Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LIST, TRÚ OG LYST Qlöf Nordal sýnir lystaukandi list á páskasýninffu Gallerís Ingólfsstrætis 8. Hulda Stefánsdóttir ræddi við listakon- una sem sagði henni af hverju hún hefur steypt líkamsparta í súkkulaði. ÓLÖF Nor- dal opnar í dag- sýning- una Corpus Dulcis í Gall- eríi Ingólfs- stræti 8. Morgunblaðið/Golli SÆTA súkkulaðiangan ber að vitum gesta sem sækja páskasýningu Gall- erís Ingólfsstrætis 8. Corpus Dulcis, Hinn sæti líkami, nefnist sýning Olafar Nordal sem þar verður opnuð í dag, fimmtudaginn 2. apríl. Líkamspartar sem minna á vaxtarlag „hins fullkomna karl- manns“ Michelangelos í yfirstærð liggja á trogi í sýningarsalnum miðjum steyptir í súkkulaði. Á öðru og minna trogi í salnum er verkið Sapere Corde, brjóstvitið. Tveir helm- ingar mannshjartans formaðir í súkkulaði og skeljunum steypt saman. Áreiti verkanna kallar bæði á andleg og líkamleg viðbrögð áhorfandans, - bókstaflega listneyslu, sem í sjálfu sér er brot á viðurkenndum lögmálum fagurfræðinnar. Eins og listfræðingurinn Olafur Gíslason bendir á í riti um hst Olafar Nordal, sem gef- ið er út í tilefni sýningarinnar, á verkið Corpus Dulcis _það sameiginlegt með flestum eldri verkum Olafar að byggjast á táknmáli sem á sér djúpar rætur í þjóðlegum og trúar- legum menningararfi. Merking þessara verka er æði margslungin, sem hlýtur að telj- ast eðlilegt þegar viðfangsefnið er annars vegar mannslíkaminn og hins vegar trúin; hið breyska og hið upphafna. Rétt eins og gifs- myndir af hvítum hröfnum á sýningu Olafar í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum leiða þessi verk okkur fvi'ir hugskotssjónh' löngu horfin merkingartengsl, gamlar táknmyndir sögunn- ar. Að þessu sinni, og í tilefni árstíðarinnar, erum við minnt á trúarbragðasögu hins vest- ræna heims, upprisuna og fórnardauða krists, þessa holdgervings Guðs sem við öðl- umst hlutdeild í með neyslu sakramentis. Páskafögnuður nútímamannsins virðist helst lýsa sér í ofneyslu súkkulaðis. Neysla páska- eggja tengist ævafornri trú á að eggið sé tákn fyrir eilífa hringrás og endurnýjun lífs á jörðinni. Vorboði á eftir erfiðum vetri. „Þannig tengjast páskaeggið, súkkulaðið og sakramentið eins og holdið og andinn, hið veraldlega og hið heilaga, náttúrutrúar- brögðin og kristindómurinn. Það er fyrst þegar við sjáum þetta tengt saman í bókstaf- legri merkingu sem táknrænt mannát að ritúalið fer að vekja óhugnað," segir m.a. í grein Ólafs. Ástar/haturs-samband trúar og lista Vinnsluferli verkanna er álíka margslungið og merking þeirra. Ólöf stendur í þakkar- skuld við sælgætisgerðina Nóa-Siríus fyrir hennar framlag og faglega aðstoð við súkkulaðigerðina. Það skipti hana öllu máli að súkkulaðið væri af dökku gerðinni og sæt- beiskt á bragðið. Hinn sæt-beiski unaður „fullkomins" karlmannslíkama. „Sjálf hef ég ekki neytt sakramentis," segir Ólöf. „Það sem vakh’ fyrir mér er að kasta ljósi á ýmsar hefð- ir samfélagsins sem hafa glatað merkingu sinni.“ Andstæðunum corpus og cor er stillt sam- an eins og tvíeggja ástar/haturs-sambandi trúar og listar. „Framan af þjónaði listin mjög einhliða trúnni en síðar fór listin að brjótast burt til meira sjálfstæðis þótt hún héldi áfram að vera trúnni háð í túlkun sinni. Með endurreisninni kemur trúin á manninn og upphafning mannsandans. Listamenn sjálfir urðu hálf-guðir,“ segir Ólöf. „I dag fer fólk á listasöfn og sækir tón- leika í stað sunnudagsmessa. Það sækir þörf sína fyrir andlega næringu og trúarlega upplifun til listarinnar, svo segja má að listir hafi orðið að veraldlegum trúarbrögðum menntamanna. Á sama tíma hefur trúarlegt inntak verið bannfært frá listinni, slíkt þykir vera hrein tilfinningavella og veikleika- merki.