Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
Helsti sprengjusmiður Hamas myrtur á Vesturbakkanum
Fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin
kveðst hafa haft mök við Clinton
Israelar neita að
hafa átt hlut að máli
Fulltrúar Hamas-samtakanna lofa hefndum
Jerúsalem. Reuters.
PALESTÍNSK lög-
regla greindi f'rá því í
gær að meintur
sprengjusmiður palest-
ínsku samtakanna
Hamas, Muhyideen al-
Sharif, hefði verið skot-
inn til bana og lík hans
skilið eftir við hlið bíls
sem sprengdur var í
loft upp á Vesturbakk-
anum á sunnudag. ísra-
elar neituðu því að þeir
hefðu staðið að morðinu
á al-Sharif, en hann var
efstur á lista yfír þá
menn sem Israelar
vildu koma höndum yf-
ir vegna sjálfsmorðs-
sprengjuárása er orðið hafa fjölda
manns að bana í Israel.
Fulltrúar Hamas hétu því í gær
að morðsins á al-Sharif yrði hefnt.
Palestínskir unglingar létu reiði og
kröfðust hefndaraðgerða og grýttu
ísraelska hermenn. Hermennimir
svöruðu með gúmmíkúlum og
táragasi. Atökunum linnti er
palestínskir lögreglumenn skárust
í leikinn.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, neitaði því alfarið
að ísraelar hefðu átt
nokkurn þátt í að al-
Sharif var felldur, en
hann hefur ekki sést
opinberlega í um þrjú
ár. Margir Israelar
áttu þó erfitt með að
dylja ánægju sína rneð
að al-Sharif, sem ísra-
elar telja ábyrgan fyrir
morðum á fjölda gyð-
inga, skuli vera allur.
„Eg veit ekki hvort
maður á að tjá ham-
ingjuóskimar á hebr-
esku eða arabísku. En
hver sá, sem réð [al-
Sharif] af dögum, á
skilið mikið hrós og
þakkir frá ísraelsku þjóðinni,“
sagði Efraim Sneh, fyrrverandi
hershöfðingi og þingmaður Verka-
mannaflokksins.
Staðgengill
„verkfræðingsins"
Israelskir öryggismálafulltiúar
telja að al-Sharif hafi komið í stað
Yahya Ayash, sprengjusmiðs
Hamas, er kallaður var Verkfræð-
ingurinn og var ráðinn af dögum
með sprengju í farsíma á Gaza í
janúar 1996. ísraelar telja að al-
Sharif hafi staðið að tveim
sprengjutilræðum er urðu 21 ísra-
ela að bana í júlí og september sl. í
Jerúsalem. Fréttaskýrendur segja
að ísraelska leyniþjónustan hafi
myrt Ayash, og um 50 ísraelar
féllu í hefndaraðgerðum er fylgdu í
kjölfarið.
Palestínskir lögreglumenn sögðu
í gær að fjölskylda al-Sharifs hefði
borið kennsl á lík hans og krufning
hefði leitt í ljós að hann hefði verið
skotinn til bana þrem klukkustund-
um áður en sprengingin varð á
sunnudag. Ibrahim, bróðir al-
Sharifs, kenndi ísraelsku leyni-
þjónustunni um morðið og hét
hefndum. Heimastjórn Palestínu-
manna fordæmdi morðið, en gekk
ekki svo langt að ásaka Israela fyr-
ir það.
Al-Sharif slapp naumlega undan
öryggissveitum Israela í júlí 1995
er hann flúði af heimili sínu aðeins
nokkrum sekúndum áður en Isra-
elarnir réðust þar til inngöngu.
Síðan hefur hann verið eftirlýstur.
Israelar eyðilögðu heimili fjöl-
skyldu hans í Austur-Jerúsalem í
mars 1996 eftir sprengjutilræðin er
fylgdu í kjölfar morðsins á Ayash.
Muhyideen
al-Sharif
Reuters
ELIZABETH Ward Gracen
varð Ungfrd Arkansas 1982 og
hreppti einnig titilinn Ungfrú
Bandaríkin það ár.
Vísindamenn segja „fuglaflensuna“ í Hong Kong tvö veiruafbrigði
Varað við enn skæðari faraldri
Hong Kong. Reuters.
VÍSINDAMENN hafa uppgötvað, að
„fuglaflensuna", sem varð nokkrum mönnum að
bana í Hong Kong á síðasta ári, megi í raun
rekja til tveggja veiruafbrigða. Gerir það bar-
áttuna gegn sjúkdómnum erfiðari en ella.
