Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 44
f 44 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
V
Okennilegur
draugur og
orðsins list
Vofa póstmódernismans hefur loksins
skotið upp kollinum á Islandi og hefur
hún gert skurk mikið meðal eyjar-
skeggja og þykir ýmsum hún vera farin
að færa sig ískyggilega uppá skaftið.
V'ofa gengur nú ljós-
um logum um vest-
ræna háskóla - vofa
póstmódernismans.
Svona gæti hafa
hljóðað fyrirsögn á menntasíð-
unni í blaði á Vesturlöndum
fyrir svo sem 10-15 árum - en
fréttirnar spyrjast seint til
hólmans í norðurhöfum og nú
loksins hefur þessi drauga-
gangur borist þangað.
Sýnast eyjarskeggjar hálf-
skelkaðir við þessi tíðindi,
enda myrkfælni landlæg í
þessum einangraða stað.
Er haft fyrir satt að draug-
ur þessi sé fylgjuslitur kölska
sjálfs, sem Vesturlandamenn
töldu sér trú um að hefði orðið
sjálfdauður
VIÐHORF þefrmúrinn
----- rell, en lnir
Eftir Jakob F. auðvitað
Ásgeirsson áfram í ýms-
um myndum.
Að fornum sið upphófu eyj-
arskeggjar kappræðu mikla
við þennan fjanda og sölluðu á
hann rökum margvíslegum og
snjöllum og brugðu fyrir sig
gullaldannáli forfeðra sinna.
Gamlir draugar eyjarskeggja
og ekki síður djöfsi sjálfur
voru málsins menn og vissu
ekki aðra skemmtun betri en
að kveðast á.
En hér er ekki á ferð al-
mennilegur draugur, heldur
ókennilegur óskapnaður úr út-
löndum sem ekki kann skil á
góðum texta og vondum og
gerir ekki heldur mun á hald-
góðum rökum og haldlitlum.
Þessi draugur heldur því
fram að í öllum texta og öllum
röksemdum búi valdkúgun og
ekki sé hægt að skilja á milli
góðs og ills því eitt sjónarhorn
sé ekki öðru betra - og skal
hér ekki frekar skyggnst um
hugarfylgsni afturgöngu þess-
arar.
Hefur svo einkennilegur
draugur ekki orðið á vegi eyj-
arskeggja fyrri. Finnst þeim
hann skiljanlega lifa í lausu
lofti.
Nú bregður svo við að
draugur þessi tekur að láta að
sér kveða í helsta blaði hólm-
verja.
A blaðinu eina hvarf mönn-
um öll myrkfælni við fall múrs-
ins og þeir sem áður sáu
drauga í hverju horni, lifa nú
óttalausir í eilífri birtu og vísa
öllu skuggatali á bug sem forn-
eskju.
Finnst ýmsum gömlum í
hettunni sem blaðið eina sé
full-kumpánlegt við forna
fjendur og aldnar konur lesa
blað sitt forviða og muldra í
barm sér viskuorð sem þær
lærðu í bemsku, að þeir sem
hafí verið illhryssingar
hinumegin láti sjaldnast af
háttum sínum þótt þeir séu nú
hérnamegin.
I lesbók blaðsins eina fyrir
skömmu var dregin fram í
dagsljósið hönd ein grá og loð-
in úr Svartaskóla. Þar ríkir
myrkrið sem kunnugt er og
nema menn þar allan sinn
fróðleik af bókum, skrifuðum
eldrauðu letri sem lesa má í
myrkri. Það era álög Svarta-
skólamanna að hvenær sem
þeir hætta sér út undir bert
loft dagar þá uppi sem nátt-
tröll. Eru um það mörg dæmi
á síðum blaðsins eina. Hér var
á ferð sérfræðingur Svarta-
skóla í göldrum, en sá hefur
gert sáttmála við kölska sjálf-
an og fer ekki sögum af þeim
myrkraverkum, nema í lesbók-
arviðtalinu heldur hann reiði-
lestur mikinn yfír eyjarskeggj-
um og sakar þá um hindurvitni
og heimsku fyrir að bregðast
ónotalega við þessu fylgjuslitri
kölska sem nú guði á glugga.
