Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 48
>48 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Eignar- og umráða-
réttur hálendisins
A SIÐUSTU misser-
um hefur almenn og op-
inber umræða um ýmis
framtíðarmálefni há-
lendisins og um tiltekin
álita- og ágreiningsefni
á því sviði verið all-
nokkur, eins og öllum
þeim, sem fylgjast með
*'fjölmiðlaefni, má vera
mætavel kunnugt um.
Lengstum var umræða
um þessi mál, t.d. um
eignarrétt og umráða-
rétt yfir hálendissvæð-
um, síður en svo á al-
mannavörum og var
sem ýmsum, er þó átti
að vera málið skylt,
þætti þar hálfvegis vera
um feimnismál að ræða. Frumvörp,
er flutt voru á Alþingi um einstaka
efnisþætti hálendismálanna, hlutu
oftar en ekki litla umfjöllun í
þingsölum og málin liðu þar útaf
líkt því sem ekki þætti vel við hæfi
að taka af fullri alvöru á þeim mikil-
'vægu en vandmeðförnu úrlausnar-
efnum, sem við var að glíma. Ljóst
var, að umræðan hlaut að snerta
hagsmuni ýmissa aðila - einstak-
linga jafnt sem sveitarfélaga - sem
hlut áttu að máli, og virðist sem
lengi hafi verið eins konar sammæli
um það meðal margi'a ráðamanna
að best færi á því að segja fátt um
þessi málefni og stíga létt til jarðar
í námunda meintra hagsmunaeig-
enda, þannig að viðkvæmum tilfinn-
ingum hinna síðarnefndu yrði ekki
'ofboðið.
Nú er þó a.m.k. orðin sú breyting
Páll
Sigurðsson
á, að ekki þykir lengur
þvílík ókurteisi að fjalla
á opinberum vettvangi
um eignar- og umráða-
rétt yfir hálendinu sem
fyrrum var, og vitað er
nú, að fjölmörgum
mönnum, sem láta sig
varða málefni hálendis-
ins, eru heppilegar úr-
lausnir þeirra vanda-
mála, sem við er að
etja, hugleiknar og
ræða þar um sín á mill-
um sem og á víðara
vettvangi. Er sá áhugi
síður en svo bundinn
við sérfróða menn á til-
teknum sviðum eða
meinta hagsmunaeig-
endur (í þrengri merkingu) heldur
er vitað, að allur almenningur hefur
nú vaxandi áhuga á þvf, að fundnar
verði hallkvæmar lausnir á þeim
fjölmörgu vandamálum, sem við
blasa til brýnnar úrlausnar varð-
andi nýtingu jafnt sem verndun há-
lendisins. Hér er mikið í húfi, sé
rétt mat lagt á þau verðmæti - þær
auðlindir - sem málið snýst um, og
afar miklu varðar að almenningur
jafnt sem sérfræðingar haldi vöku
sinni, fjalli um málin, tjái opinber-
lega hug sinn með röksemdum og
veiti ráðamönnum þannig nauðsyn-
legt aðhald jafnt sem hvatningu til
farsælla ákvarðana.
Eins og mörgum er kunnugt um
eru nú til meðferðar á Alþingi all-
mörg lagafrumvörp, sem á einn eða
annan hátt snerta þau málefni, sem
hér um ræðir, þ.á m. um eignar- og
umráðarétt til hálendisins. Sum
þessara frumvarpa eru ríkisstjórn-
arfrumvörp, sem vænta má að
stjórnin muni leggja talsverða
áherslu á að nái fram að ganga,
helst á þessu þingi, en önnur eru
fram borin af þingmönnum stjórn-
arandstöðunnar og hafa því veikari
stöðu gagnvart hinum frumvörpun-
um, ef litið er raunsætt á málin og
mið haft af venju og eðli máls. Fara
nú fram allmiklar umræður i þing-
nefndum um þessi frumvörp, en
Eðlilegt er, segir Páll
Sigurðsson í fyrri grein
sinni, að lög um þjóð-
lendur verði hornsteinn
annarrar löggjafar um
óbyggðamál.
sökum þess að í þeim er fjallað um
mismunandi efnisþætti heyra þau
undir fleiri en eina nefnd í þinginu.
Er vissulega æskilegt að sem flestir
fylgist með stöðu og meðferð þess-
ara frumvarpa og láti í sér heyra
um efni þeirra.
