Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 49*T Olvunarakstur og af- leiðingar umferðarslysa Hj úkrunarfr æ ðingar að störfum innan end- urhæfingar þurfa að takast á við afleiðingar umferðarslysa, oft mjög alvarlegar og langvarandi. Vaxandi fjöldi öku- manna sem tekinn er ölvaður við akstur hef- ur verið okkur áhyggjuefni og sérstak- lega sú viðhorfsbreyt- ing sem orðið hefur í þjóðfélaginu á undan- fórnum árum meðal ökumanna, að eðlilegt þyki að neyta áfengis, þ.e. bjórs eða léttvíns, setjast síðan undir stýri og aka bif- reið. Þessari þróun þarf að snúa við og við teljum að líklega verði það ekki gert nema að lækka leyfílegt áfengismagn í blóði niður í 0 pró- mill. Við teljum að það þurfí að eiga sér stað hugarfarsbreyting í þjóð- félaginu og að sú skoðun verði ríkj- andi að neyti fólk áfengis láti það bifreiðina vera. „Að eftir einn“ skerðist einbeit- ing, dómgreind og hreyfifæmi þ.e. viðbrögð hugar og handa og að þess vegna skuli „eftir einn ei aka neinn“. Fagdeild hjúkranarfræðinga á sviði endurhæfingar hefur velt því fyrir sér hvaða leið væri farsælust til lausnar þessa vanda. Erfítt er að spá fyrir um hvaða leið yrði ár- angursríkust en við tökum undir mikilvægi þess að efla fræðslu. Leggja mætti aukna áherslu á upplýsingar og fræðslu um alvar- legar afleiðingar um- ferðarslysa, mögulega áhættu á áverkum við hin ýmsu umferðarslys svo sem vegna hraðaksturs og bíl- veltna, líkamlegan og andlegan sársauka og þjáningu þeirra sem lenda í alvarlegum um- ferðarslysum, annað- hvort af eigin völdum eða annama vegna hraðaksturs eða ölvun- araksturs, og ennfrem- ur sársauka og and- lega vanlíðan þeirra sem valda því að líf tapast og sorg þeirra sem missa. Þá mætti einnig auka fræðslu og efla kostnaðarvitund al- mennings með tilliti til verðmæta eigin lífs, bifreiða og kostnaðar fyr- ir heilbrigðiskerfið. Stjórn fagdeildar hjúkrunar- fræðinga á sviði endurhæfingar lýsir yfir ánægju með að nú skuli hafin opinber umræða um þetta brýna málefni og lýsir jafnframt yfir vilja sínum til að leggja mál- efninu lið. Fyi-ir verslunarmannahelgina árið 1996, eina mestu ferðahelgi ársins, skrifaði formaður fagdeild- ar hjúkrunarfræðinga á sviði end- urhæfingar stjóm Umferðarráðs bréf þar sem lýst var yfir áhyggj- um af háskalegum hraðakstri á þjóðvegum landsins. Ahersluþættir þess bréfs voru fyrst og fremst sá mikli hraðakst- ur sem á sér stað í þjóðvegaakstri og það virðingarleysi sem ríkir meðal ökumanna gagnvart um- ferðarlögum og um leið eigin lífi og annarra með háskalegum akstri. Formaður fagdeildar hjúkrunar- fræðinga á sviði endurhæfingar benti þar einnig á alvarlegar afleið- ingar umferðarslysa, þann sárs- auka og þjáningu sem þau valda og kostnað fýrir heilbrigðiskerfið. Eitt tapað mannslíf af völdum ölvunaraksturs er einu of mikið. Örkuml eða fötlun ungs fólks af völdum ölvunaraksturs eru óbæri- Stjórnin lýsir yfir ánægju sinni með það, segir Ingibjörg S. Kolbeins, að Lækna- félag Islands hafi vakið umræður um ölvunarakstur. leg og óþörf. Við hjúkrunarfræð- ingar í fagdeild hjúkrunarfræðinga á sviði endurhæfingar hvetjum því alla landsmenn til að snúa vöm í sókn, sporna við þessari þróun og breyta hugarfarinu um áfengis- notkun og akstur. Við segjum „nei takk, ég er akandi“ þegar boðið er í glas og bíllyklarnir eru í vasanum. Stjóm fagdeildar hjúkmnar- fræðinga á sviði endurhæfingar lýsir yfir ánægju sinni með og ein- dregnum stuðningi við Læknafélag Islands að hafa vakið umræður í þjóðfélaginu um ölvunarakstur. Höfundur er formaður fagdeildar hjúkrunarfræðinga á sviði endur- hæfíngar. Ingibjörg S. Kolbeins SÖLUAÐILAR sjáv- arafurða hafa leynt og ljóst beitt sér gegn því á undanförnum árum að hvalveiðar hæfust við ísland á ný. Þeir hafa sagt að með því að hefja hvalveiðar á nýj- an leik sé verið að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni. Er- lendir markaðir okkar muni stórskaðast. Þó er ekkert sem bendir til að þetta sé rétt. I fréttum undanfarið hefur verið ítrekað fjallað um starfsemi Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna í Bandai’íkjunum og Bretlandi. Það sem mér hefur fundist áhugavert er hve hlutur ís- lenskra afurða í heildarsölunni hefur dregist saman á undanförn- um árum. Nú er svo komið að í Bandaríkjunum er ekki nema u.