stefnuþing Reykjavíkurlistans vegna
borgarstjómarkostninganna verður haldið
laugardaginn 4. apríl í Kiwanishúsinu
Engjateigi 11.
Þingið er opið öllum stuðningsmönnum Reykja-
víkurlistans.
Þingið mun standa frá kl. 9.30—15.00.
Stefnuþingsgjald er 1.500 kr. og innifalið í því
er iéttur hádegisverður.
Dagskrá:
Kl. 9.30 Móttaka og skráning.
Kl. 10.00 Setning: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri.
Kl. 10.30 Málefnahópar að störfum.
Kl. 12.00 Hádegisverðarhlé
Kl. 13.00 Málefnahópar skila af sér.
Kl. 13.45 Almennar umræður.
Kl. 14.30 Afgreiðsla stefnuyfirlýsingar.
Kl. 14.50 Stefnuþingsslit.
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu
Reykjavíkurlistans, Hafnarstræti 20, sími
561 9498.
REYKJAVIKURLISTINN
STVRKIR
Framkvæmdanefnd
búvörusamninga
í samræmi við samning um framleiðslu sauð-
fjárafurða frá 1. október, auglýsir Fram-
kvæmdanefnd búvörusamninga styrki til hag-
ræðingar- og vöruþróunarverkefna í slátrun
og vinnslu sauðfjárafurða.
Skilafrestur umsókna er annars vegartil 1. júní
1998 og hins vegar 1. ágúst 1998.
Nánari upplýsingar og reglur um úthlutun er
hægt að fá í landbúnaðarráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 7, sími 560 9750 og hjá Bænda-
samtökum íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg,
sími 563 0300.
ÝMISLEGT
Rekstur Golfskála!
Rekstraraðili óskast í golfskálann Kiðjabergi
í Grímsnesi mánuðina júní- júlí- ágúst nk.
Upplýsingar hjá Meistarafélagi húsasmiða í
síma 553 1277 (Eygló)
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ Hlín 5998040219 VI
Landsst. 5998040219 VII
I.O.O.F. 5 = 1782648 = 5h.
I.O.O.F. 11 = 178428 = Sk.
Næstu dagsferðir
Sunnudaginn 5. apríl kl. 10.30 frá
BSÍ. Gengið á reka um suður-
strönd Reykjanesskagans.
Fimmtudaginn 9. apríl, skírdag-
ur, kl. 10.30 frá BSÍ Kaldársel um
Kýrskarð.
Sunnudaginn 19. apríl. Grónar
götur 1 — ný göngusyrpa í
þremur áföngum.
Páskaferðir
9, —13. apríl: Skaftárdalur —
Lakagígar. Skiðaganga.
9.—13. apríl: Sigalda — Fjallabak
— Skaftárdalur. Skíðaganga.
9,—13. apríl: Sigalda — Land-
mannalaugar — Básar. Skiða-
ganga.
11.—13. apríl: Básar um páska —
ferð fyrir alla. Kvöldvökur, göngu-
ferðir o.fl.
11. —13. apríl: Fimmvörðuháls
um páska.
9. —13. apríl: Fullbókað er í
Grímsvatnaferð jeppadeildar.
Ferðaáætlun 1998
Ferðaáætlun 1998 fæst á skrif-
stofu Útivistar. Skráning þátt-
töku i sumarferðir stendur yfir.
Myndakvöld Útivistar verður
haldið í Fóstbræðraheimilinu
fimmtudaginn 2. apríl kl. 20.30.
Gestur kvöldins verður Ingvar
Teitsson, formaður Ferðafélags
Akureyrar sem sýnir myndir frá
Öskjuveginum, gönguleiðin
Herðubreiðalindir — Svartárkot
og kynnir leiðir um Gjögurskarð
og Glerárdalssvæðið.
18.—24. júlí er Öskjuvegurinn á
dagskrá hjá Útivist. Mætið og
kynnið ykkur gönguleiðir um ein-
staka náttúru.
\r--7/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30. Fjöl-
breytni I bibliulestri. Umsjón: Sr.
Bragi Friðriksson. Upphafsorð:
Gunnar Örn Jónsson.
Allir karlmenn velkomnir.
Frímúrarareglan
Netfang: isholf.is./frmr
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Páskaferdir Ferðafélagsins
1. Snæfellsnes — Snæfells-
jökull, 9, —11.04. Jökulganga,
strandgöngur. Gist að Lýsuhóli.
Sundlaug.
2. Skíðagönguferð í Land-
mannalaugar, 9. —11.04.
Farangur fluttur. Gist i sæluhús-
inuþaugum.
3. Ökuferð í Landmannalaug-
ar 9. —11.04. Ný ferð þar sem
farið er á jeppum að sæluhúsinu
i Laugum og gist þar.
Gönguskíði ekki nauðsynleg.
4. Þórsmörk, 11. —13.04. Til-
valin fjölskylduferð. Gist í Skag-
fjörðsskála.
Uppl. og miðar á skrifstof-
unni í Mörkinni 6, sími
568 2533.
Færeyjaferð 10.—18. júní og
Skotlandsferð 7.—17. ágúst
í samvinnu við Vestfjarðaleið
(s. 562 9950). Upplýsingablöð á
skrifst., s. 568 2533. Bókið strax.
Athugið að margar sumarleyfis-
ferðir innanlands eru að fyllast.
Sjá ferðir I ferðaáætlun og á
heimasíðu: http://www.fi.is
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kvöldvaka kl. 20.30. Kafteinn
Miriam Óskarsdóttir talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
KENNSLA
— Leiklistarstúdíó —
Eddu Björgvins og Gisla Rúnars.
Vornámskeið fyrir fullorðna.
Skráningar í síma 581 2535.