Eyjarskeggjar kipptu sér
ekki upp við raus þetta. Þeir
voru hvort eð er búnir að
ákveða að draugur þessi væri
alls ekki viðræðuhæfur.
En nú fékk galdramaður
sem sagt óvænta liðveislu. I
leiðara blaðsins eina nokkrum
dögum síðar var svartagalls-
rausi þessu hampað sem
djúpri visku og eyjarskeggjar
atyrtir fyrir „fræðafælni"!
Fullyrti blaðið að af póst-
módernismanum myndi leiða
„ný heimsmynd", hvorki meira
né minna!
Hefur það ekki fyrr gerst í
hinum vestræna heimi að hinn
póstmóderníski draugur hafí
náð tökum á dagblaði. í öðrum
löndum hefur fjandi þessi látið
við það sitja að ríða röftum há-
skóla.
Og nú um daginn er aftur-
ganga þessi enn á ferðinni í
blaðinu eina og útskýrir á sinn
digurbarkalega hátt hvert sé
„hlutverk rithöfunda", ekkert
minna, og er þá komin í undar-
lega mótsögn við sitt afstæðis-
hyggjutrúboð.
Gamlir menn, lærðir uppá
rímur og Islendingasögur, eiga
vart orð yfír svo ómerkilegum
draug sem ekki er orðsins
maður. Þeir furða sig á þeirri
óskammfeilni að slíkur draug-
ur skuli taka sér fyrir hendur
að segja rithöfundum fyrir
verkum.
Og minnast þeir þá arf-
leifðar skáldsins sem nýlega
gekk á vit feðra sinna og kom
orðum að þeirri kenningu sem
ein blívur í sögu eyjarskeggja:
Það eina sem lifir er góður
texti.
Ofanflóðavarnir
og þegnskapur
í GÆR, 14.03.98,
féllu enn tvö krapaflóð
á byggð á Bíldudal, úr
sama Gilsbakkagili og á
sama stað og síðast fyr-
ir um ári. Sú skýring
var gefin að starfsmenn
Veðurstofunnar hefðu
verið vel á verði og
fylgst með aðsteðjandi
vanda, en að sjálfsögðu
ekki hafst að. Sýslu-
maðurinn á Patreks-
firði, formaður al-
mannavarna á staðn-
um, svaf værum svefni
réttlætisins í rúmi sínu,
enda hlýviðri og suð-
vestanátt, vísast komin
í mörgum krókum frá Sahara. Um-
hverfisráðherrann og ráðuneytis-
stjóri hans voru einnig í ró og
áhyggjuleysi að vanda, enda alltaf
hægt að skýra hlutina þar eftir á,
bæði með réttu og röngu, ef á þarf
að halda svo sem kunnugt er, eða
jafnvel láta þá afskiptalausa, sem
er nú þekkt stjórnsýsluaðferð þar á
bæ.
Eins og á Flateyri eru tvö vara-
söm gil ofan byggðarinnar, en þar
sem Bíldudalur er sunnan Ai-nar-
fjarðar eru þau áveðurs í N- eða
NA-lægum snjóaáttum, er þar lítil
snjóflóðahætta, en meiri hætta af
krapaflóðum í suðlægum áttum.
Neðan giljanna eru urðarkeilur þar
sem auðvelt er að grafa brautir í til
að stýra ofanflóðum eins og einnig
voru á Flateyri, en þar hafnaði um-
hverfísráðuneytið því að nýta
landslagið til varnar hættunni og
hefir eytt um 800 milljónum af al-
mannafé til að gera næstum 20 m
háa uppbyggða varnargarða, sem
munu falla saman á fáum árum, og
útilokað er að unnt sé að græða
upp. Eftir hverju eru umhverfis-
ráðuneytið, Almannavamir, bæjar-
stjórn Vesturbyggðar og sérstak-
lega Ofanflóðavarnir
Veðurstofu íslands að
bíða á Bíldudal? Það
vantar ekki silkihúf-
urnar á aðgerðarleysið.