þ.b. 25% af hráefni Coldwater fengin af Islandsmiðum. Það sem á vantar er m.a. að stórum hluta fengið frá Færeyingum og Norð- mönnum, helstu hvalveiðiþjóðum við Norður-Atlantshaf. Samfara þessu hefur S.H. stóraukið starf- semi sína í þessum löndum. Þeir hafa sameinað dótturfyrirtæki sitt í Bretlandi færeysku sölu- og framleiðslufyrirtæki sem hefur gefið þeim aukinn aðgang að nýj- um birgjum í Færeyjum og Nor- egi. Þá opnuðu þeir nýlega skrif- stofu í Noregi til að geta staðið enn betur að hráefnis- öflun þar í landi. Vissulega er þessi útvíkkun í starfsemi S.H. gleðiefni og styrkir án efa stoðir fyrirtækisins. Þessar ráðstafanir gera það betur í stakk búið til að stunda öflugt mark- aðsstarf og opna leiðir inn á nýja markaði um víða veröld. Einnig hefur þessi þróun það í för með sér að fyrir- tækið verður ekki eins háð þeim sveiflum sem kunna að verða í afla- brögðum hjá okkur í framtíðinni og er þannig betur í stakk búið til að uppfylla gerða sölusamninga og verjast áföllum í rekstri. En þá kemur að afstöðu þeirra í hvalveiðimálinu. Það er óskiljanlegt að ef afstaða þeirra gagnvart hval- veiðum íslendinga breytist ekki í kjölfar þessara róttæku breytinga í starfsemi fyrii’tækjanna. Stór hluti af þeim fiski sem þessi fyrirtæki selja eru frá hvalveiðiþjóðunum, Færeyjum og Noregi. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt frá þeim nokkuð í þá átt að hvalveiðar þess- ara þjóða hafi með nokkrum hætti haft áhrif á markaði okkar erlendis. En það er kannski bara allt í lagi að þessar þjóðir veiði hvali bara ef við Islendingar látum það vera. Eg spyr, eru þessir menn samkvæmir sjálfum sér? í fylgiblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, voru nýlega birtar tölur um innflutning á ferskum og frosnum físki í Bretlandi. Þetta voru um margt áhugaverðar tölur en þó var eitt sem stakk mig sér- staklega. Af innfluttum ferskum og ísuðum fiski til Bretlands á tímabilinu janúar til september 1997 var langmest flutt inn frá Færeyjum eða u.þ.b. 43% af heild- arinnflutningi, sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Þetta gerist á sama tíma og áróðurssamtök náttúruverndarsinna hafa haldið Færeyingar voru stærstir í innflutningi fersks físks til Bret- lands en Norðmenn stærstir í frystum fiski, segir Jón Gunnarsson, þrátt fyrir hvalveiðar beggja þessara þjóða. uppi stífum áróðri gegn afurðum Færeyinga í Bretlandi m.a. í opnuauglýsingum í víðlesnum dag- blöðum. Og hverjir skyldu svo vera stærstir þegar skoðaðar eru frystar afurðir. Þar eru Norð- menn, hin hvalveiðiþjóðin í ná- grenni okkar. Erum við Islendingar allt öðru- vísi en þessar þjóðir, eða látum við stjórnast af hræðsluáróðri? Við hljótum að vera menn til að taka á þessu máli og ég vona að söluaðilar íslensks sjávarfangs fylki nú liði með öðrum stéttum í sjávarútvegi og fiskvinnslu og skorí á stjórnvöld að hefja nú þegar skynsamlega og sjálfsagða nýtingu á þeirri náttúru- auðlind sem hvalastofnar hér við land eru. Höfundur er formaður Sjávarnylja Tvískinnungur í málflutningi físksalanna Jón Gunnarsson Allur aldur þarfn- ast hreyfíngar GRÆNI lífseðillinn er samstarfs- verkefni heilbrigðisráðuneytis og Iþróttasambands Islands. Fram- kvæmd verkefna er i höndum Heilsueflingar og íþrótta fyrir alla. Margir hafa breytt lífsstíl sínum til hins betra og eru með- vitaðir um