Mikilvægast þeirra frumvarpa,
sem varða óbyggðamálin, er án efa
þjóðlendufrumvarpið svokallaða,
sem forsætisráðherra flutti í þing-
inu. Með því er leitast við að bera
fram hæfilega lausn á þeim vanda-
málum, sem óneitanlega hafa
tengst meintum eignarrétti (eða
eigendaleysi) að hálendissvæðunum
og öðrum óbyggðum Iandsvæðum
og sem stundum hefur staðið nokk-
ur styr um. Fer ekki á milli mála að
þar er stefnt að færsælli skipan
mála, að því marki sem á annað
borð er unnt með lagasetningu.
Eins og margir minnast hafa gengið
allmörg dómsmál varðandi kröfur
um eignarrétt yfir ýmsum afmörk-
uðum hálendissvæðum og eru sum-
ar dómsúrlausnirnar bæði merkar
og eftirminnilegar. Oftast hefur nið-
urstaðan orðið sú, að kröfur þeirra
aðila - einstaklinga, upprekstrarfé-
laga eða sveitarfélaga - sem gerðu
tilkall til eignarréttar voru ekki við-
urkenndar. Eru röksemdir þær,
sem að baki þeim dómsúrlausnum
liggja, afar merkar, margar hverj-
ar, og lærdómsríkar. Alls ekki fer á
milli mála, að dómar þessir, sem eru
tvímælalaust mjög áhugaverðir af
lögfræðilegum sjónarhóli séð, eru
um margt stefnumarkandi. Hafa
þeir flestir mikið fordæmisgildi -
stundum beint en eigi síður óbeint -
varðandi síðari dómsúrlausnir um
önnur öræfasvæði og mætti þar rita
um í löngu máli þótt ekki séu tök á
því á þessum vettvangi. Þar koma
m.a. fram ýmsar merkar athuga-
semdir um sönnunargildi fornra
heimilda, sem gjarna er vísað til í
dómsmálum af þessu tagi, og fer
ekki á milli mála, hvað sem öðru líð-
ur, að Hæstiréttur hefur markað
skýra stefnu um það að gera verði
mjög strangar kröfur til sönnunar-
gildis ýmissa fornra og kunnra
heimilda (bóklegra heimilda jafnt
sem löggerninga), þótt gildi þeirra
hafi hins vegar síður en svo verið
hafnað með öllu. Allur óskýrleiki í
þeim gögnum hefur verið túlkaður
þeim aðila í óhag, sem hefur byggt á
þeim til stuðnings kröfu sinni um
viðurkenningu þess að hann eigi til-
tekið óbyggðasvæði. Þá hefur hvað
eftir annað verið staðfest - sem
reyndar ætti ekki að koma á óvart -
að enginn getur afhent öðrum ann-
að og meira en hann sjálfur (þ.e. af-
hendandinn) á sjálfur með fullri
„Pabbi myndi elska mig ef
hann bara kynntist méru
ÞETTA voru orð lítillar stúlku við
móður sína, en faðir hennar sinnir
ekki umgengnisskyldum sínum við
hana. „Sendu mig bara til hans svo
hann geti kynnst mér, þá veit ég að
þann mun elska mig,“ segir hún og
skilur ekki hvers vegna pabbi henn-
ar kemur hvorki né spyr um hana.
Frásögnin af þessari litlu stúlku
og mörgum öðrum bömum sem
njóta ekki umgengni við báða for-
eldra sína voru átakanlegar, en þær
komu fram á fundi sem ég sat á
vegnum Félags einstæðra foreldra
nýverið.
Þennan fund sat ég til að kynna
og svara fyrirspurnum um þingmál
sem ég hef flutt á Alþingi og fjallar
m.a. um hvaða breytingar eru nauð-
synlegar til að tryggja rétt bama til
umgengni við báða foreldra sína.
Hagsmunir fjölda barna
og foreldra
m
Það eru ekki aðeins þúsundir
barna sem líða vegna þess að kerfið
býr ekki yfir nægilegum úrræðum í
þessum málum, heldur
einnig fjöldi foreldra, -
foreldra sem þrá sam-
vistir við börn sín, sem
þeim eru meinuð sam-
skipti við. Þessi mál em
eins margbreytileg og
þau eru mörg, en hér á
landi er þetta hlutfalls-
lega stærra mál en víða
annars staðar, þar sem
hjónaskilnaðir eru hér
tíðari og fleiri börn fæð-
ast utan hjónabands.