Er ekki réttara að
gefnar séu skýringar á
ótryggu ástandinu og
hvað unnt sé að gera til
varnar?
Misskilinn
þegnskapur
A Islandi ríkir sam-
trygging spillingarinn-
ar. I stað þess að fjalla
efnislega um málefni
er stofnað til sam-
tryggingar um rang-
lætið. Þetta gildir jafnt í stjórnmál-
um sem verklegum vörnum gegn
Hvers vegna þurfa Is-
lendingar ítrekað að
lenda í ógöngum? spyr
•• >
Onundur Asgeirsson.
Og svarar sjálfur: Or-
sakanna ber fyrst og
fremst að leita í spilltu
stjórnkerfi landsins.
ofanflóðum, og eru snjóflóðavarn-
irnar á Flateyri talandi dæmi um
slíkt vandamál. Þar réð hrepps-
nefnd ráðgjafarfyrirtækið VST til
að gera tillögur um varnir, en þar
sem þeir höfðu ekki vit á þessu
réðu þeir norska ráðgjafa, óábyrga
sjálfseignarstofnun, nefnd NGI, í
Osló, sem hafði enn minna vit á
landfræðilegum aðstæðum á Flat-
eyri, og í skjóli þess gerðu tillögur
um tvo rangt staðsetta varnar-
garða, svonefnt A, ofan Flateyrar.
Þessar tillögur voru síðan sam-
þykktar af bæjarstjórn ísafjarðar-
bæjar, Skipulagi ríldsins, umhverf-
isráðuneytinu og endanlega af um-
hverfisráðherra, sem tók persónu-
lega ábyrgð á verkinu eftir tillögu
ráðuneytisstjóra síns, en báðir voru
vanhæfir til að fjalla um slíkt mál.
Ljósmynd tekin úr flugvél Land-
helgisgæzlunnar var birt í Mbl.
12.02.98 og sýnir árangur blekking-
arinnar. Kostnaður framkvæmd-
anna nú, sem áætlaður var af ráðu-
neytisstjóra umhverfisráðuneytis-
ins í grein í Mbl. 22.08.97 „liðlega
300 milljónir króna“, er nú kominn
vel yfír 800 milljónir og er enn eftir
frágangur og uppgræðsla fyrir
amk. 200 m til viðbótar, og mun
aldrei takast. Framkvæmdirnar á
Flateyri eru ekki blekking lengur,
þar stendur skýrt upphafsstafurinn
á orðinu Asnar. Þeir geta litið í
spegil og svo lengi sem þeir lifa
geta þeir gengið úr skugga um
þetta. Friður sé með þeim.
Hvers vegna þurfa Islendingar
ítrekað að lenda í slíkum ógöngum?
Orsakanna ber fyrst og fremst að
leita í spilltu stjórnkerfi landsins,
sem breiðist út á öllum sviðum.
Meirihluti Alþingis myndar ríkis-
stjórn, og honum leyfist allt. Menn
hafa reynt það nú, að spilltasti
stjórnmálaflokkur á Islandi er
Framsóknarflokkurinn, og honum
hefir tekist með lögum að velta öll-
um kostnaði af framkvæmdum á
Flateyri yfír á almenning, síðan
skiptir ekki máli hver kostnaðurinn
er. Með þessu keyptu þeir stuðning
bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar við
framkvæmdirnar. Það er ekki
þegnskapur að umbera slíka mis-
notkun á opinberu fé. Ráðherra,
sem þetta gerir, á að víkja. Það er
siðlaust samfélag, sem ekki bregst
rétt við slíkum ávirðingum.
Höfundur er fyrrvernndi forstjóri.
Önundur
Ásgeirsson.
_ ••
Er Ossur Skarphéðins-
son frjáls og óháður?
