Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 29
Flúði kynlífs-
þrældóm í Alsír
París. Reuters.
ALSIRSK stúlka lýsir harðri vist í
prísund hjá hryðjuverkamönnum í
Alsír í viðtali sem birt var í
dagblaðinu La Nouvelle Republique
á mánudag. Á daginn varð hún að
þrífa hús, elda mat og tína eldivið en
var kynlífsþræll hryðjuverkamanna
á hverri nóttu í hálft ár.
Stúlkunni, Meriem Yasmina, var
rænt ásamt sjö öðrum ungum
stúlkum þegar hryðjuverkamenn
réðust á þorpið Tabainet í Medea-
héraði í Álsír 28. september. Hún
var sú eina úr tíu manna fjölskyldu
sem ekki var drepin í árásinni.
„Yngri systir mín, 13 ára gömul,
vai- einnig numin á brott, en hún
streittist á móti af mildlli hörku og
öskraði hástöfum og var því skorin á
háls,“ sagði stúlkan, en blaðið gat
ekki um aldur hennar.
Hryðjuverkasveitir alsírskra
strangtrúarmanna hafa verið
sakaðar um að nema hundruð
ungra stúlkna á brott í árásum
sínum á þorp í landinu og misnota
þær kynferðislega.
Skiptust á um að nauðga henni
Meriem Yasmina segir að
stúlkmTiai’ hafi verið neyddar til að
bera hveitisekki og önnur matvæli á
bakinu frá þorpi sínu og barðar
áfram af vígamönnunum, sem eru
liðsmenn „Hersveita íslams“ (GIA).
Hún segist hafa verið færð í búðir
í héraðinu Ouzra sem „furstinn"
Azzedine stjómaði. Á daginn varð
hún að þrífa vistarverur, elda mat
og tína eldivið og sinna öðrum
störfum sem vinnukona eiginkvenna
nokkurra hðsmanna GIA.
,Á hverju kvöldi kom
hryðjuverkamaður og dvaldi hjá
mér næturlangt," sagði stúlkan.
Hún bætti við að alls hefðu um 40
menn á aldrinum 20 til 70 ára
skipst á um að nauðga henni.
„Eina nóttina heyrði ég að
leiðtoginn hefði dæmt mig til
dauða. En það varð mér til happs
að slakað var á gæslunni jþegar ég
var send eftir vatni. Eg greip
tækifærið og strauk. Þeir hófu
eftirför, ég heyrði hróp þeirra á
eftir mér í skóginum. Eftir um
klukkustund kom ég út á þjóðveg
og stefndi á ljósin í næsta bæ,
Chrea,“ sagði stúlkan. Bærinn er
um 60 km suðvestur af
Algeirsborg.
Að sögn La Nouvelle Republique
átti stúlkan erfitt með andardrátt
þegar samtalið fór fram. Hún var
blá og marin, bólgin á fótum og
með ör á höndum þar sem vírar
höfðu skorist inn í úlnliðinn.
Reuters
Jonesboro minnist látinna
MINNIN GARATHÖFN fór fram í
Jonesboro, Arkansas á þriðju-
dagskvöld til heiðurs nemendun-
um fjórum og kennara þeirra
sem féllu fyrir hendi morðingja í
síðustu viku. íbúar Jonesboro
báru allir hvítan borða í virðing-
arskyni við hin látnu en alls
komu um 10.000 íbúar bæjarins
til athafnarinnar. Á myndinni
sjást viðstaddir drúpa höfði í
minningu fimmmenninganna.
IXUS
24.900 kr.
IXUS L-1
17.900 kr.
FF 25
7.790 kr.
IXUS Z 9 O
34.900 kr.
TAKTU
MYNDIR
Með hverri Ixus myndavél
fylgir Ijósniyndanániskeið.
&
A2áSft)S§D
Frábært nýtt kerfi sem getur meira
3 myndform:
10x25cm, 10x17cm og 10x15cm.
Yfirlitsmynd fylgir framköilun.
Filman smellur - engin þræðing.
Alsjálfvirk vél.
FERMINGARTILBOÐ
ÁCANON MYNDAVÉLUM
IHansPeterm
Þ VI ENGIR DAGAR ERU EINS