Hér á landi era hjóna-
skilnaðir 40% af fjölda
hjónavígslna á ári, en
slit á óvígðri sambúð er
ekki meðtalin og greitt
er með um 13.500 börnum gegnum
Tryggingastofnun ríkisins.
Fagleg skilnaðar-
ráðgjöf skylda
Hvað er hægt að gera til þess að
þessi böm fái notið umgengni við
báða foreldra sína, réttar sem þau
eiga samkvæmt alþjóðlegum sátt-
málum sem við íslendingar erum
aðilar að?
TAPPATOGARI '
HÖNNUN:
VERÐ KR. 3.850
Mörkinni 3 • simi 588 0640
E-mail: casa@islandia.is • www.cassina.it
• www.roset.de • www.zanotta.it
• www.artemide.com • www.flos.it
• www.ritzenhoff.de •www.alessi.it
• www.kartell.it •www.fiam.it
• www.fontanaarte.it
í fyrsta lagi er nauð-
synlegt að koma upp
hér á landi vandaðri
skilnaðarráðgjöf í
tengslum við hjóna-
skilnaði og sambúðar-
slit. Hægt er að setja
sem skilyrði fyrir út-
gáfu skilnaðarleyfis
eða staðfestingu for-
sjárákvörðunar að for-
eldrar hafi sótt t.d. 3-5
ráðgjafartíma, þar sem
lögfræðingar og fé-
lagsráðgjafar eða sál-
fræðingar aðstoða for-
eldra við að ganga frá
forsjár- og umgengnis-
málum.
Þetta er fyrirbyggjandi úrræði
sem hefur reynst vel annars staðar,
m.a. í Noregi, og er talið að slíkt
fyrirkomulag spari einstaklingum
og samfélaginu í heild bæði orku,
tíma og fjármuni.
I umsögn um þingmálið frá Fé-
lagi einstæðra foreldra kemur fram
að eitt viðtal við báða foreldra geti
verið árangursríkt til að eyða
spennu milli þeirra. Þar kemur
einnig fram að deilur foreldra snú-
ast oftar um óuppgerðar tilfinning-
ar en velferð barnanna.
Barnið fái
talsmann
Rétt barnsins verður ávallt að
hafa í fyrirrúmi. Því er einnig leið til
bóta að skipa barni talsmann um
leið og ágreiningur verður um um-
gengni. Talsmaður gæti þá orðið
milligöngumaður milli foreldra og
einnig milli foreldra og barns.
Hlutverk hans yrði fyrst og
fremst að gæta hagsmuna barnsins
og tryggja því umgengni við for-
sjárlaust foreldri eða forsjárforeldri
sem það býr ekki hjá.
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Bregðast verður skjótt
við, segir Ásta R. Jó-
hannesdóttir, til að
leysa vanda barna sem
ekki njóta samvista við
báða foreldra sína.
Eðlilegt væri að skipa barni tals-
mann um leið og umgengnismál er
komið í hnút. Milligöngumaður gæti
einnig komið að gagni þegar forsjár-
laust foreldri sinnir ekki lögbund-
inni umgengnisskyldu sinni. Dæmi
er um að áhugaleysi foreldris stafi af
óuppgerðum tilfinningum gagnvart
barnsmóður eða barnsföður.
Skipaður talsmaður sem hefur
aðeins það hlutverk að standa vörð
um hagsmuni barns gæti hugsan-
lega komið sambandi á milli for-
eldra þegar svo háttar. Ljóst er að
hér er nýtt úrræði sem ekki felur í
sér þvingun eða refsingu heldur
miðar gagngert að því að styrkja
fjölskyldutengsl.
Fleiri leiðir til að tryggja um-
gengnisrétt barna og foreldra
Flutningur barns af heimili sínu
með yfirvaldsaðgerð er vissulega
hastarlegur gjörningur og getur í
mörgum tilvikum magnað upp deil-
ur foreldra og komið niður á hags-
munum barnsins. Urræðið getur
hins vegar hentað vel við ýmsar að-
stæður, t.d. í þeim tilvikum þegar
barn sýnir mótþróa við umgengni til
að þóknast forsjáraðila.
Akveðin, örugg skilaboð sem taka
af skarið geta hjálpað barni við þær
aðstæður. Því kemur vel til greina
að hafa svipað úrræði sem farið yrði
varlega í að beita. Þessi leið ásamt
sektarákvæðinu, sem nú er til stað-
réttu, og skiptir þetta vissulega höf-
uðmáli við túlkun ýmissa fornra lög-
gerninga, svo sem kaupgerninga
eða gjafabréfa, sem óbyggðalendur
varða.