nauðsyn þjálfunar á öllum aldri. Abyrgð okkar foreldr- anna er mikil, að láta börnin temja sér heil- brigðan lífsstíl og vera fyrirmynd þeirra. Því það sem við segjum og gerum hefur mun meiri áhrif en það sem við segjum en fórum ekki eftir. Til að hafa úthald til vinnu og frítíma er hreyf- ing mjög mikilvæg. Lík- aminn svarar þjálfun á öllum aldri. Reyndu að koma reglulegri hreyf- ingu inn í daglegt líf þitt með einum eða öðrum hætti, a.m.k. 20 mín. 3 sinnum í viku. Tökum dæmi: Reyndu, segir Ágústa Guðmarsdóttir, að koma reglulegri hreyf- ingu inn í daglegt líf þitt. Gengurðu í vinnuna? Er ekki möguleiki að leggja bflnum í 5-10 mín. fjarlægð frá vinnustaðnum til að ganga rösklega, fá upp púlsinn og hrista upp í sálartetrinu. Hvemig væri að taka strætó? Engin þörf á að skrapa glugga og fara inn í kaldan bfl, heldur ganga út á næstu stoppustöð og stíga inn í heitan vagninn. Þú klæðir þig eftir aðstæðum og færð nokkra hreyfingu umfram það að nota einkabflinn. Notarðu Iyftu í stað þess að ganga tröppur á milli hæða? Veistu ekki að hver hreyfing telur í heildarstyrk og úthaldi fyrir líkamann. Ferðu í sund af og til og leggst eingöngu í heita pottinn? Ef svo er veistu ekki hve gott er að reyna fyrst á alla vöðva líkamans á þægilegan hátt í sundi og fara svo að slaka á í pottunum á eftir. Slökunin og vellíð- anin verður mun meiri. Af hverju hreyfir þú þig ekki reglulega? Er veðrið alltaf slæmt, eða þú verðrn- að fara á fund eða elda matinn einmitt þegar þú varst búin að ákveða að nota þennan tíma til að hreyfa þig. Væri ekkfy skynsamlegt að skipu- leggja sig aðeins betur. Finnst þér leiðinlegt að hreyfa þig? Reyndu fleiri möguleika, t.d. ým- iss konar dans, badmint- on, tennis, taekwon-do, sundleikfimi, skíði, borð- tennis og skauta. Hittir þú vinina allt of sjaldan? Hvernig væri að hreyfa sig með þeim. Geturðu heimsótt aldr- aðan ættingja með því að fara út að ganga með honum? Sendu þeim kort græna lifseðilsins sem minnir á mikilvægi hreyfingar. Matartími. Er hann nægur til að fá sér 10. mín. göngu og fá ferskt loftT í lungun? Þú gætir fengið þér vasa- diskó og hlustað á fréttir, útvarps- þætti eða ljúfa tónlist um leið og þú þjálfar þig. Því ekki? Hvað með 20 mín. göngu, þegar þú kemur heim úr vinnu? Hefurðu ekki þann tíma 3-5x í viku? Þá skaltu skoða daginn hjá þér og athuga hvort ekki megi draga úr á einhverj- um öðrum sviðum? Hreyfing er ein af undirstöðunum fyrir því að láta sér líða vel bæði dags daglega og sem ávísun á betri líðan í framtíðinni. Þú getur fundið þína hreyfingu ef þú skoðar með opnum huga. Hreyfing sem þú hefur gaman af og hður vel á eftir er hklegri til að bæta lífsstflinn, t.d. mataræðið og minnka löngun í tóbak. Skoðaðu kortin frá grænum lífseðli, sendu þau til þeirra sem þér þykir vænt um og láttu innihald kortanna verða þér hvatning til hreyfingar. Byrjaðu því strax í dag að framkvæma: Hreyfðu þig þér til ánægju. Höfundur er sjúkraþjálfari. Ágústa Guðmarsdóttir Tilboösréttir: í hádeginu virka daga: Tilboð öll lcvöld og um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! ■ lleil ölhun /lextium ifómiuelu rétluin ^/tjfijm atifnt, tnmdW, xutulbur oij intiur. POTTURINN OG ^erov^ykkur- aá qóðu ! BRfiUTflRHOLTI 22 SlMI 551-1690 HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar os heitur matur, margar tegundir. kr.790.- GRÍSAFIÐRILDI Duxel, meö Dijon-sósu og gljáðu grænmeti AÐEINSKR. 1490- , Marineruð KJUKUNGABRINGA með rjómalagaðri paprikusósu. AÐONSKR.1.490.- Grillaður LAMBAVÖÐVI með bakaóri kartöflu og Bemaisesosu. AÐBNSKR. 1.490,- Ristaðar GELLUR með Julian-grænmeti og hvftlauksrjóma AÐBNSKR. 1490.- PASTA aö hætti kokksins, borið fram með hvítíauksbrauöi. AÐÐNSKR.1.280- Grillaðar Laxakótilcttur í Basilsósu. AÐBNSKR. 1490.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.