ÞAR sem ég er dygg-
ur lesandi DV vakti það
athygli mína þegar
þingmaður jafnaðar-
manna, Össur Skarp-
héðinsson, var ráðinn
ritstjóri blaðsins. Af því
tilefni var tekið viðtal
við aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Frjálsr-
ar fjölmiðlunar, útgáfu-
félags DV. Sá taldi
ráðningu nýja ritstjór-
ans blaðinu til fram-
dráttar, enda fer þar
reynslumikill maður í
ritstjórn deyjandi dag-
blaða, þ.e. Alþýðublaðs-
ins og Þjóðviljans.
Björgvin
Guðmundsson
hafa samrýmst skoðun-
um frjálsa og óháða rit-
stjórans. Misnotkun á
skoðanakönnunum
undanfarnar vikur hef-
ur einnig dregið mjög
úr trúverðugleika blað-
sins. Margir segja nú
sem svo að það hljóti að
hafa verið mistök hjá
útgáfufélagi DV að
ráða sitjandi þingmann
jafnaðarmanna, sem
jafnframt er svili borg-
arstjóra, sem ritstjóra
þess ágæta blaðs.
Varla er það ósk hlut-
hafa að blaðið fari
sömu leið og Alþýðu-
Sagði hann að pólitísk afstaða nýja
ritstjórans mjmdi ekki endurspegl-
ast í fréttaflutningi blaðsins, þvi
hann yrði að halda sig innan þeirra
marka sem honum yrðu sett.
Lesendur sjá
mikinn mun
Undanfarna mánuði hafa lesend-
ur DV tekið eftir breytingu á frétta-
flutningi blaðsins. Þetta á hvort
tveggja við um fréttaflutninginn
sjálfan, þ.e. orðaval, fyrirsagnir
o.þ.h., og einnig sjálft fréttamatið.
Nú virðist nefnilega sem ritstjórar
blaðsins dragi taum ákveðinna hópa
í samfélaginu fremur en annarra.
Auk þess hefur verið skrifað um það
á síðum Morgunblaðsins að DV hafi
neitað að birta greinar sem ekki
blaðið og Þjóðviljinn?
Hlægileg
auglýsingaherferð
Einnig kvikna spurningar um
auglýsingaherferð blaðsins, sem nú
stendur yfir. Hvers vegna í ósköp-
unum þarf fjölmiðill að auglýsa
sjálfan sig grimmt og brýna það
fyrir lesendum að hann sé frjáls og
óháður og „beiti beittri egg sinni á
meinsemdir þjóðfélagsins“? Það
skyldi þó aldrei vera vegna þess að
blaðið skorti trúverðugleika? Aug-
lýsingarnar snúast í raun upp í and-
hverfu sína og verða vandræðalegar
þegar haft er í huga hvers eðlis
blaðið er orðið, því fjölmiðill sem
siglir undir fölsku flaggi er verri,
ótrúverðugi'i og leiðinlegri en
Hvers vegna í ósköpun-
um þarf fjölmiðill að
auglýsa sjálfan sig
grimmt, spyr Björgvin
Guðmundsson, og
brýna það fyrir lesend-
um að hann sé frjáls
og óháður?
gömlu flokksblöðin, sem lesendur
vissu þó afdráttariaust hvað stóðu
fyrir.
Frjáls fjölmiðlun, DV
og markaðurmn
Frjálsir fjölmiðlar þurfa að halda
trúverðugleika sínum ef einhverjir
eiga að hlusta á þá, kaupa og lesa.
Nú virðist sem áskrifendum DV fari
fækkandi, blaðið seljist verr og því
dreift ókeypis á ýmsa staði í kynn-
ingarskyni. Um leið má lesa að Is-
landsbanki og fleiri aðilar hafi keypt
eignarhlut í útgáfufélagi DV,
Frjálsri fjölmiðlun, með von um
hagnað þegar félagið fari á hluta-
bréfamarkaðinn. Það skyldi þó
aldrei fara svo að þessir aðilar töp-
uðu fé vegna frjálsa og óháða rit-
stjórans, Össurar Skarphéðinsson-
ar?
Höfundur er háskólanemi.