Vísindamennimir, sem starfa við bandarísku
sjúkdómavarnastofnunina, segja, að þeir, sem
veiktust í Hong Kong, hafi sýkst af tveimur af-
brigðum af H5Nl-veirunni en hvortveggja get-
ur leitt til dauða. Kom þetta fram á læknaráð-
stefnu í Hong Kong í fyrradag. John Tam, próf-
essor í veirufræði við Kínverska háskólann í
borginni, sagði, að ljóst væri, að vegna þess yrði
mjög erfitt að framleiða bóluefni gegn sjúk-
dómnum.
Lítið um mótefni í mönnum
Tam sagði, að þessi uppgötvun vekti einnig
upp spurningar um það hvaðan veiran er komin
en talið var, að-hún hefði borist úr öndum í
kjúklinga og þaðan í menn. Nú grunar menn, að
ferlið geti verið öllu flóknara.
Fuglaflensan getur valdið því, að starfsemi
ýmissa líffæra bregst og menn hafa yfirleitt
engin mótefni gegn henni.
Engin ný tilfelli hafa verið skráð í Hong Kong
síðan 1,4 milljónum fúgla var slátrað í desember
en á ráðstefnunni í fyrradag viiruðu margii- við
því, að eftir nokkurra mánaða „hvíld“ gæti veiran
eða veirumar komið aftur enn skæðari en fyrr.
„Ég vil
alls ekki
tala um
þetta“
Washington. Reuters.
FYRRVERANDI Ungfrú Bandarík-
in, Elizabeth Ward Gracen, greindi
frá því á þriðjudag að hún hefði sjálf-
viljug átt kynmök við Bill Clinton,
núverandi forseta, fyrir 15 ámm
þegar hann var ríkisstjóri í
Arkansas. Gracen sagðist hafa
ákveðið að segja frá þessu nú til þess
að koma í veg fyrir að andstæðingar
forsetans gætu gefið í skyn að for-
setinn hefði neytt hana til samfara.
Gracen er 37 ára og leikur I sjón-
varpsmyndaflokknum Highlander.
Hún sagði í viðtali við New York
Daily News: „Ég hafði samfarir við
Bill Clinton, en það skiptir mig
mestu að ég var aldrei neydd til
neins.“ Gracen sagði að skjmdikynn-
in af Clinton hefðu stafað af „alvar-
legum dómgreindarskorti" og að
hún hefði ákveðið að greina frá þeim
til þess að bera á móti ákæraatrið-
um í máli Paulu Jones gegn forset-
anum.
Jones hefur höfðað mál á hendur
Clinton fyrir kynferðislega áreitni
og segh- hann hafa reynt að fá sig til
munnmaka á hótelherbergi í Little
Rock í Arkansas 1991. Clinton var
þá ríkisstjóri og Jones lágt settur
ríkisstarfsmaður. Clinton segir ekk-
ert hæft í ásökunum hennar.
I viðtalinu við Daily News segir
Gracen að hún hafi kynnst Clinton
náið í Little Rock 1983, árið eftir að
hún var kosin Ungfrú Bandaríkin.
Bæði voru í hjónabandi. „Við eydd-
um saman kvöldi. Enginn var
neyddur til neins. Þetta var allt af
fúsum og frjálsum vilja,“ sagði
Gracen. „Ég vil alls ekki tala um
þetta. Þetta kemur engum við.“
Fulltrúi Hvíta hússins vildi ekki
tjá sig um viðtalið við Gracen. „Við
höfum ekkert að segja um eitthvað
sem á að hafa gerst fyrir fimmtán
árum.“
þó það sé óneitanlega
stór plús
flYUHBA'
" »»» ’vi; ’ V,, \ \ \ l
o\maþyo-
Tæknival
Skeifan17 • 108 Reykjavík • Sími: 550 4000
Reykjavíkurvegur 64 • 220 Hafnarfj. • Sími: 550 4020
Opnunartími: 9-19 virka daga og 10 - 16 laugardaga
^^^^\..heldur líka öryggi
, . og þjónustu!
Hyundai 200 mmx
Intel Pentium 200 MMX • 32 mb SRAM vinnsluminni • 512 kb
pipeline Burst Cach skyndiminni • 2.1 GB Ultra DMA hardur diskur •
16 bita hljódkort • 24 hraöa geisladrif • 50W hátalarar • 2mb ATI Mach64
skjákort • 3,5" disklingadrif • Hnappaborö og Logitec mús • Windows 95
33,6 „fax/voice” mótald • Internetáskrift í 4 mánuði
Fermingar
tilbod
aðeins kr.
i