“ Áhorfandanum er þó í sjálfsvald ~sett hvort upplifun verkanna er eingöngu háð trúarlegum tilvísunum þeirra, því eins og Ólafur Gíslason bendir á í lok greinar sinnar kann að vera að með list sinni sé Ólöf að varpa fram þeirri spurningu hvort sjálfs- mynd okkar sé hjómið eitt, „form sem búið er að tæma af sögulegu inntaki sínu“. Skáldkonur á ljóðakvöldi í Súfistanum EFNT verður til ljóðakvölds fimmtudaginn 2. apríl á Súfistanum, kaffihúsinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í tilefni af komu dönsku skáldkonunnar Piu Tafdrup hingað til lands. Pia Tafdrup er ein athyglisverð- asta núlifandi skáldkona Danmerk- ur. Hún hóf ferilinn árið 1981 með ljóðabókinni Nár det gár hul pá en engel, og alls hefur hún skrifað níu ljóðabækur, tvö leikrit og eitt rit- gerðasafn um skáldskap. Nýjasta bók hennai', Dronningeporten, kom út í febrúarmánuði sl. I Ijóðum sínum glímh’ skáldkonan við spm'ningar um líkamann, kynlífið, sálarlífið, tilveruna, tungumálið, nátt- úru, sögu og trúarbrögð. Ákveðin ljóðræn depurð gengm- í gegnum verk hennar, auk tiltekinnar afstöðu til tungumálsins sem lifir á sínu eigin lífi á heillandi og dularfullan hátt. Á fimmtudagskvöldið les Pia Taf- drup úr verkum sínum ásamt ís- lensku skáldkonunum Elísabetu .Jökulsdóttur,_ Lindu Vilhjálmsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur, en leikrit Kristínar, Ástarsaga 3, hefur verið tilnefnt til leikskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 1998. Aðgangur er ókeypis. Upplesturinn hefst kl. 20.30 og stendur til kl. 22. --------------------- Kristján Krist- jánsson gestur Ritlistarhópsins RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudaginn 2. febrúai’ kl. 17. Að þessu sinni kemur Ki’istján Kristjánsson, skáld og rithöfundur á Akranesi, í heimsókn og les úr verk- um sínum, en hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur, þrjár skáldsögur og eitt leikrit. Aðgangur er ókeypis. ÞEIR flytja Milljónprósent djass á Múlanum: F.v. Veigar Margeirsson, Þórður Högnason, Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson og Matthías M.D. Hemstock. Milljónprósent djass á Múlanum DJASSKLÚBBURINN Múlinn í Sölvasal Sólons íslandus efnir til tónleika fimmtudaginn 2. aprfl kl. 21. Tónleikamir bera yfírskriftina „Milljónpró- sent djass“. Þar verður leikið frumsamið efni eftir saxófón- leikarann Jóel Pálsson og trompetleikarann Veigar Mar- geirsson. Með þeim Ieika Eyþór Gunnarsson, píanó, Þórður Högnason, kontrabassi, og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Kammerkór Hafnarfjarðar með tvenna tónleika KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tvenna tónleika nú í vik- unni. Þeir fyrstu verða í kvöld, fímmtudag 2. apríl, í Kópavogs- kirkju kl. 20.30, en hinir seinni í Víðistaðakirkju laugardaginn 4. apríl kl. 18. Þetta eru fyrstu tónleikar kórs- ins, en hann var stofnaður á síðast- liðnu ári. Á efnisskránni eru mótettur og messuþættir frá end- urreisnartímanum fram til vorra tíma. Meðal tónskáldanna eru Or- lando Lasson, William Byrd, Sebastian Aquilera de Heredia og Knut Nystedt. Kórinn frumflytur nýja mótettu, Nunc Dimittis, eftir Óliver Kentish. Stjómandi Kam- merkórs Hafnarfjarðar er Helgi Bragason. Á milli verka les Harpa Arnar- dóttir leikkona valin erindi úr ís- lenskum trúarljóðum, m.a. Geisla og Lilju. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgel verk eftir Antonio de Cabezón og Tomáso de Sancta Maria, en þeir voru báðir uppi á 16. öld. Áðgangseyrir er 500 kr. við inn- ganginn. • • Orlög kvenna Morgunblaðið/Golli ANNA Eyjólfsdóttir myndlistarmaður. „Það er allt annar tónn í umfjöllun um myndlistarsýning- ar kvenna." NÝJU fötin keisarans er yfirskrift sýningar Önnu Eyjólfsdóttur myndlistar- manns sem verður opnuð í Nýlistasafninu við Vatns; stíg í dag klukkan 16. Á sýningunni er Anna fyrst og síðast að velta fyrir sér stöðu kvenna og þá einkum stöðu kvenna í myndlistar- heiminum. Anna sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hún hefði áttað sig á því nýlega að í raun hefði hún alltaf látið sig pólitík varða og það hefði komið fram í verkum hennar. „Þetta eru pólitísk verk, ég játa það alveg. Ég sá það nýlega að verkin mín hafa verið at- vinnupólitísk eins og gaf til dæmis að líta á Kjarvals- stöðum á síðasta ári þar sem ég sýndi hljóðverk með fiskvinnslusvuntum þar sem ég var að fjalla um dag- legan veruleika fiskvinnslu- kvenna,“ segir Anna. Bandsög og krosssaumur Þegar blaðamaður leit inn á Nýlistasafninu í vikunni varð hon- um starsýnt á mikinn trjábol sem stóð fyrir utan safnið og var greini- lega á leið inn. „Ég er ekki alveg viss hvernig ég á að koma honum inn í safnið,“ segir Anna og hlær. Trjádrumburinn á að verða hluti af sýningunni og tengist veggverkinu „Guðrún Anna, Guðrán Anna, Guð- rán Anna“, sem vfsar í nöfn sem koma ítrekað fyrir í beinan kven- legg í ætt Önnu. „Ég er með vegg- verk sem er úr krossviði, sagað út með bandsög. Þetta er eftirgerð veggteppis sem ég sá í blaði Bandalags íslenskra kvenna en stjórn Bandalagsins stillir sér alltaf upp fyrir framan þetta ákveðna teppi þegar taka á mynd af hópnum. Konur eru ennþá mjög stoltar af handverkinu og verk mitt fjallar því um hefðina og hið kven- lega.“ Það að Anna noti krossvið og bandsög við gerð verksins hefur ákveðna meiningu. „Við gerð svona teppis er notaður kross- saumur og efniviðurinn er band, þannig að mér fannst koma þar skemmtileg tenging." Tréð tengist, eins og áður sagði, þessu verki en með því vill Anna benda á hve rætur fólks, stofninn og sagan, á sterk ítök í því. Lófalestur Á sýningunni verða tvö verk. Efnistök hins verks- ins eru skyld því fyrra þótt efniviður sé annar. Þar sýnir Anna ljósmyndir af höndum stéttarsystra sinna, myndlistarkvenna, og undir myndunum eru orð Amy Engilberts spá- konu sem las örlög kvenn: anna úr lófum þeirra. í tengslum við það verk sýn- ir Anna ljósrit af gagnrýni sem birst hefur í blöðum þar sem verið er að fjalla um sýningar myndlistai’- kvenna.“ „Mér finnst allt öðruvísi skrifað um myndlist kvenna en karla, þar er allt annar tónn á ferðinni. En hvað um titil sýningarinnar, hvernig tengist hann öllu sem við höfum verið að ræða um? „Með titlinum er ég að benda á að sannir listamenn reyna að vera einlægir eins og barnið í sögunni Nýju fötin keisarans sem bendir á keisarann og segir: „Nú, hann er þá ekki í neinu!“, en svo er þessi eilífi dans í kringum listina og listamennina og hræðsla við að tala um hlutina eins og þeir eru, al- veg eins og í sögunni um keisar- ann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.