Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 SíF AÐSENDAR GREINAR _ Við ætlum að. vinna þennan leik „ÍSLAND án eiturlyfja 2002 - ég hef nú aldrei heyrt neitt eins hall- ærislegt". „Hassið, er það ekki bara skárra en brennivínið?“ „Forvam- ir - hvaða kjaftæði er það nú?“ „Maður var nú ekki barnanna bestur sjálfur á sínum yngri árum - eru þetta ekki óþarfa áhyggjur?" „ís- land án eiturlyfja 2002, það er nú gjörsamlega óraunhæft." „Pað er ekkert vandamál í mín- um skóla - það er sko ekkert að marka þessar kannanir." Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa á undan- fömum árum tekið þátt í baráttu gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna, enda er foreldrastaiTið í skólunum sannkallað forvarnastarf. Við fögnum því af heilum hug áætl- uninni „ísland án eiturlyfja 2002“ sem hefur að markmiði að virkja allt samfélagið í baráttunni gegn fíkni- efnum. Það eru nokkur vonbrigði að nær daglega hljóma í eyrum úrtöluraddir eins og í upphafi þessarar greinar. Fjölmiðlar, stjórnmálamenn, fag- menn og annað vel meinandi og upp- lýst fólk hafa verið afar gagnrýnin í garð þess vímuvarnastarfs sem unn- ið er hér á landi og fundið því flest til foráttu. Það er fárast yfir því sem gert er, það er kvartað yfir því sem ekki er gert og aðilar sem starfa að forvarna- og meðferðarmálum gera lítið úr starfi hver annars. Skipulag forvarna- og meðferð- armála er sagt í molum og er sjálfsagt mikið til í því. Almenningur fær þá mynd að vímuvarn- irnar séu í algjörri ringulreið og ungling- amir álíta að stjómvöld og fullorðnir ráði ekki neitt við neitt og viti ekki til hvað ráða eigi að grípa. Sundurlyndisfjand- inn lifir sem sé góðu lífi og það era kjöraðstæð- ur fyrir alla dópsala og landabruggara sem vilja ná til unglinga. Ástandið í okkar 270 þúsund manna þjóðfé- lagi er, skv. upplýsingum Rannsókn- arstofnunar uppeldis- og mennta- mála frá því í mars 1997, í stuttu máli þetta. Um 60% nemenda í 10. bekk hafa drukkið sig full, 16% nem- enda í 10. bekk hafa orðið fyrir óæskilegri kynlífsreynslu vegna eig- in áfengisneyslu, um 20% pilta í 10. bekk í Reykjavík og nágiænni hafa prófað hass og 4,6% nemenda í 10. bekk segjast hafa prófað amfetamín. En ef við spyrjum kennara í skóla í Reykjavík hvort einhver nemandi sé líklegur til að nota eiturlyf í 10. bekknum hans er eins líklegt að við- komandi segi svo ekki vera! í könn- un sem Gallup o.fl. gerðu á viðhorf- um einstaklinga á aldrinum 25-55 til unglingamála kom m.a. fram að afar fáir sætta sig við drykkju unglinga 18 ára og yngri. Þrátt fyrir þá stað- reynd ræðst illa við barna- og ung- hngadrykkjuna. Um ástandið meðal Ég skora á stjórnvöld og alla þá sem að þessu máli koma, segir Unn- ur Halldórsdóttir, að taka á málinu af fullum heilindum og alvöru. ungs fólks á aldrinum 16-20 ára höf- um við engar nýjar tölulegar upplýs- ingar en skv. tilfinningu manna og upplýsingum frá lögreglu og með- ferðarstofnunum er ástandið ekki gott. Meðferðarúrræði fyrir ung- linga í vímuefnavanda em af skorn- um skammti og em menn ekki á eitt sáttir um hvaða leiðir eigi að fara í því sambandi. Það er einkum þrennt sem íslensk stjómvöld og aðrir þeir sem stjórna ferðinni í vímuefnavörnum þurfa að gera upp við sig í baráttunni við út- breiðslu ólöglegra fíkniefna. í fyrst lagi þurfa stjómvöld að ákveða og vita hvaða stefnu þau hafa í málinu, í öðru lagi að framfylgja henni og í þriðja lagi þurfa aðilar að vinna sam- an til að árangur náist. Aætlunin ísland án eiturlyfja 2002 er samstarfsverkefni stjórnvalda. Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og European Cities Against Drags gerðu með sér samning til fímm ára í febrúar 1997 um að vinna saman að því brýna verkefni sem baráttan við eiturlyf er. Síðan hefur Samband ís- lenskra samvinnufélaga gerst aðili að áætluninni. Heiti verkefnisins, það er „ísland án eiturlyfja 2002“ Halldórsdóttir hefur farið í taugarnar á mörgum, menn setja fyrir sig ártahð og era búnir að ákveða að það sé með öllu óraunhæft að ná eiturlyfjalausu landi á 5-6 ámm og þess vegna sé ekkert mark á þessu takandi. En meðan menn þrátta um ártöl og bá- biljur eru böm og ungmenni að handleika og neyta eiturlyfja sem aldei fyrr. Það er ekki aðalatriði málsins hvort ártalið er 2002 eða 2010 eða eitthvað annað. Það er aukaatriði. Meginmálið er að markmiðssetning- in sé skýr: Við viljum ná raunveru- legum árangri gegn fíkniefnabölinu og viljum verða laus við eiturlyfin. Flóknara er þetta ekki. Af hverju eyðum við orkunni þá í úrtölur og karp um keisarans skegg? Hvaða íþróttafélag fer í kappleik með því hugafari að gefast upp fyrir fram, leikurinn sé hvort sem er tap- aður? Hvert væri hún Vala Flosa- dóttir komin í stangarstökki ef allir hefðu dregið úr henni kjarkinn? Ef menn vilja og ætla að ná ár- angri þá mæta þeir sigurvissir til leiks. Baráttan við eiturlyfin er stríð sem verður að vinnast fyn- eða síðar ogjþví fyrr því betra. Islendingar hafa margar mikil- vægar forsendur til að ná árangri i þessu máli. Það er almenn andstaða við eiturlyf í landinu, eiturlyfjamark- aðurinn er lítill og gegnsær, íbúa- samsetning er einsleit í menningar- fg. Útihurðir l**gluggar 05678 100 Fax 567 9080 I Bíldshöfða 18 og trúarlegu tilliti, efnahagslega og menntunarlega stöndum við vel að vígi, fjölskyldutengsl eru sterk, þekking á foivarna- og meðferðar- málum er til í landinu og við höfunv — greiðan aðgang að fæmstu erlendu sérfræðingum og ráðgjöfum á þessu sviði. Hins vegar er augljóst að bar- áttan kostar vissulega peninga, póli- tískan vilja og samstöðu og á því strandar í dag. Eg skora á stjórnvöld og alla þá sem að þessu máli koma að taka á málinu af fullum heilindum og al- vöru. Stjórnvöld verða að tryggja fé og mannafla í tollgæslu og reyna með öllum ráðum að draga úr flæði efnanna inn í landið. Fjölmiðlarnir verða líka að axla sína ábyrgð, veita aðhald og fylgjast með því hvað er acW gerast. Foreldrar, skólamenn, sveit- arstjórnarmenn, íþrótta- og tóm- stundafélög og allir þeir sem koma að málefnum barna og ungmenna verða að snúa bökum saman og vinna með unghngunum að heil- brigðum lífsstíl. Göngum sigurviss til leiksins og sýnum að saman eram við sterk. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Fermingarmyndir BARNA ^FJÖLSKVLDB LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími SÁ8-7644 Gunnar Leifur Jónasson 1980 1980 1980 500 KR. MARKAÐUR A LONGUM LAUGARDEGI DRESS MANN LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK numer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.