Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 39 AÐSENDAR GREINAR , Skattamál Islandsbanka Valur Valsson UNDANFARNA daga hefur verið nokk- ur umræða í fjölmiðl- um um skattamál Is- landsbanka og Lands- banka og er á henni að skilja að hér sé um óeðlilegar ívilnanir að ræða. Eg tel því rétt að skýra hvernig á því stendur að Islands- banki hefur ekki gi-eitt tekjuskatt undanfarin ár. Pví hafa ráðið fjórir þættir. I fyrsta lagi er um að ræða skattalegt tap sem varð til við breyt- ingu Utvegsbanka Islands í hluta- félag árið 1987. Eftirstöðvar þess námu 534 millj. kr. í árslok 1990, er bankarnir sameinuðust í Islands- banka hf. í öðru lagi var gerð sú breyting s Islandsbanki hefur ekki þegið neina opinbera styrki til starfsemi sinnar, segir Valur Valsson, hvorki beinar greiðslur né óbeinar. á skattalögum á árinu 1994, til samræmis við lagareglur í Evrópu- löndum, að leyft var að taka að fullu tillit til framlags á afskrifta- reikning útlána við skattalegt upp- gjör fjármálastofnana, en áður var þessi frádráttur takmarkaður. Þessi breyting gerði það að verk- um að yfirfæranlegt skattalegt tap jókst um vel á annan milljarð króna hjá Islandsbanka. I þriðja lagi varð bankinn fyrir rekstrarlegu tapi á árunum 1992 og 1993 sem tekið er tillit til við álagningu skatta nú. I íslenskum skattalögum eru heimildir til að taka tillit til rekstrartaps fyrir- tækja, og þar með tapaðra útlána, áður en til álagningar tekjuskatts kemur. Þetta er talið eðlilegt vegna þess að ella myndu tímabundnir rekstrarörðugleikar fyrirtækja leiða til þess að þau ættu sér ekki viðreisnar von á ný. Reglur ís- lensku skattalaganna eru einnig að þessu leyti í samræmi við reglur sem gilda í helstu nágrannalöndum okkar. í fjórða lagi verður að hafa í huga að ís- landsbanki er almenn- ingshlutafélag sem greiðir hluthöfum sín- um arð. Þessar arð- greiðslur koma til frá- dráttar hagnaði áður en tekjuskattur er lagður á, enda greiða hluthafamir skatta af þeirri fjárhæð. Síðustu sjö árin hefur bankinn á hverju ári greitt arð, samtals að upphæð 1.718 millj. kr. en á sama tímbili nam hagn- aður bankans samtals 1.884 millj. kr. og hefur bankinn því greitt 91% hagnaðar síns í arð. Til samanburðar má geta þess að ríkisbankamir hafa ekki greitt eiganda sínum neinn arð og sparisjóðirnir greiða aðeins örlít- inn hluta hagnaðar sem arð til stofnfjáreigenda sinna. Ofangreindar heimildir við álagningu tekjuskatts gilda um fyrirtæki og banka almennt. Engar sérreglur gilda um þessi mál hvað varðar Islandsbanka eða Lands- banka. Að lokum er nauðsynlegt að leiðrétta atriði sem fram komu í ræðu Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra á aðalfundi SPRON og Morgunblaðið birti síð- astliðinn laugardag. Þar segir Guðmundur að Islandsbanki og Landsbanki greiði ekki tekju- skatta nú vegna þess að ríkissjóð- ur hafi aðstoðað þessa banka í erf- iðleikum þeirra með beinum greiðslum til styrkingar eigin fjár bankanna. Þannig hafi ríkissjóður ekki aðeins styrkt þessa banka með beinum greiðslum heldur hafi hann einnig gefið þeim skattfríð- indi umfram það sem venjuleg fyr- irtæki búi við. Það er sérkennilegt að sjá sparisjóðsstjórann fara með svo rangt mál í ræðu sinni. Hann hefði átt að vita betur. Islands- banki hefur ekki þegið neina opin- bera styrki til starfsemi sinnar, hvorki beinar greiðslur né óbein- ar. Islandsbanki býr heldur ekki við nein forréttindi í skattamál- um. Um hann gilda sömu skatta- lög og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og er enginn munur þar á. Höfundur er bunkastjóri. Öryggi, friður og frelsi - tímaskekkja? í endurminningum Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, „The Downing Street Years“, er m.a. fjallað um Reykjavíkurfund Gorbachevs og Reag- ans í október 1986. Thatcher telur að neitun Reagans í Reykjavík um að versla með SDI eða geimvarn- aráætlunina í stað heims án kjarnorku- vopna hafi haft úrslita- áhrif á hrun kommún- ismans í Evrópu og fall Berlínarmúrsins 1989. Niels P. Sigurðsson Vígbúnaðarkapphlaupið var orðið efnahag Sovétríkjanna ofviða. Fulltrúar Sovétríkjanna á Reykjavíkurfundinum 1986 sáu þetta einnig fyrir og staðfestu hátt- settir sovéskir fulltrúar þennan skilning á ráðstefnu í febrúar 1993, sem háskólinn í Princeton, New Jersey hélt um endalok kalda stríðsins. í skýrslu um Princeton-fundinn, sem kom út 1994, kemur m.a. fram, að Anatoly S. Chernyaev, sem var persónulegur ráðgjafi Gorbachevs í utanríkismálum 1986-1991, gerði í Princeton grein fyrir hugmyndum forsetans um að hægt