I þjóðlenduframvarpinu er m.a.
lagt tfl, að staðfest verði með skýra
og ótvíræðu lagaákvæði, að allt það
land, sem aðrir geta eigi sannað
eignarrétt sinn yfir, sé ríkiseign (í
reynd sameign þjóðarinnar), en svo
sem kunnugt er hefur Hæstiréttur
a.m.k. einu sinni komist að þeirri
niðurstöðu, að tiltekið óbyggða-
svæði, sem ekki var talið vera í eigu
bænda, lyti heldur ekki eignarráð-
um íslenska ríkisins. Sökum þess að
niðurstaðan getur að því leyti hæg-
lega orðið hin sama um mörg önnur
landsvæði, ef látið yrði á reyna, er
afar mikilvægt að meginregla af því
tagi, sem frumvarpið felur í sér,
verði lögfest hið fyrsta. Annað virð-
ist ekki fá samrýmst nútímalegum
hugmyndum um almannarétt. Lög-
bundin regla af því tagi, sem felst í
framvarpinu, mun tvímælalaust
koma í veg fyrir ýmis vandamál,
sem nú er við að glíma og sem að
öllu óbreyttu kynnu að leiða til þess
að eðlilegar úrlausnir fáist ekki á
ýmsum þeim álitamálum, sem ófært
er að ágreiningur ríki um til fram-
búðar. Af þeirri ástæðu er mikil-
vægt að þjóðlendufrumvarpið fái
gott brautargengi á Alþingi og verði
að lögum á því þingi, er nú stendur
yfir. Gildir í því sambandi einu þótt
önnur frumvörp, sem á einn eða
annan hátt tengjast málefnum
óbyggðanna, nái þar ekki endan-
legri afgreiðslu að þessu sinni - þau
má ræða betur síðar. Eðlilegt er, að
lög um þjóðlendur verði sem undir-
staða eða hornsteinn annarrar lög-
gjafar um óbyggðamálin og þann
grann verður að sjálfsögðu að
leggja með tryggilegum hætti áður
en meira er byggt.
Höfundur er prófessor við
lagadeild HÍ.
ar, era úrræði sem hafa á sér blæ
þvingunar og refsingar.
títtektar þörf vegna
gagnrýni á seinagang
Nauðsynlegt er að gera úttekt á
islenskum rétti og réttarfram-
kvæmd og koma með tillögur til úr-
bóta. Þá er nauðsynlegt að horfa til
nágrannaþjóðanna og bera aðstæð-
ur og úrræði þeirra saman við ís-
lenskan veruleika.
Athuga þarf hvort gagnrýni sem
fram kemur á seinagang í stjórn-
sýslunni í framkvæmd umgengnis-
réttarmála eigi við rök að styðjast.
Stjórnvald er bundið af reglum
um málshraða og á það sérstaklega
við í þessum málum, því að verði
óeðlilega langt hlé á samskiptum for-
eldris og barns getur það haft í fór
með sér varanlegan skaða fyrir til-
finningatengsl milli þeirra. Þá má at-
huga hvort eðlilegt væri að ági-ein-
ingur um umgengni fari til úrlausnar
dómstóls eða dómsmálaráðuneytis-
ins. Þetta á sérstaklega við þegar
leyst er úr ágreiningi um forsjá. Úr-
skurður um ríflega umgengni til
handa þeim sem fer halloka í forsjár-
deilu getur verið þýðingarmikill hluti
af ákvörðun um forsjá barns.
Stuðningur við
barnafjölskyidur
Reynsla og rannsóknir sýna að
aðgerðir til stuðnings barnafjöl-
skyldum geta beinlínis komið í veg
fyrir að börn bíði skaða af óhjá-
kvæmilegum skilnaði. Þetta úrræði
ásamt vandaðri ráðgjöf sem nauð-
synlegt er að koma hér upp í tengsl-
um við hjónaskilnaði og sambúðar-
slit miða að því að laða fram hæfni
foreldra og skila hamingjusamari
einstaklingum út í þjóðfélagið.
Við verðum að bregðast skjótt við
til að leysa úr vanda og sorg barna
sem ekki njóta samvista við báða
foreldra sína, barna eins og litlu
telpunnar sem á orðin í upphafi
þessa greinarkorns, og vanda þeirra
foreldra sem ekki njóta samvista við
börn sín.
Höfundur er alþingismaður i þing-
flokkijafnaðarmanna.