Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 56
06 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ullina hef ég tíðum tætt,/ úr togi glófa unnið,/ svo hef ég lika sokka
bætt,/ saumað, prjónað, spunnið.
í þáttum mínum hef ég leitast við að birta ljóð þar sem hannyrðir
koma við sögu. Einnig hef ég reynt að finna heimildir um þjóðtrú er
tengist hannyrðum. Eg mun halda því áfram svo lengi sem ég finn
efni.
Frá því um miðja 16. öld hefur prjónaskapur verið stór þáttur í
■^aglegu lífi fólks og um langt skeið voru pijónavörur
aðalútflutningsvara íslendinga. Það er þess vegna undarlegt að ekki
skuli finnast fleiri heimildir í bundnu og óbundnu máli um þessi efni
en raun ber vitni. Það er líkt og það sé ofið inní sjálfsvitund
konunnar að tala alls ekki um né flíka hannyrðum sínum. Því til staðfestingar veit ég að
hjá mörgum hannyrðakonum eru skúffurnar fullar af allskonar fínheitum, t.d. dúkum,
blúndum og útsaumi svo eitthvað sé nefnt. Með slíkum „skúffuviðhorfum" verður
hannyrðakonan aldrei metin að verðleikum. Það er því kominn tími til að sýna öll
fínheitin, opna skúffurnar, skreyta hemili sín og leyfa öðrum að dást að, því það er ekki
öllum gefið að geta búið til fallegan hlut.
Um síðustu jól kom úr merkileg bók sem heitir Stúlka og ber hún undirtitilinn „Ljóð
eftir íslenskar konur“ (Helga Kress valdi efnið og bjó til prentunar). Bókin ber sama
heiti og fyrsta ljóðabókin sem kom út eftir konu. Hún hét Júlíana Jónsdóttir og gaf hún
bókina út á eigin kostnað árið 1876. Að mínu mati er þessi bók hvalreki fyrir þá sem
huga hafa á skáldskap og mun ég leita mikið í þann brunn. Að þessu sinni til Herdísar
Andrésdóttur, f. 1858 - 1939. Þau tvö erindi sem hér eru birt eru úr kvæðinu „Kveðið
við spuna“ og eru þrjátíu erindi alls. Þeir eru ekki margir sem kunna að spinna á rokk
nú til dags enda er allt spunnið í vélum. Þróunin í þeim efnum hefur orðið gífurleg
srðustu áratugi og til eru margar ólíkar tegundir af bandi á markaðnum í dag, t.d. loðið,
yrjótt, hnútótt, marglitt og þar fram eftir götunum.
Ein garntegund hefur orðið mjög vinsæl sem ekki fékkst hér áður fyrr en það er
bómullin. Miðað við það að bómullarræktun hófst á Indlandi fyrir u.þ.b. þrjú þúsund
árum er stutt srðan hún kom til íslands. íslendingar kunna sannarlega að meta
bómullina og er hún mikið notuð. Hún er sérstaklega hentug í fínlega hluti. I þessum
„Spuna“ eru uppskriftir að fimm blúndum úr mjög mjúku bómullargarni. Þær eru
einfaldar og þannig kjörnar fyrir byijendur í hekli. Bæði stórar og smáar blúndur eru
fallegar hvar sem er, á handklæðum, hillum, öskjum, gardínum, bijóstahöldurum o.fl.
Það þarf bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og vera svolítið djarfur.
Löngum hef að lömbum gáð,/ leitað, týnt og fundið,/ rétt í höföld hvítan þráð/ hespað,
spólað, undið.
I
'
Pað er auðvelt
að hekla!
SOLBERG 12/4 bómullargarn
Kremað nr. 10011 dokka
Úr 1 dokku (100 gr) er hægt að
bekla blúndu sem er 1,5 m löng
HEKLUNÁL: Nr. 1,5-1,75.
STYTTINGAR: 11. = loftlykkjur
st. = stuðull
111. = loftlykkjulengja
llb. = loftlykkjubogi
1. = lykkja
kl. = keðjulykkja
tvöf.st. = tvöfaldur stuðull
ATHUGIÐ: Fyrsti st. í umferð er
alltaf 311.
Allar blúndurnar eru heklaðar
eftir teikningu.
Heklið loftlykkjulengju og gerið
fyrsta st. í fjórðu 11. frá nálinni.
Heklið síðan eftir teikningunum.
Byrjið á hverju munstri við örina á
teikningunni.
* í munstri 1 er llb. úr 5 11., milli
krossanna. I munstri 5 eru llb. í 3
mismunandi lengdum, sá stysti er
5 11., millilengdin er 11 11. og sá
lengsti er 17 11. Heklið í hverja
lykkju, ekki utan um 11. Þegar
aukið er út í umf. um 1 kross, eins
og í munstri 3, eru heklaðar 5 11.,
stingið nálinni í fjórðu 11. frá
nálinni og heklið 1 st. í fjórðu 11., og
1 st. í fimmtu 11., 1 st. í st. í umf. á
undan. Þegar aukið er út í umf. um
2 krossa, eins og í munstrum 1, 2,
4 og 5, eru heklaðar 8 11., stingið
nálinni í fjórðu 11. frá nálinni og
heklið 1 st. í fjórðu, fimmtu, sjöttu,
sjöundu og áttundu 11. frá nálinni,
1 st. í st. í umf. á undan.
Þegar á að fella af þar sem eru 1
eða 2 krossar, eru heklaðar kl. yfir
þá st. sem á að fella af, eða stoppað
og snúið við. Þegar blúndunni
lýkur er gengið frá öllum endum
og endað á að hekla 1 umf. af
keðjulykkjum á réttunni meðfram
löngu brúninni, heklið 2 kl. í hvern
st.
Festið blúnduna við efnið með eins
ósýnilegum sporum og hægt er.
Einnig er hægt að sik-sakka í vél
með smáu spori.
5S
Munstur 4 Byijið hér, heklið 30 U.
1 munstur
Byijið hér, heklið 30 11.
Útskýringar á hekli Munstur 5
Byijið hér, heklið 36 11 Byrjið hér, heklið 30 11,
1 munstur I Munstur 2 1 munstur
Stuðull = st
Tvöfaldur stuðull = tvöf.st.
Keðjulykkja = kl
Nú geta allir eignast Benz!
MERCEDES BENZ
Höfum fengið einkasöluleyfi á þessum frábæru úrum sem hafa eingöngu
verið fáanleg í höfuðstöðvum Mercedes í Stuttgard.
LAUGAVEGÍ 61 ■ SÍMI 552 4930
Dilbert*
daglega á
Netinu
HEFURÐU ÁTTAÐ Hd Á, AÐ MÐ
ER TIL FÓLK SETl HREINLEGA
LANGAR TIL AÐ LESA TElKNl-
riYNDASÖGU
url ÞITT ÖNUR-
LE6A LÍF?
G I V E N C H Y
ÚtsölustaSir og kynningadagar
Laugavegs Apótek
Hygea, Kringlunni
Rós, Engihjalla
Vesturbæjar Apótek
fim. 2.4.
lau. 4.4.
món. 6.4.
þri. 7.4.
Austurbæjar Apótek
Hygea, Kringlunni
Evita, Kringlunni
Nana, Hólagarði
mið. 8.4.
fim.l 6.4.
fös. 17.4.
fös. 24.4.
G I V E N C H YfilG I V E N C H Y