yrði að ljúka kalda stríðinu með algerri afvopn- un á sviði kjarnorkuvopna, en leggja ætti til hliðar önnur ágrein- ingsefni austurs og vesturs eins og mannréttindi o.s.frv. Ritaði Gorbachev síðan Reagan bréf vorið 1986 og stakk upp á fundi í september-október til að ræða afvopnunarmálin. Reagan svaraði jákvætt 25. júlí 1986. Gorbachev bauð Reykjavík eða London sem fundarstað, en Reykjavík varð fyrir valinu. Thatcher segh-, að Rússum hafi eftir Reykjavíkurfundinn verið Ijóst, Fermin^ ^argjafir Fyrir dömur og kerra M Okkar Fráhært verð w DEMAN AHÚSIÐ NVJU KRINGLUNNI ( SÍMI 588 9944 FUNDUR SJÓÐFÉLAGA Fimmtudaginn 2. apríl 1998, kl. 20:00 í húsnæði Islandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð. Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags ísiands 1. Hefðbundin aðalfundarstörf. 2. Arsreikningur 1997. 3. Tillaga um sameiningu við Lífeyrissjóð arkitekta. 4. Önnur mál. Sjódfélagar eru hvattir til að mceta á aðalfundinnJ Kirkjusandi, 155 Reykjavík • Sími: 588-9170 • Myndsendir: 560-8910. Rekstraraðili: Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands að þeir hefðu þegar tap- að vígbúnaðarkapp- hlaupinu, enda áttu Sovétríkin hvorki möguleika né vonir um að geta keppt við Bandaríkin um yfir- burði í hemaðartækni, aðallega vegna þess að efnahagur Sovétríkj- anna væri í mjög lélegu ástandi og tækniþróun bágborin í samanburði við Vesturlönd. Kalda stríðið hafði þjappað Evrópusam- bandsrílqunum saman. Þenslan milli stórveld- anna Bandaríkjanna og Sovétrílcjanna átti sinn þátt í sam- stöðu Vestur-E vrópuríkj a og var driffjöðrin í samstarfi Natoríkjanna Rétt er að breyta aðal- áherslu Nato frá því að verja landsvæði aðild- arríkja og borgir, segir Niels P. Sigurðsson, yfir í að verja og vernda sameiginlega hagsmuni um allan heim. um að vemda friðinn og koma í veg fyrir hugsanlega árás Varsjárbanda- lagsins í Evrópu á sínum tíma. Nægilegur styrkur til varna var annað meginmarkmið Nato. Hitt meginmarkmið Natoríkja sam- kvæmt Harmel-skýrslunni frá 1967 er að leita leiða til að tryggja stöð- ugleika í samskiptum þjóða í þeim tilgangi að unnt reynist að leysa ágreiningsmál. Bandaríki Norður-Ameríku hafa frá upphafi lagt stærsta skerfinn til starfsemi Nato, bæði á sviði varn- armála og stjórnmála. Hins vegar er fjölgun aðildarríkja og stækkun Nato í austurátt ekki höfuðatriðið í framtíðarhorfum um gengi Nato heldur er spurningin um tilgang bandalagsins í framtíðinni það at- riði sem skiptir meginmáli. Nauð- synlegt er að varnarstefnan sé í samræmi við raunveruleika dagsins á hyerjum tíma. Öryggi aðildarríkja stafar hvorki nú né um aldamótin 2000 hætta af hernaðarárásum gegn landsvæðum og borgum heldur ógnunum gegn sameiginlegum hagsmunum Nato-ríkja um víða veröld. Rétt er að breyta aðal- áherslu Nato frá því að verja land- svæði aðildarríkja og borgir yfir í að verja og vernda sameiginlega hagsmuni um heim allan. Þessar ógnir eru m.a. útbreiðsla gereyð- ingarvopna, hryðjuverk, hópmorð til útrýmingar þjóðarbrotum og styrjaldir utan bandalagssvæðis- ins, sem geta valdið gífurlegu tjóni og vandræðum á ýmsum sviðum. Til þess að geta ráðið við slíka ógnun þurfa aðildarríki Nato að hafa ráð og möguleika til að mynda samtök sem taka að sér verkefni utan Natosvæðisins. Þessi verkefni eru ekki ný af nálinni, þvi slík sam- tök sammæltra þjóða stóðu að frið- arsveitum í Bosníu sem voru undir stjórn og eftirliti Nato. Önnur sam- tök stóðu að herliðinu í Persaflóa- bardaga, en þau treystu á þjónustu Nato og athafnir bandalagsins og æfingar. Við Islendingar höfum notið ör- yggis, friðar og frelsis með aðild- inni að Nato. Auk þess gerðum við varnarsamning við Bandaríkin 1951. Við höfum með því lagt okkar af mörkum í um 50 ár til þess að friður haldist. Hættan er sú að Rússar álíti að stækkun Nato í austurátt sé aðal- lega gerð til þess að einangra Rúss- land og geti vakið upp frá dauðum gamla kaldastríðsdrauga. Vonandi verður farið varlega í stækkun Nato í austurátt og væntanleg aðild Póllands, Tékklands og Ungverja- lands látin nægja, a.m.k. til ársins 2025. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. BARNASTOLARNIR VINSÆLU Þeir eru sterkir og fjaöra sjálfstætt undir barninu, meö fjögurra punkta öryggisbelti og vandaðri fótavörn. Bandarískar og evrópskar öryggisviðurkenningar. Hraðlcsunarbúnaður, sem passar á flest hjól. Bögglaberi óþarfur. Fyrir börn 0-25 kg. Verð frá kr. 5.464 stgr. Opið laugard. kl.10-16 órninnF* Skeifunni 11, sími 588 9890
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.